Rofið - Tragedía

Auglýsing

Síð­ustu daga hafa margir sagt að staðan í stjórn­málum lands­ins sé leik­riti líku­st, hvort heldur harm- eða gam­an­leik eða blöndu af hvoru tveggja. Fjar­stæðu­kenndur far­s­inn hættir ekki að koma fólki á óvart og rétt þegar búið er að með­taka síð­asta þátt tekur ný flétta við, enn eitt útspilið á sviði fárán­leik­ans. Í ræðu­stól á Alþingi á mánu­dag, á ævin­týra­legum þing­fundi, komst Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, þing­mað­ur, einmitt svo að orði að henni liði stundum eins og hún væri stödd í tra­gedíu eftir Sófókles. Þau orð tek ég nú und­ir, án nokk­urra tví­mæla.

Í klass­ískum harm­leikjum Sófóklesar er öllu gjarnan steypt á hvolf þegar miklar and­stæður mætast, svo ekki verður auð­veld­lega greindur mun­ur­inn á góðu og illu, réttu og röngu. Nú er það nákvæm­lega sá grein­ar­munur sem skilur þá að sem skilja kröfur mót­mæl­enda ann­ars vegar og þeirra sem virð­ast ekki skilja þær hins veg­ar, þó síð­ar­nefndi hóp­ur­inn sé að mestu skip­aður inn­an­búð­ar­mönnum stjórn­ar­flokk­anna. Nefnir sá hópur það þá helst for­ystu­mönnum sínum til varnar að þeir hafi í raun og veru ekki brotið nein lög með gjörðum sínum og virða þannig að vettugi önnur brot sem kunna að hafa verið framin í búðum þeirra, þó vera megi að ekki sé kveðið skýrt á um slík brot í skráðum lögum manna, hinum óhagg­an­lega laga­bók­staf.

Hinar alvar­leg­ustu sakir sem bornar hafa verið á hendur for­ystu­manna rík­is­stjórn­ar­innar varða þó einmitt aðra glæpi en menn virð­ast færir um að skilja, utan laga­bálks­ins, það er hinn mikla sið­ferð­is­brest, sem orðið hefur hjá ráða­mönn­um, og dóm­greind­ar­skort þeirra í málum er þjóð­ina varða, enda þótt smugur og und­an­þágur sé að finna í lagaum­gjörð­inni. For­ystu­menn­irnir virð­ast því lítið hafa lært af síð­asta harm­leik íslenskrar stjórn­sögu, er þeir kepp­ast við að fría sig vand­ræðum og firra sig ábyrgð. Reyndar er firr­ingin slík að frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra var fjarri góðu gamni og ill­fá­an­legur til tals við fjöl­miðla, þegar fárið náði hæstu hæð­um, nær alls ófús að svara þeim spurn­ingum sem brunnu hvað heit­ast á lands­mönnum varð­andi óljósa stöðu stjórn­ar­inn­ar. Þá reynd­ist virð­ing­ar­leysið gagn­vart þjóð­inni algjört en hverjum stjórn­mála­manni ber sið­ferð­is­leg skylda til að þjóna þjóð sinni.

Auglýsing

Virð­ing­ar­leysi þetta ber og vott um hroka þann sem fengið hefur að líð­ast í stjórn­málum líð­andi stundar en nú mun slíkur valda­hroki ekki líð­ast leng­ur. Dramb­inu mót­mælir alþýða manna nú hástöfum en hin víð­frægu skjöl með upp­lýs­ingum um skatta­skjól eru aðeins kornið sem fyllti mæl­inn. Þessar nýju upp­lýs­ingar eru nefni­lega aðeins birt­ing­ar­mynd þess mis­réttis sem hefur rótum skotið í íslensku sam­fé­lagi jafn­framt því að hafa fengið að við­gang­ast án afskipta rík­is­stjórn­ar­innar alltof lengi. Skjölin sýna þá svart á hvítu hví­lík ógn lýð­ræð­inu stafar af ójöfn­uði og mis­skipt­ingu, þar sem ójöfn­uð­ur­inn er hið raun­veru­lega sam­fé­lags­mein sem skera þarf burt. Aðeins með því að upp­ræta þessa mis­skipt­ingu mun sam­fé­lagið loks fá meina sinna bót og skjölin færa þjóð­inni heim sann­inn um það að rík­is­stjórnin hefur brugð­ist þessum skyldum sínum með óyggj­andi hætti.

