Vonandi verður verðið í opna ferlinu gefið upp núna

Landsbankinn
Auglýsing

Hinn 24. sept­em­ber í fyrra greindi Kjarn­inn frá því að Lands­bank­inn, sem ríkið á rúm­lega 98 pró­sent hlut í, neit­aði að gefa um sölu­verð á 0,41 pró­sent hlut í Borgun sem seldur var í opnu sölu­ferli, ólíkt því sem gert var um ári fyrr þegar 31,2 pró­sent hlut í Borgun var seldur til val­inna fjár­festa, eins og kunn­ugt er og er nú mikið til umræðu, eftir ljóst þykir að kaup­endur þess hlutar gerðu reyfara­kaup. 

Lands­bank­inn hyggst taka saman ítar­lega sam­an­tekt um söl­una á hlutnum í Borg­un, og afhenda hana Alþingi.

Von­andi mun bank­inn núna breyta algjör­lega um stefnu þegar kemur sölu­verð­inu á 0,41 pró­sent hlut­ar­ins. Því það skiptir máli að skoða hvaða verð fékkst fyrir hlut­inn, í sam­an­burði við það þegar 31,2 pró­sent hlut­ur­inn var seld­ur. 

Auglýsing

Lands­bank­inn aug­lýsti til litla hlut­inn til sölu í maí í fyrra og seldi að lokum til félags­ins Fast­eigna­fé­lagið Auð­brekka 17 ehf., sem Guð­mundur Hjalta­son er í for­svari fyrir sam­kvæmt gögnum Rík­is­skatt­stjóra.  Þrír aðilar sýndu því áhuga að eign­ast hlut­inn og komu þrjú til­boð í hann. Hlut­ur­inn var að lokum seldur hæst­bjóð­anda, að því er bank­inn hefur upp­lýst, en eins og áður segir neitar bank­inn að gefa upp á hvaða verði hlut­ur­inn var seld­ur, og ber því við að sam­kvæmt sölu­samn­ingi þá geti bank­inn ekki upp­lýst um verðið nema með sam­þykki kaup­anda. 

Þann 29. mars 2015 var Spari­sjóður Vest­manna­eyja ses. sam­ein­aður Lands­bank­anum hf. Við sam­ein­ing­una eign­að­ist bank­inn 1.806.611 hluti í Borgun hf. Eign­ar­hlut­ur­inn nam um 0,41 pró­sent af heild­ar­hluta­fjár í félag­inu.

Svar Lands­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans var þetta: „Hluta­bréfin voru seld hæst­bjóð­anda. Verðið var í sam­ræmi við verð í sölu Lands­bank­ans á hluta­bréfum í Borgun árið 2014, að teknu til­liti til arð­greiðslu og ávöxt­unar á hluta­bréfa­mark­aði í milli­tíð­inn­i.“ Engar frek­ari eða nákvæm­ari upp­lýs­ingar feng­ust frá bank­anum um hvert sölu­verðið hefði ver­ið.Þessi seinni hluti svars­ins er um margt þoku­kenndur og erfitt að átta sig á því, hvað bank­anum gengur til með hon­um. Borgun er ekki skráð á mark­að, og þá var arð­greiðslan úr félag­inu, um fjórum mán­uðum eftir að Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut­inn, upp á 800 millj­ónir króna, sú fyrsta úr félag­inu frá árinu 2008. Það liggur lítið fyrir um það, hvað má lesa í það að arð­greiðslan hafi átt sér stað. Eins og nefnt var hér að ofan, þá von­andi sér Lands­bank­inn nú - þegar öll spjót standa á bank­anum - sóma sinn í því að upp­lýsa um hvernig hlutafé Borg­unar var verð­lagt þegar bank­inn stóð fyrir opnu sölu­ferli, svo það sé mögu­lega hægt að sjá hvort það er ein­hver munur á því verði, og því sem var þegar 31,2 pró­sent hlutur var seldur á 2,2 millj­arða til val­ins hóps fjár­festa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None