Auðveldari og ódýrari lausn við vandamálum utangarðsfólks

Auglýsing

Í baráttunni gegn heimilisleysisvandanum hefur því lengi verið haldið fram að það þurfi fyrst að takast á við þau vandamál sem blasa við útigangsfólki t.d. geðraskanir, áfengis- og eiturlyfjafíkn áður en þeim er veitt niðurgreitt húsnæði.

Nú er því samt sem áður haldið fram að þetta sé ekki rétta leiðin, talið er að betra sé að gefa fólki fast húsnæði án þess að það hangi einhvað fleira á spýtunni.

Þessi hugmyndafræði kallast „housing first” eða „húsnæði fyrst”. Samkvæmt nýlegri rannsókn í Kanada var sýnt fram á að „húsnæði fyrst” virkar betur en hin staðlaða nálgun. Í  63-77% tilfella hélt utangarðsfólk heimilum sýnum með „húsnæðis fyrst” nálgun. Aftur á móti héldu aðeins 24-39% húsnæði sínu með staðlaðri nálgun, en þessi úrelta nálgun er því miður ríkjandi á Íslandi.

Auglýsing

„Húsnæði fyrst” nálgunin var fyrst kynnt til leiks árið 1992 af sálfræðingnum Sam Tsemberis.
Þegar Tsemberis rannsakaði ástand heimilislausra komst hann að þeirri niðurstöðu að það eru tvær tegundir að heimilislausum. Tímabundnir og langavarandi. Tímabundnum heimilislausum er hægt að hjálpa með tiltölulega einföldum leiðum. En langvarandi heimilislausir, sem er um 17% af utangarðsfólki, eru í þessari stöðu vegna dýpri vandamála eins og til dæmis misnotkun á áfengi, eiturlyfja eða vegna geðraskana.

Tsemberis áttaði sig á því að neyða fólk til þess að hoppa yfir hindranir áður en þau fá samastað væri alger klikkun. Það segir sig svolítið sjálft að þeir sem eru langvarandi heimilislausir fara oftar í fangelsi og slysamóttöku en hin almenni borgari. Að eiga engan samastað eru eflaust mjög stressandi aðstæður fyrir hvern sem er að vera í. Í athvörfum getur þú til dæmis ekki lokað dyrunum, og ef þú getur fundið þér samastað eru miklar líkur að þú lendir á ábyrgðarlausum húsráðanda sem er nokkuð sama að öll tilskyld leyfi séu uppfyllt, sem dæmi má nefna fólk sem neyðist til þess að búa í ósamþykktum iðnaðarhúsnæðum. Ofan á þetta allt, geta þau ekki einu sinni hvílt sig vegna álags og stress.

„Ég get sofið” sagði einn þiggjanda „húsnæði fyrst” í Washington ríki í Bandaríkjunum. „Guð minn góður, ég get sofið.”

Tsemberis lagði fram þá tillögu að veita öllum langvarandi heimilislausum stað til þess að búa á skilyrðislaust og síðan byggja fótfestu með því að bjóða aðra félagslega aðstoð. En það er einmitt þannig sem húsnæði fyrst virka á flestum stöðum, þeir sem eru langvarandi heimilislausir eru greindir og fé er safnað saman til þess að niðurgreiða fyrir þá íbúð. En þeir sjálfir þurfa að greiða um 30% af leigunni sjálfir, annað hvort með pening sem þeir fá fyrir vinnuframlag eða með félagslegum bætum. Og þegar þau hafa varanlegan og skilyrðislausan stað til þess að búa á geta þau byrjað að vinna í vandamálum sínum, til dæmis að komast yfir fíkn sína eða hvaða aðra áskorun sem þau þurfa að takast á við.

Annar þiggjandi „húsnæðis fyrst” hafði þetta að segja: „Ég sakna ekki að búa á götunni, ég þakka Guði fyrir á degi hverjum að ég sé hér”.

Þegar „húsnæði fyrst” var innleitt í Utah ríki í Bandaríkjunum þá fækkaði langvarandi heimilislausum um 91% og í dag er það vandamál nánast úr sögunni í borginni. Við þurfum að átta okkur á því að þetta snýst að miklu leyti um sjálfstæði fyrir einstaklinga í þessari stöðu, og um leið og þú gefur þeim 100% sjálfstæði hafa þau fyrst áhuga á að bæta sjálfan sig.

Eitt það frábærasta við „húsnæði fyrst” er að þetta sparar félagskerfinu mikið fé. Að veita langvarandi heimilislausum húsnæði skilyrðislaust gerir líf þeirra mun stöðugara, þar af leiðandi sparast fé sem þau taka frá öðrum félagslegum kerfum.

Hér að neðan er mynd sem sýnir hvað langvarandi heimilislausir kosta félags- og heilbrigðiskerfi í New York ríki í Bandaríkjunum. Myndin sýnir einnig að lang ódýrast er fyrir skattgreiðendur að innleiða „húsnæði fyrst”.

graf

Ég skora hér með á ríkisstjórnina að gera kostnaðaráætlun um hvað langvarandi heimilislausir kosta félags- og heilbrigðiskerfin mikið fé á ári hverju og hvað þau muni kosta samfélagið ef „húsnæði fyrst” verður að veruleika á Íslandi. Ljóst er vandamálið verður ekki öðruvísi leyst en með samvinnu sveitarfélaga, en heildstæð kostnaðaráætlun er forsenda þess að hægt er að byrja samtalið.

Höfundur er framkvæmdastjóri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None