Valdbeiting „fjórða valdsins“

Arnar og Katrín
Auglýsing

Fjöl­miðlar gegna veiga­miklu hlut­verki í sér­hverju lýð­ræð­is­ríki. Fag­leg blaða­mennska miðar að því að birta sam­tímis upp­lýs­ingar og stað­reyndir úr ólíkum áttum í því skyni að almenn­ingur geti tekið afstöðu í mik­il­vægum mál­um. Eftir að hafa tekið upp­lýsta afstöðu getur almenn­ingur svo gert ákall um breyt­ingar ef þörf þykir og þannig er umræðan lyk­il­þáttur í fram­þróun sam­fé­lags­ins. Sam­kvæmt þessu hvílir mikil ábyrgð á herðum þeirra sem starfa á fjöl­miðl­um. Það er heldur ekki að ástæðu­lausu sem fjöl­miðlar eru taldir „fjórða vald­ið“ með skírskotun til þriggja vald­þátta rík­is­ins. Í sam­ræmi við áhrifa­vald sitt, lýð­ræð­is­lega ábyrgð og laga­legar skyldur ber fjöl­miðlum að veita rík­is­vald­inu aðhald, sem og öðr­um. Út frá öllu þessu má full­yrða að frjálsir fjöl­miðlar séu einn af horn­steinum lýð­ræð­is­ins, þar sem tján­ing­ar­frelsið og fag­leg frétta­mennska eru í heiðri höfð. Þrí­greining rík­is­valds byggir á sjón­ar­miðum um temprun valds­ins þannig að hver vald­þáttur hafi eft­ir­lit með öðr­um. Af sjálfu leiðir að þeir sem hafa hönd á stjórn­ar­taumum „fjórða valds­ins“ verða einnig að huga vand­lega að mik­il­vægi temprunar, hófs og mann­virð­ing­ar, svo nokkuð sé nefnt. Lögum sam­kvæmt hvílir ábyrgðin hér í ríkustum mæli hjá rit­stjórnum og blaða­mönnum ein­stakra fjöl­miðla, sbr. ábyrgð­ar­reglur í lögum um fjöl­miðla. Til hlið­sjónar skal enn­fremur bent á siða­reglur Blaða­manna­fé­lags Íslands. 

Fram­an­rit­aðar athuga­semdir eru settar á blað í til­efni af frétta­flutn­ingi Stöðvar 2 og Rík­is­út­varps­ins mánu­dags­kvöldið 5. des­em­ber sl., þar sem fjallað var sér­stak­lega um verð­bréfa­eign hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Athygli vekur að sjón­varps­stöðv­arnar tvær virð­ast hafa haft sam­ráð um tíma­setn­ingu frétta­flutn­ings­ins og báðar haft aðgang að skjölum sem virð­ast eiga upp­runa sinn hjá Glitni banka. Umfjöll­unin bar með sér að tals­verður und­ir­bún­ingur hafi legið að baki. Því miður verður þó ekki sagt að vandað hafi verið til verka.  Því er rétt að staldra við og íhuga eft­ir­far­andi atrið­i:  

Í fyrsta lagi er vand­séð að eign­ar­hald á hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóði leiði sjálf­krafa til van­hæfis dóm­ara. Líkja má slíku eign­ar­haldi við inn­lán í banka og erfitt yrði að finna hæft fólk til dóm­starfa ef gera ætti svo strangar kröf­ur.   

Auglýsing

Í öðru lagi var í frétta­flutn­ingi látið að því liggja, án sýni­legra heim­ilda, að sala Mark­úsar Sig­ur­björns­sonar á nánar til­greindum verð­bréfum hafi staðið í tengslum við upp­lýs­inga­leka úr við­skipta­ráðu­neyt­inu og þar með vegið að starfs­heiðri Mark­úsar og tveggja ann­arra lög­fræð­inga, nánar til­tekið þáver­andi sam­starfs­manns Mark­úsar við Hæsta­rétt Íslands og dóttur við­kom­andi dóm­ara sem þá starf­aði í við­skipta­ráðu­neyt­in­u. 

Í þriðja lagi verður að telja ámæl­is­vert að blaða­menn hafi ekki gefið hlut­að­eig­andi sann­gjarnt svig­rúm til að bregð­ast við þeim ásök­unum sem hafðar voru í frammi í frétta­flutn­ingn­um. Frétta­maður Stöðvar 2, sem virt­ist hafa haft rúman tíma til að und­ir­búa og vinna umrædda frétt, var spurð að því í kvöld­fréttum hvort hún hafi náð í Markús Sig­ur­björns­son vegna máls­ins. Hún svar­aði því til að þau á frétta­stof­unni hafi byrjað að reyna að ná í hann „upp úr hádegi“ þann sama dag til að fá svör hans við frétt­inni. Það hafi gengið erf­ið­lega fram eftir degi en svo hafi hann tjáð henni að hann teldi sig ekki hafa verið van­hæfan til að dæma í þeim málum sem nefnd voru. Fram kom að hann hafi látið gögn fylgja til stað­fest­ingar á því að hann hafi upp­lýst nefnd um dóm­ara­störf um nefnd við­skipti á árinu 2007. Frétta­maður tók þó fram að hún teldi það ekki breyta öllu í þessu máli, enda hefði hún rætt við „lög­menn“ og „fólk í stétt­inni“ sem hafi „eðli­lega“ verið „slegið yfir þessum frétt­u­m.“ Hún bætti svo við (orð­rétt): „Þar töldu allir að það væri engin spurn­ing að um van­hæfan aðila væri að ræða“. Hér hefði frétta­mað­ur­inn þurft að greina nánar frá því hvernig við­mæl­endur hennar hafi verið valdir og á hvaða laga­legu for­sendum þetta van­hæf­is­mat væri byggt. Þegar um slíka alhæf­ingu er að ræða verður að geta heim­ilda og helst hefði þurft að sýna við­töl við þá lög­fræð­inga þar sem þeir stað­festu sjálfir álit sitt um van­hæfi við­kom­andi dóm­ara. Það er því í besta falli óvar­legt að fram­reiða alhæf­ingu með þessum hætti án frek­ari heim­ilda. 

