Auglýsing

Það er mikið talað um að varð­veita þurfi stöð­ug­leik­ann á Íslandi. Það er nán­ast jafn ofnotað hug­tak og kerf­is­breyt­ing­ar. Þetta hljómar ábyrgt og verðug afstaða fyrir föð­ur- eða móð­ur­lega stjórn­mála­menn að hafa. En hvað felst í þessu hug­taki stöð­ug­leika? Það er ekki alltaf alveg skýrt.

Stöð­ug­leiki er nefni­lega teygj­an­legt hug­tak. Hann getur verið til skamms tíma eða til langs tíma og sam­settur af alls kyns mis­mun­andi breyt­um. Og það sem sumir kalla stöð­ug­leika getur fyrir öðrum litið út eins og and­stæða hans.

Er póli­tískur stöð­ug­leiki á Íslandi?

Það er varla hægt að segja til að mynda að mik­ill póli­tískur stöð­ug­leiki hafi ríkt á Íslandi und­an­farin ár. Hrun­stjórnin var flæmd frá völdum áður en kjör­tíma­bilið var liðið með ofsa­fengnum mót­mæl­um. Í tíð vinstri stjórn­ar­innar áttu sér stað ein­hver hatrömm­ustu inn­an­stjórnar­á­tök sem sést hafa í íslenskri stjórn­mála­sögu. Sú stjórn haltr­aði út kjör­tíma­bil­ið, undir lokin sem minni­hluta­stjórn, eftir að nokkrir þing­menn yfir­gáfu skút­una vegna alvar­legs mál­efna­á­grein­ings í risa­stórum mál­u­m. 

Auglýsing

Frá því að rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar tók við árið 2013 hefur hvert hneyksl­is­málið rekið ann­að. Tveir ráð­herrar hafa þurft að segja af sér, annar vegna vald­níðslu og hinn vegna lyga og aflandseigna. Tveir aðrir ráð­herrar hafa verið opin­beraðir sem aflands­fé­laga­eig­endur og einn ráð­herra rétt lifði af út kjör­tíma­bilið eftir að rétt­mætar spurn­ingar voru settar við fjár­hags­legt hæði hans gagn­vart manni sem ráð­herr­ann hafði opnað við­skipta­legar dyr fyrir á erlendum vett­vangi. Svo þurfti að kjósa fyrir lok kjör­tíma­bils­ins til að friða lýð­inn. Þess utan geta ein­leikir fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, þar sem hann hefur gefið út stórar yfir­lýs­ingar eða tekið umdeildar ákvarð­anir trekk í trekk án sam­ráðs við nán­ustu sam­starfs­menn eða sam­starfs­flokk­inn í rík­is­stjórn, varla talist til verka sem styðja við stöð­ug­leika.

Nið­ur­staða kosn­ing­anna í lok októ­ber er sömu­leiðis vart til merkis um stöð­ug­leika. Íslensk stjórn­mál, og valda­jafn­vægið innan íslenska stjórn­mála­kerf­is­ins, hafa aldrei breyst jafn mikið með einum kosn­ing­um. Hefð­bundnu valda­flokk­arnir tveir njóta ein­ungis stuðn­ings 40 pró­sent kjós­enda, eini skil­greindi jafn­að­ar­manna­flokkur lands­ins er við það að þurrkast út og flokkar sem hafa orðið til frá árinu 2012 hirtu 38 pró­sent allra atkvæða.

Hin stöðuga króna

Það má alveg setja upp ákveðin gler­augu og segja að hér­lendis hafi ríkt efna­hags­legur stöð­ug­leiki um skeið. Verð­bólga hefur verið undir verð­bólgu­mark­miðum frá því í febr­úar 2014, atvinnu­leysi er lítið sem ekk­ert og hag­vöxtur hefur verið mik­ill vegna síauk­ins fjölda ferða­manna og mak­ríl­veiða. Stíf höft hafa líka hjálpað mjög til, en þau hafa nú verið losuð lít­il­lega og verða losuð enn frekar um kom­andi ára­mót. 

