Vonandi verður verðið í opna ferlinu gefið upp núna

Landsbankinn
Auglýsing

Hinn 24. sept­em­ber í fyrra greindi Kjarn­inn frá því að Lands­bank­inn, sem ríkið á rúm­lega 98 pró­sent hlut í, neit­aði að gefa um sölu­verð á 0,41 pró­sent hlut í Borgun sem seldur var í opnu sölu­ferli, ólíkt því sem gert var um ári fyrr þegar 31,2 pró­sent hlut í Borgun var seldur til val­inna fjár­festa, eins og kunn­ugt er og er nú mikið til umræðu, eftir ljóst þykir að kaup­endur þess hlutar gerðu reyfara­kaup. 

Lands­bank­inn hyggst taka saman ítar­lega sam­an­tekt um söl­una á hlutnum í Borg­un, og afhenda hana Alþingi.

Von­andi mun bank­inn núna breyta algjör­lega um stefnu þegar kemur sölu­verð­inu á 0,41 pró­sent hlut­ar­ins. Því það skiptir máli að skoða hvaða verð fékkst fyrir hlut­inn, í sam­an­burði við það þegar 31,2 pró­sent hlut­ur­inn var seld­ur. 

Auglýsing

Lands­bank­inn aug­lýsti til litla hlut­inn til sölu í maí í fyrra og seldi að lokum til félags­ins Fast­eigna­fé­lagið Auð­brekka 17 ehf., sem Guð­mundur Hjalta­son er í for­svari fyrir sam­kvæmt gögnum Rík­is­skatt­stjóra.  Þrír aðilar sýndu því áhuga að eign­ast hlut­inn og komu þrjú til­boð í hann. Hlut­ur­inn var að lokum seldur hæst­bjóð­anda, að því er bank­inn hefur upp­lýst, en eins og áður segir neitar bank­inn að gefa upp á hvaða verði hlut­ur­inn var seld­ur, og ber því við að sam­kvæmt sölu­samn­ingi þá geti bank­inn ekki upp­lýst um verðið nema með sam­þykki kaup­anda. 

Þann 29. mars 2015 var Spari­sjóður Vest­manna­eyja ses. sam­ein­aður Lands­bank­anum hf. Við sam­ein­ing­una eign­að­ist bank­inn 1.806.611 hluti í Borgun hf. Eign­ar­hlut­ur­inn nam um 0,41 pró­sent af heild­ar­hluta­fjár í félag­inu.

Svar Lands­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans var þetta: „Hluta­bréfin voru seld hæst­bjóð­anda. Verðið var í sam­ræmi við verð í sölu Lands­bank­ans á hluta­bréfum í Borgun árið 2014, að teknu til­liti til arð­greiðslu og ávöxt­unar á hluta­bréfa­mark­aði í milli­tíð­inn­i.“ Engar frek­ari eða nákvæm­ari upp­lýs­ingar feng­ust frá bank­anum um hvert sölu­verðið hefði ver­ið.Þessi seinni hluti svars­ins er um margt þoku­kenndur og erfitt að átta sig á því, hvað bank­anum gengur til með hon­um. Borgun er ekki skráð á mark­að, og þá var arð­greiðslan úr félag­inu, um fjórum mán­uðum eftir að Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut­inn, upp á 800 millj­ónir króna, sú fyrsta úr félag­inu frá árinu 2008. Það liggur lítið fyrir um það, hvað má lesa í það að arð­greiðslan hafi átt sér stað. Eins og nefnt var hér að ofan, þá von­andi sér Lands­bank­inn nú - þegar öll spjót standa á bank­anum - sóma sinn í því að upp­lýsa um hvernig hlutafé Borg­unar var verð­lagt þegar bank­inn stóð fyrir opnu sölu­ferli, svo það sé mögu­lega hægt að sjá hvort það er ein­hver munur á því verði, og því sem var þegar 31,2 pró­sent hlutur var seldur á 2,2 millj­arða til val­ins hóps fjár­festa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None