#stjórnmál#velferðarmál

Stefna í öldrunarþjónustu – hugleiðingar við stjórnarskipti

„For­látið ég set á töl­ur, for­látið vér erum sagna­þjóð og getum aungu gleymt“.  

Á þessa leið hugs­aði Nóbels­skáldið okkar sér að sögu­hetjan hans tal­aði við erlenda menn. En því valdi ég mér þessa til­vitnun að mér hættir til að hefja mál mitt á því að rekja nokkra sögu. Lík­lega er þetta gam­al­dags og eig­in­lega efast ég um að lýs­ingin að ofan eigi alveg við nútíma Íslend­inga: tím­inn líður hratt og atburðir gær­dags­ins eru gleymdir í dag, hvað þá að nokkur muni skýrsl­ur, stefn­ur, yfir­lýs­ingar sem orðið hafa til inni á skrif­stofum ráðu­neyt­anna og það um mál sem ekki getur talist það mest spenn­andi í dag. Gamla fólk­ið, ell­ina og elli­þjón­ust­una. 

Þessi for­máli er auð­vitað inn­gangur að sögu. Hún er á þessa leið: Árið 2008, skömmu fyrir hrun, var félags­mála­ráð­herra sem hét og heitir Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir. Hún var ekki beint í tísku þetta árið, hafði orð á sér fyrir að ganga ekki rétt vel í takt við hina ráð­herrana, vilja eyða blint af almannafé og skilja almennt ekki dásemd mark­að­ar­ins sem þá réði öllu í hugsun og hegðun manna. – Svo kom hrun­ið....

Auglýsing

En áður en hrunið kom hafði ýmis­legt verið spáð og spek­úlerað í ráðu­neyti Jóhönnu, ekki síst á því sviði sem sneri að öldr­un­ar­mál­u­m.  Í fyrsta sinn var kom­ist aðeins út fyrir „heil­brigð­is- þjón­ustu- pen­inga- hjúkr­un­ar­heim­il­ara­mmann“ sem öll umræða hér á landi um mál­efni eldra fólks virð­ist föst í. Í stefnu ráðu­neyt­is­ins frá 2008 er margt um nýmæli og ég ætla að „setja á töl­ur“ og fara yfir þau helstu:

