Bland, eða brask í borg?

Auglýsing

Reykja­vík  er rúm­lega 120.000 manna borg. Í stjórn borg­ar­innar skipa jafn­að­ar­menn meiri­hluta. 

Fyrir meiri­hlut­ann ætti „Leigu­kort“ (Interakti­even miet­enkar­te) yfir mið­svæði Berlín að vera umhugs­un­ar­efni. Í Berlín búa vel á fjórðu miljón manns og árleg mann­fjölgun skiptir tugum þús­unda. Eru því ekki öfug­mæli að leigu­í­búðir eru skv. kort­inu yfir lín­una upp undir helm­ingi ódýr­ari í Berlín (íbúa­fjöldi ca 3.5 millj­ón­ir) en Reykja­vík með sína 121.000 íbúa? Ef loft­myndir af Berlín eru bornar saman við höf­uð­borg­ar­svæð­ið, er vand­séð að skortur á land­rými skýri þennan mikla mun á hús­næð­is­kostn­aði.  

Leigu­kort Berlínar er á sinn hátt kort yfir allt sem er að í reyk­vískum hús­næð­is­mál­um. Ef sam­svar­andi kort væri gert yfir Reykja­vík sýndi það lík­lega að mestu leyti hótel eða skamm­tíma­vistun fyrir ferða­menn. Í Berlín var skamm­tíma­leiga íbúða til ferða­manna bönnuð í maí á þessu ári. Ekk­ert bólar á þannig ráð­stöfun í Reykja­vík.

Auglýsing

Um síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingar blogg­uðu borg­ar­full­trú­arnir Dagur B Egg­erts­son og Hjálmar Sveins­son oft um hús­næð­is­mál. 

Dagur vís­aði þá oft í nýja hús­næð­is­stefnu borg­ar­innar frá 2011. Þar var lyk­il­orðið „Bland í borg“ sem átti að tryggja félags­lega blöndun íbúa í borg­inni. Fyr­ir­myndin mun vera frá Berlín. Þar sér borg­ar­stjórnin til að venju­legt fólk hafi ráð á að búa innan borg­ar­markanna. Líka í mið­borg­inni.

Á Eyju­bloggi sínu seg­ist Hjálmar Sveins­son elska Berlín. Og Reykja­vík.

Úr bloggi hans á Eyj­unni í jan­úar 2014 : 

„Nýja hús­næð­is­stefnan kveður á um að byggðar verði 2500 til 3000 nýjar leigu- og búsetu­réttar­í­búðir í Reykja­vík næstu 3 – 5 árin. Gert er ráð fyrir sam­vinnu við traust hús­næðis og bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lög og verka­lýðs­hreyf­ing­una. Hluti af því verk­efni er hönnun svo­kall­aðra Reykja­vík­ur­húsa, hag­kvæmra fjöl­býl­is­húsa þar sem félags­leg blöndun er tryggð. Stefnt er að bygg­ingu 400 til 800 íbúða í 15 – 30 húsum á næstu 3 til 5 árum.“

Hvernig gengur svo með „Bland í borg“ jafn­að­ar­manna í borg­ar­stjórn? Er „Brask í borg“ betri lýs­ing á hús­næð­is­málum borg­ar­innar í dag? 

Sömu borg­ar­full­trúar tjáðu sig einnig um kosti byggða­þétt­ingar fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. Í kjöl­farið fylgdi tölu­verð umræða um byggða­þétt­ingu í fjöl­miðl­um. Eitt gleymd­ist þó í þeirri umræðu: Með hverju á að þétta byggð­ina? Tutt­ugu hæða íbúða­turnum með 200 miljón króna íbúð­um? Gler­kössum í æpandi ósam­ræmi við umhverf­ið? Á allt þetta að ganga yfir á vakt jafn­að­ar­manna? Sem elska Berlín og byggða­þétt­ingu?

Spyr sá sem ekki veit.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None