Vonandi verður verðið í opna ferlinu gefið upp núna

Landsbankinn
Auglýsing

Hinn 24. sept­em­ber í fyrra greindi Kjarn­inn frá því að Lands­bank­inn, sem ríkið á rúm­lega 98 pró­sent hlut í, neit­aði að gefa um sölu­verð á 0,41 pró­sent hlut í Borgun sem seldur var í opnu sölu­ferli, ólíkt því sem gert var um ári fyrr þegar 31,2 pró­sent hlut í Borgun var seldur til val­inna fjár­festa, eins og kunn­ugt er og er nú mikið til umræðu, eftir ljóst þykir að kaup­endur þess hlutar gerðu reyfara­kaup. 

Lands­bank­inn hyggst taka saman ítar­lega sam­an­tekt um söl­una á hlutnum í Borg­un, og afhenda hana Alþingi.

Von­andi mun bank­inn núna breyta algjör­lega um stefnu þegar kemur sölu­verð­inu á 0,41 pró­sent hlut­ar­ins. Því það skiptir máli að skoða hvaða verð fékkst fyrir hlut­inn, í sam­an­burði við það þegar 31,2 pró­sent hlut­ur­inn var seld­ur. 

Auglýsing

Lands­bank­inn aug­lýsti til litla hlut­inn til sölu í maí í fyrra og seldi að lokum til félags­ins Fast­eigna­fé­lagið Auð­brekka 17 ehf., sem Guð­mundur Hjalta­son er í for­svari fyrir sam­kvæmt gögnum Rík­is­skatt­stjóra.  Þrír aðilar sýndu því áhuga að eign­ast hlut­inn og komu þrjú til­boð í hann. Hlut­ur­inn var að lokum seldur hæst­bjóð­anda, að því er bank­inn hefur upp­lýst, en eins og áður segir neitar bank­inn að gefa upp á hvaða verði hlut­ur­inn var seld­ur, og ber því við að sam­kvæmt sölu­samn­ingi þá geti bank­inn ekki upp­lýst um verðið nema með sam­þykki kaup­anda. 

Þann 29. mars 2015 var Spari­sjóður Vest­manna­eyja ses. sam­ein­aður Lands­bank­anum hf. Við sam­ein­ing­una eign­að­ist bank­inn 1.806.611 hluti í Borgun hf. Eign­ar­hlut­ur­inn nam um 0,41 pró­sent af heild­ar­hluta­fjár í félag­inu.

Svar Lands­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans var þetta: „Hluta­bréfin voru seld hæst­bjóð­anda. Verðið var í sam­ræmi við verð í sölu Lands­bank­ans á hluta­bréfum í Borgun árið 2014, að teknu til­liti til arð­greiðslu og ávöxt­unar á hluta­bréfa­mark­aði í milli­tíð­inn­i.“ Engar frek­ari eða nákvæm­ari upp­lýs­ingar feng­ust frá bank­anum um hvert sölu­verðið hefði ver­ið.Þessi seinni hluti svars­ins er um margt þoku­kenndur og erfitt að átta sig á því, hvað bank­anum gengur til með hon­um. Borgun er ekki skráð á mark­að, og þá var arð­greiðslan úr félag­inu, um fjórum mán­uðum eftir að Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut­inn, upp á 800 millj­ónir króna, sú fyrsta úr félag­inu frá árinu 2008. Það liggur lítið fyrir um það, hvað má lesa í það að arð­greiðslan hafi átt sér stað. Eins og nefnt var hér að ofan, þá von­andi sér Lands­bank­inn nú - þegar öll spjót standa á bank­anum - sóma sinn í því að upp­lýsa um hvernig hlutafé Borg­unar var verð­lagt þegar bank­inn stóð fyrir opnu sölu­ferli, svo það sé mögu­lega hægt að sjá hvort það er ein­hver munur á því verði, og því sem var þegar 31,2 pró­sent hlutur var seldur á 2,2 millj­arða til val­ins hóps fjár­festa.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None