  1. Þjón­usta við aldr­aða á að vera nær­þjón­usta, ólíkir þjón­ustu­þættir eiga að vera á einni hendi og að því er eðli­leg­ast að sveit­ar­fé­lög lands­ins ann­ist hana. Í sam­ræmi við þetta var á einnig öll heima­þjón­usta að vera á einni hend­i.   
  2. Aldr­aðir hafa rétt á að búa á eigin heim­ili. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja fjöl­breytt búsetu­úr­ræði með víð­tækri heima­þjón­ustu sem taki mið af mis­mun­andi þörf­um. Ekki var skil­greint frekar hvað átt væri við með „bú­setu­úr­ræði“ en  ­leiða má að því líkur af text­anum að hér hafi m.a. verið horft til þjón­ustu­í­búða sem mögu­legs milli­stigs fremur en gömlu dval­ar­heim­il­in, sem fóru „úr tísku“ og ekk­ert kom í þeirra stað. Ekki er sagt skýrt að hjúkr­un­ar­heim­ili eigi að vera hluti af þessum úrræð­um, þ.e. flokk­ast sem búsetu­úr­ræði (en þau hafa alltaf verið skil­greind sem sjúkra­stofn­an­ir). 
  3. Upp­bygg­ing nýrra hjúkr­un­ar­rýma á að taka mið af þörfum not­end­anna, svo að þau lík­ist venju­legu heim­ili fremur en stofn­un. Jóhanna ætl­aði að láta byggja 400 ný rými (tala sem hefur síðan oft heyrst þegar rætt er um hjúkr­un­ar­rými) og þessi rými áttu að vera með litl­um, heim­il­is­legum ein­ingum með áherslu á einka­rými íbúa. Einnig átti að gera breyt­ingar á gömlu rýmunum þannig að allir fengju ein­býli – og það átti að klára þetta verk­efni á 4-6 árum (svo kom hrun­ið). Flutn­ingur hjúkr­un­ar­heim­il­anna til sveit­ar­fé­lag­anna, áherslan á heim­il­is­þátt­inn og að þjón­ustan ætti að vera á einni hendi bendir einnig til að þau hafi átt að flokka með öðrum búsetu­úr­ræð­u­m. 
  4. Greiðslur aldr­aðra fyrir hvers kyns þjón­ustu skulu breyt­ast þannig að þeir greiði sjálfir almennan rekstr­ar­kostnað við heim­il­is­hald, en hið opin­bera greiði heil­brigð­is­þjón­ust­u,  þ.m.t. hjúkrun og aðhlynn­ingu. Jóhanna tal­aði sjálf um í þessu sam­bandi að afnema „hið auð­mýkj­and­i  vasa­pen­inga­fyr­ir­komu­lag“ -  ­sem raunar er enn í gildi. Þetta atriði snýst um efna­hags­legt sjálf­stæði og er liður í að efla sjálf­ræði aldr­aðra sem búa á heim­ilum með sól­ar­hrings­mönnun aðstoð­ar­fólks, frekar en neins konar inn­grip í efna­hags­af­komu aldr­aðra.
  5. Starfs­fólk. Í skjal­inu er fjallað um nauð­syn þess að laða hæft starfs­fólk að öldr­un­ar­þjón­ustu og halda þeim þar svo ekki séu stöðug umskipti (starfs­manna­velta). Í því sam­hengi er talað um að fjölga hlut­falls­lega fag­mennt­uðu fólki og að auka náms­fram­boð til hinna sem enga fag­menntun hafa. 
  6. Til fram­tíðar á að veita þjón­ustu á grund­velli þarfar en ekki ald­urs. Jóhanna og hennar fólk lýsti því yfir að ekki ætti að lappa frekar upp á löngu úrelt  lög um mál­efni aldr­aðra, heldur að veita öllum þjón­ustu sem hennar þörfn­uð­ust, alveg burt­séð frá því á hvaða aldri þeir væru. Setja skyldi lög­gjöf um félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og lög­gjöf um heil­brigð­is­þjón­ustu – og leggja síðan lög um mál­efni aldr­aðra nið­ur. Húrra! gæti ég hróp­að, en - svo kom hrun­ið. Jóhanna – og öll þjóðin – fékk um hríð annað að sýsla en að spá í lúx­us­fyr­ir­bæri eins og sjálf­ræð­is­mál aldr­aðra, styrk­ingu heima­þjón­ustu, flutn­ing öldr­un­ar­mála til sveit­ar­fé­laga, hvort hjúkr­un­ar­heim­ili ættu að vera búsetu­úr­ræði eða sjúkra­stofn­an­ir. 

En hví að dvelja svo lengi við plagg sem var verið að dunda við í „gælu­verk­efni“ meðan pen­ingar íslensku þjóð­ar­innar urðu að engu í hruna­dansi trylltra mark­aðsafla? Jú, það er nefni­lega þannig að sú sem hér slær á lykla hefði allt eins getað skrifað þetta plagg sjálf, svo ger­sam­lega fellur það að öllum hug­myndum mínum um hvað er mik­il­vægt að gera á sviði stjórn­sýslu til úrbóta í öldr­un­ar­þjón­ustu. Skoð­anir mínar eru auð­vitað eng­inn Salómons­dóm­ur, heldur álit almenns borg­ara, en þó borg­ara sem hefur starfað í öldr­un­ar­þjón­ustu um nokkuð langt skeið, sér­menntað sig á sviði öldr­un­ar­þjón­ustu og fjallað um þau mál í ræðu og riti í tóm­stund­um, auk þess sem ég nálg­ast nú hröðum skrefum ald­ur­inn örlaga­þrungna – 67 ár – og bendir allt til að ég muni þá falla undir laga­bálk­inn sem Jóhanna ætl­aði að fella úr gildi sem fyrst: Lög um mál­efni aldr­aðra. 

