Endurreisnin

Auglýsing

Oft og lengi höfum við heyrt um myglu og leka í hús­næði Land­spít­al­ans, um langa biðlista eftir aðgerð­um, um sjúk­linga sem liggja á göngum vegna ­pláss­leys­is, um úrelt og bilandi lækn­inga­tæki, um gríð­ar­legt vakta­á­lag ­starfs­fólks, sem eykur lík­urnar á mis­tökum o.s.frv. Nýj­ustu frétt­irnar eru um hjúkr­un­ar­heim­il­i ­sem ætla að leigja út dval­ar­rými aldr­aðra til ferða­manna og náms­manna vegna bágrar fjár­hags­stöðu, því ekki aðstoðar rík­ið.

Við lesum um margra millj­arða spill­ing­ar­mál tengt sölu ­rík­is­banka á korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun og annað tengt sölu Arion banka á hluta­bréfum í Sím­an­um. Við lesum um lækkun veiði­gjalda og mik­inn og vax­andi hagnað útgerð­ar­fyr­ir­tækja og banka. Fjár­mála­ráð­herr­ann skellt­i ­sér til Kína til þess að gefa vil­yrði fyrir millj­örð­u­m úr rík­is­sjóði í nýjan inn­viða­fjár­fest­inga­banka Asíu. Pawel Bar­toszek sýndi okkur línu­rit sem sýnir að íslenska þjóðin sé yngri en sú sænska og sagði að þess vegna sé eðli­legt að Svíar verji hærra hlut­falli rík­is­út­gjalda í heil­brigð­is­mál en Íslend­ing­ar.

En íslenska þjóðin er að eld­ast eins og margar aðr­ar, eldra fólki fjölgar hlut­falls­lega jafnt og þétt og eftir því sem fleira fólk þarf á þjón­ust­u heil­brigð­is­kerf­is­ins að halda, þeim mun dýr­ara verður kerfið í krónum talið. Ofan á þetta bæt­ist kostn­aður vegna ára­langrar van­rækslu á við­haldi hús­næð­is, tækja­kosti o.s.frv. (sem Svíar búa ekki við). Lækna­stéttin á Íslandi er líka að eld­ast og margir ungir læknar sjá ekki fyrir sér fram­tíð á Íslandi eins og ­staðan er í dag, þeir flytja úr landi í leit að betra lífi. Í frétta­bréfi land­læknis frá nóv­em­ber 2015 seg­ir: „árið 2000 voru tæp­lega 28% starf­and­i lækna yfir 55 ára aldri hér á landi en árið 2013 var þetta hlut­fall komið í 41%“. Þar má líka lesa að hlut­fall lækna yfir 55 ára var orðið hærra á Ísland­i 2013 en í löndum OECD.

Auglýsing

Hnignun heil­brigð­is­kerf­is­ins und­an­farin ár er líka ein af á­stæð­unum fyrir því að annað fólk flytur úr landi. Ef fólk veik­ist og þarf aðstoð vill það kom­ast sem fyrst undir lækn­is­hend­ur, en ekki lenda á biðlista í marga ­mán­uði til þess eins að kom­ast kannski á end­anum inn á sjúkra­stofu með myglu eða gang. Þó að íslenska þjóðin (þ.e. íbúar Íslands í þessu sam­hengi) sé yngri en sú sænska núna getur hlut­fallið fljótt breyst við það að fleira ungt fólk flytji úr landi. End­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins er fjár­fest­ing til fram­tíð­ar­ og snýst um að byggja upp sam­fé­lag þar sem fólk vill búa. Eftir því sem víta­hringur van­rækslu og skamm­tíma­lausna heldur lengur áfram, þeim mun dýr­ara og erf­ið­ara verður að vinda ofan af hon­um. Það er of seint að byrgja brunn­inn þegar barnið er dottið ofan í hann.

Að lokum vil ég hvetja þá sem ekki hafa skrifað und­ir­ á­skor­un­ina um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins að gera það sem fyrst á end­ur­reisn­.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None