Vafningar eða verðmætasköpun?

Árni Páll Árnason
Auglýsing

Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „financialisation“ í atvinnulífinu. Hugtakið er ekki auðþýðanlegt en lýsir því þegar til verður peningaafurð sem auðgar þá sem yfir hana komast, án þess að hún skapi nein ný samfélagsleg verðmæti. Það mætti kalla þetta „fjárpökkun“ því þarna eru búnir til vafningar en það má líka hugsa hugtakið „ónytjafjársýsla“ – því hér erum við að tala um fjársýslu sem þjónar ekki neinum hagsmunum raunhagkerfisins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með tryggingu í annarra manna fé eða almannafé.

Íslenskt efnhagslíf er gegnsýrt af þessu og hefur verið alla tíð. Menn hafa auðgast á að komast yfir aðstöðu eða eignir ríkisins allan lýðveldistímann, án þess að eiga fyrir þeim.

Auglýsing

Marshall-aðstoðin rann til útvalinna, útvaldir fengu einir að sinna verktöku fyrir Varnarliðið og rukka ógrynni fjár fyrir, útvaldir fengu að vita um gengisfellingar á undan öðrum og gátu átt viðskipti á gamla genginu, útvaldir fengu einir lóðir í Reykjavík, útvaldir fengu að eigngera kvótann þegar kvótakerfinu var komið á, útvaldir fengu að kaupa ríkiseignir á undirverði þegar einkavæðing ríkiseigna hófst á níunda og tíunda áratugnum og útvaldir fengu einir að kaupa bankana þegar þeir voru einkavæddir rétt fyrir hrun.

Þessu verður að breyta með nýjum grundvallarreglum í viðskiptalífinu. Við eigum að setja framleiðniaukningu en ekki bólugróða í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar. Hagvöxtur og hagvöxtur er ekki það sama. Vöxtur sem byggir undir fjölbreytt atvinnulíf og stendur undir vel launuðum störfum fyrir venjulegt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólugróða eykur misskiptingu, lyftir þeim allra ríkustu og skaðar almenna velsæld. Markaðsviðskipti eru af hinu góða, en það er ekki gott ef viðskipti byggja á því að vel tengdir aðilar véli með annarra manna fé og auðgist á því, hvorki frá hagfræðilegu né pólitísku sjónarmiði. Það á líka ekkert skylt við heilbrigðan markað.

Þess vegna er grundvallaratriði að tryggja almenningi í landinu arð af sameiginlegum auðlindum og arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Við þurfum líka að innleiða fyrningarleið í sjávarútvegi, sem allir hljóta nú að sjá að er besta leiðin til að tryggja nýliðun, samkeppni og fullnægjandi arð af auðlindinni til almennings.

Við þurfum líka að nýta það tækifæri sem nú er að opnast með ráðandi umsvifum ríkisvaldsins á fjármálamarkaði til að laga bankakerfið að þörfum almennings, heimilanna og verðmætaskapandi fyrirtækja. Þess vegna hefur Samfylkingin boðið hinum heimsfræga hagfræðingi, John Kay, til landsins 24. apríl nk. Kay hefur nýlega skrifað merka bók sem ber nafnið „Other people‘s money“ og fjallar um það öngstræti sem fjármálakerfi Vesturlanda er komið í og vandann sem fjárpökkun eða ónytjafjársýsla skapar á kostnað alls almennings. Í því skyni þarf að hugsa stórt. Við höfum oft talað um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka, en það er langt frá því að duga. Það þarf miklu stórtækari breytingar. Eignastýring á í öllum tilvikum að fara út úr bönkum, enda eiga bankar ekkert með að fjárfesta fyrir annarra manna fé. Það þarf líka að banna beinar fjárfestingar banka í fyrirtækjum. Svo þarf að verja sérstaklega innstæður almennings og aðskilja þær annarri starfsemi banka.

Besta dæmið um það hvernig við höfum gleymt okkur í úreltri umræðu er sú staðreynd að enginn talar á Íslandi í dag um að allra handanna sjóðir sinna nú í reynd bankastarfsemi með útlánum til fyrirtækja, án þess að lúta neinum reglum af hendi hins opinbera. Það er undarleg afleiðing hertra reglna um bankastarfsemi eftir alþjóðlega fjármálakreppu að stærri hluti útlánaviðskipta en nokkru sinni fyrr lúti alls engum leikreglum!

Við þurfum að takast á við veruleikann eins og hann er. Íslenskt efnahagslíf þarf grundvallarbreytinga við og tækifærið til að gera þær er núna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None