Auðveldari og ódýrari lausn við vandamálum utangarðsfólks

Auglýsing

Í bar­átt­unni gegn heim­il­is­leys­is­vand­anum hefur því lengi verið haldið fram að það þurfi fyrst að takast á við þau vanda­mál sem blasa við úti­gangs­fólki t.d. geð­rask­an­ir, áfeng­is- og eit­ur­lyfjafíkn áður en þeim er veitt nið­ur­greitt hús­næði.

Nú er því samt sem áður haldið fram að þetta sé ekki rétta leið­in, talið er að betra sé að gefa fólki fast hús­næði án þess að það hangi ein­hvað fleira á spýt­unni.

Þessi hug­mynda­fræði kall­ast „hous­ing fir­st” eða „hús­næði fyrst”. Sam­kvæmt nýlegri rann­sókn í Kanada var sýnt fram á að „hús­næði fyrst” virkar betur en hin staðl­aða nálg­un. Í  63-77% til­fella hélt utan­garðs­fólk heim­ilum sýnum með „hús­næðis fyrst” nálg­un. Aftur á móti héldu aðeins 24-39% hús­næði sínu með staðl­aðri nálg­un, en þessi úrelta nálgun er því miður ríkj­andi á Íslandi.

Auglýsing

„Hús­næði fyrst” nálg­unin var fyrst kynnt til leiks árið 1992 af sál­fræð­ingnum Sam Tsem­ber­is.

Þegar Tsem­beris rann­sak­aði ástand heim­il­is­lausra komst hann að þeirri nið­ur­stöðu að það eru tvær teg­undir að heim­il­is­laus­um. Tíma­bundnir og langa­var­andi. Tíma­bundnum heim­il­is­lausum er hægt að hjálpa með til­tölu­lega ein­földum leið­um. En langvar­andi heim­il­is­laus­ir, sem er um 17% af utan­garðs­fólki, eru í þess­ari stöðu vegna dýpri vanda­mála eins og til dæmis mis­notkun á áfengi, eit­ur­lyfja eða vegna geð­rask­ana.

Tsem­beris átt­aði sig á því að neyða fólk til þess að hoppa yfir hindr­anir áður en þau fá sama­stað væri alger klikk­un. Það segir sig svo­lítið sjálft að þeir sem eru langvar­andi heim­il­is­lausir fara oftar í fang­elsi og slysa­mót­töku en hin almenni borg­ari. Að eiga engan sama­stað eru eflaust mjög stressandi aðstæður fyrir hvern sem er að vera í. Í athvörfum getur þú til dæmis ekki lokað dyr­un­um, og ef þú getur fundið þér sama­stað eru miklar líkur að þú lendir á ábyrgð­ar­lausum hús­ráð­anda sem er nokkuð sama að öll til­skyld leyfi séu upp­fyllt, sem dæmi má nefna fólk sem neyð­ist til þess að búa í ósam­þykktum iðn­að­ar­hús­næð­um. Ofan á þetta allt, geta þau ekki einu sinni hvílt sig vegna álags og stress.

„Ég get sof­ið” sagði einn þiggj­anda „hús­næði fyrst” í Was­hington ríki í Banda­ríkj­un­um. „Guð minn góð­ur, ég get sof­ið.”

Tsem­beris lagði fram þá til­lögu að veita öllum langvar­andi heim­il­is­lausum stað til þess að búa á skil­yrð­is­laust og síðan byggja fót­festu með því að bjóða aðra félags­lega aðstoð. En það er einmitt þannig sem hús­næði fyrst virka á flestum stöð­um, þeir sem eru langvar­andi heim­il­is­lausir eru greindir og fé er safnað saman til þess að nið­ur­greiða fyrir þá íbúð. En þeir sjálfir þurfa að greiða um 30% af leig­unni sjálfir, annað hvort með pen­ing sem þeir fá fyrir vinnu­fram­lag eða með félags­legum bæt­um. Og þegar þau hafa var­an­legan og skil­yrð­is­lausan stað til þess að búa á geta þau byrjað að vinna í vanda­málum sín­um, til dæmis að kom­ast yfir fíkn sína eða hvaða aðra áskorun sem þau þurfa að takast á við.

Annar þiggj­andi „hús­næðis fyrst” hafði þetta að segja: „Ég sakna ekki að búa á göt­unni, ég þakka Guði fyrir á degi hverjum að ég sé hér”.

Þegar „hús­næði fyrst” var inn­leitt í Utah ríki í Banda­ríkj­unum þá ­fækk­aði langvar­andi heim­il­is­lausum um 91% og í dag er það vanda­mál nán­ast úr sög­unni í borg­inni. Við þurfum að átta okkur á því að þetta snýst að miklu leyti um sjálf­stæði fyrir ein­stak­linga í þess­ari stöðu, og um leið og þú gefur þeim 100% sjálf­stæði hafa þau fyrst áhuga á að bæta sjálfan sig.

Eitt það frá­bærasta við „hús­næði fyrst” er að þetta sparar félags­kerf­inu mikið fé. Að veita langvar­andi heim­il­is­lausum hús­næði skil­yrð­is­laust gerir líf þeirra mun stöðug­ara, þar af leið­andi spar­ast fé sem þau taka frá öðrum félags­legum kerf­um.

Hér að neðan er mynd sem sýnir hvað langvar­andi heim­il­is­lausir kosta félags- og heil­brigð­is­kerfi í New York ríki í Banda­ríkj­un­um. Myndin sýnir einnig að lang ódýr­ast er fyrir skatt­greið­endur að inn­leiða „hús­næði fyrst”.

graf

Ég skora hér með á rík­is­stjórn­ina að ­gera kostn­að­ar­á­ætlun um hvað langvar­andi heim­il­is­lausir kosta félags- og heil­brigð­is­kerfin mikið fé á ári hverju og hvað þau muni kosta sam­fé­lagið ef „hús­næði fyrst” verður að veru­leika á Íslandi. Ljóst er vanda­málið verður ekki öðru­vísi leyst en með sam­vinnu sveit­ar­fé­laga, en heild­stæð kostn­að­ar­á­ætlun er for­senda þess að hægt er að byrja sam­tal­ið.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None