Kynlíf og næstu skref

Rúnar Gíslason
Auglýsing

Mig langar að tala um kyn­líf. Ég held að flestir hljóti að vera sam­mála því að kyn­líf er afskap­lega mik­il­vægt fyrir vöxt og við­hald hvers sam­fé­lags. Fæst okkar væru til nema vegna þess að for­eldrar okkar lögðu á sig að stunda kyn­líf, sem getur vissu­lega verið tölu­vert lík­am­legt erf­iði. Kyn­líf er því grunn­ur­inn að til­veru flestra. Miðað við mik­il­vægi þessa mála­flokks, þ.e. kyn­lífs, er magnað hversu lítið vægi það hefur í umræð­unni og í skóla­kerf­inu. Kyn­fræðslu er illa sinnt í skóla sem er magnað miðað við hversu margir hafa bara þó nokkurn áhuga á kyn­lífi.

Það er reyndar margt fleira sem snýr að lífi og til­veru fólks sem er varla nefnt í skóla­kerf­inu. Meðal ann­ars það sem gjarnan kemur á eftir kyn­lífi, þ.e. barna­upp­eldi! Það ætti ekki að þurfa að fjöl­yrða um mkil­vægi kyn­fræðslu. Góð kyn­fræðsla getur komið í veg fyrir ótíma­bærar þung­an­ir. Hún getur líka stuðlað að heil­brigð­ari sam­skiptum kynj­anna, já og fólks af sama kyni ekki síð­ur, og getur jafn­vel komið í veg fyrir kyn­ferð­is­brot. Síð­ast en ekki síst þá er það með þetta áhuga­mál, eins og svo mörg önn­ur, að þekk­ing og færni eykur ánægj­una!

Auglýsing

Stjórn­völd hafa því miður lít­inn áhuga á kyn­lífi og ef eitt­hvað er þá virð­ist þeim vera í nöp við það. Alla vega hafa stjórn­völd ákveðið refsa þeim sem stunda kyn­líf með þeim árangri að þeir ná að fjölga mann­kyn­inu, fjölga skatt­greið­end­um. Refs­ingin er fæð­ing­ar­or­lof. Það er ekki hægt að hugsa sér meira ábyrgð­ar­hlut­verk en for­eldra­hlut­verk­ið. For­eldrum er ekki umb­unað fyrir þessa ábyrgð. Stjórn­endur fjár­mála­stofn­ana fá hins vegar góða bónusa fyrir meinta ábyrgð. Fæð­ing­arolofið er refs­ing vegna þess hversu stutt það er. Refs­ingin felst í óbrú­uðu bili milli fæð­ing­ar­or­lofs og dag­vist­unar á leik­skól­um. Það er hins vegar mjög mis­mun­andi hversu breytt það bil er. Ýmist eru börn að kom­ast að á leik­skóla þegar þau eru aðeins árs­gömul eða ekki fyrr en þau eru komin á Face­book! (eða svona því sem næst).

Á leik­skólum er unnið frá­bært starf og það fag­fólk sem þar starfar gegnir mik­il­vægu hlut­verki í upp­eldi hvers barns. Ég vil að börn njóti jafn­ræðis hvar sem þau eru á land­inu. Fæð­ing­ar­or­lofið á að vera tólf mán­uðir og síðan á leik­skól­inn að taka við. Það er kyn­líf með far­sælan endi!

Höf­undur gefur kost á sér í 1.-3. sæti á lista VG í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None