Auglýsing

Það eru að mynd­ast ansi skýrar línur milli þess hóps Íslend­inga sem vill stór­tækar umbætur á þeim kerfum sem við rekum hér­lendis og þess hóps sem vill verja þau með öllum til­tækum ráð­um. Þessir tveir heimar birt­ust vel í nýaf­stöðnum for­seta­kosn­ing­um.

Þar voru þrír fram­bjóð­endur sem fengu eitt­hvað fylgi sem nálg­uð­ust fram­boð sitt fyrir setu á Bessa­stöðum af kurt­eisi, hug­sjón og virð­ingu fyrir skoð­unum ann­arra. Þau heita Guðni Th. Jóhann­es­son, Halla Tóm­as­dóttir og Andri Snær Magna­son. Rætur þeirra eru mis­jafnar og áherslur þeirra líka. Mjög áhuga­vert hefði verið ef þau þrjú hefðu fengið tæki­færi til að ræða um hug­myndir sínar um for­seta­emb­ættið í kosn­inga­bar­átt­unni á mál­efna­legan hátt. Það reynd­ist ekki mögu­legt.

Ástæða þess er að í hinu horn­inu var hold­gerv­ingur sam­fé­lags­á­taka und­an­far­inna ára­tuga, Davíð Odds­son. Kosn­inga­bar­átta hans snérist að mestu um árásir á annan fram­bjóð­anda, klæki og van­hugs­aða rétt­læt­ingu á fyrri störfum sín­um. Þannig stal hann kosn­ing­un­um. Þessi taktík skil­aði Davíð þó engum árangri.

Auglýsing

Því meira sem kjós­endur fengu að vita um for­seta­fram­bjóð­and­ann Dav­íð, því meira sem rifjað var upp af stjórn­mála­mann­inum Davíð og því meira sem Morg­un­blað­inu var beitt fyrir hann, því færri gátu hugsað sér að kjósa gamla leið­tog­ann. Að end­ingu fékk Dav­íð, sem hafði aldrei áður tapað kosn­ing­um, ein­ungis 13,7 pró­sent atkvæða. Kjós­endur nýttu tæki­færið til að hafna Davíð algjör­lega.

Þessi nið­ur­staða var nið­ur­læg­ing fyrir Dav­íð, þótt hann og helstu hrein­trú­ar­menn á hann láti sem að svo hafi ekki ver­ið. En hún var líka stað­fest­ing á því að þjóðin er komin með upp í kok af topp-­niður frekum og stjórn­lyndum valda­körlum sem vilja segja henni hvernig hlut­irnir eru, í stað þess að hlusta á hana og þjón­usta.

Umbætur vs. varð­staða

Næsta umferð í bar­átt­unni um kerfin fer fram í haust, þegar kjósa á til þings. Um er að ræða einar mik­il­væg­ustu kosn­ingar sem fram hafa farið hér­lend­is. Þar takast á varð­menn óbreyttrar sam­fé­lags­gerðar og þeir sem vilja breyta kerfum lands­ins veru­lega. Í fyrri hópnum eru ráð­andi öfl í núver­andi valda­flokk­um. Flokka sem berj­ast t.d. gegn breyt­ingum á land­bún­að­ar­kerf­inu, kvóta­kerf­inu, kosn­inga­kerf­inu, stjórn­ar­skránni, auknum neyt­enda­hag, hærri álögum á hina efna­meiri og að ein­hverju leyti fjöl­menn­ingu. Flokka sem hafa látið vel­ferð­ar­kerfið sitja svo veru­lega á hak­anum að það er raun­veru­leg hætta á var­an­legum og óbæt­an­legum skaða. 

Aðrir flokkar sem mæl­ast með umtals­vert fylgi í skoð­ana­könn­unum vilja, að minnsta kosti í orði, breyta ofan­greindum kerf­um, þó að breyt­ing­ar­vilj­inn sé mis­mik­ill. Það sem er áhuga­vert við „um­bóta­væng­inn“ er að á honum eru flokkar sem rað­ast alls staðar á hinum hefð­bundna, en að mörgu leyti úr sér gengna, vinstri-hægri kvarða. Þar eru Vinstri græn, Sam­fylk­ing, Björt fram­tíð, Píratar og Við­reisn. Og þessi vængur er að mæl­ast með um 65 pró­sent fylgi sam­kvæmt könn­unum á meðan að „varð­stöðu­væng­ur­inn“ mælist með tæp­lega 33 pró­sent.

Gamla merki­miða­póli­tíkin sem gagn­ast hefur valda­flokk­unum svo vel í gegnum tíð­ina er því ekki yfir­fær­an­leg yfir á þá vit­und­ar­breyt­ingu sem er að eiga sér stað. Ástæðan er lík­ast til sú að afstaða fólks í dag byggir að mörgu leyti á upp­lýs­ingu sem það hefur aflað sér sjálf­stætt, en hefur ekki verið fóðrað af. Inter­netið og sam­fé­lags­miðlar hafa frelsað almenn­ing undan umræðu­stýr­ingu stjórn­mála­manna. 

