Auglýsing

Það hefur verið for­vitni­legt og skemmti­legt að dvelja á heima­högum á Norð­ur­landi, nánar til­tekið hjá for­eldrum mínum á Húsa­vík og á sælu­reit fjöl­skyld­unnar í Lax­ár­dal. Eftir að hafa búið erlendis um tíma, var það sér­lega áhrifa­mikið að finna fyrir mik­illi breyt­ingu sem orðið hefur á svæð­inu, einkum vegna upp­gangs í ferða­þjón­ustu. Þjón­usta hefur stór­auk­ist og batn­að, mik­ill fjöldi fólks á ferð­inni, ekki síst að skoða hvali, og mik­il ­upp­sveifla.

Fjöl­breytt mann­líf og nýsköpun

Sá mikli vöxtur sem verið hefur í ferða­þjón­ust­unni er mik­il lyfti­stöng fyrir lands­byggð­ina og skapar ný tæki­færi. Ef það tekst að halda vel á spöð­unum þá gætu skap­ast enn dýpri og betri tæki­færi til þess að tengja hug­vits­starf­semi ýmis konar við það fjöl­breytta alþjóð­lega mann­líf sem fylgir ­ferða­þjón­ust­unni. Víða á Norð­ur­landi má sjá þessi áhrif komin fram, og má nefna ­fjöl­breytta nýsköp­un­ar­star­femi bænda í því sam­hengi. Bændur hafa lengi bygg­t ­upp ferða­þjón­ustu, raunar löngu áður en vaxt­ar­kippur kom í hana eftir árið 2010. Nú eru þeir margir að upp­skera ríku­lega, og má sjá blóm­lega gisti­þjón­ust­u á mörgum stöð­um.

Árið 2010 komu 454 þús­und erlendir ferða­menn til lands­ins en ­reiknað er með því að þeir verði 2,2 millj­ónir á næsta ári. Þessi gríð­ar­lega hraði vöxtur hefur virkað sem vítamín­sprauta í allt hag­kerf­ið, og eru enn­þá ­mikil tæki­færi til að gera bet­ur.

Auglýsing

Eitt­hvað annað skipti sköpum

„Eitt­hvað ann­að“ en stór­iðju­lausnir hafa skipt sköpum á svæð­inu, jafn­vel þó nú rísi verk­smiðja á vegum fyr­ir­tæk­is­ins PCC á Bakka, en ­starfs­menn þar verða um 120 þegar allt verður til­bú­ið. Það verk­efni er miklu m­inna en stjórn­völd reyndu að koma niður á Bakka þegar álver Alcoa var á stefnu­skránni. Varla er hægt að hugsa þá hugsun til enda ef farið hefði verið í það af alvöru, að reyna að ná í 550 til 600 mega­vött af raf­orku á svæð­inu til­ að knýja það, eins og var á stefnu­skránni. Það voru víð­áttu­vit­lausar hug­mynd­ir ­sem heyra nú sög­unni til.

Það er þetta hug­tak, „eitt­hvað ann­að“, sem vert er að staldra við í þessu sam­hengi, og kafa betur ofan í. Í stuttu máli má segja að hug­takið fangi vel mik­il­væg­ustu verk­efni fram­tíð­ar­innar hér á landi, sem er að ­byggja upp hug­vits­starf­semi á Íslandi frekar en áfram­hald­andi auð­linda­drif­inn efna­hags­bú­skap. Þó hann sé mik­il­væg­ur, þá skiptir máli að ein­blína á „eitt­hvað ann­að“ með­ ­skýrri stefnu. Ferða­þjón­ustan er frekar skil­greind innan auð­linda­geirans, þó hún ýti undir sterk­ari sam­skipti við útlönd og sé allt annað en verk­smiðju­stór­iðja. Það er mik­il­vægt litlu ein­angr­uðu eyríki að búa við öfl­uga ­ferða­þjón­ustu, en það má samt ekki gleyma því að hún á sér tak­mörk og get­ur líka hrunið eins og allt ann­að. Raunar eru ríki og svæði sem byggja að miklu leyti á ferða­þjón­ustu, þekkt fyrir miklar og ýktar sveifl­ur. Það er eitt­hvað sem Ísland þekkir vel, en má illa við að ýta enn frekar und­ir.