Vegna þessa alls ætla ég að leyfa mér að nota stefn­una frá 2008 sem nokk­urs konar „gullið við­mið“ og skoða hvað orðið hefur um þessi stefnu­mál, eitt af öðru.  ­Sér­stak­lega styðst ég við tvö spánný skjöl af heima­síðu ráðu­neyt­is­ins, annað er stefnuplagg, að vísu enn í formi til­lögu starfs­hóps: Mótun stefnu í þjón­ustu við aldr­aða til næstu ára. Hitt er nýjasta útgáfa s.k. kröfu­lýs­ingar ráðu­neyt­is­ins, en kröfu­lýs­ing er heiti á samn­ings­grunni um lág­marks­þjón­ustu hjúkr­un­ar­heim­ila. Ég hef áður fjallað opin­ber­lega um fyrri útgáfu þess plaggs í grein sem birt­ist á www.vis­ir.is og ber nafnið Íslensk öldr­un­ar­þjón­usta – enn stödd á tutt­ug­ustu öld? Þar gagn­rýndi ég nokkuð harð­lega skort á fram­sýni varð­andi sjálf­ræð­is­mál í plagg­inu og því er það mér gleði­efni að geta sagt frá því núna strax að nýjasta útgáfan hefur tekið miklum fram­förum hvað ýmis slík atriði varð­ar. Sér­stak­lega gladdi það hjarta mitt að sjá að í skjal­inu er hisp­urs­laust fjallað um „fjötra“ – það að hindra hreyf­ingu fólks með þartil­gerðum bún­aði, sem lík­lega er nokkuð algengt í öldr­un­ar­þjón­ustu. Þetta óæski­lega úrræði er oft­ast notað í þeim fróma til­gangi að hindra skaða, virkar ekki sér­lega vel til þess og hefur margar óæski­legar auka­verk­anir í för með sér. Sá sér­staki íslenski tepru­skapur hefur kom­ist á að kalla fjötra „ör­ygg­is­bún­að“. Þessi orða­notkun er til þess fallin að draga úr nei­kvæðum hug­renn­inga­tengsl­um, nokk­urs kon­ar: „nei, nei, við erum sko ekk­ert að binda gamla fólkið, við erum bara að passa að það detti ekki og brjóti sig“ rétt­læt­ing. Í öllum hlið­stæðum textum á þeim erlendu tungum sem lykla­sláttu­kona ræður við að lesa heita fjötrar fjötr­ar, eins og sjálf­sagt og eðli­legt er.  En hverfum nú að stefnu­mið­unum fimm frá 2008.

