Auglýsing

Hinn 15. febr­úar 2009 mætti Árni Guð­munds­son heim­spek­ingur í sjón­varps­þátt­inn Silfur Egils, sem Egill Helga­son stýrði, og ræddi þar um ­mik­il­vægi þess að end­ur­reisa traust á fjár­mála­kerf­inu.

Hann tal­aði fyrir útfærðri hug­mynd um hvernig ætti að ger­a ­grein fyrir afskriftum skulda í fjár­mála­kerf­inu sem var end­ur­reist á grunn­i inn­lendrar starf­semi gamla kerf­is­ins, sem féll dag­ana 7. til 9. októ­ber 2008, eins og alkunna er.

Vel útfærð hug­mynd

Hug­myndin var í stuttu máli svona:

Auglýsing

Gagna­grunnur um skulda­af­skrift­ir.

Ástæða hug­mynd­ar: Verja jafn­ræði og end­ur­vekja traust á helstu við­skipta­bönkum þessa lands.

Meg­in­inntak: Búinn verði til gagna­grunnur þar sem komi fram upp­lýs­ingar um:

(1) heild­ar­fjár­hæð af­skrif­að­ara skulda hvers fyr­ir­tækis í ISK

(2) hlut­fall af­skrif­að­ara skulda af heild­ar­skuldum

(3) hlut­fall af hlutafé sem ríkið eða fjár­mála­stofn­anir þess yfir­taka í við­kom­andi fyr­ir­tæki ­vegna afskrift­anna

(4) eign­ar­hald á við­kom­andi fyr­ir­tæki fyrir og eftir afskriftir

(5) ákvörð­un af­skrifta skuld­anna þ.e. af hverjum er hún tekin og hvers vegna

Fram­kvæmd­ar­leg skil­yrði: Nauð­syn­legt er að þessar upp­lýs­ingar séu

A ) skráðar í grunn­inn um leið og ákvörðun hefur verið tekin um afskrift skulda og

B) öllum aðgengi­leg­ar til þess að  eft­ir­litið eða aðhaldið með athöfn­inni nýt­ist sem best. 

Mark­mið hug­mynd­ar­innar  var að skapa grunn að fjár­mála­kerfi sem hefð­i ­jafn­ræði að leið­ar­ljósi, við úrlausn mála. 

Fjár­mála­eft­ir­litið hafði tök á því að búa til gagna­grunn sem þenn­an, þar sem ­nöfn allra fyr­ir­tækja og félaga kæmu fram sem fengu skuldir afskrif­að­ar, og ­for­sendur fyrir ákvörðun um afskrift, en ákvað að gera það ekki.

Fjár­mála­kerfi rík­is­ins (al­menn­ings)

Nú blasir við ný staða í fjár­mála­kerf­inu. Stjórn­ar­flokk­arn­ir eru bak við tjöldin að takast á um það, hvernig hið nýja fjár­mála­kerfi á að vera, en íslenska ríkið er nú eig­andi að 80 pró­sent af allri grunn fjár­mála­þjón­ustu lands­ins. Ríkið á Lands­bank­ann (98 pró­sent), Íslands­banka (100 ­pró­sent), Byggða­stofnun (100 pró­sent), Íbúða­lána­sjóð (100 pró­sent) og LÍN (100 ­pró­sent). Ríkið á 13 pró­sent í Arion banka en bank­inn er nú í sölu­ferli. 

Íslensku bankarnir. Efnahagsleg staða þeirra. Mynd: Morgunblaðið.



Vitað er að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vill gjör­breyta um stefnu þegar kemur að fjár­mála­þjón­ustu, og er það sam­þykkt stefna flokks­ins að reka Lands­bank­ann ­sam­kvæmt hug­myndum um sam­fé­lags­banka. Mik­ill vilji er innan flokks­ins um að breyta fjár­mála­kerf­inu í grund­vall­ar­at­rið­um, en nákvæm­lega útfærð stefna ligg­ur þó ekki fyr­ir. Ekki er ólík­legt að flokk­ur­inn leggi spilin á borðið á næst­unn­i, enda stytt­ist í kosn­ing­ar.



Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins er frekar horft til þess að end­ur­skipu­leggja kerf­ið hóf­lega mik­ið, og fá einka­rétt­ar­legt eign­ar­hald á fjár­mála­fyr­ir­tækj­unum í meira ­mæli. Þetta ætti ekki að koma á óvart, í ljósi stefnu flokks­ins, en líkt og í til­felli Fram­sókn­ar­flokks­ins þá liggja ekki fyrir útfærðar til­lögur um hvern­ig fjár­mála­kerfi þessi flokkar vilja í ljósi breytts veru­leika.

