Vafningar eða verðmætasköpun?

Árni Páll Árnason
Auglýsing

Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „f­in­anci­alisation“ í atvinnu­líf­inu. Hug­takið er ekki auð­þýð­an­legt en lýsir því þegar til verður pen­inga­af­urð sem auðgar þá sem yfir hana kom­ast, án þess að hún skapi nein ný sam­fé­lags­leg verð­mæti. Það mætti kalla þetta „fjár­pökk­un“ því þarna eru búnir til vafn­ingar en það má líka hugsa hug­takið „ónytja­fjár­sýsla“ – því hér erum við að tala um fjár­sýslu sem þjónar ekki neinum hags­mun­um raun­hag­kerf­is­ins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með trygg­ing­u í ann­arra manna fé eða almanna­fé.

Íslenskt efn­hags­líf er gegn­sýrt af þessu og hefur verið alla ­tíð. Menn hafa auðg­ast á að kom­ast yfir aðstöðu eða eignir rík­is­ins allan lýð­veld­is­tím­ann, án þess að eiga fyrir þeim.

Auglýsing

Mars­hall-að­stoðin rann til útval­inna, útvaldir fengu ein­ir að sinna verk­töku fyrir Varn­ar­liðið og rukka ógrynni fjár fyr­ir, útvaldir feng­u að vita um geng­is­fell­ingar á undan öðrum og gátu átt við­skipti á gamla geng­in­u, út­valdir fengu einir lóðir í Reykja­vík, útvaldir fengu að eign­gera kvót­ann þegar kvóta­kerf­inu var komið á, útvaldir fengu að kaupa rík­is­eignir á und­ir­verði þegar einka­væð­ing rík­is­eigna hófst á níunda og tíunda ára­tugnum og út­valdir fengu einir að kaupa bank­ana þegar þeir voru einka­væddir rétt fyr­ir­ hrun.

Þessu verður að breyta með nýjum grund­vall­ar­reglum í við­skipta­líf­inu. Við eigum að setja fram­leiðni­aukn­ingu en ekki bólu­gróða í for­gang atvinnu- og efna­hags­mála­stefn­unn­ar. Hag­vöxtur og hag­vöxtur er ekki það ­sama. Vöxtur sem byggir undir fjöl­breytt atvinnu­líf og stendur undir vel ­laun­uðum störfum fyrir venju­legt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólu­gróða eykur mis­skipt­ingu, lyftir þeim allra rík­ustu og skaðar almenna vel­sæld. Mark­aðsvið­skipti eru af hinu góða, en það er ekki gott ef við­skipt­i ­byggja á því að vel tengdir aðilar véli með ann­arra manna fé og auðg­ist á því, hvorki frá hag­fræði­legu né póli­tísku sjón­ar­miði. Það á líka ekk­ert skylt við heil­brigðan mark­að.

Þess vegna er grund­vall­ar­at­riði að tryggja almenn­ingi í land­inu arð af sam­eig­in­legum auð­lindum og arð af rík­is­eignum og gefa ófrá­víkj­an­leg fyr­ir­mæli um sam­keppni um sölu þeirra. Við þurfum líka að inn­leiða fyrn­ing­ar­leið í sjáv­ar­út­vegi, sem allir hljóta nú að sjá að er besta ­leiðin til að tryggja nýlið­un, sam­keppni og full­nægj­andi arð af auð­lind­inni til­ al­menn­ings.

Við þurfum líka að nýta það tæki­færi sem nú er að opn­ast með­ ráð­andi umsvifum rík­is­valds­ins á fjár­mála­mark­aði til að laga banka­kerfið að þörfum almenn­ings, heim­il­anna og verð­mæta­skap­andi fyr­ir­tækja. Þess vegna hef­ur ­Sam­fylk­ingin boðið hinum heims­fræga hag­fræð­ingi, John Kay, til lands­ins 24. a­príl nk. Kay hefur nýlega skrifað merka bók sem ber nafnið „Other peop­le‘s mo­ney“ og fjallar um það öng­stræti sem fjár­mála­kerfi Vest­ur­landa er komið í og ­vand­ann sem fjár­pökkun eða ónytja­fjár­sýsla skapar á kostnað alls almenn­ings. Í því skyni þarf að hugsa stórt. Við höfum oft talað um aðskiln­að fjár­fest­ing­ar­banka og við­skipta­banka, en það er langt frá því að duga. Það þarf ­miklu stór­tæk­ari breyt­ing­ar. Eigna­stýr­ing á í öllum til­vikum að fara út úr ­bönk­um, enda eiga bankar ekk­ert með að fjár­festa fyrir ann­arra manna fé. Það þarf líka að banna beinar fjár­fest­ingar banka í fyr­ir­tækj­um. Svo þarf að verja ­sér­stak­lega inn­stæður almenn­ings og aðskilja þær annarri starf­semi banka.

Besta dæmið um það hvernig við höfum gleymt okkur í úreltri um­ræðu er sú stað­reynd að eng­inn talar á Íslandi í dag um að allra hand­anna ­sjóðir sinna nú í reynd banka­starf­semi með útlánum til fyr­ir­tækja, án þess að lúta neinum reglum af hendi hins opin­bera. Það er und­ar­leg afleið­ing hertra reglna um banka­starf­semi eftir alþjóð­lega fjár­málakreppu að stærri hlut­i út­lána­við­skipta en nokkru sinni fyrr lúti alls engum leik­regl­um!

Við þurfum að takast á við veru­leik­ann eins og hann er. ­Ís­lenskt efna­hags­líf þarf grund­vall­ar­breyt­inga við og tæki­færið til að gera þær er nún­a. 

Endurkast af gljásteinsþökum hefur virkað sem ljóskastari á nágranna þeirra sem komið hafa komið sér upp slíkum þökum.
Glampandi þak
Leir er ekki alltaf á borði dómstóla. Hæstiréttur Danmerkur fjallaði um álitamál sem varðar þetta algenga byggingarefni á dögunum.
21. janúar 2018
Ásgerður leiðir á Seltjarnarnesi - Fimm konur í sjö efstu sætum
Sitjandi bæjarstjóri fékk örugga kosninga í efsta sætið.
21. janúar 2018
280 þúsund manns dáið úr of stórum skammti á 5 árum
Gífurleg aukning hefur verið á dauðsföllum úr of stórum skammti vímuefna. Tölur um dauðsföll á Íslandi hjá ungum fíklum þykja „ógnvekjandi“.
20. janúar 2018
Greiðslustöðvun ríkisins á ársafmæli forsetatíðar Trumps
Trump ætlaði sér að fagna árs dvöl sinni í Hvíta húsinu í dag, en fagnaðarviðburði með fjárhagslegum bakhjörlum hefur verið frestað.
20. janúar 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kjósum um Borgarlínuna
20. janúar 2018
Kísilmálmverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar
Fyrrverandi forstjóri United Silicon er talinn hafa látið leggja greiðslur inn á reikninga í Danmörku og Ítalíu og síðan notað þær í eigin þágu. Alls er grunur um 605 milljóna króna fjárdrátt.
20. janúar 2018
Eyþór á fyrirtæki úti á Granda og vill byggja í Örfirisey
Eyþór Arnalds frambjóðandi í oddvitakjöri Sjálfstæðisflokksins vill að borgin reisi íbúabyggð í Örfirisey. Hann á sjálfur fyrirtæki í rekstri svæðinu en telur hagsmunatengslin ekki þannig að honum sé ókleift að vera talsmaður uppbyggingar á svæðinu.
20. janúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru Málin 19 - Viðar Guðhjonsen, Davíð Oddsson og Donald Trump
20. janúar 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None