1. Flutn­ingur öldr­un­ar­þjón­ustu til sveit­ar­fé­laga. 

Já, þetta þjóð­þrifa­mál virð­ist ætla að verða álíka sorg­ar­saga eins og ný stjórn­ar­skrá. Í tíð rík­is­stjórnar þeirrar sem Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir veitti sjálf for­stöðu verður þetta mál eitt helsta við­fangs­efn­i  ­sam­ein­aðs heil­brigð­is- og félags­mála­ráðu­neytis – vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is, þ.e. þegar á annað borð gafst næði frá rústa­björgun hruns­ins til að taka upp fyrra hjal. Fjöl­margir starfs­hópar unnu að hinum ýmsu þáttum þessa und­ir­bún­ings og á sama tíma var lokið flutn­ingi mál­efna fatl­aðra til sveit­ar­fé­laga, en sú breyt­ing tók gildi í árs­byrjun 2011. Þegar rýnt er í heima­síðu ráðu­neyt­is­ins sést að upp­haf­lega átti flutn­ing­ur­inn að eiga sér stað 1. jan­úar 2013 – svo var því frestað til sömu dag­setn­ingar 2014, en í milli­tíð­inni urðu stjórn­ar­skipti. Ég ætla ekki að spá um hvort það var hinn afger­andi þátt­ur, örugg­lega hafa sárar kvart­anir Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga yfir því að þurfa að taka við hinum fyrri mála­flokknum skipt miklu máli, en hitt er víst að loftið puðr­að­ist úr fyr­ir­ætl­un­inni líkt og afmæl­is­blöðru, hægt og með aum­legu ískri – og nú er hún álíka stein­dauð og íslenska kindin þar sem hún hangir á renni­braut slát­ur­húss­ins Hraðar hend­ur. Í skjal­inu nýjasta frá í sept­em­ber 2016, (Mótun stefnu til næstu ára) er skautað lag­lega yfir þetta mál, þ.e. hvergi sagt skýrt hver eigi að sjá um hvað en þeim mun meira talað um „sam­ráð“ og að fækka „gráum svæð­u­m“, en svæðin þau skap­ast einmitt þegar tveir aðilar sjá um sömu þjón­ustu. Þá verða líka til tæki­færi til að deila og drottna og vísa hver á ann­an, líkt og hrepp­arnir gerðu í den þegar þeir voru að koma af sér nið­ur­setn­ing­um. Þannig getur t.d. blankt sveit­ar­fé­lag sparað og skorið niður í heima­þjón­ustu hvers kyns og bara sent liðið á dval­ar­heim­ili næsta þétt­býlis ellegar hjúkr­un­ar­deild sjúkra­húss­ins, hvort tveggja kostað af ráðu­neyt­inu. En við næstu fjár­lög getur ríkið látið koma krók á móti bragði og skorið veru­lega niður fram­lög til­ þess­ara ­stofn­ana. Allir græða, nema ves­al­ings not­and­inn, en hann er nú hvort eð er gam­all og hrumur og ekki vanur að vera með­ ­upp­steyt! 

Þess verður þó að geta að nú alveg nýlega er reynt að koma jafn­vægi á með því að nota RAI-­mæli­tækið til að meta hverjir geti búið heima með heima­þjón­ustu og hverjir ekki – og þurfi því á ein­hvers konar dval­ar- eða hjúkr­un­ar­rými að halda. Einnig er þró­unin í þá átt að sam­eina – eða alla­vega sam­hæfa – heima­hjúkrun og heima­þjón­ustu, enda fyrir löngu orðið algert hneyksli að tveir alótengdir aðilar komi inn á heim­ili aldr­aðs not­anda og vinstri höndin viti ekk­ert hvað sú hægri er að gera. Svo hefur þó við­geng­ist allt of lengi með aug­ljósum slæmum afleið­ingum fyrir þarfir hins aldr­aða. 

2. Aldr­aðir eiga rétt á að búa á eigin heim­ili.

Eins og fyrr er nefnt var ekki mjög skýrt í stefn­unni frá 2008 hvað verið var að hugsa um nákvæm­lega, enda er það kannski eðli „fjöl­breyttra úrræða“ sem taka mið af þörfum not­enda að þau ber ekki að negla niður nákvæm­lega inni í ein­hverju ráðu­neyti. En í prak­sís hefur stefnan verið að allir búi heima svo lengi sem þess sé nokkur kost­ur,  enda höfum við sem yngri erum og störfum á hinum ýmsu stigum þjón­ust­unnar ákveðið af vís­dómi okkar og með könn­unum þar um að það sé það sem allir vilja helst. (Raunar byggj­ast kann­an­irnar að mestu á svörum hraustra aldr­aðra, svo ekki er von að þar komi fram djúp­stæð ósk um að flytja á neins konar stofn­un). Í sam­ræmi við þessa stefnu hafa skil­yrði til flutn­ings á hjúkr­un­ar­heim­ili verið hert veru­lega. Milli­stig frá búsetu heima voru dval­ar­heim­ilin gömlu, en þau eru smátt og smátt að hverfa, einkum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í stað þeirra eru einna helst þjón­ustu- og örygg­is­í­búð­ir, en þar er þó mikið um „grá svæð­i“, ekki síst þar sem mörg þess­ara úr­ræða eru einka­rekin og ekki alltaf skýrt hvað fólk fær í reynd í þessum íbúð­um. Sér­stakar íbúðir fyrir eldri borg­ara eru enn eitt grá-­svæð­ið: þær ein­kenn­ast í reynd bara af því að þar eru ekki tröppur né þrösk­uldar og út á það má selja þær á slíku okur­verði að iðu­lega er lítið eftir af ein­býl­is­hús­inu sem gamla fólkið í dag kom sér upp á eft­ir­stríðs­ár­unum með ómældu striti. Þessi stefna öll er fremur stíf og vantar enn mikið á að hún sé fjöl­breytt, að hún bjóði upp á val­frelsi eða taki mið af þörfum not­enda. 

