Sérstakt lagaákvæði um hrelliklám

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Auglýsing

Skiln­ingur á alvar­legum afleið­ingum hrellikláms hefur auk­ist mjög að und­an­förnu. Hug­takið hrelliklám er engu að síður frekar nýlegt í opin­berri umræðu, þó að það sé reyndar ekki nýr veru­leiki að við­kvæmu kyn­ferð­is­legu myndefni sé deilt án sam­þykkis þess sem er á mynd­un­um. Hrelliklám hefur hins vegar kom­ist í kast­ljósið vegna auk­innar tíðni þess­ara brota og vegna alvar­legra afleið­inga brot­anna. Með til­komu sam­fé­lags­miðla og jafn­vel sér­stakra heima­síðna sem miðla efn­inu hefur vand­inn auk­ist veru­lega og orð­inn sýni­legri. Þegar myndefni hefur verið deilt á net­inu er erfitt að taka það úr birt­ingu og mjög erfitt að eyða slíku efni.

Alvar­legar afleið­ingar

En hvað er hrelliklám? Hrelliklám hefur verið skil­greint þannig að um sé að ræða opin­bera birt­ingu á kyn­ferð­is­legu myndefni án sam­þykkis þess sem sýndur er eða kemur fram í myndefn­inu. Afleið­ingar af mynd­birt­ingum sem þessum geta verið mjög alvar­legar ekki síst í til­vikum þar sem þeim fylgja per­sónu­upp­lýs­ingar um brota­þola. Reglu­lega ber­ast fréttir af fólki sem hefur fyr­ir­farið sér í kjöl­far þeirrar nið­ur­læg­ingar að efni af þeim hefur verið birt á inter­net­inu. Nýlega var sögð frétt af ítal­skri konu sem fyr­ir­fór sér í kjöl­far þess að kyn­lífs­mynd­band af henni og kærasta hennar var dreift á net­ið. Afleið­ingar þessa urðu þær að hún þurfti að flytja úr heimabæ sín­um, skipta um starf, glímdi við alvar­legan kvíða og þung­lyndi og svipti sig að lokum lífi. Mik­il­væg skref hafa verið stigin í þá átt að vernda þolendur slíkra brota og stefna Google er til dæmis sú að að verða við óskum þolenda hefnd­arkláms um að kyn­ferð­is­legt myndefni þeim tengt verið fjar­lægt úr leit­ar­vélum fyr­ir­tæk­is­ins.  

Hvað á að kalla brot­in?

Ekki er langt síðan að talað var um brotin sem hefnd­arklám. Það hug­tak er hins vegar vill­andi því hvatir ger­anda að baki brot­inu eru alls ekki alltaf hefnd, þó dæmi­gerð birt­ing­ar­mynd hrellikláms sé hefnd fyrr­ver­andi kærasta gagn­vart fyrrum kær­ustu. Á ensku hefur hug­tak­ið non-con­sensual porn­ography verið notað yfir þessi brot. Þegar litið er á það hug­tak er ljóst að jafn­vel þó að kjarni þess sé vissu­lega skortur á sam­þykki að þá stendur hug­tak­ið klám eft­ir. Og klám er ekki síður vill­andi hug­tak en hefnd auk þess sem notkun þess sem notkun orðs­ins klám sendir röng skila­boð til þolenda brot­anna og jafn­framt til sam­fé­lags­ins um það hvert eðli brots­ins er. 

Auglýsing

Með því að dreifa kyn­ferð­is­legu myndefni án sam­þykkis þess sem í hlut á, er ger­and­inn að brjóta gegn kyn­ferð­is­leg­um  ­sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti brota­þola og rétti hans til­ frið­helg­i einka­lífs. Afleið­ing brot­anna er því alltaf alvar­legt brot á frið­helgi einka­lífs, sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti og kyn­frelsi brota­þola. Í umræð­unni er hug­takið hrelliklám hins vegar að festa sig í sessi. Eðli­legra væri að fjalla um þessi brot sem grófa áreitni en klám, en á meðan brotið hefur ekki fengið annað heiti í lögum verður hér talað um hrelliklám.

Fá mál kærð til lög­reglu

Ekk­ert laga­á­kvæði skil­greinir þetta brot sér­stak­lega í íslenskum lög­um. Það getur flækt málin þegar kemur að rann­sókn lög­reglu og sak­sókn fyrir dómi. Flest mál sem varða hrelliklám og hafa leitt til útgáfu ákæru hér á landi varða dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu myndefni án sam­þykkis þess sem í hlut á.  Í flestum til­vikum voru mynd­irnar eða mynd­böndin hins vegar upp­haf­lega tekin með vit­und og vilja þolenda. Í lang­flestum til­vikum hefur verið um að ræða fólk sem hafði áður átt í kyn­ferð­is­legu sam­bandi og ger­andi er oft­ast karl og þol­andi kona. 

Ein alvar­leg­asta birt­ing­ar­mynd þess­ara brota eru mál þar sem ger­endur kyn­ferð­is­brota hafa tekið myndir eða mynd­bönd af því þegar þeir fremja kyn­ferð­is­brot gegn þol­anda og nota svo myndefnið til að brjóta enn frekar gegn brota­þol­anum með því að hóta að dreifa myndefn­inu ef hann ekki lætur að vilja ger­and­ans. Á þetta hefur nú þegar reynt fyrir dómi hér á landi og hér­aðs­dómur hefur sam­þykkt að slík hátt­semi feli í sér nauðg­un. Hæsti­réttur hefur þó ekki fengið málið til með­ferðar svo eftir er að sjá hver nið­ur­staðan verð­ur. Hót­unin um að dreifa myndefn­inu er þá verkn­að­ar­að­ferð til þess að ná fram kyn­ferð­is­brot­i. 

Mik­il­væg refsipóli­tísk skila­boð

Hér­lendis hefur nálgun lög­reglu og ákæru­valds verið sú að brotin feli bæði í sér æru­meið­ingar og kyn­ferð­is­brot. Í málum þar sem brota­þoli hefur verið yngri en 18 ára hef­ur ­jafn­fram­t verið ákært fyrir brot á barna­vernd­ar­lögum og jafn­vel fyrir dreif­ingu á barn­a­níðs­efni. Það er mik­il­vægt að gera breyt­ingu á almennum hegn­ing­ar­lögum og setja sér­á­kvæði sem gerir hrelliklám sem slíkt refsi­vert. Þunga­miðjan í refsi­vernd gegn hrelliklámi er að vernda fólk gegn því að við­kvæmu per­sónu­legu myndefni sé dreift án sam­þykk­is, óháð því hverjar hvatir ger­and­ans voru. Það myndi auð­velda rann­sókn og sak­sókn þess­ara brota ef fyrir lægi skýrt laga­á­kvæði með skil­grein­ingu á brot­inu. Slík laga­setn­ing fæli jafn­framt í sér skýr skila­boð lög­gjafans að um alvar­leg brot sé að ræða sem nauð­syn­legt er að berj­ast gegn. 

Höf­undur er á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None