Verharmlosung

Auglýsing

Kannske veldur kunn­áttu­skortur því að ég finn ekki gott íslenskt orð yfir þýska orðsið “Ver­harm­los­ung” eða sagn­orðið “ver­harm­los­en”, sem það er dregið af. Merk­ingin er að láta eitt­hvað líta sak­leys­is­lega út þótt það sé það ekki í reynd. Það er ­gert á marg­vís­legan hátt t.d. með því að kalla hlut­ina sak­leys­is­legum nöfn­um, nota orð með óljósri merk­ingu, nota merk­ing­ar­lausa orða­leppa, snúa út úr ­merk­ingu orða eða með öðrum orð­heng­ils­hætti. Í orra­hríð síð­ustu daga má sjá marg­ar til­raunir í þessa veru.

Algengasta ­dæmið er lík­lega orð­skrípið “utan­um­hald” og orða­sam­bandið “að halda utan um eiit­hvað.” Þannig lesum við að félög hafi verið stofnuð til að “halda utan um” pen­inga, sjóði, íbúðir eða fast­eignir o.fl. Það kveikir mynd af góð­legri ­konu á sól­ríkri strönd með nokkra doll­ara í hend­inni eða af húskarli að dytta að ­kofa eig­and­ans. Þessi mynd á lítið skylt við raun­veru­leik­ann. “Ut­an­um­hald” í þess­ari merk­ingu er ekk­ert annað en eigna­um­sýsla eins og finna má í eign­ar­halds­fé­lög­um um allan heim og m.a. í þús­undum slíkra félaga hér á landi sem hafa það hlut­verk að sýsla með þær eignir sem eig­and­inn hefur lagt þeim til og afla tekna fyr­ir­ hann. Fyrir þetta hlut­verk þeirra skiptir engu máli hvernig eignir eru í félag­in­u eða hvernig eig­and­inn hyggst ráð­stafa eignum þess og tekj­um. Þetta eru ­eign­ar­halds­fé­lög sem starfa í þeim til­gangi að afla tekna fyrir eig­and­ann og varð­veita fé hans.

Það er ekk­ert ólög­legt og þarf ekki að vera neitt óeðli­legt við að eiga ­eign­ar­halds­fé­lag hvort sem það er hér á landi eða í öðru landi. Hvers vegna þá að grípa til orð­skrípis eins og “utan­um­hald” í stað þess að nota almennt og ­gagn­sætt orð eins og eign­ar­halds­fé­lag? Málið snýst ekki um nafn­giftir held­ur hvað hlut­irnir eru í reynd og hvort sinnt hefur verið með réttum hætti þeim ­skyldum og skatt­greiðslur sem slíkt eign­ar­hald felur í sér.

Auglýsing

 Ann­að ­dæmi þessu skylt er að reyna að draga athygli frá máli með því að segja að þarna sé bara um að ræða félag “utan um” til­teknar teg­undir eigna; fast­eign­ir, lóð­ir, arf o.fl., og þar með látið í veðri vaka að um það gildi eitt­hvað annað en um aðrar eign­ir. Er umsýsla um slíkar eignir í raun eitt­hvað frá­brugð­in um­sýslu um aðrar eign­ir? Er til­gangur ekki hinn sami, þ.e. að gæta fjár­hags­legra hags­muna eig­and­ans, hafa tekjur af eign­inni eða eftir atvikum að selja hana nákvæm­lega eins og á við um félag sem fer með eign­ar­hald á verð­bréf­um, hluta­bréfum o.s.fr? Vera kann að reynt sé með þessu að láta í veðri vaka að umsýslan skili engum hagn­aði og þar ­með engum skatt­skyldum tekj­um. Það skiptir engu máli. Sé svo leiðir starf­sem­in ekki til skatta­kvað­ar. Hvers vegna þá að leyna eign­ar­hald­inu?

Sama má segja um til­vís­anir þess efnis að ekki sé um eign­in­leg félög að ræða held­ur ein­hvers konar sjóði sem líkja megi við líf­eyr­is­sjóði. Á þessu tvennu er þó reg­in­mun­ur. Líf­eyr­is­sjóðir greiða að vísu ekki teku­skatt og ávöxtun þeirra því skatt­frjáls. Á móti kemur að við greiðslu úr líf­eyr­is­sjóði eru allar greiðsl­urn­ar skatt­skyldar tekjur þess sem nýt­ur. Ein­stak­lingur sem stofnar sjóð, hvaða nafn­i ­sem hann kýs að nefna hann, með reikn­ingi í banka hér­lendis eða erlendis og eins þótt hann stofni “eign­ar­halds­fé­lag” um sjóð­inn er skatt­skyldur af þeim ­tekjum sem falla til á hverjum tíma, vöxtum o.s.fr., en þeg­ar hann tekur út úr sjóðnum er það að sjálf­sögðu skatt­frjáls úttekt.

Aug­ljósust­u ­dæmin um “Ver­harm­los­ung”, eða jafn­vel til­raunir til blekk­ingar er þó að gefa í skyn að ekki þurfi að fylgja ákvæðum skatta­laga vegna þess að eign­ar­halds­fé­lag sé ekki í atvinnu­starf­semi eða jafn­vel að full­yrða að félög sem ekki eru rekstr­ar­fé­lög (hug­takið er ekki að finna í tekju­skattslög­un­um) fall­i ekki undir ákvæði tekju­skatts­lag­anna þ.m.t. CFC lög­gjöf­ina. Stað­reyndin er hins ­vegar sú að öll hluta­fé­lög, sam­eign­ar­fé­lög o.s.fr. eru skatt­skyld samkvæmt tekju­skattslögunum án til­lits til þess hvað þau aðhafast ­nema þau séu sér­stak­lega und­an­þegin skatt­skyldu eins og t.d. góð­gerða­fé­lög. Ákvæð­i lag­ana um CFC félög er enn for­taks­laus­ara og hljóðar svo: “Skatt­að­ili sem á bein­t eða óbeint hlut í hvers kyns félagi, sjóði eða stofnun sem telst heim­il­isföst í lágskattaríki….” Eign­ar­halds­fé­lag eða hvað annað félag  sem starfar í þeim til­gangi að sýsla með eignir og afla tekna fyrir eig­anda sinn er með atvinnu­starf­sem­i skv. þeim lögum sem hér skipta máli, þ.e. tekju­skatts­lag­anna. Hvort sem ­tekj­urnar eru afrakstur af sölu á vöru eða þjón­ustu, þókn­an­ir, arð­ur, tekjur af ­eigna­sölu, þ.m.t. fast­eignum eða vextir af banka­inni­stæð­um, skulda­bréfum o.s.fr. eru það skatt­skyldar tekjur af atvinnu­rekstri í skiln­ingi þeirra laga. Það skipt­ir og engu hvort félagið hefur starfs­menn á sínum snærum eða kaupi þjón­ustu af öðr­um.

Ef þetta er allt svona sak­laust af hverju var þá verið að fela það? Ef alvara er að baki yfir­lýs­inga um að allt eigi að vera upp á borð­unum af hverju eru þá ekki lagðir fram árs­reikn­ingar þeirra aflands­fé­laga ­sem upp­lýs­ingar hafa komið fram um? Það eru jú bara sömu kröfur og gerðar eru til íslenskra félaga að við­lögðum dag­sektum ef því er ekki sinnt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None