Og áfram fjölgar gamla fólk­inu, það svíkst mis­kunn­ar­laust um að deyja 75 ára eins og áður tíðk­að­ist og bráðum komum við „baby boom­arnir“ á vett­vang, fjöl­menn, frek, drykk­felld og sjálf­ráða dek­ur­börn..... 

3. Nýju hjúkr­un­ar­heim­ilin með rýmunum 400, með heim­il­is­legum ein­ingum sem taka mið af þörfum aldr­aðra og ein­býl­u­m. 

Því miður hef ég ekki sam­an­burð­ar­tölur um fjölgun rýma frá árinu 2008. Ég þigg glöð svör um það frá þeim sem betur vita, t.d. úr ráðu­neyt­inu. Það má þó benda á að árið 2008 var  vinnu­brögðum við „vist­un­ar­mat“ sem nú heitir Færni- og heilsum­at, veru­lega breytt og skil­yrði til að flytja á hjúkr­un­ar­heim­ili þrengd. Á sama tíma­bili hefur líka orðið þróun í þá átt að fækka fjöl­býlum á eldri heim­il­um, ný heim­ili hafa leyst eldri af hólmi og má gera því skóna að þau séu heldur að þok­ast frá stofn­ana­út­lit­inu yfir í hug­mynd­ina um heim­ili. Enda hefur í stefnu ráðu­neyt­is­ins lengi verið lögð áhersla á heim­il­is­lega hönn­un, útlit og and­rúms­loft og það mun orðið algengt sjón­ar­mið í sam­fé­lag­inu. Þannig er á heima­síðu ráðu­neyt­is  skjal um skipu­lag hjúkr­un­ar­heim­ila, eitt frá 2008 og annað nýlega upp­fært, bæði í þessum anda.

Einnig segir í kröfu­lýs­ing­unni nýju að „heim­ilið skal vera vist­legt og hafa í heiðri mann­rétt­indi, mannúð og virð­ing­u.“ Auk örygg­is, stuðn­ings og aðstoðar á að styðja og styrkja sjálfs­mynd og sjálf­ræði íbúa. Þessu er svo fylgt eftir með athuga­semd um að stjórn­endur eigi að leggja sig fram um að kynna sér nýj­ungar á svið­inu, þá lík­lega ekki síst í þá átt að styrkja sjálf­ræði íbúa og stuðla að því að hjúkr­un­ar­heim­ilið verði heim­ili fremur en stofn­un. 

En þótt góð séu orðin vantar að mínu mati ýmsar nauð­syn­legar stjórn­sýslu­að­gerðir til að efnd­irnar séu enn lík­legri. Þar er að mínu mati efst á blaði að skil­greina hjúkr­un­ar­heim­ilin kvitt og klárt sem búsetu­úr­ræði, sem lið í keðju fjöl­breyttra búsetu­úr­ræða og að jarða end­an­lega hug­mynd­ina um „min­i-­sjúkra­hús­ið“ sem á sínum tíma var vissu­lega mik­il­vægt umbóta­afl til að þróa hjúkr­un­ar­heim­ili burt frá arfi fátækra­hæl­anna, en er núna orðin drag­bítur sem við­heldur „sjúk­dómsvæð­ingu“ öldr­un­ar.  Er af þessu öllu mikil saga sem ég verð  ­pláss­ins vegna að sleppa og mun nógu lang­orð samt.

