Þetta er fullreynt

Hið ímyndaða stríð gegn fíkniefnum var áberandi á alþjóðavettvangi árinu. Óhætt er að segja að árangurinn sé lítill sem enginn. Á Fillipseyjum hefur þjóðarleiðtoginn fengið óáreittur að láta murka lífið úr þúsundum án þess að nokkur geri neitt.

Auglýsing

Fyrir nokkrum árum las ég skýrslu UNODC (United Nations Office of Drugs and Cri­me), und­ir­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna sem berst gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og tekur saman gögn um fíkni­efna­heim­inn ár hvert. Ég var í feðra­or­lofi og fékk þrá­hyggju fyrir efni skýrsl­unnar þegar ég fór að glugga í hana. Hún var um 300 blað­síður og mikið magn upp­lýs­inga í henni.

Í skýrsl­unni ár hvert eru teknar saman upp­lýs­ingar frá öllum aðild­ar­ríkjum Sam­ein­uðu þjóð­anna um fíkni­efna­mark­að­inn. 

Ég starf­aði á þessum tíma á Við­skipta­blað­inu og skrif­aði stuttan sam­an­tekt­ar­p­istil um efni skýrsl­unn­ar. Hann bar heitið óvinn­andi stríð.

Auglýsing

Þrennt er mik­il­vægt við þessar skýrslur UNODC ár hvert. 

1. Í þeim er skipu­lega teiknað upp hvernig fíkni­efna­mark­að­ur­inn virk­ar. Hvar efnin verða til og hvernig þau flæða milli landa.

2. Yfir­lit er gefið um hvernig fíkni­efna­tengdir glæpir koma inn á borð yfir­valda, hvaða með­ferð þau fá og hvernig refs­ing­arnar eru.

3. Frum­gögn frá aðild­ar­ríkj­unum gera sam­an­tekt­ina áreið­an­legt gagn um vanda­málin sem tengj­ast fíkni­efn­un­um. 

Óhætt er að segja að þau séu yfir­þyrm­andi. Millj­ónir ein­stak­linga eru í fang­elsi um allan heim vegna fíkni­efna­tengdra glæpa og svarta hag­kerfið sem orðið hefur til, sam­hliða hinu svo­kall­aða stríði gegn fíkni­efn­um, stækkar stöðugt. Það verður í reynd sífellt háþró­að­ara með teng­ingum við skelfi­leg­ustu glæpi sem um get­ur, þar á meðal man­sal. 

Núna fimm árum síðar er „stríðið gegn fíkni­efn­um“ í algleym­ingi. Árang­ur­inn er lít­ill sem eng­inn. Ömur­leg­asta birt­ing­ar­mynd bar­átt­unnar gegn fíkni­efnum sem sést hefur lengi er á Fillips­eyjum þar sem brjál­aður leið­togi þjóð­ar­inn­ar, Rodrigo Duter­te, hefur sett saman lög­reglu­sveitir til að þess að drepa fíkla og sölu­menn á götu­horn­um, einkum í Man­ila. Þús­undir hafa látið lífið á skömmum tíma og Duterte for­seti - sem ját­aði í síð­ustu viku að hafa kastað manni út úr þyrlu og drepið hann - seg­ist ekki ætla að hætta fyrr en að hann hefur útrýmt fíkni­efnum á Fillips­eyj­u­m. 

Hræði­legt er að hugsa til þess að eng­inn skuli grípa inn í þessi fjöldamorð á veiku fólki þar sem öruggt er að mark­miðið mun ekki nást og engum árangri skila. Þessi aug­ljósa þver­sögn er þó á vissan hátt rök­réttur hluti af stríð­inu á heims­vísu við fíkni­efn­in. Vind­myllu­bar­dagi kemur upp í hug­ann.

I. Vand­inn magn­ast áfram

Í Banda­ríkj­unum og Kanada hefur þró­unin á þessu ári verið bæði átak­an­leg og ískyggi­leg. Sexfalt fleiri dóu úr of stórum skammti af heróíni í Bandaríkjunum árið 2014 en árið 2001. Tölurnar eru enn verri fyrir árið 2015 og árið í ár. Þróunin er ískyggileg. Mynd: NIH.Dauðs­föllum sprautu­fíkla sem taka of stóran skammt hefur fjölgað gríð­ar­lega hratt. Þetta á bæði við um lyf­seð­ils­skyld lyf, verk­smiðju­fram­leidd lyf og síðan hefð­bundn­ari fíknefni sem neytt er í gegnum spraut­ur. Talið er að tala þeirra sem lát­ist hafa á árinu úr of stórum skammti af heróíni muni fara yfir 15 þús­und í Banda­ríkj­unum á árinu en til sam­an­burðar þá lét­ust ríf­lega tvö þús­und úr of stórum skammti heróíns árið 2010 og færri á árunum þar á undan frá 2001. Þetta ger­ist þrátt fyrir að þung við­ur­lög séu víða við fíkni­efna­tengdum brotum og að mörg hund­ruð þús­und manns, sem hafa hlotið dóm fyrir fíkni­efna­tengda glæpi, fylli fang­elsi lands­ins. Sam­bæri­leg hlut­falls­leg hækkun hefur verið í Kanada. Fíklar deyja vítt og breitt um Amer­íku og svo virð­ist sem Ópíum, sem heróin er unnið úr, eigi afar greiða leið inn á Banda­ríkja­markað líkt og önnur efni sem fíklar sprauta sig með. Eft­ir­spurnin frá hinum veiku er mikil og fram­boðið eftir því.

