Siðfræði fólksflutninga

Auglýsing

Árið 2013 gaf kanadíski heim­spek­ing­ur­inn Jos­eph H. Carens út ­bók­ina The Ethics of Immigration. Þar leit­ast hann við að skoða ­fólks­flutn­inga frá sið­fræði­legu og stjórn­mála­heim­speki­legu sjón­ar­horni. Í bók­inni fjallar hann um ólíkar gerðir af fólks­flutn­ingum og hversu langt rík­i ­mega sið­ferði­lega ganga í að neita að hleypa fólki  inn í landið og gefa þeim dval­ar­leyfi og ­rík­is­borg­ara­rétt. Nið­ur­staðan sem hann kemst að er sú að sið­fræði­lega þá er ekk­ert sem rétt­lætir lokuð landa­mæri.

Carens bendir á að við teljum það oft­ast sjálf­sagt að rík­i hafi full­kom­lega frjálsar hendur til að ákveða hverjum er hleypt inn í landið og hverjum ekki, að það sé á ein­hvern hátt eðli­legur réttur þeirra. En hann sýn­ir fram á að hlut­irnir eru alls ekki svo ein­fald­ir. Það væri t.d. óum­deil­an­lega órétt­látt ef ríki myndi neita barni, sem á for­eldra sem báðir eru ­rík­is­borg­ar­ar, um rík­is­borg­ara­rétt. Almennt er litið svo á að það séu sjálf­sögð ­mann­rétt­indi að barnið fái þá einnig rík­is­borg­ara­rétt. En Carens bendir hérna á að það er ekk­ert nátt­úru­legt eða sjálf­sagt við þetta ferli. Það eru reglur sem við höfum komið okkur saman um sem kveða á um það og því er það raun­in. Enn­fremur sýnir þetta dæmi fram á að við erum almennt sam­mála um að það séu vissar tak­mark­anir á rétti rík­is­ins til að neita fólki um rík­is­borg­ara­rétt eða inn­göngu í land­ið, þau geti þannig ekki gert það sem þeim hentar, hendur þeirra eru bundnar af hug­myndum um rétt­læti og sið­ferði sem þau skuld­binda sig til. 

Við teljum okkur búa í ríkjum sem byggja á sið­ferði­leg­um ­regl­um. Til dæmis myndu fáir sam­þykkja það ef ríkið tæki upp á því að neyða ­rík­is­borg­ara til að skipta um trú, eða ef það skeytti engu um tján­ing­ar­frels­ið. Ef neita á fólki inn­göngu í land­ið, þá verður því að vera hægt að verja það með­ sið­ferði­legum rök­um. 

Auglýsing

Carens vísar oft í Hel­för­ina sem leið­bein­andi dæmi. Eins og al­kunna er, þá brugð­ust margar þjóðir þegar kom að því að hjálpa gyð­ingum í Seinni heims­styrj­öld­inni, sem leiddi í mörgum til­vikum með beinum hætti til­ dauða þeirra. Þær þjóðir sem um ræðir (m.a. Ísland) eru þó í dag á einu máli um að við­brögð þeirra, eða öllu heldur við­bragða­leysi, hafi verið stór mis­tök og hvíl­ir sú skömm ennþá þungt á herðum þeirra. Eftir stríðið var sam­mælst um að slíkt ­mætti ekki end­ur­taka sig og því var Gen­far­sátt­mál­inn und­ir­rit­að­ur. Nú er hins ­vegar svo komið að ríku þjóð­irnar hafa komið sér upp ýmsum vörnum sem koma í veg fyrir að fólkið sem þarf á honum að halda geti nýtt sér hann. T.d. þarf ­fólk frá fátæk­ari löndum passa til að geta ferð­ast til ríku land­anna. Ef grun­ur er uppi um að fólkið muni sækja um hæli, þá fá þau ekki þennan passa, o.s.frv. Þetta á sér stað þrátt fyrir að fólkið sem um ræðir upp­fyllir öll skil­yrði sem hæl­is­leit­endur þurfa að upp­fylla og ættu þannig, sam­kvæmt sátt­mál­an­um, að fá hæli ef eðli­leg máls­með­ferð væri tryggð. Í verki þá þýðir þessi stefna það að ­byrð­unum er velt yfir á fátæk­ari lönd, t.d. Líbanon eða Jórdan­íu, sem eru mun verr í stakk búin til að takast á við slíkt. Carens bendir á að ríku þjóð­irn­ar eru að bregð­ast sið­ferði­lega á sama hátt og í Hel­för­inni, þar sem þær eru ­ná­kvæm­lega eins hægar til hreyf­ings og nota nákvæm­lega sömu rökin og þá.