4. Breyt­ing á greiðslu­fyr­ir­komu­lag­i. 

Þetta mál er eitt af fáum verk­efnum tengt flutn­ingi til sveit­ar­fé­laga sem varð eftir og haldið hefur verið lífi í. Skammt er að minn­ast fjöl­miðla­um­ræðu vorið 2015 þegar öldruð kona, Guð­rún Ein­ars­dótt­ir, kvaddi sér hljóðs og mót­mælti því að pen­ing­arnir hennar væru teknir af henni og henni svo skammt­aðir „vasa­pen­ing­ar“ (núna kringum 50 þús­und á mán­uð­i). Raunar er þetta mál tví­þætt þar sem það teng­ist hvers kyns sjúkra­dvöl og þar með einnig þeirra sem ekki eru að breyta búsetu og þurfa því að reka heim­ili til að hverfa til að að með­ferð lok­inni. Lík­lega eru þetta ekki margir ein­stak­lingar og má telja með ólík­indum að þessi fjár­upp­taka hins opin­bera skuli enn vera við lýði. Helst dettur manni í hug orð­tækið gamla: „það er smátt sem hundstungan finnur ekki“. Varð­andi hinn stærri hóp sem er að flytja á hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ili er það ekki einu sinni svo að ríkið spari pen­inga með fyr­ir­komulaginu: þegar Danir breyttu þessu fyr­ir­komu­lagi árið 1991 þýddi það alls ekki að fólk borg­aði miklu minna: yfir­leitt breytt­ust útgjöldin lít­ið, í sumum til­vikum borg­aði fólk minna og í öðrum jafn­vel meira. Þetta mál snýst því, eins og fyrr er sagt, ein­ungis um efna­hags­legt sjálf­ræði. Kostn­aður við breyt­ing­una er eng­inn annar en sá sem alltaf fellur til við inn­leið­ingu breyt­inga. 

En hvar er málið statt? Jú, í áður­nefndum til­lögum starfs­hóps á vegum ráðu­neyt­is­ins, dag­settum í sept­em­ber s.l.,  er því slegið föstu að afnema skuli „vasa­pen­inga­kerf­ið“ . Enn einn starfs­hópur hefur verið stofn­að­ur­  og skal þessi koma á fót „til­rauna­verk­efn­i“, svo ekki er hægt að saka menn um að fara geyst að hlut­un­um. En það er þó stefnt í rétta átt.

5. Farið er almennum orðum um aðgerðir til að laða hæft fólk til starfa, um menntun og símennt­un, þessi og þvíum­lík orð hafa verið end­ur­tekin með til­brigðum a.m.k. það sem af er þess­ari öld. Raunar var text­inn 2008 ekki neitt veru­lega frá­brugð­inn hvað þetta snerti. Segja má að félags­liða­námið sem kom til í kringum síð­ustu alda­mót sé fram­fara­skref, en mig langar að benda á að víða í okkar við­mið­un­ar­löndum eru ákvæði um að fólk megi ekki starfa við öldr­un­ar­þjón­ustu, þ.e. beina lík­am­lega aðstoð, án ein­hvers konar grunn­náms. Slíkt ákvæði væri metn­að­ur, almenn orð skuld­binda engan til neins. 

