Háskólar í hættu: Sultarólin

Grein þessi er önnur grein í greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla.

Háskólar í hættu: Sultarólin
Auglýsing

Fjársvelti háskól­anna er hið alvar­leg­asta mál fyrir íslenskt sam­fé­lag. Til að telj­ast sam­keppn­is­hæf á alþjóða­vett­vangi þurfa stofn­anir íslenska rík­is­ins sem veita íslenskum, sem og erlendum almenn­ing, háskóla­menntun að njóta fjár­hags­legs öryggis. Það er orðið mjög svo ljóst að háskól­arnir geta ekki haldið áfram að sinna sínu hlut­verki á þann máta sem þeir gera í dag. Með þeirri fram­tíð sem við okkur blasir þurfa skól­arnir að skera mun meira niður og eftir nið­ur­skurð síð­ustu ára erum við kom­inn á þann stað að frek­ari nið­ur­skurður getur ein­ungis leitt til lok­unar á náms­braut­um, jafn­vel deild­um. Til þess tryggja okkur aðra og betri fram­tíð mega háskól­arnir ekki sitja eftir í fjár­mála­á­ætlun rík­is­ins fyrir árin 2017-2021. 

Við þekkjum þetta hér á Akur­eyri, sultar­ólin herð­ist og herð­ist og við kján­arn­ir, sem stóðum okkur svo vel að halda að okkur höndum eftir hrun­ið, bíðum von­góð að ólin mun­i ein­hvern tím­ann slakna sem hún svo gerir aldrei. Svo virð­ist ríkið ekki einu sinni geta tryggt fjár­magn fyrir hækkun á kjara­samn­ing­um, samn­ingum sem ríkið gerði sjálft. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta leng­ur!

Auglýsing

Háskól­inn á Akur­eyri hefur boðið lengi vel upp á fjöl­breyti­legt nám í sveigj­an­legu formi til þess að kom­ast til móts við alla, hvort sem þeir eru A eða B mann­eskjur eða jafn­vel hafi ekk­ert, eitt eða fjögur börn á sínu fram­færi. Með tækn­ina að vopni hefur háskóla­sam­fé­lagið hér á Akur­eyri orðið virkara og opn­ara, þá hefur það styrkst til muna með fram­sæk­inni kennslu­þróun og verður þessi jákvæða þróun að halda braut sinni. Það verð­ur­ hins veg­ar erf­ið­ara með ári hverju að halda uppi gæðum náms­ins og bjóða upp á nýja kennslu­hætti með óeðli­lega litlu fjár­magni, þá sér­stak­lega þegar litið er til tækn­innar sem er sífellt að þró­ast. Tryggja þarf fjár­magn til end­ur­nýj­unar á tækni­bún­aði reglu­lega, ann­ars eigum við á hættu á að gæði náms skerð­ist til muna.

Þess má geta að nem­enda­í­gildum hefur fjölgað á ári hverju í Háskól­anum á Akur­eyri sem er góð vís­bend­ing til mik­il­vægis mennta­stofn­un­ar­innar á lands­byggð­inni og eitt­hvað sem vekja þarf athygli á. Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir lands­byggð­ina að hafa þessa stóru mennta­stofnun til stað­ar, hún á því að standa jafn­fætis við háskól­ana á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá ber þing­mönnum okkar á lands­byggð­inni að tryggja fjár­magn hingað norð­ur, alveg eins og þing­mönnum í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­um ber að tryggja fram­tíð háskól­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ef við viljum standa jafn­fætis hinum Norð­ur­landa­þjóð­unum ber okkur einnig að gæta að við stöndum öll jafn­fætis inn­an­lands.

Ég tel Háskól­ann á Akur­eyri ekki hugs­aðan sem stofnun sem ein­ungis sinni náms­þörfum lands­byggð­ar­fólks, heldur þvert á móti hefur sveigj­an­legt nám Háskól­ans á Akur­eyri opnað faðm sinn fyrir höf­uð­borg­ar­búum sem leit­ast við að sinna vinnu og eðli­leg­u heim­il­is­lífi ásamt því að mennta sig, af því að okkur var talin trú um það frá blautu barns­beini að mennt sé mátt­ur. Háskól­inn á Akur­eyri er líka eft­ir­sóttur af erlendum náms­mönnum sem þyrstir í þekk­ingu um norð­ur­slóð­irn­ar. Hér á Akur­eyri eru sókn­ar­færin mörg, nálægðin við atvinnu­lífið er mikil og tæki­færin gríð­ar­leg í mál­efnum norð­ur­slóða. Með óbreyttu ástandi verður erf­ið­ara að taka þátt í þeim fjöl­mörgu tæki­færum sem gefst. 

Í lokin þarf að minn­ast stutt­lega á raun­veru­leika íslenska náms­manns­ins; til að mennta sig þurfa náms­menn í mörgum til­fellum að vinna fulla vinnu til að fleyta sér og sínum áfram. Þetta gerir ein­stak­lingum kleyft að ná hærra mennt­un­ar­stigi, sem er lyk­ill­inn inn á atvinnu­mark­að­inn og á sama tíma borga skatta. Erlendis njóta náms­menn stuðn­ings­ ­rík­is­ins og styrkja­kerfa á meðan íslenskir náms­menn skila inn í rík­is­kass­ann eins og aðrir virkir aðili í sam­fé­lag­inu.

Ein­stak­lingar sem útskrif­aðir eru með háskóla­menntun skila þekk­ingu sinni aftur inn í sam­fé­lag­ið, þannig græða allir og er það frekar sjálf­gef­ið, en náms­menn hér­lendis sem eru í námi og hafa því ekki aflað sér neinnar sér­fræði­þekk­ingar borga skatta af auka­vinnu sinni og skila sam­hliða nám­inu beint inn í sam­fé­lag­ið. Það er úrelt hugsun að náms­menn hangi bara eins lengi og þeir geta á hótel mömmu og pabba og skili eng­u til bak­a.  

Meira fjár­magn til háskól­anna og ætti með réttu að vera á stefnu­skrá stjórn­mála­flokk­anna, því þetta er mál sem varðar stóran hluta þjóð­ar­innar og fram­tíð barn­anna okk­ar. Ég skora á stjórn­völd að bjarga háskólum í hættu!

Höf­undur er meist­ara­nemi í lög­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri.

Við hvetjum alla til þess að skrifa und­ir áskorun til stjórn­­­valda þess efnis að setja mennta­­mál í for­­gang. #há­­skólarí­hættu

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None