Nýsköpun innan starfandi fyrirtækja tengdum orkuiðnaði

Viðar Helgason
Auglýsing

Iceland Geothermal klasa­sam­starfið hefur verið í stöð­ugum vexti frá stofnun þess í febr­úar 2013. Aðild­ar­fé­lög Iceland Geothermal, gjarnan kallað íslenski jarð­varma­klasinn, eru um 50 tals­ins: þjón­ustu­fyr­ir­tæki, orku­fram­leið­end­ur, vél­smiðj­ur, háskólar o.fl. Sam­starfið nær til heildar virð­is­keðju jarð­varma og orku­iðn­aðar á Ísland­i. 

Stuðn­ingur við nýsköpun

Stuðn­ingur við nýsköpun er ein af lyk­ilá­herslum Iceland Geothermal. Sem dæmi má nefna að aðild­ar­fé­lög klasans, líkt og Arion banki, Íslands­banki, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands, Lands­virkj­un, GEORG, HS Orka, OR og ON, styðja dyggi­lega við gras­rót­ina í þessum efn­um. Iceland Geothermal klasa­sam­starfið tekur einnig að sér að reka við­skipta­hrað­al­inn Startup Energy Reykja­vík (SER) í sam­stafi við Icelandic Startups sem nú er opinn til umsóknar fram til 14. ágúst nk., sjá nánar www.startupenergyreykja­vik.com.

SER hefur verið haldið tvisvar þ.e.a.s. 2014 og 2015. Fyr­ir­tækin 14 sem stofnuð hafa verið á þessu tveggja ára tíma­bili hafa aflað hluta­fjár og fjár­stuðn­ings sem nemur 700 millj­ónum króna. Til að skilja þennan góðar árangur er áhuga­vert að líta til fjöl­breyti­leika fyr­ir­tækj­anna sem SER hefur fjár­fest í. Á meðal fyr­ir­tækj­anna er að finna fjár­fest­ing­ar­fé­lag, þjón­ustu­fyr­ir­tæki, fram­leiðslu­fyr­ir­tæki, tvö verk­efni tengd orku­frekum iðn­aði, hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki og aðila sem þróa vél­búnað og kerfi. Hrað­all­inn er að fá til sín teymi sam­sett af reyndum aðilum úr atvinnu­líf­inu í bland við yngri ein­stak­linga. Við­skipta­hrað­all tengdur atvinnu­líf­inu og háskóla­sam­fé­lag­inu er lyk­ill­inn að þess­ari vel­geng­i. 

Auglýsing

End­ur­skoða þarf áherslur atvinnu­lífs og rann­sókna

Það er stað­reynd að hvorki ein­stak­lingar né íslensk fyr­ir­tæki hafi sótt um einka­leyfi sem tengj­ast 100 ára þróun hita­veitu og upp­bygg­ingu jarð­varma­vera á Íslandi. Hvernig getur það verið að ein af fremstu þjóðum á sviði jarð­varma­nýt­ingar í heim­inum búi ekki yfir hug­verka­rétt­ar­varðri þekk­ingu á þessu sviði? Hvað þarf að gera til að efla sam­staf atvinnu­lífs og þeirra sem stunda jarð­varma- og orku­rann­sóknir þannig að verð­mæta­sköpun verði sýni­legri og skili sjálf­bærum vexti tengdum rann­sóknum og á þetta við um fyr­ir­tæki, skóla og rann­sókn­ar­stofn­an­ir?  

Mik­il­vægi stafs­reynslu og verkvits

Byggja þarf upp nýsköp­un­ar­um­hverfi þar sem háskóla­gráða er ekki álitin for­senda til þátt­töku. Ef mark­miðið er að auka verð­mæti og sér­stöðu afurða og selja lausnir og vörur til við­bótar við þá miklu þekk­ingu sem íslenskar verk­fræði­stofur búa yfir, verður að líta til fyr­ir­tækja eins og t.d. röra­verk­smiðj­unnar Set ehf. svo og vél­smiðja og renni­verk­stæða eins og Vél­vík, Héð­inn, VHE og Stál­smiðj­unar Fram­taks. Tækni­lausnir byggja ekki síst á verk­þekk­ingu og reynslu af smíði bún­að­ar, við­haldi hans og rekstri. Rétt er að árétta að hér er átt við að auka verður vægi fag­þekk­ingar en ekki er verið á nokkurn hátt að rýra mik­il­vægi háskóla­mennt­un­ar.  

Að lokum er mik­il­vægt að atvinnu­rek­endur hvetji að starfs­menn sína til að leggja stund á frjóa hugsun og nýsköp­un. Vanti sér­þekk­ingu til að koma hug­myndum áfram og í fram­kvæmd er hægt að leita til t.d. Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands, Icelandic Startups og Iceland Geothermal til að fá upp­lýs­ingar um aðstoð við að þróa hug­myndir áfram.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None