Vafningar eða verðmætasköpun?

Árni Páll Árnason
Auglýsing

Um allan heim er nú talað um þann vanda sem felst í „f­in­anci­alisation“ í atvinnu­líf­inu. Hug­takið er ekki auð­þýð­an­legt en lýsir því þegar til verður pen­inga­af­urð sem auðgar þá sem yfir hana kom­ast, án þess að hún skapi nein ný sam­fé­lags­leg verð­mæti. Það mætti kalla þetta „fjár­pökk­un“ því þarna eru búnir til vafn­ingar en það má líka hugsa hug­takið „ónytja­fjár­sýsla“ – því hér erum við að tala um fjár­sýslu sem þjónar ekki neinum hags­mun­um raun­hag­kerf­is­ins en skapar iðnu fólki stöðu til að búa sér til fé með trygg­ing­u í ann­arra manna fé eða almanna­fé.

Íslenskt efn­hags­líf er gegn­sýrt af þessu og hefur verið alla ­tíð. Menn hafa auðg­ast á að kom­ast yfir aðstöðu eða eignir rík­is­ins allan lýð­veld­is­tím­ann, án þess að eiga fyrir þeim.

Auglýsing

Mars­hall-að­stoðin rann til útval­inna, útvaldir fengu ein­ir að sinna verk­töku fyrir Varn­ar­liðið og rukka ógrynni fjár fyr­ir, útvaldir feng­u að vita um geng­is­fell­ingar á undan öðrum og gátu átt við­skipti á gamla geng­in­u, út­valdir fengu einir lóðir í Reykja­vík, útvaldir fengu að eign­gera kvót­ann þegar kvóta­kerf­inu var komið á, útvaldir fengu að kaupa rík­is­eignir á und­ir­verði þegar einka­væð­ing rík­is­eigna hófst á níunda og tíunda ára­tugnum og út­valdir fengu einir að kaupa bank­ana þegar þeir voru einka­væddir rétt fyr­ir­ hrun.

Þessu verður að breyta með nýjum grund­vall­ar­reglum í við­skipta­líf­inu. Við eigum að setja fram­leiðni­aukn­ingu en ekki bólu­gróða í for­gang atvinnu- og efna­hags­mála­stefn­unn­ar. Hag­vöxtur og hag­vöxtur er ekki það ­sama. Vöxtur sem byggir undir fjöl­breytt atvinnu­líf og stendur undir vel ­laun­uðum störfum fyrir venju­legt fólk er öllum til góða. Vöxtur sem byggir á bólu­gróða eykur mis­skipt­ingu, lyftir þeim allra rík­ustu og skaðar almenna vel­sæld. Mark­aðsvið­skipti eru af hinu góða, en það er ekki gott ef við­skipt­i ­byggja á því að vel tengdir aðilar véli með ann­arra manna fé og auðg­ist á því, hvorki frá hag­fræði­legu né póli­tísku sjón­ar­miði. Það á líka ekk­ert skylt við heil­brigðan mark­að.

Þess vegna er grund­vall­ar­at­riði að tryggja almenn­ingi í land­inu arð af sam­eig­in­legum auð­lindum og arð af rík­is­eignum og gefa ófrá­víkj­an­leg fyr­ir­mæli um sam­keppni um sölu þeirra. Við þurfum líka að inn­leiða fyrn­ing­ar­leið í sjáv­ar­út­vegi, sem allir hljóta nú að sjá að er besta ­leiðin til að tryggja nýlið­un, sam­keppni og full­nægj­andi arð af auð­lind­inni til­ al­menn­ings.

Við þurfum líka að nýta það tæki­færi sem nú er að opn­ast með­ ráð­andi umsvifum rík­is­valds­ins á fjár­mála­mark­aði til að laga banka­kerfið að þörfum almenn­ings, heim­il­anna og verð­mæta­skap­andi fyr­ir­tækja. Þess vegna hef­ur ­Sam­fylk­ingin boðið hinum heims­fræga hag­fræð­ingi, John Kay, til lands­ins 24. a­príl nk. Kay hefur nýlega skrifað merka bók sem ber nafnið „Other peop­le‘s mo­ney“ og fjallar um það öng­stræti sem fjár­mála­kerfi Vest­ur­landa er komið í og ­vand­ann sem fjár­pökkun eða ónytja­fjár­sýsla skapar á kostnað alls almenn­ings. Í því skyni þarf að hugsa stórt. Við höfum oft talað um aðskiln­að fjár­fest­ing­ar­banka og við­skipta­banka, en það er langt frá því að duga. Það þarf ­miklu stór­tæk­ari breyt­ing­ar. Eigna­stýr­ing á í öllum til­vikum að fara út úr ­bönk­um, enda eiga bankar ekk­ert með að fjár­festa fyrir ann­arra manna fé. Það þarf líka að banna beinar fjár­fest­ingar banka í fyr­ir­tækj­um. Svo þarf að verja ­sér­stak­lega inn­stæður almenn­ings og aðskilja þær annarri starf­semi banka.

Besta dæmið um það hvernig við höfum gleymt okkur í úreltri um­ræðu er sú stað­reynd að eng­inn talar á Íslandi í dag um að allra hand­anna ­sjóðir sinna nú í reynd banka­starf­semi með útlánum til fyr­ir­tækja, án þess að lúta neinum reglum af hendi hins opin­bera. Það er und­ar­leg afleið­ing hertra reglna um banka­starf­semi eftir alþjóð­lega fjár­málakreppu að stærri hlut­i út­lána­við­skipta en nokkru sinni fyrr lúti alls engum leik­regl­um!

Við þurfum að takast á við veru­leik­ann eins og hann er. ­Ís­lenskt efna­hags­líf þarf grund­vall­ar­breyt­inga við og tæki­færið til að gera þær er nún­a. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None