Sama var uppi á ten­ingum í umfjöllun Kast­ljóss umrætt kvöld þar sem for­maður nefndar um dóm­ara­störf var spurð um skjöl sem hún taldi að væru ekki til, en síðar kom í ljós að Markús Sig­ur­björns­son hafði þó sent nefnd­inni. Hefði honum verið gef­inn tími til þess að skýra sína hlið má ætla að við­talið við for­mann nefnd­ar­innar hefði þró­ast með öðrum hætti.

Fram­setn­ing fjöl­miðla í máli þessu stenst ekki þær kröfur sem gera má til fag­legrar blaða- og frétta­mennsku. Eftir því sem mál­inu vindur fram og upp­lýs­ingar koma fram í dags­ljósið eyð­ist málið fremur en vex. Eftir stendur þá ekki annað en að almenn­ingur veit meira um per­sónu­leg mál­efni Mark­úsar Sig­ur­björns­sonar en áður. Er þetta mál þannig vaxið að upp­lýs­inga­réttur almenn­ings vegi þyngra en hags­munir við­kom­andi dóm­ara af því að hafa fjár­mál sín í frið­i? 

Hvaða hags­muna er fjórða valdið að gæta hér? Getur hugs­ast að þetta snú­ist um að koma höggi á dóm­stól­ana til að rýra traust almenn­ings á þeim? Slíkt yrði að telj­ast grafal­var­legt því þar með væri vegið að rótum rétt­ar­rík­is­ins. Því miður bendir margt til að hér hafi verið skotið fyrst og spurt svo. Með fram­setn­ing­unni er vegið að æru og starfs­heiðri fólks, grafið undan trú­verð­ug­leika dóm­stóla, auk þess sem telja má það alvar­legt að per­sónu­leg gögn um fjár­hags­mál­efni fólks, svo sem einka­tölvu­póstar, leki út úr banka­kerf­inu til fjöl­miðla. Vís­ast hvað þetta varðar m.a. til laga um per­sónu­vernd nr.  77/2000. Slíkt er ekki til þess fallið að efla traust almenn­ings á starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja hér á landi. Gætu afleið­ingar af þessum leka m.a. verið þær að fólk myndi velja að fara með fjár­muni sína úr landi til þess að eiga ekki á hættu á að valdar upp­lýs­ingar yrðu teknar og fram­reiddar með óheppi­legum hætti í fjöl­miðlum án þess að þeim sem í hlut á gæf­ist tæki­færi til að taka til varna. Í hinu stóra sam­hengi verður að gera alvar­legar athuga­semdir við það að valdi fjöl­miðla sé beitt svo harka­lega sem hér um ræðir og full­yrð­ingum slengt fram án þess að gætt sé að því að gagn­stæð sjón­ar­mið komi fram og að hlut­að­eig­andi gef­ist sann­gjarnt svig­rúm til að svara fyrir sig. Við slíkar aðstæður væri ekki nema von þótt ugg setti að almennum borg­urum frammi fyrir vald­þótta þeirra blaða­manna sem um málið hafa fjall­að.

Opin og gagn­rýnin umfjöllun um störf og reglur sem gilda um dóm­ara er til góðs. Í slíkri umræðu væri til­valið að varpa fram spurn­ingum eins og hvort skyn­sam­legt sé að breyta lögum þannig að hags­munir dóm­ara sem gætu leitt til van­hæfis hans væru hrein­lega gerðir almenn­ingi aðgengi­leg­ir, líkt og við á um Alþing­is­menn og ráð­herra. Jafn­framt væri sú umræða holl hvort yfir­höfuð sé heppi­legt að dóm­arar fjár­festi í verð­bréfum og þar fram eftir göt­um. Slíkri umræðu ber að fagna en hún verður að fara fram á mál­efna­legum nótum til þess að hún nýt­ist sem best og afleið­ingar hennar verði aðgerðir sem auka traust til dóms­kerfis okk­ar, því líkt og önnur opin­ber kerfi bygg­ist það fyrst og fremst á trausti. Við erum heppin að því leyti að á Íslandi starfa ýmsir fjöl­miðlar sem veita fjöl­breytta sam­fé­lags­um­ræðu þegar best læt­ur. Á Íslandi er hins vegar aðeins til eitt dóms­kerfi sem borg­arar lands­ins verða að geta treyst að sé óháð og óhlut­drægt. Um þetta kerfi þarf að fjalla af fullri ábyrgð og sann­girni.

Þegar fjöl­miðlar ganga fram með þeim hætti sem hér um ræðir er full ástæða til að spyrja sígildrar spurn­ing­ar: Hver á að vakta eft­ir­lits­mann­inn? Í fyrstu umferð er rétt að frétta­stofur þeirra fjöl­miðla sem í hlut eiga svari sjálfar fyrir sig. 



Höf­undar eru lektor við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík og hér­aðs­dóms­lög­maður með BA-gráðu í fjöl­miðla­fræð­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None