Betra námslánakerfi fyrir alla

hópmynd stúdentaráð
Auglýsing

Nú þegar fer að líða að þing­lokum er enn til umræðu að gera veru­legar breyt­ingar á Lána­sjóði íslenskra náms­manna (LÍN) og hafa for­menn nokk­urra hags­muna­hreyf­inga háskóla- og fram­halds­skóla­nema afhent þing­mönnum áskorun þess efnis að frum­varpið verði afgreitt strax. Fjöl­margir aðil­ar, til að mynda stétt­ar­fé­lög, stúd­enta­hreyf­ing­ar, Háskóli Íslands og aðrir háskól­ar, hafa hins vegar bent á alvar­lega galla frum­varps­ins og þær nei­kvæðu afleið­ingar sem það mun koma til með að hafa á ákveðna hópa nem­enda, verði frum­varpið sam­þykkt óbreytt. 

Bent hefur verið á í umsögnum og grein­ingum ofan­greindra aðila að þó nokkrir hópar eru lík­legir til að koma verr út verði frum­varpið sam­þykkt miðað við núgild­andi lána­sjóðs­kerfi. Skortur er á grein­ingum sem taka mið af stöðu þess­ara hópa og benda má á að grein­ing­arnar sem taldar eru styðja nýtt lána­sjóðs­kerfi, til að mynda grein­ingar Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins og Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands, byggja í sumum til­vikum á ónógum eða vill­andi upp­lýs­ingum um umrædda hópa. 

Áætla má að þeir hópar sem verða fyrir skerð­ingu, verði frum­varpið að lög­um, séu 1) nem­endur sem lenda á milli lána­sjóðs­kerfa, 2) nem­endur sem hafa hærri fram­færslu­þörf og taka þar af leið­andi hærri lán en aðr­ir, til að mynda barna­fólk, 3) ein­stak­lingar með lág laun að loknu námi, 4) nem­endur í löngu námi og 5) nem­endur sem stunda eða hyggja á nám erlend­is.

Auglýsing

Ástæður þess að ofan­greindir hópar koma verr út úr nýju lána­sjóðs­kerfi eru útli­staðar hér fyrir neð­an: 

  1. Nem­endur sem fengið hafa náms­lán sam­kvæmt núgild­andi lögum um LÍN og hyggj­ast taka lán áfram í nýju kerfi verður almennt ekki gert kleift að borga af lánum sínum á þeim kjörum sem þeim stóð til boða í gamla kerf­inu, það er með tekju­tengdum afborg­unum á 1% vöxt­um. Þessum nem­endum stendur til boða að borga annað hvort af báðum lánum sam­tím­is, taki þeir lán í gamla og nýja kerf­inu, eða að færa skulda­bréf úr gamla kerf­inu yfir í hið nýja. Fyrri val­mögu­leik­inn felur í sér tvö­faldar afborg­anir en seinni val­mögu­leik­inn felur í sér þre­földun á upp­haf­legri vaxta­pró­sentu auk afnámi tekju­tengdra afborg­ana. Hér er því um að ræða veru­legan for­sendu­brest fyrir umrædda nem­endur verði frum­varpið að lög­um.
  2. Ein­stak­lingar með barn eða börn á fram­færi hafa hærri fram­færslu­þörf en aðrir og taka því að öllum lík­indum hærri náms­lán. Í grein­ingu Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins sem fylgir frum­varp­inu er því haldið fram að barna­fólk komi betur út úr nýju náms­lána­kerfi. Útreikn­ing­arnir sem eru not­aðir til stuðn­ings þeirri full­yrð­ingu gera hins vegar ráð fyrir því að nem­endur með börn á fram­færslu full­nýti ekki lán­töku­rétt­inn sinn, heldur nái upp í fram­færslu­við­mið Lána­sjóðs­ins með með­lagi, barna­bótum og hús­næð­is­bót­um. Ekki er gert ráð fyrir að nem­endur í þess­ari stöðu taki full náms­lán. Það er þó ólík­legt að flestir nem­endur taki lægri lán en þeir þurfa, þó þau fari fram yfir fram­færslu­við­mið LÍN að við­bættum bót­um.
  3. Í boð­uðu náms­lána­kerfi er tekju­teng­ing afnum­in. Þetta gæti leitt til þess að greiðslu­byrði þyng­ist hjá tekju­lágum og á fyrstu árum afborg­ana á meðan tekjur eru hugs­an­lega lægri en seinna á starfsæv­inni. Benda má á að í grein­ingu Stúd­enta­ráðs er tekið mið af með­al­launum við útreikn­inga á afborg­unum í núver­andi lána­sjóðs­kerfi, en fæstir fá með­al­laun. Ekki er hægt að not­ast við slíka útreikn­inga þegar meta á fjölda þeirra sem koma fjár­hags­lega betur eða verr út úr nýju lána­sjóðs­kerfi.
  4. Láns­hæfum ein­ingum fækkað í 420 ECTS. Lán byrja að safna vöxtum við lán­töku í nýju kerfi, ólíkt núver­andi kerfi þar sem lán byrja að safna vöxtum við end­ur­greiðslu lána. Lán þeirra sem eru í löngu námi safna því vöxtum lengur en lán þeirra sem eru í stuttu námi. 
  5. Sam­kvæmt frum­varp­inu verða inn­leiddar veru­legar breyt­ingar á náms­lána­kerf­inu sem munu bitna veru­lega á þeim sem hyggja á að stunda nám erlendis og skerðir rétt náms­manna til að stunda nám óháð efna­hag. Auk þeirra sem áður hafa verið nefndar má hér nefna tak­mark­anir vegna a) hámark náms­að­stoð­ar, b) náms­landa og náms­gráða og c) ald­ursteng­ing­ar: 
    1. Sam­kvæmt frum­varp­inu verður að hámarki veitt náms­að­stoð fyrir fjár­hæð kr. 18.000.000.-. Þetta mun leiða til þess að færri náms­menn sjái sér fært að stunda nám erlendis þar sem það hefur nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust í för með sér hærri fram­færslu­þörf og hærri skóla­gjöld en hér heima. 
    2. Sam­kvæmt frum­varp­inu er opnað fyrir það að stjórn LÍN hafi frjálst mat til að tak­marka veitta náms­að­stoð eftir náms­löndum og náms­gráð­um.
    3. Náms­menn erlendis eru oft og tíðum eldri en þeir sem stunda nám sitt hér heima. Þá er alþekkt að náms­menn byrji síðar að stunda nám sitt erlendis eftir að hafa verið á vinnu­mark­aði í nokkur ár með þeim til­gangi að bæta við þekk­ingu sína. Þetta leiðir til þess að end­ur­greiðslu­byrðin verði þyngri þar sem lán­tak­endur þurfa ljúka að greiða náms­lán sín fyrir 67 ára ald­ur­inn.

