Þekkir þú muninn á stjórnmálamanni fortíðar og framtíðar?

Kristján
Auglýsing

Kosn­inga­lof­orðin eru byrjuð að streyma frá fram­bjóð­end­um, Jói á Face­book birtir færslu um að þú eigir ekki að kjósa þennan því hann gerði þetta. Annar minnir okkur á að hér er allt svo frá­bært. Aðrir byrja að birta myndir af því hvaða flokk þeir ætla að kjósa líkt og um fót­boltalið sé að ræða. 

Í storm­inum sem fylgir því að innan við vika er í kosn­ingar er gott að halda sér fast í jörð­ina og skoða hvaða hug­myndir og mann­gildi við viljum halda okkur við og hvað við viljum alls ekki. 

Auglýsing

Fær hrútur þitt atkvæði?

Hrútur er teg­und stjórn­mála­manns sem styður við stjórn­mála­menn­ingu gamla skól­ans. Eitt algeng­asta ein­kenni hrúta er að hrút­skýra fyrir konum um hvað umræður snú­ast. Fleiri ein­kenni hrúta sem ættu að vera orðin útdauð í stjórn­mál­u­m: 

Holl­usta við flokk­inn. Heldur tryggð við flokks­for­yst­una jafn­vel þó eigin sam­viska og eða gild­is­mat verði und­ir. 

Reiði. Það geta allir orðið reiðir en hrútar eru oft­ast reiðir nema þegar þeir segja þús­und ára gamla staðalí­mynda og kyn­hlut­verks brand­ara þá hlægja þeir háværum hlátri. 

Útval­inn: Við­horfið er ég einn get siglt skip­inu í höfn. Það kemur ekki til greina að stíga til hliðar í vafa­málum til að sýna ábyrgð. Það á frekar að sýna styrk.

Typpa­keppni. Hrútur hreykir sér af öllu því sem vel hefur far­ið. Það er auð­vitað allt hrúti að þakka.

Umburð­ar­leysi. Það er inn­byggður valda­hroki. Hrútur veit best hvernig sam­fé­lagið á að vera og hikar ekki við að beita boðum og bönn­um. Hans smekkur er hið eina rétta. 

Róg­burð­ur: Tekur gagn­rýni sem árás og bendir á að ein­hver annar gerði mun verri hlut og rétt­lætir þannig rangt með röngu. Hrútur heldur að þessi aðferð sé gott PR því þá muni fólk gleyma því sem upp­runa­lega gagn­rýnin sner­ist um. 

Eig­in­leikar stjórn­mála­manns fram­tíðar

Skýr for­gangs­röðun og hefur almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi: Um 80% þjóð­ar­innar vilja setja hærra hlut­fall lands­fram­leiðslu í heil­brigð­is­mál­in. Dæmi um aðra for­gangs­röðun er til að mynda allur sá fjöldi sem keyrir Reykja­nes­braut­ina og fjöldi alvar­legra slysa, ætti að setja tvö­földun veg­ar­ins efst í for­gangs­röðun á sam­göngu­á­ætl­un. Spurn­ingin er starfar við­kom­andi á Alþingi fyrir þjóð­ina eða sem full­trúi sér­hags­muna?

Heið­ar­leiki. Deilir með okkur hvernig við­kom­andi komst að nið­ur­stöðu og hvernig nið­ur­staðan er í takt við gildi og stefnu. Slepp­ir ölllum póli­tískum hring­skýr­ingum og talar hreint út. 

Auð­mýkt. Það er í lagi að breyta um skoðun og í því er fólg­inn sjald­séður styrk­ur. Leit­ast er við að ræða málin og kom­ast að nið­ur­stöðu eftir að hafa skoðað allar hliðar máls­ins. Nýjar upp­lýs­ingar eru alltaf að ber­ast og því þarf ekki að vera að þú hafir haft rangt fyrir þér þó þú breytir um skoð­un. Svo er líka allt í lagi að segja ég hafði rangt fyrir mér. 

Kær­leikur: Stofn­anir eru ekki full­komnar þó þeim sé ætlað að veita úrlausn á ýmsum mál­um. Vera kann að ein­stak­lingur í stjórn­málum þurfi að grípa inn í með mann­gæsku og kær­leik að vopni ef mál ein­stak­linga þró­ast á rangan hátt. 

Umhverf­is­vit­und. Við eigum bara eina jörð og Ísland hefur allt til þess að bera til að vera í far­ar­broddi í umhverf­is­mál­u­m. 

Ótengdur atvinnu­lífi: Til að hafa skýrt umboð og til að hafa sann­ar­lega almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi. Það er aldrei gott fyrir neinn að sitja beggja megin við borð­ið. 

Ótengdur trú­ar­brögð­um: Trú­ar­brögð og stjórn­mál eiga að vera aðskil­in. Þú getur alveg átt þér per­sónu­lega trú en þú blandar henni ekki saman við stjórn­mál. 

Grein­ing­ar­hæfni: Færni til að setja sig inn í flókin mál, geta séð heild­ar­mynd­ina og gagn­rýnt þær upp­lýs­ingar sem eru rangar eða mis­vísand­i. 

Gott sið­ferði: Setur gott for­dæmi, gerir ekki neitt sem við­kom­andi myndi ekki vilja að aðrir gerðu. Not­ast við víð­tæk­ari skil­grein­ingu á sið­ferði sem leit­ast við að gjörðir beri með sér góðan karakter og áttar sig á að sið­ferði nær lengra en yfir lög og regl­ur. Ber póli­tíska ábyrgð í sið­ferði­legum álita­mál­u­m. 

Það er óum­flýj­an­legt að þitt eigið gild­is­mat komi fram þegar þú spáir í því hvernig stjórn­mála­menn eigi að vera. Hugs­aðu því endi­lega um hvað þú viljir sjá og taktu það með þér í kjör­klef­ann. Stjórn­mála­menn­ingin verður aldrei betri en stjórn­mála­menn­irnir sem á þingi sitja.

Höf­undur er með BA gráðu í stjórn­mála­fræði og MS gráðu í mark­aðs­fræð­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None