Nýjan gjaldmiðil, takk!

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að íslenska krónan sé komin á leiðarenda.

Össur Skarphéðinsson
Auglýsing

Íslenska krónan er komin á leið­ar­enda. Saga hennar er saga skarpra sveiflna, sem stundum skilja eftir sviðna jörð, stökk­breytt verð­tryggð lán – og fólk í sár­um. Í gjald­miðla­skýrslu Seðla­bank­ans frá 2012 segir hreint út að krónan sé bæði upp­spretta og magn­ari sveifln­anna sem svíða af okkur brók­ina.

Komum krón­unni í skjól

Á Íslandi eru hæstu vextir í heim­i. Þjóðin býr við slig­andi verð­trygg­ing­u. Margir sem kaupa sér skjól yfir höf­uð eyða ævinni hoknir af skulda­oki næst­um því fram á graf­ar­bakk­ann. Fáum dylst að við þurfum á nýjum gjald­miðli að halda. Það er ein af ástæð­unum fyrir því að ég, og minn flokk­ur, viljum halda áfram umsókn okkar um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Til lengri tíma gefur aðild okkur kost á að taka evr­una upp sem gjald­mið­il. Til skemmri tíma gefur hún okkur færi á að koma krón­unni í skjól í gegnum fyrsta fasa evr­ópska mynt­sam­starfs­ins.

Verð­trygg­ingin hverfur

Evran er ekki full­kom­inn gjald­mið­ill. En hún stóð af sér allar hrinur banka­krepp­unn­ar, og styrkt­ist gegnum hana. Þó and­stæð­ingar Evr­ópu hér á landi þreyt­ist ekki á að boða fall hennar stend­ur evru­svæðið traustum fót­um. Í ljósi reynslu banka­krepp­unnar voru marg­vís­legar breyt­ingar gerðar til að treysta stoðir evr­unn­ar. Hin síð­asta var sam­evr­ópskt fjár­mála­eft­ir­lit – sem Ís­lend­ingar hefðu betur haft sjálfir á árunum fyrir banka­hrun­ið. Þær breyt­ingar hafa tek­ist vel. Um það er mark­að­ur­inn traustasti dóm­ar­inn.

Auglýsing

Lang­þráður stöð­ug­leiki

Evrópska mynt­sam­starfið getur fært okkur mik­il­vægan og lang­þráðan stöð­ug­leika. Vextir yrðu miklu lægri en nokkru sinni er hægt að vænta í hávaxta­landi krón­unn­ar. Við losnum við helsi verð­trygg­ing­ar­inn­ar. Bæði fyr­ir­tæki og heim­ili geta skipu­lagt sig fram í tím­ann. Fjöl­skyldur munu ekki þurfa að greiða íbúð­ar­verðið marg­falt.

RÚV birti í vik­unni frétt um að 68 % þeirra sem taka kosn­inga­próf RÚV vilja halda aðild­ar­ferl­inu áfram. Jafn­að­ar­menn vilja upp­fylla ósk meiri­hluta Íslend­inga og leyfa þeim að kjósa um fram­hald aðild­ar­ferl­is­ins. Við viljum nýjan gjald­mið­il. 

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None