Þess heldur hefur rík­i­s­tjórnin ekki látið sitt eftir liggja til þess að auka enn fremur á mis­skipt­ing­una í íslensku sam­fé­lagi, ekki aðeins sem óvirkur þátt­tak­andi, sem horfir á frá hlið­ar­lín­unni og neitar að skar­ast í leik­inn á meðan aðrir nýta gild­andi leik­reglur sér í hag, heldur einnig sem virkur þátt­tak­andi, sem hagar leikum svo að ákveð­inn hópur manna beri sem mestan hag af. Þetta sést best á því hvernig stjórnin hefur veikt inn­viði lands­ins og holað ríkið að innan með því að fórna tekj­um, lækka auð­linda­gjald og afnema auð­legð­ar­skatt og stuðla þar með að auk­inni til­færslu eigna og fjár­magns frá hinum efna­minni til þeirra efna­meiri. Þá hefur stjórnin gert atlögu að stofn­unum er starfa í almanna­þágu, heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerf­inu jafnt sem mennta­kerf­inu og öðrum grunn­stoðum sam­fé­lags­ins.

Með slíkum aðgerð­um, jafnt sem auk­inni gjald­töku í formi legu­gjalds, svo dæmi megi nefna, hefur rík­is­stjórnin því gert beina atlögu að þeim sem minnst mega sín í sam­fé­lag­inu, gegn öryrkjum og elli­líf­eyr­is­þeg­um, bág­stöddum þegnum þessa lands og gegn verka­manna­stétt­inni í heild. Því er rík­is­stjórnin í raun stjórn hinna efna­meiri eða svokölluð auð­valds­stjórn, stjórn auð­stétt­ar­inn­ar, og er það rofið sem orðið hefur á milli þjóðar og þings en þegar þing­menn og ráð­herr­ar, sjálfir for­ystu­menn­irn­ir, búa við allt önnur kjör en alþýða manna – fólkið sem þeir eiga að þekkja og þjóna – geta þeir trauðla sett sig í þeirra spor. Þess vegna er auður lélegur mæli­kvarði á hæfi manna til stjórn­ar­setu og menn sem vita vart evra sinna tal, á meðan aðrir eru dæmdir til þess að telja aura sína í krón­um, síst hæfir til þess að ráða ráðum í þágu almenn­ings, í þágu verka­lýðs­ins og þeirra sem minna mega sín.

Þess vegna kraumar reiðin í sam­fé­lag­inu nú um stund­ir, ekki vegna þess að sá gjörn­ingur að geyma fé sitt í skatta­skjólum sé hugs­an­lega ekki lög­leg­ur, við þá lagaum­gjörð sem við búum núna, heldur vegna þess að það er ekki sið­legt að hegða sér svona í ábyrgð­ar­stöðu fyrir þjóð sína. Það er ein­fald­lega ekki við hæfi sið­aðra manna að bjóða upp á ein­tóma útúr­snún­inga og laga­flækjur til þess að verja glæp þann sem aug­ljós sið­ferð­is­brest­ur­inn er. Hrok­inn sem felst í því að ætla að firra sig ábyrgð gjörða sinna með slíkum leikjum er óboð­leg­ur. Kemur því­líkur hroki því miður ekki á óvart þegar leik­ar­arnir standa sperrtir á sviði fárán­leik­ans og þenja sig af fremsta megni en neita að gefa heið­ar­leg svör við ein­földum spurn­ingum og skýrum kröf­um, neita að svara kall­inu um auk­inn heið­ar­leika og bætt sið­gæði.

Skrípa­leik­ur­inn heldur á meðan áfram – harm­leik­ur­inn, gam­an­leik­ur­inn – og það eitt er ljóst að þeir sem fara með aðal­hlut­verkin eru ekki í neinum tengslum við raun­veru­leik­ann. Veru­leikafirrtir átta þeir sig ekki á því að þeirra tíma á leik­svið­inu er nú lokið og komið er að þeim að hneigja sig, draga sig í hlé, hverfa burt. Ein­hvern tím­ann verður tra­gedían jú að enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None