Auglýsing

Í gær gerð­ist það að Gunnar Bragi Sveins­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sagð­ist efast um sekt Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS) í máli þar sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur sektað fyr­ir­tækið um 480 millj­ónir króna fyrir mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni. Gunnar Bragi sagði í fréttum Stöðvar 2 að það ætti eftir að koma í ljós hvort MS hefði brotið af sér eða ekki. „Ég hef síður trú á því að þeir hafi brotið af sér, þetta er fyr­ir­tæki sem í gegnum tíð­ina hefur sýnt sam­fé­lag­inu mikla ábyrgð.“

Til við­bótar sagði ráð­herr­ann að hann sjái ekk­ert til­efni til þess að end­ur­skoða þann hluta nýgerðs búvöru­samn­ings sem festir áfram í sessi ein­ok­un­ar­stöðu MS, þrátt fyrir nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Við þessa fram­göngu ráð­herr­ans er ansi margt að athuga.

Heild­ar­hags­munir fram yfir sér­hags­muni

Fyrst ber þó að geta þess að Gunnar Bragi Sveins­son er sá ráð­herra sem lík­ast til hefur komið manna mest á óvart á þessu kjör­tíma­bili. Þegar hann tók við emb­ætti utan­rík­is­ráð­herra þótti það bein­línis hneisa, og jafn­vel brand­ari, í mörgum kreðsum að pylsu- og bens­ín­sali úr Skaga­firði ætti að vera and­lit Íslands út á við. Annað átti þó eftir að koma á dag­inn.

Auglýsing

Fram­ganga hans í aðdrag­anda og í kringum Bar­bers­hop-ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem var sett á fót til að fá karl­menn og drengi til að láta til sín taka í umræð­unni um kynja­jafn­rétti og um ofbeldi gegn kon­um, var til að mynda með miklum sóma. Gunnar Bragi beitti sér fyrir kynja­jafn­rétti á alþjóða­vett­vangi með ýmiss konar öðrum hætti. Hann skrif­aði greinar í blöð, m.a. um HeForS­he-á­tak UN Women í The Guar­di­an, og ráðu­neyti hans hélt ráð­stefnu um jafn­rétt­is­mál á norð­ur­slóð­um. Gunn­ari Braga tókst að styrkja ímynd Íslands sem kyndil­bera jafn­réttis í hugsun og orði á alþjóða­vett­vangi og lagði sitt á vog­ar­skál­arnar til að ýta á þarfa umræðu um mála­flokk­inn.

Gunnar Bragi fór líka í opin­bera heim­sókn til Úkra­ínu snemma árs 2014 og lýsti þar yfir ein­dregnum stuðn­ingi við báráttu lands­ins gegn Rúss­um. Þegar reyndi á þann stuðn­ing, með inn­flutn­ings­banni Rússa á mat­væli frá Íslandi, stóð Gunnar Bragi heldur betur í lapp­irn­ar. Utan­rík­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi sagð­ist síðar aldrei hafa upp­lifað eins mik­inn þrýst­ing og í því máli. Sá þrýst­ingur kom frá hags­muna­að­ilum í sjáv­ar­út­vegi, innan flokks hans og frá sam­starfs­flokknum í rík­is­stjórn, Sjálf­stæð­is­flokki. Ráð­herr­ann stóð hins vegar fastur á sínu og sagði það heild­ar­hags­muni Íslands að standa með banda­lags­þjóðum okkar og styðja við áfram­hald­andi við­skipta­þving­anir gegn Rússum vegna aðgerða þeirra í Úkra­ínu. Þá hags­muni ætti að taka yfir eig­in­hags­muni útgerð­ar­manna.

Auð­vitað gerði Gunnar Bragi líka herfi­leg mis­tök í stóli utan­rík­is­ráð­herra. Fram­ganga hans þegar aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu var mögu­lega dregin til baka, án þess að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla sem lofað hafði verið færi fram, var honum ekki til fram­drátt­ar.