Það verður fróð­legt að sjá hvort að fram muni fara vit­ræn umræða um pen­inga­stefnu sam­hliða, enda ljóst að Íslend­ingum hefur ekki gengið vel án hafta. Við höfum oftar en ekki verið með höft við lýði frá því að við tókum upp krónu, og frá árinu 2001 áttum við nokkur ár af fljót­andi krónu án hafta, sem skil­aði sam­fé­lag­inu í alls­herj­ar­hruni og ein­hvers konar sið­rofs­á­standi. Ný höft voru sett haustið 2008, þau gilda enn og munu gera það um ófyr­ir­séða fram­tíð. Það er vissu­lega ákveð­inn stöð­ug­leiki í því. Þ.e. við getum ekki rekið pen­inga­stefnu án hafta. Þá verður hrun. 

Líkt og alltaf þá mun upp­sveiflan í efna­hags­líf­inu bíta okkur í rass­inn á ein­hverjum tíma­punkti. Og sá tíma­punktur er ekki fjarri und­an. Ástæðan er m.a. sú að íslenska krónan er orðin of sterk fyrir útflutn­ings­fyr­ir­tækin sem starfa á alþjóða­mark­aði. Frá byrjun árs 2015 hefur hún styrkst um 25 pró­sent gagn­vart evru, 16,5 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal og um 43 pró­sent gagn­vart breska pund­inu, en þar á Brexit auð­vitað líka hlut að máli. Og með áfram­hald­andi auknu inn­streymi ferða­manna, og losun hafta, mun krónan bara halda áfram að styrkj­ast. Svo líka hægt að benda á að virði íslensku krón­unnar hefur rýrnað um 99,94 pró­sent gagn­vart þeirri dönsku á síð­ustu tæpu hund­rað árum. Sveifl­urnar sem hún hefur gengið í gegnum á því tíma­bili eru nán­ast bibl­ískar; við eigum sjö góð ár en svo sjö mög­ur. Svo er hring­ur­inn end­ur­tek­inn. Það er því nákvæm­lega eng­inn stöð­ug­leiki í íslensku krón­unni.

Á sama tíma er spáð hækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu á næstu miss­erum, en mjög lágt verð á henni er ástæða þess að verð­bólga hefur verið svona lág á Íslandi. Þeirri hækkun gæti fylgt mjög snöggt verð­bólgu­skot, með til­heyr­andi afleið­ingum fyrir t.d. þá sem fá lánað verð­tryggt, sem eru flest íslensk heim­ili. Það eru því ytri ástæður sem ráða því hvort og hversu mikið við munum borga af hús­næð­is­lán­inu okkar um næstu mán­aða­mót. Það er ekki mik­ill stöð­ug­leiki í því fyrir flesta.

Stöð­ugur áhugi vog­un­ar­sjóða

Spá­kaup­menn hafa sýnt að þeir elska íslenska efna­hags­kerf­ið. Alþjóð­legir fjár­fest­ing­ar- og vog­un­ar­sjóðir flykkt­ust hingað til lands fyrir hrun til að kaupa skulda­bréf á háum íslenskum vöxtum fyrir lán sem þeir tóku á mun lægri vöxtum í öðrum stöðugri mynt­um. Fyrir vikið fyllt­ust kistur íslensku bank­anna af gjald­eyri sem þeir lán­uðu til frekra ævin­týra­manna sem sólund­uðu því fé að mestu í vafasömum upp­kaupum á allt of dýrum eign­um. Margir þeirra gjörn­inga sem ráð­ist var til að reyna að bjarga mál­unum þegar allt var farið til hel­vítis hafa reynst glæp­sam­leg­ir.

