Verharmlosung

Auglýsing

Kannske veldur kunn­áttu­skortur því að ég finn ekki gott íslenskt orð yfir þýska orðsið “Ver­harm­los­ung” eða sagn­orðið “ver­harm­los­en”, sem það er dregið af. Merk­ingin er að láta eitt­hvað líta sak­leys­is­lega út þótt það sé það ekki í reynd. Það er ­gert á marg­vís­legan hátt t.d. með því að kalla hlut­ina sak­leys­is­legum nöfn­um, nota orð með óljósri merk­ingu, nota merk­ing­ar­lausa orða­leppa, snúa út úr ­merk­ingu orða eða með öðrum orð­heng­ils­hætti. Í orra­hríð síð­ustu daga má sjá marg­ar til­raunir í þessa veru.

Algengasta ­dæmið er lík­lega orð­skrípið “utan­um­hald” og orða­sam­bandið “að halda utan um eiit­hvað.” Þannig lesum við að félög hafi verið stofnuð til að “halda utan um” pen­inga, sjóði, íbúðir eða fast­eignir o.fl. Það kveikir mynd af góð­legri ­konu á sól­ríkri strönd með nokkra doll­ara í hend­inni eða af húskarli að dytta að ­kofa eig­and­ans. Þessi mynd á lítið skylt við raun­veru­leik­ann. “Ut­an­um­hald” í þess­ari merk­ingu er ekk­ert annað en eigna­um­sýsla eins og finna má í eign­ar­halds­fé­lög­um um allan heim og m.a. í þús­undum slíkra félaga hér á landi sem hafa það hlut­verk að sýsla með þær eignir sem eig­and­inn hefur lagt þeim til og afla tekna fyr­ir­ hann. Fyrir þetta hlut­verk þeirra skiptir engu máli hvernig eignir eru í félag­in­u eða hvernig eig­and­inn hyggst ráð­stafa eignum þess og tekj­um. Þetta eru ­eign­ar­halds­fé­lög sem starfa í þeim til­gangi að afla tekna fyrir eig­and­ann og varð­veita fé hans.

Það er ekk­ert ólög­legt og þarf ekki að vera neitt óeðli­legt við að eiga ­eign­ar­halds­fé­lag hvort sem það er hér á landi eða í öðru landi. Hvers vegna þá að grípa til orð­skrípis eins og “utan­um­hald” í stað þess að nota almennt og ­gagn­sætt orð eins og eign­ar­halds­fé­lag? Málið snýst ekki um nafn­giftir held­ur hvað hlut­irnir eru í reynd og hvort sinnt hefur verið með réttum hætti þeim ­skyldum og skatt­greiðslur sem slíkt eign­ar­hald felur í sér.

Auglýsing

 Ann­að ­dæmi þessu skylt er að reyna að draga athygli frá máli með því að segja að þarna sé bara um að ræða félag “utan um” til­teknar teg­undir eigna; fast­eign­ir, lóð­ir, arf o.fl., og þar með látið í veðri vaka að um það gildi eitt­hvað annað en um aðrar eign­ir. Er umsýsla um slíkar eignir í raun eitt­hvað frá­brugð­in um­sýslu um aðrar eign­ir? Er til­gangur ekki hinn sami, þ.e. að gæta fjár­hags­legra hags­muna eig­and­ans, hafa tekjur af eign­inni eða eftir atvikum að selja hana nákvæm­lega eins og á við um félag sem fer með eign­ar­hald á verð­bréf­um, hluta­bréfum o.s.fr? Vera kann að reynt sé með þessu að láta í veðri vaka að umsýslan skili engum hagn­aði og þar ­með engum skatt­skyldum tekj­um. Það skiptir engu máli. Sé svo leiðir starf­sem­in ekki til skatta­kvað­ar. Hvers vegna þá að leyna eign­ar­hald­inu?

Sama má segja um til­vís­anir þess efnis að ekki sé um eign­in­leg félög að ræða held­ur ein­hvers konar sjóði sem líkja megi við líf­eyr­is­sjóði. Á þessu tvennu er þó reg­in­mun­ur. Líf­eyr­is­sjóðir greiða að vísu ekki teku­skatt og ávöxtun þeirra því skatt­frjáls. Á móti kemur að við greiðslu úr líf­eyr­is­sjóði eru allar greiðsl­urn­ar skatt­skyldar tekjur þess sem nýt­ur. Ein­stak­lingur sem stofnar sjóð, hvaða nafn­i ­sem hann kýs að nefna hann, með reikn­ingi í banka hér­lendis eða erlendis og eins þótt hann stofni “eign­ar­halds­fé­lag” um sjóð­inn er skatt­skyldur af þeim ­tekjum sem falla til á hverjum tíma, vöxtum o.s.fr., en þeg­ar hann tekur út úr sjóðnum er það að sjálf­sögðu skatt­frjáls úttekt.

Aug­ljósust­u ­dæmin um “Ver­harm­los­ung”, eða jafn­vel til­raunir til blekk­ingar er þó að gefa í skyn að ekki þurfi að fylgja ákvæðum skatta­laga vegna þess að eign­ar­halds­fé­lag sé ekki í atvinnu­starf­semi eða jafn­vel að full­yrða að félög sem ekki eru rekstr­ar­fé­lög (hug­takið er ekki að finna í tekju­skattslög­un­um) fall­i ekki undir ákvæði tekju­skatts­lag­anna þ.m.t. CFC lög­gjöf­ina. Stað­reyndin er hins ­vegar sú að öll hluta­fé­lög, sam­eign­ar­fé­lög o.s.fr. eru skatt­skyld samkvæmt tekju­skattslögunum án til­lits til þess hvað þau aðhafast ­nema þau séu sér­stak­lega und­an­þegin skatt­skyldu eins og t.d. góð­gerða­fé­lög. Ákvæð­i lag­ana um CFC félög er enn for­taks­laus­ara og hljóðar svo: “Skatt­að­ili sem á bein­t eða óbeint hlut í hvers kyns félagi, sjóði eða stofnun sem telst heim­il­isföst í lágskattaríki….” Eign­ar­halds­fé­lag eða hvað annað félag  sem starfar í þeim til­gangi að sýsla með eignir og afla tekna fyrir eig­anda sinn er með atvinnu­starf­sem­i skv. þeim lögum sem hér skipta máli, þ.e. tekju­skatts­lag­anna. Hvort sem ­tekj­urnar eru afrakstur af sölu á vöru eða þjón­ustu, þókn­an­ir, arð­ur, tekjur af ­eigna­sölu, þ.m.t. fast­eignum eða vextir af banka­inni­stæð­um, skulda­bréfum o.s.fr. eru það skatt­skyldar tekjur af atvinnu­rekstri í skiln­ingi þeirra laga. Það skipt­ir og engu hvort félagið hefur starfs­menn á sínum snærum eða kaupi þjón­ustu af öðr­um.

Ef þetta er allt svona sak­laust af hverju var þá verið að fela það? Ef alvara er að baki yfir­lýs­inga um að allt eigi að vera upp á borð­unum af hverju eru þá ekki lagðir fram árs­reikn­ingar þeirra aflands­fé­laga ­sem upp­lýs­ingar hafa komið fram um? Það eru jú bara sömu kröfur og gerðar eru til íslenskra félaga að við­lögðum dag­sektum ef því er ekki sinnt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None