Þverpólitísk andstaða við umbætur í landbúnaði

Þorsteinn-víglundsson-nytt3.jpg
Auglýsing

Land­bún­aður er mik­il­væg atvinnu­grein hér á landi. Bæði koma þar til byggða­sjón­ar­mið en ekki síður í seinni tíð mik­ill vöxtur ferða­þjón­ust­unn­ar. Stór­auk­inn fjöldi ferða­manna skapar fjölda tæki­færa fyrir land­bún­að, ekki aðeins í upp­bygg­ingu á ferða­þjón­ustu bænda heldur ekki síður í þeirri auknu eft­ir­spurn eftir land­bún­að­ar­af­urðum og þá sér í lagi afurðum beint frá býli. Þá eru fjöl­mörg tæki­færi til útflutn­ings á hreinum og nátt­úru­legum íslenskum afurðum sam­hliða auk­inni eft­ir­spurn eftir líf­rænt rækt­uðum mat­væl­um. Þar standa fá lönd jafn vel og Ísland með okkar hreina vatn og grænu orku. 

Það sem helst stendur land­bún­aði fyrir dyrum í dag er löngu úr sér gengið styrkjaum­hverfi, mið­stýrð fram­leiðsla og sala í gegnum afurð­ar­stöðvar og mik­ill skortur á sam­keppni vegna fákeppni inn­an­lands og veru­legum hömlum á inn­flutn­ingi. Þegar öllu er á botn­inn hvolft eigum við nefni­lega að byggja upp land­búnað hér á landi sem getur skilað okkur sam­keppn­is­hæfum vörum sem neyt­endur sækja í, ekki af því þeir eiga ekki val um ann­að, heldur vegna þess að þeir velja þessar vörur umfram aðra kosti.

Sögu­legt tæki­færi farið for­görðum

Við end­ur­skoðun búvöru­samn­ings nú gafst sögu­legt tæki­færi til breyt­inga á umhverfi land­bún­að­ar. Að end­ur­skoða styrkjaum­hverfið með þeim hætti að það stuðl­aði að auk­inni hag­ræð­ingu og nýsköpun í grein­inni, að auka frelsi bænda til að vinna og mark­aðs­setja afurðir sínar sjálfir og síð­ast en ekki síst að stuðla að auk­inni sam­keppni með því að afnema und­an­þágur grein­ar­innar frá sam­keppn­is­lögum og draga úr toll­vernd á inn­flutn­ingi. Með þeim hætti hefði mátt marka stefnu til fram­tíðar þar sem saman færi áfram­hald­andi rík­is­stuðn­ingur við þessa mik­il­vægu atvinnu­grein, aukin sam­keppni og á end­anum lægra vöru­verð til hags­bóta fyrir neyt­end­ur.

Auglýsing

Þingið féll á próf­inu

Það voru því mikil von­brigði að sjá hvernig Alþingi fór með það tæk­færi sem gafst til umbóta í land­bún­aði með nýjum búvöru­samn­ingi. Samn­ing­ur­inn sem sam­þykktur var í vik­unni breytir í engu sam­keppn­isum­hverfi land­bún­að­ar. Ekki verður séð að samn­ing­ur­inn stuðli að mik­illi hag­ræð­ingu í grein­inni né fjölgi tæki­færum bænda til nýsköp­unar með fram­leiðslu og sölu beint frá býli. Þá vakti það athygli að á end­anum var hann sam­þykktur með aðeins 19 atkvæð­u­m.  30% þing­manna studdu því samn­ing­inn. 7 greiddu atkvæði á móti en um 60% þing­manna kaus að sitja hjá eða mæta ekki til atkvæða­greiðslu. Þetta veldur óneit­an­lega von­brigðum enda um mikla hags­muni að ræða. Síð­ast en ekki síst virð­ast fyr­ir­heit um stytt­ingu samn­ings­tíma vera blekk­ingin ein, enda bændur með neit­un­ar­vald á hvers konar end­ur­skoðun samn­ings­ins.

Alþingi féll á því prófi sem það stóð frammi fyr­ir, hvort sem horft er til full­trúa stjórn­ar­and­stöðu eða meiri­hlut­ans. Samn­ing­ur­inn felur í sér lof­orð um nærri 14 millj­arða árlegan styrk til bænda til næstu 10 ára, auk um 8-10 millj­arða árlegs stuðn­ings til við­bótar í formi toll­vernd­ar. Það er full­kom­lega eðili­legt að á móti svo ríku­legum stuðn­ingi komi krafa um aukið hag­ræði og lægra vöru­verð fyrir neyt­end­ur. Það er löngu tíma­bært að breyta núver­andi fyr­ir­komu­lagi. Þar skortir ekk­ert nema vilja þeirra sem sæti eiga nú á Alþingi. Í kom­andi kosn­ingum gefst færi á að breyta því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None