 

Um átta­tíu pró­sent af Ópíumi í heim­inum er unnið í Afganistan og Búr­ma, sam­kvæmt UNODC. Áfram­vinnsla úr frum­efn­unum fer síðan fram víða um heim, en hefur farið vax­andi í Asíu og Aust­ur-­Evr­ópu síð­ustu árin, sam­kvæmt skýrslum UNODC. 

Með öðrum orðum er nákvæm­lega vitað hvaðan efnin koma og ef það væri vilji til að stoppa fram­leiðsl­una alveg eða minnka hana dramat­ískt þá yrði það gert. Ekki vantar her­menn í Afganistan en vilj­inn til að stöðva fram­leiðsl­una er eng­inn. Enda gæti það haft alvar­legar afleið­ingar fyrir umheim­inn ef dregið yrði hratt úr fram­boð­inu. Hinir veiku myndu þá leita í önnur og jafn­vel hættu­legri efni. Hinn sam­fé­lags­legi lýð­heilsu­vandi kæmi þá með krafti upp á yfir­borð­ið. 

Árang­ur­inn (það er að segja góðu töl­urnar í bók­unum og skýrsl­un­um) sem náðst hefur í lög­reglu­starfi í Banda­ríkj­unum og víða í Evr­ópu snýr öðru fremur að borg­ar­svæðum sem hafa náð árangri í að ná niður glæpa­tíðni í hverfum sem áður voru óör­ugg­ari. Ekk­ert bendir hins vegar til þess að fram­boð af fíkni­efnum sé minna eða færri séu veikir vegna þeirra.II. Í grunn­inn er þetta heilsu­vandi

Með öðrum orð­um: Það er vitað að í grunn­inn er um lýð­heilsu­vanda sem teng­ist beint geð­rænum kvillum og fíkni­sjúk­dómum að ræða. Þess vegna hefur það tak­mark­aða þýð­ingu að ráð­ast á fram­leiðslu­svæð­in. Hvort sem það eru slétt­urnar í Afganistan eða Kóka­laufs­bú­garðar í Suð­ur­-Am­er­ík­u. Millj­örðum Banda­ríkja­dala hefur verið varið árlega í það sem kallað hefur verið stríð gegn fíkni­efn­um. Í rúm­lega þrjá ára­tugi, frá því Ron­ald Reagan þáver­andi Banda­ríkja­for­seti setti af stað mikið ímynd­ar­stríð gegn fíkni­efnum árið 1981, hefur staða mála ekk­ert batnað en fang­elsi hafa að miklu leyti fyllst af fólki sem hefur fengið dóma fyrir fíkni­efna­tengda glæpi. Hörð stefna yfir­valda víða hefur engum árangri skil­að. Þungir dómar breyta engu, ekk­ert dregur úr eft­ir­spurn­inni og ótíma­bærum dauðs­föllum vegna fíkni­efna­neyslu fjölg­ar. 

Hvað er til ráða? 

Eitt er vitað eftir reynslu síð­ustu ára­tuga. Harðar aðgerðir lög­reglu virka ekki þegar kemur að því að draga úr vanda­mál­um. Þungir dómar virka ekki. Boð og bönn virka ekki. Það er ekki að draga úr neyslu og vanda­málin eru ekki að minnka. Þetta liggur fyr­ir. Skýrslur UNODC eru góð heim­ild um þetta og það sama má segja um aðrar stofn­anir sem fjalla um þessi mál. 

Stjórn­mála­menn, sem beint og óbeint móta stefnu yfir­valda þegar kemur að fíkni­efna­tengdum vanda­mál­um, hafa gjör­sam­lega brugð­ist. Frá þeim hafa engar lausnir kom­ið.Ef við horfum á hlut­ina á Íslandi, þá eru útlín­urnar að mörgu leyti svip­að­ar. Lög­reglan - sem horf­ist í augu við verstu hliðar fíkni­efna­heims­ins í dag­legum störfum - þarf að taka virk­ari þátt í umræðu um mála­flokk­inn og hvernig á að nálg­ast hann. Hvað er að virka vel og hvað illa. Við vitum að stórir fíkni­efna­fundir virð­ast engu skila fyrir heild­ina, svo blaða­manna­fundir um þá eru leik­sýn­ingar og ekk­ert ann­að. Hafa engin áhrif á neitt.

