Hvað liggur á? - Nokkrir punktar um einkavæðingu á bönkunum

bankar_island.jpg
Auglýsing

Stefnt er að því að selja veru­legan hlut í Lands­bank­anum á þessu ári, og lík­legt er að stjórn­völd vinni að því sömu­leiðis að selja Íslands­banka, að hluta eða öllu leyt­i. 

Það hefur áður komið fram á þessum vett­vangi, að ekki sé aug­ljóst að það þurfi að selja bank­ana hratt til nýrra eig­enda. Ríkið þarf ekk­ert að flýta sér að selja bankana, heldur ætti það fyrst að ein­beita sér að því að breyta banka­kerf­inu þannig að það starfi á grund­velli almanna­hags­muna til lengdar lit­ið.Nokkra punkta er hægt að telja til:- Lands­bank­inn og Íslands­banki eru með sam­tals 450 millj­arða eigið fé, og tæp­lega 30 pró­sent eig­in­fjár­hlut­fall. Þetta eru mikil verð­mæti. Mik­il­vægt er að flýta sér ekki um of að selja þessi verð­mæti, heldur greina þau vel og skil­greina nákvæm­lega hvers vegna er verið að selja þau. Ríkið virð­ist t.d. geta greitt út um 100 millj­arða úr bönk­un­um, eins og Óttar Guð­jóns­son gerði að umtals­efni í grein á dög­unum, án þess að þeir verði ósölu­hæf­ir. Þetta eru miklir fjár­mun­ir, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið.- Almenn­ingur fjár­magnar bank­ana tvo með inn­lánum sín­um, að langstærstum hluta. Bank­arnir eru ekki með alþjóð­lega starf­semi, og hafa stigið hænu­skref á alþjóð­lega mark­aði enn sem komið er, þegar kemur að fjár­mögn­un. - Ríkið er í dauða­færi til að breyta fjár­mála­kerf­inu, aðskilja við­skipta­banka- og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, skerpa á reglum um að bankar megi ekki stunda óskyldan rekst­ur, hag­ræða þar sem hægt er, og ein­falda starf­sem­ina. - Á inn­an­lands­mark­aði koma helst líf­eyr­is­sjóð­irnir til greina sem aðrir eig­endur að bönk­un­um. Þeir hafa frá því fjár­magns­höftum var komið á, í nóv­em­ber 2008, aukið umsvif sín mikið á Íslandi og eru bak­beinið í fjár­mála­mark­aðn­um, bæði á skulda­bréfa- og hluta­bréfa­mark­aði, og einnig almennt á fjár­mála­mark­aði. Þó lík­lega hafi margir fjár­fest­ar áhuga á því að fylgja líf­eyr­is­sjóð­unum sem nýir eig­end­ur, þá verða stjórn­völd að hugsa málið til enda. Er það betra fyrir mark­að­inn í heild, að líf­eyr­is­sjóð­irnir eigi bank­anna líka? Það skiptir máli að þetta sé hugsað vel.- Ef það er mögu­legt að fá erlenda eig­endur að bönk­un­um, að hluta eða öðrum hvorum þeirra í heild jafn­vel, þá verður að vera ljóst á hvaða for­sendum það er gert. T.d. ef erlendir eig­endur koma, þá verður að athuga hvernig arð­greiðslum þeirra úr lendi verður hátt­að. Staða þjóð­ar­búss­ins er enn við­kvæm, og í ljósi þess hvað miklir fjár­munir eru í bönk­un­um, þá verður að liggja fyrir að miklar arð­greiðslur úr landi ógni ekki stöð­ug­leika á gjald­eyr­is­mark­aði. En það gæti líka verið afar gott fyrir fjár­mála­mark­að­inn á Íslandi að fá alþjóða­lega heil­brigða banka, t.d. frá Norð­ur­lönd­un­um, sem geta boðið almenn­ingi góð kjör og góða þjón­ust­u. Þessir punktar eru bara nokkrir af þeim fjöl­mörgu sem hægt er að nefna, sem mik­il­væga í umræðu um banka­kerfið og end­ur­skipu­lagn­ingu þess. Það er ekki aug­ljóst að það sé betra fyrir ríkið á þessum tíma­punkti að selja eignir sínar í fjár­mála­kerf­inu. Það eru rök með og á móti í þeim efn­um, sem stjórn­mála­menn þurfa að ræða miklu meira en þeir hafa gert til þessa. Best væri að fá skýrt fram frá hverjum flokki, hvað hann vill í þessum efn­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None