Efnahag eða menntun

Nichole Leigh Mosty
Auglýsing

Skólar eru í raun einu stofn­anir sam­fé­lags­ins sem geta tryggt öllum upp­vax­andi kyn­slóðum tæki­færi til að búa sig undir þátt­töku í virku lýð­ræði, þjálfa gagn­rýna og skap­andi hugsun og mæta ólíkum félags­legum og menn­ing­ar­legum aðstæð­u­m.“ (Aðal­námskrá Leik­skóla, Grunn­skóla og Fram­halds­skóla 2011)

En skyldi mennta­kerfið standa við stóru orð­in? Bjóðum við öll þau tæki­færi sem ættu að standa til boða? Er skólum gert kleift að mæta ólíkum félags­legum og menn­ing­ar­legum aðstæð­um? Ég held ekki. Ég tel að við höfum und­an­farin ár, undir for­ystu núver­andi mennta­mála­ráð­herra, skapað skóla­kerfi sem býr til vinnu­afl sem við­heldur og stækkar brúna milli þeirra efstu og neðstu í sam­fé­lag­in­u? 

Núver­andi mennta­mála­ráð­herra, Ill­ugi Gunn­ars­son ræddi um áhyggjur sínar af íslensku hag­kerfi á mál­þingi um stöðu háskóla­mennt­aðra á vinnu­mark­aði í maí s.l. Þar lýsti hann áhyggjum af því að ungt fólk sæi ekki fjár­hags­legan ávinn­ing af menntun sinni Hann lét þau orð falla að það ætti ekki að koma okkur á óvart og að áherslur í nýlegum kjara­samn­ingum hafi verið á að hækka lægstu launin í sam­fé­lag­inu. Hann sagði af því til­efni „..það hefur þá þær afleið­ingar til lengri tíma að það minnkar mun­ur­inn á milli þeirra sem ganga mennta­veg­inn og afla sér mennt­unar og hinna sem gera það ekki. Ég held að staðan sé raunar þannig núna að það er hvað minnstur mun­ur­inn, þegar horft er á laun þeirra sem hafa gengið mennta­veg­inn og þeirra sem ekki hafa gert það…” 

Auglýsing

Nú er Ill­ugi Gunn­ars­son að kveðja emb­ætti mennta­mála­ráð­herra, mér til mik­illar ánægju. Ég skelf hins vegar við þá til­hugsun að fyrr­ver­andi flokks­systir hans, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir skuli vera að bjóða sig aftur fram. Þegar Þor­gerður kvaddi mennta­mála­ráðu­neytið var hún ráðin til starfa sem for­stöðu­maður mennta- og nýsköp­un­ar­sviðs Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Hún hefur oft talað fyrir breyt­ingum í mennta­kerf­inu en yfir­leitt út frá efna­hags­legum sjón­ar­mið­um, eins og þær einar skipti máli.

Í upp­hafi árs 2016 kynntu Sam­tök atvinnu­lífs­ins til­lögur sínar um að mæta áskor­unum á vinnu­mark­aði. Þar voru sjón­ar­mið um efna­hags­þróun sett í for­gang, á kostnað þró­unar inn­an­ ­mennta­kerf­is­ins. Það sem stakk mig helst var hug­myndin um að stytta skóla­göngu frá grunn­skóla og til enda fram­halds­skóla, sem lögð var fram með verð­miða í krónum talið. Áætl­aður árangur af slík­um breyt­ingum var kynntur með þeim hætti að þeim væri ætlað að draga úr örorku ungs fólks á Íslandi og auka lands­fram­leiðslu um tæpa fjöru­tíu millj­arða króna vegna fjölg­unar á vinnu­mark­aði. Helstu breyt­ingar í skóla­kerf­inu voru þær að færa skóla­skyld­una niður um eitt ár sem sam­tökin reikna sem 3,2 millj­arða árlega rekstr­ar­hag­ræð­ingu hjá sveit­ar­fé­lög­un­um. Fjár­hags­legur ávinn­ingur af því að senda fólk fyrr inn á vinnu­mark­að­inn var svo met­inn og þegar allt var talið var efna­hags­legur ávinn­ingur reikn­aður allt að 70 millj­arðar á ári. Lands­fram­leiðsla myndi aukast um 40 millj­arða vegna fjölg­unar á vinnu­mark­aði og um 55 millj­arða ef helm­ingur nem­enda kláraði grunn­skól­ann 14 ára. Það var svo nefnt sem algert auka­at­riði að auka eft­ir­fylgni með kennslu og end­ur­gjöf til kenn­ara og að end­ur­skoða þyrfti kenn­ara­menntun á öllum skóla­stig­um.

Ég við­ur­kenni að sjá úlf í sauð­ar­gæru bjóða sig aftur fram í nýju póli­tísku afli, Við­reisn, sem við fyrstu sýn og miðað við mann­valið þar, vera afl af hægri vængn­um. Ég á því enga úrkosti aðra en að stíga sjálf fram og tala hátt um hug­myndir um að breyta mennta­kerf­inu með hag sam­fé­lags­ins og bjarta fram­tíð að leið­ar­ljósi. 

Ég leiði lista Bjarta fram­tíðar í Reykja­vík suður og vil sjá kerf­is­breyt­ingu sem end­ur­speglar ábyrgð mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins um að bæta skóla­kerf­ið. Ég vil sjá þróun í þá átt að ­kenn­ara­stétt­in verði að alvöru afli sem bætir okkar sam­fé­lag þannig að flest okkar njóti góðs af, bæði efna­hags­lega og virð­is­auka fyrir sam­fé­lagið í heild sinni. Ég vil sjá kenn­ara­menntun sem eft­ir­sókn­ar­verða starfs­grein eins og hún er til dæmis í Finn­land­i. 

Ég er sam­mála Þor­gerði Katrínu um að tími sé kom­inn til að ráð­ast í rót­tækar breyt­ingar í mennta­kerf­inu. Við verðum fyrst og fremst að þora að auka fjár­magn til kenn­ara­mennt­un­ar, sveit­ar­fé­laga, fram­halds­skóla og háskóla svo að þeim verði gert kleift að mæta þeim kröfum sem er kveðið á í lögum og Aðal­námskrá. Ef okkur auðn­ast það hef ég fulla trú á að efna­hags­legur ávinn­ingur fylgi í kjöl­farið en ekki síður sam­fé­lags­legur jöfn­uður sem skortur er á. 

Höf­undur leiðir lista Bjartrar fram­tíðar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None