Að mati Carens er það því sið­ferði­leg skylda ríku þjóð­anna að ­taka á móti flótta­fólki sem er í neyð. Þessi full­yrð­ing er nokkuð óum­deild, flestir sam­þykkja hana þótt margir séu ekki til­búnir til að sam­þykkja af­leið­ing­arnar sem hún hefur í för með sér­.  En Carens gengur þó enn lengra og vill meina að það séu eng­in sið­ferði­leg rök sem rétt­læta lokuð landa­mæri yfir­höf­uð. Hann kemst að þeirri ­nið­ur­stöðu að landa­mæri ættu að vera opin með því að skoða hvernig heim­ur­inn er ­skipu­lagður í dag. Carens kemur úr frjáls­lyndis stjórn­mála­heim­speki­hefð­inni sem John Rawls mót­aði öðrum fremur á síð­ari tím­um, en sam­kvæmt henni er sann­girn­i helsti mæli­kvarð­inn á rétt­læti. Með því að skoða núver­andi skipan heims­ins kemst hann að þeirri óum­flýj­an­legu nið­ur­stöðu að mikið ósann­girni ríkir á milli­ ­þjóða heims­ins. Hann gengur svo langt að líkja núver­andi skipu­lagi við léns­kerfi þar sem til­viljun ein ræður því hvar í heim­inum þú fæð­ist en ef þú ert svo óhepp­in/n að fæð­ast í fátæku landi þá er svo gott sem eng­inn mögu­leik­i á að bæta hag þinn með því að flytja ann­að. Þannig er frelsi fólks veru­lega skert, eitt­hvað sem sam­ræm­ist ekki þeim hug­myndum um rétt­læti og sið­ferði sem við höldum á lofti. Nú eru nán­ast allir sam­mála um að léns­kerfi sé órétt­látt. En ef svo er þá spyr Carens hvers vegna sömu rök gilda ekki gegn núver­and­i ­kerfi? Það er ekk­ert nátt­úru­legt við það hvernig heim­ur­inn er skipu­lagð­ur, það er mann­anna verk og við þurfum að spyrja okkur hvort skipu­lagið sé rétt­látt og sann­gjarnt. Ef ekki þá er það skylda okkar að bæta úr því. 

Eitt helsta órétt­lætið liggur einmitt í rétt­inum sem rík­u ­þjóð­irnar gefa sér til að meina fólki inn­göngu í land­ið. Að baki því ligg­ur m.a. ótti um að ef það er ekki gert þá muni landið fyll­ast af inn­flytj­endum sem ­ríkið hefur ekki burði til að taka á móti. Þrátt fyrir að Carens afskrifi ekki þessar áhyggjur með öllu, þá bendir hann á að fólk vilji almennt ekki flytja til ann­arra landa þar sem þau tala ekki tungu­mál­ið, þekkja engan, o.s.frv. Slíkt er aðeins gert í ítr­ustu neyð. Hann bendir einnig á móti aftur á gyð­inga í Seinni heims­styrj­öld­inni. Hvenær hefði það verið sið­ferði­lega rétt­læt­an­leg­t að neita að taka á móti þeim? Flestir sjá það að á þeim tíma var það sið­ferði­leg skylda að gera allt til þess að koma þeim til hjálpar á meðan að það virð­ist vera erf­ið­ara fyrir marga að sjá núver­andi aðstæður í sama ljósi, ­jafn­vel þótt nákvæm­lega sömu rök gilda. Þessi ótti ríku þjóðanna byggir á eng­um ­mark­tækum sið­ferði­legum rökum sem trompa þá skyldu að koma fólki í lífs­hætt­u til hjálp­ar.

Ein helstu mótrökin sem hægt væri að koma með gegn afstöð­u Carens er sú að okkur ber meiri sið­ferði­leg skylda til að hjálpa þeim sem standa okkur nærri – eins og margir sið­fræð­ingar hafa fært rök fyr­ir. Þannig væri það sið­ferði­lega rétt­læt­an­legt að hugsa meira um sam­borg­ara okkar heldur en ­fólk sem kemur frá fjar­lægum lönd­um. Carens tekur þetta sjón­ar­mið til skoð­un­ar og sam­þykkir það raunar – upp að vissu marki. En hann bendir á móti á að þrátt ­fyrir að það sé rétt­læt­an­legt að for­gangs­raða þeim sem standa okkur nærri, þá má það ekki vera á þann veg að traðkað sé á rétt­indum ann­arra, slíkt er órétt­læt­an­legt. Þeir sem nota þetta sem rök með lok­uðum landa­mærum gefa sér­ einnig þá for­sendu að núver­andi skipu­lag heims­ins sé ekki órétt­látt, en ef það er tekið með í reikn­ing­inn þá er slíkt sið­ferði­lega óverj­andi.

Sam­kvæmt Carens ber okkur sið­ferði­leg skylda að upp­ræta órétt­læti og gera heim­inn að sann­gjarn­ari stað. Fólks­flutn­ingar er ein leið til­ að gera það því þannig er að ein­hverju leyti bætt úr þeim gríð­ar­lega ójöfn­uð­i og órétt­læti sem ein­kennir ríki heims­ins. En þeir eru þó engin lausn. Carens ­tekur oft fram að hann sé heim­spek­ingur en ekki stjórn­mála­mað­ur, því er hann ekki með neinar töfra­lausnir á núver­andi ástandi. Hann er aðeins að fjalla um hvað sé sið­ferði­lega rétt og rangt, ekki hvernig full­komnu rétt­læti verði kom­ið á.

En nið­ur­staða hans er þó skýr. Sið­ferði­legu rökin benda ótví­rætt á opin landa­mæri sem hið eina rétta og sann­gjarna í stöð­unni. Með því að loka landa­mærum og neita fólki um inn­göngu í landið erum við einmitt að við­halda órétt­læti. Hægt er að færa ýmis rök fyrir því að ríki eigi að hafa rétt til að ákveða hver kemur inn í land­ið, en það verður ekki varið frá­ sið­fræði­legu sjón­ar­horn­i.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None