Einfaldleiki forsætisráðherra getur verið flókinn

Auglýsing

Ræða Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra á Við­skipta­þingi í síð­ustu viku var athygl­is­verð, líkt og flestar ræður hans raunar eru. Skoð­anir á ágæti for­sæt­is­ráð­herr­ans eru veru­lega ­skiptar, svo vægt sé til orða tek­ið, en fáir kunna þá list að valda umtali um ­mál­flutn­ing sinn jafn vel og Sig­mundur Dav­íð.

Og ræðan í síð­ustu viku var þar eng­in und­an­tekn­ing. Hún virk­aði á margan hátt sem upp­haf kosn­inga­bar­átt­unar sem framundan er þar sem Sig­mundur Davíð eyddi umtals­verðu púðri í að vara ­sér­stak­lega við Píröt­um, sem farið hafa með him­in­skautum í skoð­ana­könn­un­um. Hann ­sagði að aðilum af jaðr­inum væri nú að vaxa fiskur um hrygg í stjórn­málum víða í heim­inum og þeir væru allir að boða „eitt­hvað nýtt í and­stöðu við gamla ­spillta kerf­ið.“

Auglýsing

Þessir aðilar væru nú kall­aðir ýmsum­ ­nöfn­um. Sós­í­alist­ar, komm­ún­istar, þjóð­ern­is­sinnar eða anar­kist­ar. Allt væri þetta samt bara sama gamla vínið á nýjum belgj­um. Það eigi að leysa vanda­mál­in ­með auknum útgjöldum án til­lits til verð­mæta­sköp­un­ar, byggt á útópískum ­kenn­ingum „sem lögð­ust að mestu í dvala eftir að landamæra­verðir í Berlín misstu vinn­una.“

Eru ­borg­ara­laun gal­in?

Sig­mundur Davíð hjólaði síðan í hug­myndir um borg­ara­laun, ­sem Píratar hafa velt upp. „Hér kynnir stjórn­mála­hreyf­ing sem nýt­ur ­mik­ils stuðn­ings til­lögu um að ríkið greiði öllum lands­mönnum mán­að­ar­lega laun, ja, a.m.k. 300.000 krónur skilst mér, fyrir það eitt að vera Íslend­ing­ur. Óháð ­stöðu og öðrum tekj­u­m.“ Hann benti á að kostn­aður gæti orðið tvö­falt ­meiri á ári en tekjur rík­is­ins eru í dag, eða um 100 millj­arðar króna á mán­uði.

Til að gæta allrar sann­girni þá hafa Pírat­ar ein­fald­lega lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu þar sem óskað er eftir því að ­skip­aður verði starfs­hópur til að kort­leggja leiðir sem tryggi öllum borg­ur­um lands­ins skil­yrð­is­lausa grunn­fram­færslu. Engar tölur eru nefndar í þeirri ­til­lögu.

Borg­ara­launum er líka ætlað að koma í stað ör­orku­bóta, atvinnu­leys­is­bóta, elli­líf­eyr­is, náms­lána, fæð­ing­ar­or­lofs, ­vaxta­bóta, barna­bóta og ýmissa ann­arra bóta sem hjálpa fólki að draga fram líf­ið. Ein helsta rök­semd­ar­færslan fyrir því að borg­ara­laun verði tekin upp er sú að fyr­ir­séð er að aukin sjálf­virkni og tækni­fram­farir geti orsakað það að allt að helm­ingur starfa hverfi. Þau störf sem eru í mestri hættu eru lág­launa­störf sem krefj­ast lít­illar þekk­ing­ar. Ein­hvern veg­inn verður það fólk ­sem í dag sinnir þessum störfum að lifa þegar störfin leggj­ast af.

Þess vegna eru 20 hol­lensk sveit­ar­fé­lög að kanna ­fýsi­leika ein­fald­ara kerfis borg­ara­launa. Stjórn­völd í Finn­landi eru að ger­a slíkt hið sama og í Sviss verður kosið um málið í júní næst­kom­andi.

Bæði hægri- og vinstri­menn víða um heim hafa ­stutt hug­mynd­ina um borg­ara­laun. Vinstri­menn segja að þau muni draga úr at­vinnu­leysi vegna vél­væð­ingar í fram­leiðslu­greinum og hægri­menn hafa bent á að ­leiðin ein­faldi vel­ferð­ar­kerfið gríð­ar­lega.