Vilji er allt sem þarf

Áður hefur verið fjallað um mögu­leik­ana, sem ríkið hefur til að þess að end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerfið – með það að leið­ar­ljósi að aðskilja ­starf­semi sem nýtur rík­is­á­byrgðar og síðan starf­semi sem ekki ætti að njóta hennar – en að þessu sinni verður það ekki gert að aðal­at­riði. Fyrir liggur að ­stjórn­völd geta lagt grunn­inn að nýju fjár­mála­kerfi ef vilji er til þess.

Hug­myndin sem Árni setti fram, og skil­aði til fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, er gott dæmi um mik­il­vægt inn­legg í vinn­u ­sem má ekki van­meta eða van­rækja. Það er að skapa skil­yrði fyrir trausti á fjár­mála­kerf­in­u. Lík­lega vita það fáir betur en íslenskir banka­starfs­menn að helsta vanda­mál ­banka­kerf­is­ins hér á landi, er að það nýtur ekki nægi­legs trausts, hvorki á er­lendum mörk­uðum né á inn­an­lands­mark­aði.  Við­horfskann­anir hér á landi hafa end­ur­tekið sýnt þetta, og vaxta­kjörin erlendis – sem eru lak­ari en gengur og ger­ist hjá flest­u­m er­lendum fjár­mála­fyr­ir­tækjum – gefa svo vís­bend­ingu um að fjár­mála­kerfið mun lík­lega fyrst og fremst vera að sinna íslenska hag­kerf­inu, ólíkt sem var fyr­ir­ hrun­ið.



Í ljósi sög­unnar er það ekki und­ar­legt.

Eigna­um­sýslan 

Nú rúm­lega sjö árum eftir að nýir bankar voru reist­ir, á grund­velli beit­ingu neyð­ar­réttar rík­is­ins, þá mætti bæta við ­gagna­grunns­hug­mynd­ina frá Árna. Það er að lista nákvæm­lega upp alla ­eigna­um­sýslu hinna end­ur­reistu banka. Hvaða eignir hafa verið seld­ar, hvert ­sölu­and­virðið var, hver keypti þær og sér­stak­lega huga að því að flokka á milli­ þeirra eigna sem seldar voru í lok­uðu sölu­ferli til val­inna fjár­festa – eins og til­fellið var með­ 31,2 pró­sent hlut Lands­bank­ans í Borgun – og síðan þeirra eigna sem seldar vor­u í opnu sölu­ferli. Allar eignir ætti að telja upp í þessu sam­hengi, fast­eign­ir og hlutafé í fyr­ir­tækjum þar á með­al.

Mik­il­vægt að ESÍ sé einnig undir

Að sjálf­sögðu ætti síðan Eigna­safn Seðla­banka Íslands að vera undir í þess­ari ­upp­taln­ingu, en þar hefur eigna­um­sýsla átt sér stað fyrir tugi millj­arða á um­liðnum árum þrátt fyrir að Umboðs­maður Alþing­is telji vafa leika á því að stofnað hafi verið til félags­ins með lög­mætum hætti. Á­bend­ingar óg úttektir Umboðs­manns hafa hingað til ein­kennst af vönd­uð­u­m vinnu­brögð­um, svo full ástæða er til þess að taka marka á þeim. Svör Seðla­banka Íslands, við athuga­semdum Umboðs­manns vegna stofn­unar ESÍ, hafa hingað til verið létt­væg, svo vafa­lítið á eftir að heyr­ast meira frá bank­anum um þessar athuga­semdir Umboðs­manns. 

Eignir ESÍ. Samantekt: Seðlabanki Íslands.



Það skiptir máli að þetta sé til lykta leitt, enda á almenn­ingur allir eignir sem ESÍ hefur verið að sýsla með - kröfur vegna veð­lána­við­skipta Seðla­banka Íslands fyrir hrunið meðal ann­ars, og nokkur hund­ruð fast­eignir á almennum mark­aði, svo fátt eitt sé nefnt.

End­ur­heimta þarf traust

Þegar almenn­ingur er kom­inn með heild­ar­yf­ir­sýn á þessa mik­il­vægu þætti, það er ann­ars vegar yfir­lit yfir það hvaða skuldir fyr­ir­tækja hafa verið afskrif­að­ar­, og á hvaða for­send­um, og síðan hins vegar hvernig gæðum í hinu end­ur­reista fjár­mála­kerf­i – sem almenn­ingur á að mestu –  hef­ur verið úthlut­að, þá getur skap­ast grunnur að nýju upp­hafi. Þennan gagna­grunn ætt­i svo að upp­færa sam­hliða öllum breyt­ingum fram­veg­is. Mark­miðið væri að byggja upp traust á fjár­mála­kerf­inu, en það eru miklir þjóð­ar­hags­munir fyrir kom­andi kyn­slóðir undir í því verk­efni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None