Hug­mynda­fræði­legt gjald­þrot pils­fald­ar­kapita­lista

Þessi vit­und­ar­breyt­ing er að ger­ast þrátt fyrir að allar hag­tölur á Íslandi séu blóm­strandi. Hag­vöxtur er meiri en í flestum öðrum lönd­um, snún­ingur okkar á erlendum kröfu­höfum hefur keyrt niður skulda­stöðu rík­is­ins, atvinnu­leysi fyr­ir­finnst varla og verð­bólga er nán­ast eng­in. Af hverju er fólk þá óánægt?

Ef horft er fram­hjá því að stjórn­völd hafa lítið sem ekk­ert með þann vöxt sem nú stendur yfir að gera, né þá stað­reynd að lágt heims­mark­aðs­verð á olíu heldur niðri verð­bólgu, þá er helsta ástæða óánægj­unnar sú að flest venju­legt fólk telur sig ekki njóta upp­sveifl­unnar af neinni alvöru. Það telur að aukin verð­mæta­sköpun lendi fyrst og síð­ast hjá afmörk­uðum hópi fjár­magns­eig­enda sem í mörgum til­vikum hafa fengið tæki­færi sín í líf­inu á póli­tísku silf­ur­fati. Það er hætt að trúa því að það sé til­viljun að sömu ein­stak­ling­arn­ir, með rík tengsl við stjórn­mála­flokka, sé alltaf að rata á arð­bærar mat­ar­hol­ur. Það er orðið þreytt á því að stjórn­mála­menn séu að reyna að halda því fram að það sé ekk­ert athuga­vert við að eiga félög í skatta­skjól­um, þegar skatta­skjól eru ein­ungis til að annað hvort fela eitt­hvað eða til að kom­ast undan skatt­greiðsl­um.

Það kaupir ekki lengur brauð­mola­kenn­ing­una um að ef hinir fáu fá að verða ofur­ríkir í friði í upp­sveiflum þá muni alltaf hrynja aðeins af veislu­borð­inu til almúg­ans, sér­stak­lega þar sem byrðar nið­ur­túrana lenda nær und­an­tekn­ing­ar­laust á launa­fólki í gegnum verð­bólgu, atvinnu­leysi og skatta á meðan að eign­ar­fólkið kemst upp með að borga ekki skuldir sín­ar. Það sættir sig ekki lengur við allt of mikla greiðslu­þátt­töku fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu sem er sífellt að verða verri sökum van­rækslu. 

Það er orðið þreytt á því að stjórn­mála­flokkar kom­ist til valda á baki ein­faldra kosn­inga­lof­orða en eyði svo mestum tíma sínum í aðgerðir sem aldrei eru aug­lýstar í kosn­inga­bæk­ling­um. Það er orðið þreytt á því að ólíkt því sem ger­ist í líf­inu þá fylgja athöfnum og ákvörð­unum stjórn­mála­manna sjaldn­ast ábyrgð og í þau örfáu skipti sem slíkt ger­ist þá máli þeir sig í fórn­ar­lamba­litum og kenna óbil­girni ann­arra um í stað þess að biðj­ast auð­mjúk­lega afsök­un­ar.

Fólk er orðið þreytt á því að hlusta á pils­fald­ar­kapita­lista í hug­mynda­fræði­legu gjald­þroti setja fram til­lögur um að aðlaga þurfi mennta­kerfið að frum­at­vinnu­veg­unum og því Íslandi sem var, í stað þess að arð­semi auð­lind­anna verði notuð til að skapa það land sem fólkið vill búa í og þau atvinnu­tæki­færi sem það kýs að spreyta sig á til frek­ari verð­mæta­sköp­un­ar. Það er orðið þreytt á upp­hróp­unum á ómál­efna­legum klisjum sem eru aldrei studdar neinum rök­um, heim­ildum eða gögn­um. 

Fólk er ein­fald­lega orðið þreytt á að sam­fé­lags­gerðin sé miðuð að þörfum útvaldra í stað þess að hún taki mið af þörfum allra hinna.

Áfram eða aft­urá­bak

Sam­an­dregið er fólk til­búið að hafna ótrú­legri mis­skipt­ingu eigna og auðs. Það er að taka afstöðu með auk­inni sam­neyslu og betra vel­ferð­ar­kerfi. Þangað sækir stærsti hluti Íslend­inga enda mestan hluta lífs­gæða sinna. Það vill mark­aðsvæða sum kerfi og lýð­ræð­i­svæða önn­ur. 

Fólk vill girða fyrir spill­ingu og dreifa byrð­inni á rekstri sam­fé­lags­ins með jafn­ari hætt­i. Þetta snýst því ekki um hægri eða vinstri, heldur hægri, vinstri og fram á við. Frelsi, jöfn­uð, frjáls­lyndi, sann­girni, sam­keppni og rétt­læt­i. 

Þeir sem gagn­rýna þessar áherslur hvað mest eru ekk­ert af þessu. Þeir eru ekki til hægri, ekki til vinstri og ekki fram á við. Þeir eru bara aft­urá­bak.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None