Nýjan gjaldmiðil, takk!

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að íslenska krónan sé komin á leiðarenda.

Össur Skarphéðinsson
Auglýsing

Íslenska krónan er komin á leið­ar­enda. Saga hennar er saga skarpra sveiflna, sem stundum skilja eftir sviðna jörð, stökk­breytt verð­tryggð lán – og fólk í sár­um. Í gjald­miðla­skýrslu Seðla­bank­ans frá 2012 segir hreint út að krónan sé bæði upp­spretta og magn­ari sveifln­anna sem svíða af okkur brók­ina.

Komum krón­unni í skjól

Á Íslandi eru hæstu vextir í heim­i. Þjóðin býr við slig­andi verð­trygg­ing­u. Margir sem kaupa sér skjól yfir höf­uð eyða ævinni hoknir af skulda­oki næst­um því fram á graf­ar­bakk­ann. Fáum dylst að við þurfum á nýjum gjald­miðli að halda. Það er ein af ástæð­unum fyrir því að ég, og minn flokk­ur, viljum halda áfram umsókn okkar um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Til lengri tíma gefur aðild okkur kost á að taka evr­una upp sem gjald­mið­il. Til skemmri tíma gefur hún okkur færi á að koma krón­unni í skjól í gegnum fyrsta fasa evr­ópska mynt­sam­starfs­ins.

Verð­trygg­ingin hverfur

Evran er ekki full­kom­inn gjald­mið­ill. En hún stóð af sér allar hrinur banka­krepp­unn­ar, og styrkt­ist gegnum hana. Þó and­stæð­ingar Evr­ópu hér á landi þreyt­ist ekki á að boða fall hennar stend­ur evru­svæðið traustum fót­um. Í ljósi reynslu banka­krepp­unnar voru marg­vís­legar breyt­ingar gerðar til að treysta stoðir evr­unn­ar. Hin síð­asta var sam­evr­ópskt fjár­mála­eft­ir­lit – sem Ís­lend­ingar hefðu betur haft sjálfir á árunum fyrir banka­hrun­ið. Þær breyt­ingar hafa tek­ist vel. Um það er mark­að­ur­inn traustasti dóm­ar­inn.

Auglýsing

Lang­þráður stöð­ug­leiki

Evrópska mynt­sam­starfið getur fært okkur mik­il­vægan og lang­þráðan stöð­ug­leika. Vextir yrðu miklu lægri en nokkru sinni er hægt að vænta í hávaxta­landi krón­unn­ar. Við losnum við helsi verð­trygg­ing­ar­inn­ar. Bæði fyr­ir­tæki og heim­ili geta skipu­lagt sig fram í tím­ann. Fjöl­skyldur munu ekki þurfa að greiða íbúð­ar­verðið marg­falt.

RÚV birti í vik­unni frétt um að 68 % þeirra sem taka kosn­inga­próf RÚV vilja halda aðild­ar­ferl­inu áfram. Jafn­að­ar­menn vilja upp­fylla ósk meiri­hluta Íslend­inga og leyfa þeim að kjósa um fram­hald aðild­ar­ferl­is­ins. Við viljum nýjan gjald­mið­il. 

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None