6. Varð­andi aðal­mál­ið, það að setja ný lög, sam­eig­in­lega fyrir alla þegna sem þurfa aðstoð hins opin­bera til að kom­ast af í dag­legu lífi (er­lent dæmi: dönsku Serviceloven), virð­ist það hafa verið slegið út af borð­inu, eig­in­lega án þess að hafa nokkru sinni kom­ist virki­lega að því, því eini vott­ur­inn um þetta þjóð­þrifa­mál eru þessi örfáu orð í stefnu­skjali frá því rétt fyrir hrun. Mikið hefur þó verið stagað í lög­in, nán­ast á hverju þingi og sumt þeirra breyt­inga er greini­lega sprottið af vax­andi umræðu um sjálf­ræð­is­mál, m.a. áhrif frá nýlegri lög­gjöf um rétt­indi fatl­aðs fólks og gegn nauð­ung í þjón­ustu við þann hóp. Í til­lögum að stefnu til næstu ára er þannig bein­línis talað um að draga úr nauð­ung í öldr­un­ar­þjón­ustu og í kröfu­lýs­ing­unni eru mjög góð ákvæði um að tak­marka fjötra­notk­un. Þar er líka talað um ofbeldi og mis­notkun gegn öldruð­um, en sam­kvæmt hefð­inni er þá oftast átt við aðeins annað fyr­ir­bæri, þ.e. beint, til­efn­is­laust ofbeldi hvort heldur er af hálfu starfs­fólks eða ann­arra. En ég hygg að ef málið yrði kannað myndi koma í ljós að algeng­asta teg­und ofbeldis gagn­vart hrumum öldruðum sem búa á hjúkr­un­ar­heim­ilum er einmitt nauð­ung í þjón­ustu, þ.e. þjón­ustan fram­kvæmd gegn vilja íbúa með lík­am­legri vald­beit­ing­u. Að lok­inn­i þess­ari um­fjöllun um stefnu­málin frá 2008 og afdrif þeirra 2016 – sem sér­stak­lega er hugsuð fyrir nýja rík­is­stjórn, hvernig sem hún nú verð­ur­ ­saman sett, verð ég að nefna atriðin sem vantar í öll þessi ágætu skjöl.

Það sem fyrst stingur í augu er vöntun á þjón­ustu­á­ætlun við fólk með heila­bil­un. Ein setn­ing: „...­mik­il­vægt að sett verði stefna í mál­efnum fólks með heila­bilun á Íslandi“ bendir vissu­lega til að hugs­unin sé til, og sér­lega er ánægju­legt að sjá að orða­notk­unin „fólk með heila­bil­un“ er komin inn í orð­færi ráðu­neyt­is­ins í stað „heila­bil­að­ir“, en hinn merki frum­kvöð­ull per­sónu­mið­aðrar þjón­ustu við þennan ört vax­andi hóp, Tom Kitwood, lagði mikla áherslu á að tala um fólk, um lif­andi per­són­ur, í stað þess að skil­greina hóp­inn út frá sjúk­dóms­ein­kenn­um. En – alveg burt­séð frá þessu ánægju­efni – enn vantar raun­hæfar aðgerðir til að koma upp þjón­ustu­á­ætlun við fólk með heila­bil­un. Danir hafa hana. Norð­menn hafa hana. Svíar hafa hana. Bretar hafa hana. Hvert ein­asta fylki Banda­ríkj­anna og Ástr­alíu hefur hana. En á land­inu okkar grá­brúna finnum við kannski bara á okkur hvernig best sé að haga þessum mál­um? Lík­lega, alla­vega erum við merki­lega sam­stillt um að læsa þetta fólk inni, fáum við færi á því – nán­ast hver ein­asta stofn­un/­deild sem er sér­merkt fólki með heila­bilum er læst og fólk fer þar ekki frjálst ferða nema í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um. Já, og vel á minnst: í skjöl­unum er heldur ekki talað um læs­ing­arnar bless­að­ar. Það er þó full ástæða, þær eru nefni­lega ólög­legar og mikil þörf á að bæta úr því, t.d. með áætlun um að draga veru­lega úr þessu óynd­isúr­ræði og á hinn bóg­inn að setja skýr lög um hvenær sé heim­ilt að hefta ferða­frelsi fólks sem ann­ars nýtur laga­legs sjálf­ræð­is, öryggis þess vegna. Dönsku Serviceloven fyrr­nefndu eru hér prýðis fyr­ir­mynd. Gætum við kannske stofn­að starfs­hóp um til­rauna­verk­efni?

