Auglýsing

Mjólk­ur­sam­salan var í gær sektuð um 480 millj­ónir króna fyrir að mis­nota mark­aðs­ráð­andi stöðu sína til að kaf­sigla sam­keppn­is­að­ila.

Fyrir þá sem ekki átta sig almenni­lega á því hvernig íslenskur mjólkur­iðn­aður virkar þá er rétt að fara aðeins yfir það. Mjólk­ur­sam­salan er rekstr­ar­fé­lag mjólkur­iðn­að­ar­ins hér­lend­is. Eig­endur eru Auð­humla, sam­vinnu­fé­lags í eigu nokkur hund­ruð mjólk­ur­fram­leið­enda, og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS), einka­fyr­ir­tækis sem með hjálp mik­illar póli­tískrar fyr­ir­greiðslu er orðið að risa í íslenskum sjáv­ar- og land­bún­aði og hefur áhrif á sam­fé­lags­gerð okkar langt umfram það sem eðli­legt getur talist.

Hlut­verk Mjólk­ur­sam­söl­unnar er að taka við mjólk frá mjólk­ur­fram­leið­endum og búa til vöru úr henni. Auk þess selur hún litlum einka­fyr­ir­tækj­um, á borð við Kú eða Örnu, hrá­mjólk svo þau geti fram­leitt mjólk­ur­vör­ur. Mjólk­ur­sam­salan er því eini heild­sali hrá­efn­is­ins sem þarf til að búa til mjólk­ur­vörur á Íslandi, og langstærsti fram­leið­andi slíkra líka. Nú hefur verið stað­fest, tvisvar, að Mjólk­ur­sam­salan hefur nýtt sér þessa stöðu til að fremja alvar­leg lög­brot.

Auglýsing

Neyt­endur eiga að borga fyrir brotin

Brot fyr­ir­tæk­is­ins, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur nú sektað það fyr­ir, fólust í því að selja hrá­mjólk sem það fær frá bændum í krafti lög­bund­innar ein­ok­unar til sam­keppn­is­að­ila á upp­sprengdu verði, en selja hana til eigin fram­leiðslu­deildar og KS undir kostn­að­ar­verði. Sam­kvæmt Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu varð þetta til þess að skaða hags­muni neyt­enda og bænda. Þá er auð­vitað ótal­inn skaði þeirra sem hafa reynt að fara í sam­keppni við Mjólk­ur­sam­söl­una, m.a. með því að stuðla að nýsköpun í mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu. Sam­an­dregið hefur þetta fyr­ir­tæki, varið af búvöru­samn­ingum sem stjórn­mála­menn gera, valdið gríð­ar­legum sam­fé­lags­legum skaða.

Fyrstu við­brögð Ara Edwald, for­stjóra Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, við nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins voru þau að það væri lít­il­mann­legt af því að hafa ekki axlað ábyrgð á að hafa ekki horft til sam­starfs í mjólkur­iðn­aði í rann­sókn sinni og gagn­rýndi síðan eft­ir­litið fyrir að til­kynna um sekt­ina á meðan að allir væru í fríi. Önnur við­brögð hans voru þau að segja að kostn­að­ur­inn við sekt­ina muni óum­flýj­an­lega lenda á neyt­end­um. Mjólk­ur­sam­salan, fyr­ir­tæki sem veltir 26,7 millj­örðum króna og er með nær algjöra ein­okun á íslenska mark­aðn­um, ætlar að nýta sér þá ein­ok­un­ar­stöðu til að láta neyt­endur borga fyrir ákvarð­anir stjórn­enda sinna sem reynd­ust lög­brot.

Borgum níu millj­örðum króna of mikið fyrir mjólk

Þetta eru köld skila­boð til neyt­enda sem þegar borga allt, allt, allt of mikið fyrir mjólk­ur­vör­ur.

Fyrir ári síðan skil­aði Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands skýrslu um mjólk­ur­vöru­fram­leiðslu á Íslandi. Þar kom fram að neyt­endur á Íslandi borga rúm­­lega níu millj­­örðum krónum meira á ári fyrir mjólk­­ur­vör­­urnar okkar en við þurfum að gera. Í stað þess að borga 6,5 millj­­arða króna fyrir inn­­­flutta mjólk, að teknu til­­liti til flutn­ings­gjalda, þá borgum við 15,5 millj­­arða króna á ári fyrir íslenska mjólk. Átta millj­­arðar króna af þess­­ari við­­bót­­ar­greiðslu eru til­­komnir vegna þess að íslenska mjólkin er ein­fald­­lega miklu dýr­­ari í fram­­leiðslu í því kerfi sem við erum með en í þeim löndum sem við gætum flutt hana inn frá. Auk þess fram­­leiðir mjólk­­ur­fram­­leiðslu­­kerfi Íslands meiri mjólk fyrir inn­­an­lands­­markað en við þurf­­um. Offram­­leiðsla á nið­­ur­greiddri mjólk­inni kostar neyt­endur og ríkið því millj­­arð króna til við­­bótar á ári.

