Bland, eða brask í borg?

Auglýsing

Reykja­vík  er rúm­lega 120.000 manna borg. Í stjórn borg­ar­innar skipa jafn­að­ar­menn meiri­hluta. 

Fyrir meiri­hlut­ann ætti „Leigu­kort“ (Interakti­even miet­enkar­te) yfir mið­svæði Berlín að vera umhugs­un­ar­efni. Í Berlín búa vel á fjórðu miljón manns og árleg mann­fjölgun skiptir tugum þús­unda. Eru því ekki öfug­mæli að leigu­í­búðir eru skv. kort­inu yfir lín­una upp undir helm­ingi ódýr­ari í Berlín (íbúa­fjöldi ca 3.5 millj­ón­ir) en Reykja­vík með sína 121.000 íbúa? Ef loft­myndir af Berlín eru bornar saman við höf­uð­borg­ar­svæð­ið, er vand­séð að skortur á land­rými skýri þennan mikla mun á hús­næð­is­kostn­aði.  

Leigu­kort Berlínar er á sinn hátt kort yfir allt sem er að í reyk­vískum hús­næð­is­mál­um. Ef sam­svar­andi kort væri gert yfir Reykja­vík sýndi það lík­lega að mestu leyti hótel eða skamm­tíma­vistun fyrir ferða­menn. Í Berlín var skamm­tíma­leiga íbúða til ferða­manna bönnuð í maí á þessu ári. Ekk­ert bólar á þannig ráð­stöfun í Reykja­vík.

Auglýsing

Um síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar blogg­uðu borg­ar­full­trú­arnir Dagur B Egg­erts­son og Hjálmar Sveins­son oft um hús­næð­is­mál. 

Dagur vís­aði þá oft í nýja hús­næð­is­stefnu borg­ar­innar frá 2011. Þar var lyk­il­orðið „Bland í borg“ sem átti að tryggja félags­lega blöndun íbúa í borg­inni. Fyr­ir­myndin mun vera frá Berlín. Þar sér borg­ar­stjórnin til að venju­legt fólk hafi ráð á að búa innan borg­ar­markanna. Líka í mið­borg­inni.

Á Eyju­bloggi sínu seg­ist Hjálmar Sveins­son elska Berlín. Og Reykja­vík.

Úr bloggi hans á Eyj­unni í jan­úar 2014 : 

„Nýja hús­næð­is­stefnan kveður á um að byggðar verði 2500 til 3000 nýjar leigu- og búsetu­réttar­í­búðir í Reykja­vík næstu 3 – 5 árin. Gert er ráð fyrir sam­vinnu við traust hús­næðis og bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög og verka­lýðs­hreyf­ing­una. Hluti af því verk­efni er hönnun svo­kall­aðra Reykja­vík­ur­húsa, hag­kvæmra fjöl­býl­is­húsa þar sem félags­leg blöndun er tryggð. Stefnt er að bygg­ingu 400 til 800 íbúða í 15 – 30 húsum á næstu 3 til 5 árum.“

Hvernig gengur svo með „Bland í borg“ jafn­að­ar­manna í borg­ar­stjórn? Er „Brask í borg“ betri lýs­ing á hús­næð­is­málum borg­ar­innar í dag? 

Sömu borg­ar­full­trúar tjáðu sig einnig um kosti byggða­þétt­ingar fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Í kjöl­farið fylgdi tölu­verð umræða um byggða­þétt­ingu í fjöl­miðl­um. Eitt gleymd­ist þó í þeirri umræðu: Með hverju á að þétta byggð­ina? Tutt­ugu hæða íbúða­turnum með 200 miljón króna íbúð­um? Gler­kössum í æpandi ósam­ræmi við umhverf­ið? Á allt þetta að ganga yfir á vakt jafn­að­ar­manna? Sem elska Berlín og byggða­þétt­ingu?

Spyr sá sem ekki veit.

Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None