Und­ir­rit­aðir aðilar taka undir með öðrum stúd­enta­hreyf­ingum um að breyt­inga er þörf á Lána­sjóðs­kerfi íslenskra náms­manna. Sam­staða virð­ist vera á meðal hags­muna­fé­laga og stjórn­mála­afla um það að æski­legt sé að inn­leiða styrkja­kerfi inn í náms­lána­kerfi Íslend­inga. Breyt­ingar sem koma til með að bitna á ákveðnum hópum náms­manna eru hins vegar ekki eitt­hvað sem við getum fall­ist á. Náms­manna­hreyf­ingar eiga að gæta hags­muna allra félags­manna sinna, ekki hluta þeirra. Af þessum ástæð­um, ásamt öðrum sem koma fram í umsögnum ofan­greindra hags­muna­fé­laga, leggj­umst við gegn því að frum­varp Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra til laga um náms­lán og náms­styrki verði að lög­um. 

Agn­es Ársæls­dóttir, for­maður Nem­enda­fé­lags BA nema í mynd­list við Lista­há­skóla Íslands

Alma Ágústs­dótt­ir, með­limur í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands

Brynja Helga­dótt­ir, með­limur í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands

Dagur Skírnir Óðins­son, stjórn­ar­maður SÍNE

Elinóra Guð­munds­dótt­ir, með­limur í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands

Elísa­bet Brynjars­dótt­ir, með­limur í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands

Eydís Blön­dal, með­limur í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands

Hjör­dís Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SÍNE

Ingvar Þór Björns­son, með­limur í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands

Jóhann Gunnar Þór­ar­ins­son, stjórn­ar­for­maður SÍNE

Mál­fríður Guðný Kol­beins­dótt­ir, með­limur í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands

Nanna Her­manns­dótt­ir, með­limur í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands

Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir, með­limur í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands

Ragnar Auðun Árna­son, með­limur í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands

Sandra Rún Jóns­dótt­ir, for­maður Nem­enda­fé­lags Tón­list­ar­deildar Lista­há­skóla Íslands

Sig­ríður Helga­dótt­ir, með­limur í Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands

Sól­veig Dóra Haf­steins­dótt­ir, vara­for­maður Nem­enda­fé­lags Hönn­unnar- og Arki­tekt­úr­deildar Lista­há­skóla Íslands

Þórður Jóhanns­son, meist­ara­nemi og stjórn­ar­maður SÍNE



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None