Endurreisnin

Auglýsing

Oft og lengi höfum við heyrt um myglu og leka í hús­næði Land­spít­al­ans, um langa biðlista eftir aðgerð­um, um sjúk­linga sem liggja á göngum vegna ­pláss­leys­is, um úrelt og bilandi lækn­inga­tæki, um gríð­ar­legt vakta­á­lag ­starfs­fólks, sem eykur lík­urnar á mis­tökum o.s.frv. Nýj­ustu frétt­irnar eru um hjúkr­un­ar­heim­il­i ­sem ætla að leigja út dval­ar­rými aldr­aðra til ferða­manna og náms­manna vegna bágrar fjár­hags­stöðu, því ekki aðstoðar rík­ið.

Við lesum um margra millj­arða spill­ing­ar­mál tengt sölu ­rík­is­banka á korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun og annað tengt sölu Arion banka á hluta­bréfum í Sím­an­um. Við lesum um lækkun veiði­gjalda og mik­inn og vax­andi hagnað útgerð­ar­fyr­ir­tækja og banka. Fjár­mála­ráð­herr­ann skellt­i ­sér til Kína til þess að gefa vil­yrði fyrir millj­örð­u­m úr rík­is­sjóði í nýjan inn­viða­fjár­fest­inga­banka Asíu. Pawel Bar­toszek sýndi okkur línu­rit sem sýnir að íslenska þjóðin sé yngri en sú sænska og sagði að þess vegna sé eðli­legt að Svíar verji hærra hlut­falli rík­is­út­gjalda í heil­brigð­is­mál en Íslend­ing­ar.

En íslenska þjóðin er að eld­ast eins og margar aðr­ar, eldra fólki fjölgar hlut­falls­lega jafnt og þétt og eftir því sem fleira fólk þarf á þjón­ust­u heil­brigð­is­kerf­is­ins að halda, þeim mun dýr­ara verður kerfið í krónum talið. Ofan á þetta bæt­ist kostn­aður vegna ára­langrar van­rækslu á við­haldi hús­næð­is, tækja­kosti o.s.frv. (sem Svíar búa ekki við). Lækna­stéttin á Íslandi er líka að eld­ast og margir ungir læknar sjá ekki fyrir sér fram­tíð á Íslandi eins og ­staðan er í dag, þeir flytja úr landi í leit að betra lífi. Í frétta­bréfi land­læknis frá nóv­em­ber 2015 seg­ir: „árið 2000 voru tæp­lega 28% starf­and­i lækna yfir 55 ára aldri hér á landi en árið 2013 var þetta hlut­fall komið í 41%“. Þar má líka lesa að hlut­fall lækna yfir 55 ára var orðið hærra á Ísland­i 2013 en í löndum OECD.

Auglýsing

Hnignun heil­brigð­is­kerf­is­ins und­an­farin ár er líka ein af á­stæð­unum fyrir því að annað fólk flytur úr landi. Ef fólk veik­ist og þarf aðstoð vill það kom­ast sem fyrst undir lækn­is­hend­ur, en ekki lenda á biðlista í marga ­mán­uði til þess eins að kom­ast kannski á end­anum inn á sjúkra­stofu með myglu eða gang. Þó að íslenska þjóðin (þ.e. íbúar Íslands í þessu sam­hengi) sé yngri en sú sænska núna getur hlut­fallið fljótt breyst við það að fleira ungt fólk flytji úr landi. End­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins er fjár­fest­ing til fram­tíð­ar­ og snýst um að byggja upp sam­fé­lag þar sem fólk vill búa. Eftir því sem víta­hringur van­rækslu og skamm­tíma­lausna heldur lengur áfram, þeim mun dýr­ara og erf­ið­ara verður að vinda ofan af hon­um. Það er of seint að byrgja brunn­inn þegar barnið er dottið ofan í hann.

Að lokum vil ég hvetja þá sem ekki hafa skrifað und­ir­ á­skor­un­ina um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins að gera það sem fyrst á end­ur­reisn­.is

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None