Auglýsing

Rík­is­stjórn­ ­Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar kynnti á dög­unum aðgerð­ir, þar sem ætl­unin er að aðstoða ungt fólk við að kom­ast inn á fast­eigna­mark­að­inn. Til­gang­ur­inn er að hvetja til sparn­aðar og gera fyrstu íbúð­ar­kaup auð­veld­ari. Veitt er heim­ild til­ að nýta skatt­frjálsan við­bót­ar­líf­eyr­is­sparnað til útborg­unar í fast­eign. Á þetta að jafn­gilda 3% skatta­lækkun í ára­tug. Hækki íbúð í verði í takt við verð­bólgu má gera ráð fyrir að með þessu sé hægt að greiða niður helm­ing 20 millj­óna króna láns á 10 árum.

Þetta hljómar vel við fyrstu sýn, en að öll­u­m lík­indum er þetta til þess fallið að auka eft­ir­spurn eftir fast­eign­um, sem nú þegar er tak­markað fram­boð af vegna ónægs bygg­ing­ar­magns á und­an­förnum árum. Það hefur í för með sér að fast­eigna­verð hækkar og því líkur á að lausnin fall­i um sjálfa sig. Auk þess verða aðgerð­irnar þenslu­hvetj­andi vegna auðs­á­hrif­anna sem verð­hækkun fast­eigna veld­ur. Þessar aðgerðir stjórn­valda gera því lítið gagn ­nema nægi­legt fram­boð eigna sé fyrir hendi.

Ómark­vis­s ­stuðn­ingur

Hátt hlut­fall ungs fólks býr hjá for­eldrum sín­um, eða um 40% fólks á þrí­tugs­aldri ef marka má tölur frá árs­lokum 2014. Hús­næð­is- og leigu­verð er svo hátt að þessum hópi reyn­ist erfitt rað flytja að heiman, en hús­næð­is­verð hefur hækkað um 58% umfram vísi­tölu neyslu­verðs frá­ ár­inu 1997 og leigu­verð um 88% á sama tíma.

Auglýsing

Einnig ber að nefna að á ára­bil­inu 1990 til loka árs 2014 hækk­uðu ráð­stöf­un­ar­tekjur fólks á aldr­inum 16-29 ára ein­ungis um 9%. Á þessum tíma dróg­ust svo laun og aðrar starfstengdar tekj­ur ­saman um 17% hjá ald­urs­hópnum 16-29 ára. Þar að auki var hækk­unin ein­ungis um 7% á þessu tíma­bili hjá ald­urs­hópnum 20-24 ára. Ómark­viss stuðn­ing­ur, hár ­bygg­ing­ar­kostn­aður og háir vextir tor­velda þessum hópi svo enn frekar að kaupa ­sér fyrstu fast­eign.

Hár bygg­ing­ar­kostn­aður

Stór orsaka­valdur þess að hús­næði er dýrt er skortur á lóð­um. Einnig spila ýmsar íþyngj­andi reglu­gerðir og óþarfa gjald­taka stóran þátt. Með því að lækka bygg­ing­ar­kostnað má vel auka fram­boð á hús­næð­i. Auka þarf sveigj­an­leika við gerð íbúð­ar­hús­næðis og veita ákveðið frelsi við út­færslu hönn­un­ar. Tryggja þarf að heim­ilt sé að byggja húsnæði með hag­kvæm­um hætti, þó auð­vitað þyrfti að passa að slíkt kæmi ekki niður á öryggi. Til að ­mynda mætti rýmka heim­ildir til íbúða­bygg­ingar og enn fremur byggja fleiri s­mærri og ódýr­ari íbúð­ir, sem gæti orðið til þess að ýta íbúða­verði almennt ­nið­ur. Kröfur um lág­marks­stærðir rýma í íbúðum hafa nú verið felldar nið­ur. Það er dæmi um skref í rétta átt

Mikil þétt­ing byggðar er einnig kostn­að­ar­söm. Oft og tíðum er ekki rými fyrir bíla á götum úti. Þess vegna er bíla­kjall­ari ­byggður með íbúð­ar­hús­næði sem er mjög kostn­að­ar­samt. Byggð í útjaðri byggð­ar­ ­gerir ekki kröfur um dýr bíla­stæði neð­an­jarð­ar. Þeir þættir sem ráða lóða­verð­i eru þannig  - sem og þær reglu­gerðir sem byggt er eftir - að verk­takar hafa hvata til að byggja stórar og dýrar íbúð­ir.

Háir vextir

Bent hefur verið á að Seðla­banki Íslands not­i ­jafn­vel rangar for­sendur stýri­vextir eru ákveðn­ir. Að það sé þver­sögn að vextir hér­lendis séu eins háir og raun ber vitni á með­an verð­bólga er í lág­marki. Stýri­vextir hér­lendis eru tæp 6% á meðan verð­bólga er ein­ungis um 1,1% ­og ekki nema 0,6% án húsnæð­is. Til sam­an­burðar eru ­stýri­vextir á Norð­ur­löndum meira en helm­ingi lægri en á Íslandi, þó verð­bólga þar sé mun hærri en á Íslandi. Að vísu eru allt aðrar hag­tölur þar en hér­lend­is - og því ekki ólík­legt að vextir séu lágir þar­lendis til að keyra staðn­að hag­kerfi í gang.

Lána­kjör til fast­eigna­kaupa eru mun hag­stæð­ari á Norð­ur­lönd­unum en á Íslandi. Á Norð­ur­löndum eru breyti­legir vext­ir á bil­inu 1-2 pró­sent. Sé miðað við lán upp á 30 millj­ónir er árleg­ur ­vaxta­kostn­aður þar um 360-560 þús­und, eða 30-47 þús­und á hverjum mán­uði. Á Ís­landi eru óverð­tryggðir vextir hins vegar um og yfir 7 pró­sent og því meira en 2 millj­ónir króna greiddar í vexti, eða rétt undir 200 þús­und krónur á mán­uði. Þessi hái vaxta­kostn­aður á Íslandi er ungu fólki ofviða og stærsti ­kostn­að­ar­liður íslenskra heim­ila.

Þörf á breyt­ingum

Auð­vitað eru þessar aðgerð­ir ­rík­is­stjórn­ar­innar ekk­ert annað en við­bragð við ókostum krón­unn­ar, líkt og ­leið­rétt­ingin svo­kall­aða. Hún fólst nefni­lega í því að greiða bætur vegna ­geng­is­falls krón­unn­ar. Í þessu til­viki er söku­dólg­ur­inn vaxta­kostn­að­ur­inn, sem er nú eins hár og raun ber vitni vegna óstöð­ug­leika krón­unn­ar.

Mik­il­vægt er að bjóða ungu fólki úrræði sem ­fela í sér raun­veru­legar lausnir sem hjálpa þessum stóra hópi, sem þarf á að­stoð að halda. Í því ljósi er nauð­syn­legt að auka fram­boð og end­ur­skoða ým­is­legt sem tor­veldar fólki að kaupa sér fyrstu fast­eign eða leigja hús­næði á við­ráð­an­legu verði, svo það geti flutt að heiman og stofnað eigið heim­ili. Í stefnu Við­reisnar er fjallað um þennan vanda og lagðar fram ýmsar lausnir til­ að leysa hann. Vand­inn er nefni­lega gríð­ar­legur - og hann þarf svo sann­ar­lega að leysa. zz

Höf­undur situr í stjórn­ Við­reisnar og er for­maður ung­liða­hreyf­ingar flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None