#Stjórnmál#wintris

Vafningar eða verðmætasköpun?

Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „f­in­anci­alisation“ í atvinnu­líf­inu. Hug­takið er ekki auð­þýð­an­legt en lýsir því þegar til verður pen­inga­af­urð sem auðgar þá sem yfir hana kom­ast, án þess að hún skapi nein ný sam­fé­lags­leg verð­mæti. Það mætti kalla þetta „fjár­pökk­un“ því þarna eru búnir til vafn­ingar en það má líka hugsa hug­takið „ónytja­fjár­sýsla“ – því hér erum við að tala um fjár­sýslu sem þjónar ekki neinum hags­mun­um raun­hag­kerf­is­ins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með trygg­ing­u í ann­arra manna fé eða almanna­fé.

Íslenskt efn­hags­líf er gegn­sýrt af þessu og hefur verið alla ­tíð. Menn hafa auðg­ast á að kom­ast yfir aðstöðu eða eignir rík­is­ins allan lýð­veld­is­tím­ann, án þess að eiga fyrir þeim.

Auglýsing

Mars­hall-að­stoðin rann til útval­inna, útvaldir fengu ein­ir að sinna verk­töku fyrir Varn­ar­liðið og rukka ógrynni fjár fyr­ir, útvaldir feng­u að vita um geng­is­fell­ingar á undan öðrum og gátu átt við­skipti á gamla geng­in­u, út­valdir fengu einir lóðir í Reykja­vík, útvaldir fengu að eign­gera kvót­ann þegar kvóta­kerf­inu var komið á, útvaldir fengu að kaupa rík­is­eignir á und­ir­verði þegar einka­væð­ing rík­is­eigna hófst á níunda og tíunda ára­tugnum og út­valdir fengu einir að kaupa bank­ana þegar þeir voru einka­væddir rétt fyr­ir­ hrun.

Þessu verður að breyta með nýjum grund­vall­ar­reglum í við­skipta­líf­inu. Við eigum að setja fram­leiðni­aukn­ingu en ekki bólu­gróða í for­gang atvinnu- og efna­hags­mála­stefn­unn­ar. Hag­vöxtur og hag­vöxtur er ekki það ­sama. Vöxtur sem byggir undir fjöl­breytt atvinnu­líf og stendur undir vel ­laun­uðum störfum fyrir venju­legt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólu­gróða eykur mis­skipt­ingu, lyftir þeim allra rík­ustu og skaðar almenna vel­sæld. Mark­aðsvið­skipti eru af hinu góða, en það er ekki gott ef við­skipt­i ­byggja á því að vel tengdir aðilar véli með ann­arra manna fé og auðg­ist á því, hvorki frá hag­fræði­legu né póli­tísku sjón­ar­miði. Það á líka ekk­ert skylt við heil­brigðan mark­að.

Þess vegna er grund­vall­ar­at­riði að tryggja almenn­ingi í land­inu arð af sam­eig­in­legum auð­lindum og arð af rík­is­eignum og gefa ófrá­víkj­an­leg fyr­ir­mæli um sam­keppni um sölu þeirra. Við þurfum líka að inn­leiða fyrn­ing­ar­leið í sjáv­ar­út­vegi, sem allir hljóta nú að sjá að er besta ­leiðin til að tryggja nýlið­un, sam­keppni og full­nægj­andi arð af auð­lind­inni til­ al­menn­ings.

Við þurfum líka að nýta það tæki­færi sem nú er að opn­ast með­ ráð­andi umsvifum rík­is­valds­ins á fjár­mála­mark­aði til að laga banka­kerfið að þörfum almenn­ings, heim­il­anna og verð­mæta­skap­andi fyr­ir­tækja. Þess vegna hef­ur ­Sam­fylk­ingin boðið hinum heims­fræga hag­fræð­ingi, John Kay, til lands­ins 24. a­príl nk. Kay hefur nýlega skrifað merka bók sem ber nafnið „Other peop­le‘s mo­ney“ og fjallar um það öng­stræti sem fjár­mála­kerfi Vest­ur­landa er komið í og ­vand­ann sem fjár­pökkun eða ónytja­fjár­sýsla skapar á kostnað alls almenn­ings. Í því skyni þarf að hugsa stórt. Við höfum oft talað um aðskiln­að fjár­fest­ing­ar­banka og við­skipta­banka, en það er langt frá því að duga. Það þarf ­miklu stór­tæk­ari breyt­ing­ar. Eigna­stýr­ing á í öllum til­vikum að fara út úr ­bönk­um, enda eiga bankar ekk­ert með að fjár­festa fyrir ann­arra manna fé. Það þarf líka að banna beinar fjár­fest­ingar banka í fyr­ir­tækj­um. Svo þarf að verja ­sér­stak­lega inn­stæður almenn­ings og aðskilja þær annarri starf­semi banka.

Besta dæmið um það hvernig við höfum gleymt okkur í úreltri um­ræðu er sú stað­reynd að eng­inn talar á Íslandi í dag um að allra hand­anna ­sjóðir sinna nú í reynd banka­starf­semi með útlánum til fyr­ir­tækja, án þess að lúta neinum reglum af hendi hins opin­bera. Það er und­ar­leg afleið­ing hertra reglna um banka­starf­semi eftir alþjóð­lega fjár­málakreppu að stærri hlut­i út­lána­við­skipta en nokkru sinni fyrr lúti alls engum leik­regl­um!

Við þurfum að takast á við veru­leik­ann eins og hann er. ­Ís­lenskt efna­hags­líf þarf grund­vall­ar­breyt­inga við og tæki­færið til að gera þær er nún­a. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Joanne Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna.
Tvær nýjar galdrabækur væntanlegar frá J.K. Rowling
Útgáfufyrirtæki J.K. Rowling birti yfirlýsingu um að tvær bækur tengdar Harry Potter- seríunni yrðu gefnar út þann 20. október næstkomandi.
22. júlí 2017
Sean Spicer stjórnar blaðamannafundi.
Sean Spicer hættur sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trumps í sex mánuði og var margsinnis uppvís að augljósum rangfærslum. Hann hættir vegna ágreinings við nýskipaðan yfirmann sinn.
21. júlí 2017
Elon Musk er forstjóri fyrirtækisins Tesla.
Áhætta fólgin í fjárfestingu í Tesla
Neikvætt fjárstreymi Tesla gerir það að verkum að Citi-bankinn telur mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í rafbílaframleiðandanum.
21. júlí 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Norður-Kórea hleypir fáum ferðamönnum til landsins á hverju ári og þeir sem fá að heimsækja landið þurfa að uppfylla allskyns skilyrði.
Bandaríkjamönnum bannað að ferðast til Norður-Kóreu
Bandarískir ferðamenn verða að drífa sig ef þeir ætla að ferðast til Norður-Kóreu því brátt verður þeim bannað að fara þangað.
21. júlí 2017
Björn Teitsson
Um Borgarlínu, snakk og ídýfu og bíla sem eru samt bílar
21. júlí 2017
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna
Innan ríkisstjórnarinnar eru augljóslega deildar meiningar um gjaldmiðlamál.
21. júlí 2017
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None