Sam­an­dregið tókst Gunn­ari Braga þó að sanna sig að mörgu leyti í fram­andi hlut­verki. Ýmsir hafa sagt að hann hafi fengið utan­rík­is­ráð­herra­veik­ina, sem neyðir menn til að líta á hlut­ina í mun stærra sam­hengi en úr heima­hag­an­um.

En svo var Gunnar Bragi gerður að sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra.

Sér­hags­munir fram yfir heild­ar­hags­muni

Í því hlut­verki hefur lítið glitt í utan­rík­is­ráð­herra­veikan Gunnar Braga. Ummæli hans um nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í máli MS eru sér­stak­lega for­kast­an­leg. Sam­keppn­is­eft­ir­litið er stjórn­vald, það starfar eftir lögum settum af Alþingi og nið­ur­staða þess er end­an­leg. Þeir sem verða fyrir nið­ur­stöð­unni geta vissu­lega skotið henni til áfrýj­un­ar­nefndar og eftir atvikum dóm­stóla en rétt­ar­á­hrif hennar taka strax gildi.

Þess vegna er algjör­lega galið að ráð­herra segi opin­ber­lega að hann hafi „síður trú á því að þeir [MS] hafi brotið af sér.“ Í slíkri yfir­lýs­ingu felst full­komið van­traust á það stjórn­vald sem hefur kom­ist að end­an­legri nið­ur­stöðu sam­kvæmt lögum sem gilda um starf­semi þess. Gunnar Bragi er þannig að grafa undan við­kom­andi stjórn­valdi og trausti gagn­vart því, vegna þess að honum finnst að þol­and­inn í mál­inu, MS, hafi „í gegnum tíð­ina [sýnt] sam­fé­lag­inu mikla ábyrgð.“

Ólíkt því sem Gunnar Bragi gerði í deilum um stuðn­ing við við­skipta­þving­anir gegn Rússum þá tók hann eig­in­hags­muni MS fram yfir heild­ar­hags­mun­ina sem fel­ast í því að virða nið­ur­stöður stjórn­valds.

Auk þess starf­aði Gunnar Bragi á árum áður hjá Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga (KS) og tengdum aðil­um. KS á tæp­lega tíu pró­sent hlut í MS og á mikla hags­muni undir í þeirri túlkun sem MS, og að því er virð­ist Gunnar Bragi, leggja í sam­spil búvöru­samn­inga og sam­keppn­islaga.  Í þeirri túlkun felst heim­ild til að stunda það sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur vera alvar­lega mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu sem skaði á end­anum hags­muni neyt­enda og bænda. Vel má efast um hæfi Gunn­ars Braga til að koma að mál­inu, vegna fyrri tengsla hans við KS.

Verstu hliðar kerfa

MS-­málið er að draga fram allar verstu hliðar þeirra kerfa sem við höfum komið okkur upp. Það hefur sýnt okkur fram á varð­stöðu stjórn­mála­manna um kerfi sem óháð stjórn­vald telur vera í and­stöðu við hags­muni bæði bænda og neyt­enda. Það hefur sýnt sig að for­stjóri ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins MS virð­ist annað hvort ekki skilja eða við­ur­kenna að nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um brot þess er bind­andi, og rétt­ar­á­hrif hennar taka þegar gildi. Það hefur sýnt okkur að ráð­herra vílar ekki fyrir sér að setja ofan í við stjórn­vald ef honum líkar ekki ákvörðun þess.

Lög og reglur eru settar til þess að allir fari eftir þeim. Það er ekki hægt að gera sér­staka und­an­þágu fyrir banka­menn, fyr­ir­tæki í ein­ok­un­ar­stöðu eða þá sem ráð­herrar telja að hafi sýnt sam­fé­lag­inu mikla ábyrgð. Ef menn vilja breyta lögum þá eiga þeir að beina spjótum sínum að lög­gjaf­an­um. En þangað til eiga allir að fara eftir þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None