Auglýsing

Það hefur verið for­vitni­legt og skemmti­legt að dvelja á heima­högum á Norð­ur­landi, nánar til­tekið hjá for­eldrum mínum á Húsa­vík og á sælu­reit fjöl­skyld­unnar í Lax­ár­dal. Eftir að hafa búið erlendis um tíma, var það sér­lega áhrifa­mikið að finna fyrir mik­illi breyt­ingu sem orðið hefur á svæð­inu, einkum vegna upp­gangs í ferða­þjón­ustu. Þjón­usta hefur stór­auk­ist og batn­að, mik­ill fjöldi fólks á ferð­inni, ekki síst að skoða hvali, og mik­il ­upp­sveifla.

Fjöl­breytt mann­líf og nýsköpun

Sá mikli vöxtur sem verið hefur í ferða­þjón­ust­unni er mik­il lyfti­stöng fyrir lands­byggð­ina og skapar ný tæki­færi. Ef það tekst að halda vel á spöð­unum þá gætu skap­ast enn dýpri og betri tæki­færi til þess að tengja hug­vits­starf­semi ýmis konar við það fjöl­breytta alþjóð­lega mann­líf sem fylgir ­ferða­þjón­ust­unni. Víða á Norð­ur­landi má sjá þessi áhrif komin fram, og má nefna ­fjöl­breytta nýsköp­un­ar­star­femi bænda í því sam­hengi. Bændur hafa lengi bygg­t ­upp ferða­þjón­ustu, raunar löngu áður en vaxt­ar­kippur kom í hana eftir árið 2010. Nú eru þeir margir að upp­skera ríku­lega, og má sjá blóm­lega gisti­þjón­ust­u á mörgum stöð­um.

Árið 2010 komu 454 þús­und erlendir ferða­menn til lands­ins en ­reiknað er með því að þeir verði 2,2 millj­ónir á næsta ári. Þessi gríð­ar­lega hraði vöxtur hefur virkað sem vítamín­sprauta í allt hag­kerf­ið, og eru enn­þá ­mikil tæki­færi til að gera bet­ur.

Auglýsing

Eitt­hvað annað skipti sköpum

„Eitt­hvað ann­að“ en stór­iðju­lausnir hafa skipt sköpum á svæð­inu, jafn­vel þó nú rísi verk­smiðja á vegum fyr­ir­tæk­is­ins PCC á Bakka, en ­starfs­menn þar verða um 120 þegar allt verður til­bú­ið. Það verk­efni er miklu m­inna en stjórn­völd reyndu að koma niður á Bakka þegar álver Alcoa var á stefnu­skránni. Varla er hægt að hugsa þá hugsun til enda ef farið hefði verið í það af alvöru, að reyna að ná í 550 til 600 mega­vött af raf­orku á svæð­inu til­ að knýja það, eins og var á stefnu­skránni. Það voru víð­áttu­vit­lausar hug­mynd­ir ­sem heyra nú sög­unni til.

Það er þetta hug­tak, „eitt­hvað ann­að“, sem vert er að staldra við í þessu sam­hengi, og kafa betur ofan í. Í stuttu máli má segja að hug­takið fangi vel mik­il­væg­ustu verk­efni fram­tíð­ar­innar hér á landi, sem er að ­byggja upp hug­vits­starf­semi á Íslandi frekar en áfram­hald­andi auð­linda­drif­inn efna­hags­bú­skap. Þó hann sé mik­il­væg­ur, þá skiptir máli að ein­blína á „eitt­hvað ann­að“ með­ ­skýrri stefnu. Ferða­þjón­ustan er frekar skil­greind innan auð­linda­geirans, þó hún ýti undir sterk­ari sam­skipti við útlönd og sé allt annað en verk­smiðju­stór­iðja. Það er mik­il­vægt litlu ein­angr­uðu eyríki að búa við öfl­uga ­ferða­þjón­ustu, en það má samt ekki gleyma því að hún á sér tak­mörk og get­ur líka hrunið eins og allt ann­að. Raunar eru ríki og svæði sem byggja að miklu leyti á ferða­þjón­ustu, þekkt fyrir miklar og ýktar sveifl­ur. Það er eitt­hvað sem Ísland þekkir vel, en má illa við að ýta enn frekar und­ir.

