Sérstakt lagaákvæði um hrelliklám

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Auglýsing

Skiln­ingur á alvar­legum afleið­ingum hrellikláms hefur auk­ist mjög að und­an­förnu. Hug­takið hrelliklám er engu að síður frekar nýlegt í opin­berri umræðu, þó að það sé reyndar ekki nýr veru­leiki að við­kvæmu kyn­ferð­is­legu myndefni sé deilt án sam­þykkis þess sem er á mynd­un­um. Hrelliklám hefur hins vegar kom­ist í kast­ljósið vegna auk­innar tíðni þess­ara brota og vegna alvar­legra afleið­inga brot­anna. Með til­komu sam­fé­lags­miðla og jafn­vel sér­stakra heima­síðna sem miðla efn­inu hefur vand­inn auk­ist veru­lega og orð­inn sýni­legri. Þegar myndefni hefur verið deilt á net­inu er erfitt að taka það úr birt­ingu og mjög erfitt að eyða slíku efni.

Alvar­legar afleið­ingar

En hvað er hrelliklám? Hrelliklám hefur verið skil­greint þannig að um sé að ræða opin­bera birt­ingu á kyn­ferð­is­legu myndefni án sam­þykkis þess sem sýndur er eða kemur fram í myndefn­inu. Afleið­ingar af mynd­birt­ingum sem þessum geta verið mjög alvar­legar ekki síst í til­vikum þar sem þeim fylgja per­sónu­upp­lýs­ingar um brota­þola. Reglu­lega ber­ast fréttir af fólki sem hefur fyr­ir­farið sér í kjöl­far þeirrar nið­ur­læg­ingar að efni af þeim hefur verið birt á inter­net­inu. Nýlega var sögð frétt af ítal­skri konu sem fyr­ir­fór sér í kjöl­far þess að kyn­lífs­mynd­band af henni og kærasta hennar var dreift á net­ið. Afleið­ingar þessa urðu þær að hún þurfti að flytja úr heimabæ sín­um, skipta um starf, glímdi við alvar­legan kvíða og þung­lyndi og svipti sig að lokum lífi. Mik­il­væg skref hafa verið stigin í þá átt að vernda þolendur slíkra brota og stefna Google er til dæmis sú að að verða við óskum þolenda hefnd­arkláms um að kyn­ferð­is­legt myndefni þeim tengt verið fjar­lægt úr leit­ar­vélum fyr­ir­tæk­is­ins.  

Hvað á að kalla brot­in?

Ekki er langt síðan að talað var um brotin sem hefnd­arklám. Það hug­tak er hins vegar vill­andi því hvatir ger­anda að baki brot­inu eru alls ekki alltaf hefnd, þó dæmi­gerð birt­ing­ar­mynd hrellikláms sé hefnd fyrr­ver­andi kærasta gagn­vart fyrrum kær­ustu. Á ensku hefur hug­tak­ið non-con­sensual porn­ography verið notað yfir þessi brot. Þegar litið er á það hug­tak er ljóst að jafn­vel þó að kjarni þess sé vissu­lega skortur á sam­þykki að þá stendur hug­tak­ið klám eft­ir. Og klám er ekki síður vill­andi hug­tak en hefnd auk þess sem notkun þess sem notkun orðs­ins klám sendir röng skila­boð til þolenda brot­anna og jafn­framt til sam­fé­lags­ins um það hvert eðli brots­ins er. 

Auglýsing

Með því að dreifa kyn­ferð­is­legu myndefni án sam­þykkis þess sem í hlut á, er ger­and­inn að brjóta gegn kyn­ferð­is­leg­um  ­sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti brota­þola og rétti hans til­ frið­helg­i einka­lífs. Afleið­ing brot­anna er því alltaf alvar­legt brot á frið­helgi einka­lífs, sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti og kyn­frelsi brota­þola. Í umræð­unni er hug­takið hrelliklám hins vegar að festa sig í sessi. Eðli­legra væri að fjalla um þessi brot sem grófa áreitni en klám, en á meðan brotið hefur ekki fengið annað heiti í lögum verður hér talað um hrelliklám.

Fá mál kærð til lög­reglu

Ekk­ert laga­á­kvæði skil­greinir þetta brot sér­stak­lega í íslenskum lög­um. Það getur flækt málin þegar kemur að rann­sókn lög­reglu og sak­sókn fyrir dómi. Flest mál sem varða hrelliklám og hafa leitt til útgáfu ákæru hér á landi varða dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu myndefni án sam­þykkis þess sem í hlut á.  Í flestum til­vikum voru mynd­irnar eða mynd­böndin hins vegar upp­haf­lega tekin með vit­und og vilja þolenda. Í lang­flestum til­vikum hefur verið um að ræða fólk sem hafði áður átt í kyn­ferð­is­legu sam­bandi og ger­andi er oft­ast karl og þol­andi kona. 

Ein alvar­leg­asta birt­ing­ar­mynd þess­ara brota eru mál þar sem ger­endur kyn­ferð­is­brota hafa tekið myndir eða mynd­bönd af því þegar þeir fremja kyn­ferð­is­brot gegn þol­anda og nota svo myndefnið til að brjóta enn frekar gegn brota­þol­anum með því að hóta að dreifa myndefn­inu ef hann ekki lætur að vilja ger­and­ans. Á þetta hefur nú þegar reynt fyrir dómi hér á landi og hér­aðs­dómur hefur sam­þykkt að slík hátt­semi feli í sér nauðg­un. Hæsti­réttur hefur þó ekki fengið málið til með­ferðar svo eftir er að sjá hver nið­ur­staðan verð­ur. Hót­unin um að dreifa myndefn­inu er þá verkn­að­ar­að­ferð til þess að ná fram kyn­ferð­is­brot­i. 

Mik­il­væg refsipóli­tísk skila­boð

Hér­lendis hefur nálgun lög­reglu og ákæru­valds verið sú að brotin feli bæði í sér æru­meið­ingar og kyn­ferð­is­brot. Í málum þar sem brota­þoli hefur verið yngri en 18 ára hef­ur ­jafn­fram­t verið ákært fyrir brot á barna­vernd­ar­lögum og jafn­vel fyrir dreif­ingu á barn­a­níðs­efni. Það er mik­il­vægt að gera breyt­ingu á almennum hegn­ing­ar­lögum og setja sér­á­kvæði sem gerir hrelliklám sem slíkt refsi­vert. Þunga­miðjan í refsi­vernd gegn hrelliklámi er að vernda fólk gegn því að við­kvæmu per­sónu­legu myndefni sé dreift án sam­þykk­is, óháð því hverjar hvatir ger­and­ans voru. Það myndi auð­velda rann­sókn og sak­sókn þess­ara brota ef fyrir lægi skýrt laga­á­kvæði með skil­grein­ingu á brot­inu. Slík laga­setn­ing fæli jafn­framt í sér skýr skila­boð lög­gjafans að um alvar­leg brot sé að ræða sem nauð­syn­legt er að berj­ast gegn. 

Höf­undur er á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None