Ein­falt ­getur verið flókið

Það var líka athygl­is­vert að Sig­mundur Dav­íð ­gagn­rýndi einnig þessi jaðar­öfl í stjórn­málum fyrir að boða ein­fald­ar, en van­hugs­að­ar, lausnir á flóknum mál­um. „Það þarf ekki að útskýra hvernig dæmið á að ganga upp, það nægir að hafa boð­skap­inn nógu ein­faldan og ­setja hann fram í nógu jákvæðum frös­um,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra. Ein­fald­ar­ ­lausnir geti verið bestar, jafn­vel nauð­syn­leg­ar, þar sem þær eigi við en önn­ur við­fangs­efni kalli „flókn­ari lausnir en lausnir verða alltaf að vera úthugs­að­ar­ og rök­rétt­ar.“

Þetta er sami for­sæt­is­ráð­herra og sagði það vera ein­falt að afnema verð­trygg­ingu í aðdrag­anda síðust­u ­kosn­inga. Samt sem áður hefur ekk­ert verið gert til að afnema verð­trygg­ingu á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili og for­sæt­is­ráð­herra hefur ekki feng­ist til að svara ­fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvað felist í slíku afnámi að hans mati, þrátt fyrir að tæpur mán­uður sé síðan að umrædd fyr­ir­spurn var send. Þetta er sami ­for­sæt­is­ráð­herra og sagði ein­falt að taka á skulda­vand­anum sem hafi orðið til­ ­vegna hruns­ins með leið­rétt­ingu verð­tryggðra lána sumra óháð fjár­hag og ­eign­ar­stöðu, sem er ein tækni­lega flókn­asta aðgerð sem íslensk stjórn­völd hafa ráð­ist í. Þetta er sami for­sæt­is­ráð­herra og sagði það ein­falt að tryggja fólki vinnu og betri tekjur svo að það hafi efni á að kaupa sér­ hús­næði og lifa mann­sæm­andi lífi á Íslandi. Stað­an í dag er hins vegar sú að það virð­ast sífellt færri hafa efni á því að kaupa ­sér hús­næði hér­lendis á sama tíma og vera þeirra á fok­dýrum leigu­mark­aði rýr­ir mjög mögu­leik­ann á því að lifa mann­sæm­andi lífi á Íslandi.

Í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga var boð­skap­ur­inn ein­faldur og frasarnir jákvæð­ir. En nið­ur­staðan var flók­in. Eins og raun­veru­leik­inn vill oft verða.

Skýr val­kostur

Það mátti líka lesa ýmis­legt annað úr ræðu Sig­mundar Dav­íðs. Hann hvatti atvinnu­lífið til að hætta að „að eyða ­kröftum í að atast í bændum eða ímynda sér að það geti verið skyn­sam­legt að ­gera Ísland að los­un­ar­stað fyrir umfram­fram­leiðslu á heims­mark­aði á meðan önn­ur ­ríki við­halda tollum gagn­vart okk­ur.Hann ­boð­aði end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­mála­kerf­is­ins og sögu­leg fram­fara­skref í hús­næð­is­mál­um. Hann boð­aði aukin fjár­út­lát í heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mál. Hann ­boð­aði enn og aftur aðgerðir gegn verð­trygg­ingu. Og síð­ast en ekki síst boð­að­i ­for­sæt­is­ráð­herr­ann auknar inn­viða­fjár­fest­ing­ar. „Þörfin fyrir þjóð­hags­lega hag­kvæmar fjár­fest­ingar hefur hlað­ist upp,“ sagði Sig­mundur Dav­íð. Það má því ­bú­ast við stór­auk­inni eyðslu í opin­berar fram­kvæmdir í völdum kjör­dæmum á síðust­u fjár­lögum sitj­andi rík­is­stjórn­ar.

Í ræð­unni komu fram margar áherslur sem verða í for­grunn­i hjá Fram­sókn­ar­flokknum á næstu miss­erum nú þegar firna­sterk og vel skipu­lögð ­kosn­inga­vél hans fer að malla af stað. Kerf­is­bundið verður áfram ráð­ist á P­írata, enda sýna kann­anir að Fram­sókn er að missa langstærstan hluta kjós­enda sinna ­yfir til þeirra. Það verður mjög athygl­is­verð rimma.

Það er skýrt að Fram­sókn ætlar ekki að reyna að stela stefn­um og hug­myndum frá Pírötum til að ná fylgi til baka, líkt og til að mynda ­Sam­fylk­ingin og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafa verið að reyna að gera. Flokk­ur­inn ætl­ar þvert á móti að stilla sér upp sem algjörri and­stæðu.

Skila­boðin eru að Fram­sókn sé hinn ábyrgi stjórn­ar­flokk­ur. Að hann hafi leyst hafta­mál­in, þrátt fyrir að enn séu höft í gildi. Að hann standi vörð um heim­ilin í land­inu, þrátt fyrir að hús­næð­is­vandi þjóð­ar­inn­ar hafi ekki verið meiri í lengri tíma. Að hann muni afnema verð­trygg­ingu, þótt hún hafi ekki verið afnumin á þessu kjör­tíma­bili né að fyrir liggi hvernig eig­i að gera það. Að eng­inn geri betur við gam­alt og veikt fólk en Fram­sókn, þrátt fyr­ir­ að sam­tök eldri borg­ara klifi á því að stór hópur þeirra lifi undir fátækt­ar­mörk­um og að 75 þús­und manns hafi skrifað undir áskorun Kára Stef­áns­sonar um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins.

Þetta verður allt saman mjög ein­falt og frasarnir jákvæð­ir. Svo er bara spurn­ing hvort kjós­endur bíti aftur á agn­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None