Hvar er metnaðurinn í loftslagsmálum?

Unnsteinn og þórunn
Auglýsing

Í nýlegri skýrslu er sagt að Ísland sé næst umhverf­is­væn­asta land í heimi. Ástæðan er aðal­lega sögð sú að um 85% orku­notk­unar okkar sé frá end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum sem keyri um 99% af raf­magns­fram­leiðslu og hús­hitun hér­lend­is. Allt best á Íslandi – eða hvað? Önnur sam­an­tekt sýnir reyndar að við brennum samt um 700.000 ­þús. tonnum af olíu árlega; eða um 2 tonnum á hvern íbúa lands­ins. Við sitjum þar með á topp 30 lista yfir þau lönd heims­ins sem nota mest af olíu á íbúa. Það finnst okkur ekk­ert sér­lega umhverf­is­vænar frétt­ir!

Síð­asta sumar birti Orku­stofnun nýja elds­neyt­is­spá fyrir 2016 - 2050. Svo virð­ist sem þessi áætlun hafi algjör­lega farið fram hjá ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sam­kvæmt spánni er rík­is­stjórnin ekki að leggja þann metnað sem þarf til að stand­ast eigin lang­tíma­á­ætlun um orku­skipti í græna orku og sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Spáin sýnir að árið 2020 mun Ísland hafa náð 6,7% af settu 10% mark­miði um orku­skipti í sam­göng­um. Þannig sýnir spáin að útkoman hvað varðar fiski­skipin er 0,3% sem er óra­langt frá 10% mark­miði stjórn­valda! Ekki nóg með það, heldur sýnir spáin líka að árið 2050 mun sala á olíu hér­lendis hafa auk­ist um 20% frá því sem er í dag, fyrst og fremst vegna mik­illar aukn­ingar á flug­um­ferð til lands­ins! 

Ætli rík­is­stjórnin sé búin að end­ur­skoða núver­andi áætlun um aðgerðir til að sporna við áhrifum lofts­lags­breyt­inga og setja ný metn­að­ar­fyllri (en raun­hæf og mæl­an­leg) mark­mið til að bregð­ast við þess­ari spá? Það er nefni­lega ekki nóg að skrifa undir alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Það þarf líka að standa við þær.

Auglýsing

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru stað­reynd sem við eins og aðrar þjóðir heims­ins berum ábyrgð á. Þetta er mála­flokkur sem á ekki heima hjá einum ráð­herra heldur þarf að vinn­ast þvert á ráðu­neyti, í fullu sam­starfi allra við­kom­andi. Þó sókn­ar­á­ætlun í lofts­lags­málum sé sögð sam­eig­in­legt verk­efni rík­is­stjórn­ar­innar þá virð­ist skorta tals­vert upp á að sú sé raunin þegar kemur að fram­kvæmd­um. Það var að minnsta kosti ekki mikil teng­ing á milli nýgerðra búvöru­samn­inga og áætl­un­ar­inn­ar. Við í Bjartri fram­tíð segjum hingað og ekki lengra.

Við viljum bregð­ast við áhrifum lofts­lags­breyt­inga af miklu meiri þunga en gert er í dag. Þetta er alvöru mál sem þarfn­ast fag­legra vinnu­bragða – og við kunnum þau.

Minna fúsk og meiri Bjarta fram­tíð!

Höf­und­ar ­skipaa 3. sæti Bjartrar fram­tíðar í Reykja­vík Suður og 2. sæti Bjartrar fram­tíðar í Suð­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None