Skýrslu­höf­undar lögðu til að taf­­ar­­laust yrði farið í að lækka suma tolla og afleggja aðra til að gera öðrum mjólk­­ur­fram­­leiðslu­­ríkjum kleift að flytja hingað mjólk­­ur­vör­­ur, svo hið nið­­ur­lægj­andi og óþol­andi okur á neyt­endum hætti.

Gotti og Skóla­ostur

Mjólk­ur­sam­salan, og stjórn­mála­menn­irnir sem tryggja til­veru henn­ar, hafa rök­stutt til­veru­rétt kerf­is­ins sem er við lýði með því að halda á lofti þeirri stað­hæf­ingu að það sé í raun til góðs fyrir neyt­end­ur. Vör­urnar sem það velji að fram­leiða séu svo hollar og góð­ar, og í svo góðum takti við þarfir íslenskra neyt­enda, að ein­okun fyr­ir­tæk­is­ins auki lífs­gæði Íslend­inga marg­falt. Fyrir það sé alveg eðli­legt að hver ein­asti Íslend­ingur greiði, í gegnum rík­is­styrk­ina sem við dælum í þetta kerfi, 27 þús­und krónur á ári svo osta­fram­boðið okkar geti tak­markast að mestu við Gotta og Skóla­ost.

Auk þess er sú full­yrð­ing að íslenska mjólk­ur­fram­leiðslan sé mein­holl í besta falli hálf­sann­leik­ur, og í mörgum til­fellum hauga­lygi.

Mjólk­ur­sam­salan, stærsti mat­væla­fram­leið­andi lands­ins, hefur þvert á móti búið til og mark­aðs­sett fullt af vörum sem eru fullar af sykri. Sumar þeirra eru sér­stak­lega mark­aðs­settar með börn í huga. Fyrir rúmu ári greindi Kast­ljósið frá því að inni­halds­merk­ingar á mörgum vörum Mjólk­ur­sam­söl­unnar væru óskýrar og vill­andi fyrir neyt­end­ur.

Fyrir þá sem hafa verslað mjólk­ur­vörur í öðrum löndum þá stenst þessi full­yrð­ing um yfir­burða­gæði MS-var­anna enga skoð­un. Hún er ekk­ert annað en hluti af áróðri sem að íslenskum neyt­endum hefur verið haldið ára­tugum  saman í þeim til­gangi að við­halda kerfi sem gagn­ast ein­ungis milli­liðnum (Mjólk­ur­sam­söl­unni) og einka­fyr­ir­tæk­inu KS. Á meðan að við gleypum við þessu þá sitjum við uppi með í besta falli miðl­ungsmjólk­ur­vör­ur, valdar og syk­ur­bland­aðar af starfs­mönnum Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Bætt í steypuna

Í stað þess að taka til­lit til þeirra ábend­inga sem Hag­fræði­stofnun kom með þá ákváðu Sig­urður Ingi Jóhanns­son, þáver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra og núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að skrifa undir nýja búvöru­samn­inga til tíu ára. Sam­kvæmt þeim verða greiðslur rík­is­ins 13,8 millj­­arðar króna árið 2017 en enda í 12,7 millj­­örðum króna árið 2026 við lok samn­ings. Þetta gera um 132 millj­­arða alls á samn­ings­­tím­an­­um. Í stað þess að taka á vanda­mál­inu sem þetta galna kerfi er, þá á bara að henda enn meiri pen­ingum í það.

Nær all­ir, utan þeirra sem hafa beinan fjár­hags­legan ávinn­ing af samn­ingn­um, hafa enda gagn­rýnt hann harð­lega.

Verður að verða kosn­inga­mál

Það er ekk­ert sem skiptir íslenska neyt­endur jafn miklu máli og að und­ir­rit­aðir búvöru­samn­ingar kom­ist ekki til fram­kvæmda og það land­bún­að­ar­kerfi sem er við lýði verði aflagt. Það þarf að lækka suma tolla og afnema aðra algjör­lega til að gera öðrum mjólk­ur­fram­leiðslu­ríkjum kleift að flytja hingað mjólk­ur­vör­ur. Til að takast á við það áfall sem þau lands­svæði sem hafa mesta atvinnu af þessum rík­is­nið­ur­greidda iðn­aði væri hægt að veita háa byggð­ar­þró­un­ar­styrki, að minnsta kosti til skamms tíma, til að hjálpa við þróun nýrra atvinnu­vega. Atvinnu­vega sem eiga vaxta­tæki­færi og krefj­ast þess ekki að hver ein­asti Íslend­ingur borgi 27 þús­und krónur á ári með honum út í eilífð­ina.

Þetta risa­stóra neyt­enda­mál, sem snertir hvern ein­asta Íslend­ing beint fjár­hags­lega og vegna óboð­legs vöru­úr­vals, þarf að verða kosn­inga­mál í haust svo kjós­end­ur, neyt­end­ur, geti valið að kjósa burt þessa helstu óvini neyt­enda sem Mjólk­ur­sam­salan, nýgerðir búvöru­samn­ingar og úr sér gengið land­bún­að­ar­kerfið eru.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None