Ennþá sömu áherslu­málin

Við­skipta­ráð á hrós skilið fyrir að hafa feng­ið ráð­gjafa­fyr­ir­tækið McK­insey til að kafa ofan í hag­kerf­ið, draga fram upp­lýs­ing­ar um stöðu mála og leggja grunni að áætlun um hvernig megi styrkja stoð­grind efna­hags­mála. Í morgun var síðan birt ný 54 síðna skýrsla þar sem staða mála er ­metin frá því að skýrslan kom út fyrir fjórum árum. Án þess að hún hafi ver­ið ­greind í þaula, þá sést strax í henni mik­il­vægt stöðu­mat. Ennþá stendur Ísland frammi fyrir því sem McK­insey lagði mesta áherslu: að efla hug­vits­drif­inn hluta hag­kerf­is­ins, „eitt­hvað ann­að“ sum sé.

Í skýrsl­unni segir orð­rétt, um vöxt ferða­þjón­ust­unn­ar: „Áfram­hald­and­i um­fram­vöxtur ferða­þjón­ust­unnar leiðir aftur á móti til þess að útflutn­ing­ur verður eins­leit­ari. Það er ljóst að slík þróun gerir hag­kerfið ber­skjald­aðra ­gagn­vart áföllum en ella væri. Með það í huga er mik­il­vægt að huga að því hvaða fram­tíð­ar­mynd er stefnt að því að skapa. Ferða­þjón­ustan hefur dafnað vel og er lyk­ilat­vinnu­grein á Íslandi. Vel­gengni grein­ar­innar má aftur á móti ekki verða til þess að aðrar útflutn­ings­greinar standi höllum fæti. Til lengri tíma leið­ir ­fjöl­breytt­ari útflutn­ingur til meiri hag­sældar og minni áhættu fyr­ir­ Ís­lend­inga.“

McKinsey setti stöðuna svona upp, þegar staðan var skilgreind. Alþjóðageirinn er lykilvettvangur vaxtar í framtíðinni.

Fjár­fest í rann­sóknum og nýsköpun

Þetta er mik­il­vægt atriði, sem von­andi tekst að hafa sem ­leið­ar­ljós í áfram­hald­andi vinnu við að efla inn­viði hag­kerf­is­ins. Nýsköp­un, frum­kvöðla­starf­semi og stuðn­ingur við rann­sóknir er það sem mun skipta Ísland, al­veg eins og önnur lönd, miklu máli til fram­tíðar lit­ið. Við Íslend­ing­ar vinnum mikið og langa daga, en fram­leiðni á hvern íbúa er ekki nægi­lega mik­il. ­Með sterk­ari hug­vits­drifnum alþjóða­geira er Ísland með enn bjart­ari fram­tíð. ­Þrátt fyrir að hag­tölur séu góðar í augna­blik­inu, og vöxtur ferða­þjón­ust­unn­ar sé öllum sjá­an­leg­ur, ekki síst hér á Norð­ur­landi, þá ætti ekki að slá slöku við að efla hug­vits­drif­inn hluta hag­kerf­is­ins. Bolt­inn er að ein­hverju leyti hjá stjórn­völd­um og von­andi munu nýkjörin stjórn­völd setja kraft í að byggja á þeim grunni sem ­fyrr­nefnd vinna hefur skil­að. En bolt­inn er líka hjá fjár­festum og at­vinnu­rek­end­um, sem ráða oft úrslitum um það hvort góðar hug­mynd­ir og rann­sóknir innan háskól­anna kom­ist á nægi­lega háan stall til þess að lifa í al­þjóða­væddum heimi við­skipta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None