Eftir hrunið sáu sömu spá­kaup­menn tæki­færi í því að eign­ast kröfur á fallið banka­kerf­ið, og alls kyns önnur fyr­ir­tæki, á hrakvirði. Á því hafa þeir mok­grætt. Þeir hafa því sýnt að Ísland er áhuga­verður fjár­fest­inga­kostur fyrir fram­leiðni­lausa spila­vít­is­hegðun þeirra bæði í upp­sveiflu og nið­ur­sveiflu. Það má slá því föstu að þeir muni finna leið til að græða á Íslandi enn og aftur nú þegar höft verða los­uð, hvort sem það verði í gegnum vaxta­mun­ar­við­skipti eða með öðrum hætti. Því er alveg hægt að segja að það ríki stöð­ug­leiki í áhuga vog­un­ar­sjóða á Íslandi og í mögu­leikum þeirra á að græða á okkar við­kvæma og sveiflu­kennda efna­hags­kerfi.

Stöð­ug­leik­inn í mis­skipt­ing­unni

Það ríkir líka stöð­ug­leiki í skipt­ingu gæð­anna á Íslandi. Í þeim stöð­ug­leika felst að þeir sem eiga mikið eru sífellt að eign­ast fleiri krónur en þeir sem eiga lítið eða ekk­ert. Þannig á 0,1 rík­asta pró­sent lands­manna 187 millj­arða króna í hreina eign. Alls áttu rík­ustu fimm pró­sentin 44,4 pró­sent af öllu eigin fé lands­manna um síð­ustu ára­mót. Í lok síð­asta árs skuld­aði fátæk­ari helm­ingur þjóð­ar­innar á vinnu­mark­aði – rúm­lega 100 þús­und manns – 211 millj­arða króna umfram eignir sín­ar.

Það er stöð­ug­leiki í því að laun hinna lægst settu eru svo lág að ekki er mögu­legt að sjá fyrir helstu nauð­synjum á þeim. Laun þing­manna voru hins vegar hækkuð um sem nemur rúmum heild­ar­mán­að­ar­launum þeirra sem passa börnin okkar og laun ráð­herra um sirka ein með­al­mán­að­ar­laun. Stjórn­ar­fólk í skráðum félögum sem líf­eyr­is­sjóð­irnir okkar eiga hafa þegið tug­pró­senta launa­hækk­anir og launa­skrið í sam­keppn­is­lausu fjár­mála­kerf­inu, sem hrundi fyrir átta árum síðan og var end­ur­reist með rík­is­sjóði okkar og eignum útlendra kröfu­hafa, hefur verið langt umfram það sem átt hefur sér stað í sam­fé­lag­inu á þeim tíma sem er lið­inn frá því að bank­arnir felldu sam­fé­lag­ið. Svo hefur allt logað í ill­deilum á vinnu­mark­aði und­an­farin ár og stefnir í að þeir eldar séu alls ekki að fara að slökkna á því kjör­tíma­bili sem er framund­an. 

Það er stöð­ug­leiki í hagn­aði sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja af nýt­ingu nátt­úru­auð­linda (287 millj­arðar króna á sjö árum) og það er stöð­ug­leiki í þeim arð­greiðslum sem hand­fylli eig­enda þeirra greiðir sér út á ári (sam­tals 38,2 millj­arðar króna frá byrjun árs 2013 og til síð­ustu ára­móta). Það er stöð­ug­leiki í því að hags­munir smá­kónga í land­bún­aði eru teknir fram yfir hags­muni allra hinna með gerð tíu ára búvöru­samn­inga sem gagn­ast hvorki neyt­endum né bænd­um.

Eina sem er stöðugt á Íslandi yfir lengri tíma er að venju­legt íslenskt launa­fólk, sem fær borgað í krónum og þarf að borga í íslenskum vöxt­um, kok­gleypir að þetta kerfi sem örfáir græða sví­virði­lega á í hæðum og lægðum en hinir þurfa að sveifl­ast með eins og lauf í vindi skili ein­hverjum raun­veru­legum stöð­ug­leika fyrir það. Það er vissu­lega ákveð­inn stöð­ug­leiki í því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None