Ennþá sömu áherslu­málin

Við­skipta­ráð á hrós skilið fyrir að hafa feng­ið ráð­gjafa­fyr­ir­tækið McK­insey til að kafa ofan í hag­kerf­ið, draga fram upp­lýs­ing­ar um stöðu mála og leggja grunni að áætlun um hvernig megi styrkja stoð­grind efna­hags­mála. Í morgun var síðan birt ný 54 síðna skýrsla þar sem staða mála er ­metin frá því að skýrslan kom út fyrir fjórum árum. Án þess að hún hafi ver­ið ­greind í þaula, þá sést strax í henni mik­il­vægt stöðu­mat. Ennþá stendur Ísland frammi fyrir því sem McK­insey lagði mesta áherslu: að efla hug­vits­drif­inn hluta hag­kerf­is­ins, „eitt­hvað ann­að“ sum sé.

Í skýrsl­unni segir orð­rétt, um vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar: „Áfram­hald­and­i um­fram­vöxtur ferða­þjón­ust­unnar leiðir aftur á móti til þess að útflutn­ing­ur verður eins­leit­ari. Það er ljóst að slík þróun gerir hag­kerfið ber­skjald­aðra ­gagn­vart áföllum en ella væri. Með það í huga er mik­il­vægt að huga að því hvaða fram­tíð­ar­mynd er stefnt að því að skapa. Ferða­þjón­ustan hefur dafnað vel og er lyk­ilat­vinnu­grein á Íslandi. Vel­gengni grein­ar­innar má aftur á móti ekki verða til þess að aðrar útflutn­ings­greinar standi höllum fæti. Til lengri tíma leið­ir ­fjöl­breytt­ari útflutn­ingur til meiri hag­sældar og minni áhættu fyr­ir­ Ís­lend­inga.“

McKinsey setti stöðuna svona upp, þegar staðan var skilgreind. Alþjóðageirinn er lykilvettvangur vaxtar í framtíðinni.

Fjár­fest í rann­sóknum og nýsköpun

Þetta er mik­il­vægt atriði, sem von­andi tekst að hafa sem ­leið­ar­ljós í áfram­hald­andi vinnu við að efla inn­viði hag­kerf­is­ins. Nýsköp­un, frum­kvöðla­starf­semi og stuðn­ingur við rann­sóknir er það sem mun skipta Ísland, al­veg eins og önnur lönd, miklu máli til fram­tíðar lit­ið. Við Íslend­ing­ar vinnum mikið og langa daga, en fram­leiðni á hvern íbúa er ekki nægi­lega mik­il. ­Með sterk­ari hug­vits­drifnum alþjóða­geira er Ísland með enn bjart­ari fram­tíð. ­Þrátt fyrir að hag­tölur séu góðar í augna­blik­inu, og vöxtur ferða­þjón­ust­unn­ar sé öllum sjá­an­leg­ur, ekki síst hér á Norð­ur­landi, þá ætti ekki að slá slöku við að efla hug­vits­drif­inn hluta hag­kerf­is­ins. Bolt­inn er að ein­hverju leyti hjá stjórn­völd­um og von­andi munu nýkjörin stjórn­völd setja kraft í að byggja á þeim grunni sem ­fyrr­nefnd vinna hefur skil­að. En bolt­inn er líka hjá fjár­festum og at­vinnu­rek­end­um, sem ráða oft úrslitum um það hvort góðar hug­mynd­ir og rann­sóknir innan háskól­anna kom­ist á nægi­lega háan stall til þess að lifa í al­þjóða­væddum heimi við­skipta.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None