Nýjan gjaldmiðil, takk!

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að íslenska krónan sé komin á leiðarenda.

Össur Skarphéðinsson
Auglýsing

Íslenska krónan er komin á leið­ar­enda. Saga hennar er saga skarpra sveiflna, sem stundum skilja eftir sviðna jörð, stökk­breytt verð­tryggð lán – og fólk í sár­um. Í gjald­miðla­skýrslu Seðla­bank­ans frá 2012 segir hreint út að krónan sé bæði upp­spretta og magn­ari sveifln­anna sem svíða af okkur brók­ina.

Komum krón­unni í skjól

Á Íslandi eru hæstu vextir í heim­i. Þjóðin býr við slig­andi verð­trygg­ing­u. Margir sem kaupa sér skjól yfir höf­uð eyða ævinni hoknir af skulda­oki næst­um því fram á graf­ar­bakk­ann. Fáum dylst að við þurfum á nýjum gjald­miðli að halda. Það er ein af ástæð­unum fyrir því að ég, og minn flokk­ur, viljum halda áfram umsókn okkar um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Til lengri tíma gefur aðild okkur kost á að taka evr­una upp sem gjald­mið­il. Til skemmri tíma gefur hún okkur færi á að koma krón­unni í skjól í gegnum fyrsta fasa evr­ópska mynt­sam­starfs­ins.

Verð­trygg­ingin hverfur

Evran er ekki full­kom­inn gjald­mið­ill. En hún stóð af sér allar hrinur banka­krepp­unn­ar, og styrkt­ist gegnum hana. Þó and­stæð­ingar Evr­ópu hér á landi þreyt­ist ekki á að boða fall hennar stend­ur evru­svæðið traustum fót­um. Í ljósi reynslu banka­krepp­unnar voru marg­vís­legar breyt­ingar gerðar til að treysta stoðir evr­unn­ar. Hin síð­asta var sam­evr­ópskt fjár­mála­eft­ir­lit – sem Ís­lend­ingar hefðu betur haft sjálfir á árunum fyrir banka­hrun­ið. Þær breyt­ingar hafa tek­ist vel. Um það er mark­að­ur­inn traustasti dóm­ar­inn.

Auglýsing

Lang­þráður stöð­ug­leiki

Evrópska mynt­sam­starfið getur fært okkur mik­il­vægan og lang­þráðan stöð­ug­leika. Vextir yrðu miklu lægri en nokkru sinni er hægt að vænta í hávaxta­landi krón­unn­ar. Við losnum við helsi verð­trygg­ing­ar­inn­ar. Bæði fyr­ir­tæki og heim­ili geta skipu­lagt sig fram í tím­ann. Fjöl­skyldur munu ekki þurfa að greiða íbúð­ar­verðið marg­falt.

RÚV birti í vik­unni frétt um að 68 % þeirra sem taka kosn­inga­próf RÚV vilja halda aðild­ar­ferl­inu áfram. Jafn­að­ar­menn vilja upp­fylla ósk meiri­hluta Íslend­inga og leyfa þeim að kjósa um fram­hald aðild­ar­ferl­is­ins. Við viljum nýjan gjald­mið­il. 

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None