Annað sem vantar alger­lega í öll skjölin sem hér er fjallað um – líka þau frá 2008 – er umfjöllun um notkun geð­lyfja í öldr­un­ar­þjón­ustu. Fyrr­nefndar nágranna­þjóðir okkar hafa margar hverjar ef ekki allar sett ákvæði og jafn­vel hrundið af stað átaki til að draga úr notkun þess­arra lyfja, bæði svo­kall­aðra geð­rofslyfja sem alla­jafna eru ætluð fólki með alvar­lega geð­sjúk­dóma eða í sturlun­ar­á­standi (Haldol, Ríson) og róandi lyfja svo sem Hemin­evrin sem er algengt og vin­sælt lyf þegar gam­alt og óáttað fólk fer að sýna æsing eða óró­leika. Ég hef heyrt þau rök að við þurfum ekk­ert sér­stakt átak um þetta, vegna þess að við notum RAI matið í allri okkar öldr­un­ar­þjón­ustu og í því mæli­tæki eru svo­nefnd­ir gæða­vísar: ef við notum mikið af fyrr­nefndum lyfjum kemur það fram sem mínus í gæða­mat­inu. En til þess að þetta hafi raun-á­hrif í þá átt að draga úr notkun þurfa að verða afleið­ingar í ein­hverju formi. Mögu­lega er það svo,  ­leynd­ar­dómar mæli­tæk­is­ins og notk­unar þess hjá eft­ir­lits­að­ilum eru mér ekki að öllu leyti kunn­ir. En mér finnst það ekki ásætt­an­legt að þetta atriði skuli ekki vera komið á blað hjá opin­berum aðilum og bendi á að í Banda­ríkj­unum var þetta atriði nefnt í frægum umbóta­lögum árið 1987. Les­endur geta sjálfir reiknað hve mörg ár eru síðan umlið­in.Í þessarri yfir­ferð hef ég sem betur fer haft ástæðu til að gleðj­ast yfir ýmsum fram­förum í stjórn­sýsl­unni. Í því sem er að ger­ast úti á „akrin­um“ er enn fleira til að gleðj­ast yfir, því sífellt vex nýrri menn­ingu fiskur um hrygg. Æ fleiri hjúkr­un­ar­heim­ili taka upp fram­fara­sinn­aða hug­mynda­fræði og varð­andi geð­lyfin má nefna að t.d. Eden heim­ilin eru með það á stefnu­skrá sinni að draga úr notkun þeirra með ráðum og dáð. Fleiri teikn eru á lofti um góða hluti. Lykla­sláttu­konan sem hér er að verki hefur und­an­farin ár haft í tölv­unni bók undir því stolta nafni „Ný menn­ing í öldr­un­ar­þjón­ust­u“. Verkið hefur dreg­ist um of sakir ýmissa búsorga, eins og geng­ur, og á meðan liggur við að þró­unin hlaupi fram úr mér. Það er vissu­lega vel. En mikið verk er óunn­ið. Ef ég fengi að ráða í einn dag  ­myndi ég gera þetta:

  1. Leggja niður lög um mál­efni aldr­aðra og setja í stað þeirra lög um félags- og heil­brigð­is­þjón­ustu.
  2. Flytja alla öldr­un­ar­þjón­ustu til sveit­ar­fé­lag­anna.

Ef ég fengi svo að ráða einn dag í við­bót myndi ég skipa starfs­hóp til að undi­búa þjón­ustu­á­ætlun fyrir fólk með heila­bilun og annan til að hrinda af stað átaki til að draga úr notkun geð- og róandi lyfja fyrir aldr­aða ein­stak­linga.

Svo myndi ég opna allar læstu dyrn­ar. 

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None