Stjórn­mála­menn sýna þessum málum líka of lít­inn áhuga. Þeir virð­ast ekki skilja vanda­mál­in, kynna sér ekki alþjóð­legu gögnin nema lítið eitt. Á Íslandi deyr fólk ár hvert úr fíkn sinni í tuga­tali. Hryll­ing­ur­inn sem þessu fylgir tætir sundur fjöl­skyldur og skilur eftir sviðna jörð. Það á ekki að gera lítið úr þessu. 

Fjár­magn sem fer í lækn­is­með­ferðir og for­varn­ar­starf er alltof lítið og lítið mark er tekið á þeim sem benda á þetta finnst mér. Læknar og sál­fræð­ingar þar á með­al. Fólk sem býr yfir sér­fræði­þekk­ingu á við­fangs­efnum fíkni­sjúk­dóma. 

Virð­ing­ar­leysi stjórn­mála­manna hefur birst í gegnum tíð­ina með ýmsum hætti. Til dæmis hafa þeir sett millj­ónir árlega í trú­rof­stæk­is­hópa í nafni með­ferðar við fíkni­sjúk­dómum og geð­rænum kvill­um. Þetta er ömur­legra en orð fá lýst og afleið­ing­arnar eftir því. Byrg­is-­málið kemur upp í hug­ann hér. Það er geymt en ekki gleymt, og sýnir hversu lágt stjórn­mála­menn voru til­búnir að leggj­ast í nið­ur­læg­ing­ar­för sinni gegn veiku fólki. Skýrslur sem sýndu vanda­málin voru settar niður í skúffu og haldið áfram í for­heimskum leið­angri.

Virð­ingin fyrir fólk­inu sem er háð fíkni­efn­unum er lítil sem engin og mann­vonska yfir­valda á sér því miður lítil tak­mörk. Það er á vissan hátt verið að níð­ast á veiku fólki með því að hafa það í fang­elsum fyrir neyslu­glæpi og sums staðar í heim­inum er það hund­elt og drep­ið, eins og dæmin frá Fillips­eyjum sanna. Það þarf ekki að leita í þær öfgar til að finna slæm dæmi.Hringir þetta engum bjöllum um að hugs­an­lega séum við - hinn alþjóða­væddi heimur - á rangri braut í þessu stríði?

Það er kom­inn tími til þess að mála­flokk­ur­inn sem snýr að fíkni­t­engdum sjúk­dómum verði tek­inn til gagn­gerrar end­ur­skoð­un­ar. Útgangs­punkt­ur­inn ætti þar að vera sá að við­ur­kenna að árang­ur­inn af refsi­stefnu - sem keyrð hefur verið þvert á landa­mæri um ára­bil - er eng­inn og margt bendir til þess að í stefn­unni felist mann­vonska gagn­vart veik­um, þvert á nýj­ustu upp­lýs­ingar og þekk­ing­u. Þetta minnir um margt á þann tíma þegar geð­veikir voru ólaðir nið­ur, settir í sloppa og hafðir í glugga­lausum rým­um. Það var gert að grunni til vegna van­þekk­ingar og áhuga­leysis yfir­valda. Með auk­inni þekk­ingu hefur þetta breyst. 

Starfs­hópur Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem falið var að kafan ofan í þennan mála­flokk, hefur bent á nauð­syn þess að breyta um stefnu og lagt til algjöran við­snún­ing, snúa frá boðum og bönn­um, draga úr hörku og ein­blína á að for­varnir og að hjálpa hinum veiku. Að hætta hinni rót­tæku stefnu gegn fíkni­efna­fram­leiðslu, sölu og neyslu, og horfa frekar á mála­flokk­inn sem lýð­heilsu­vanda. Þetta er stór­mál. Risa­vaxið sam­fé­lags­legt mál. Þverpóli­tískt, ef það róar ein­hvern.

Spurn­ingin um lög­leið­ingu fíkni­efna eða ekki lög­leið­ingu er oft borin upp. Það er ekki aðal­at­rið­ið, þó ég hall­ist að því að boð og bönn virki ekki í ljósi þess sem að framan er greint. Aðal­at­riðið ætti frekar að vera það, að rýna gögn og reynslu­sög­una af þeirri stefnu sem rekin hefur verið svo til alls staðar á vest­ur­lönd­um, með mis­jafn­lega mik­illi hörku þó. 

III. Horf­ist í augu við mis­tök ykkar

Þetta er full­reynt.

Það er kom­inn tími á að draga lær­dóm af mis­tökum og árang­urs­leysi. Fyrstu skrefin gætu verið þau að hlusta á raddir sér­fræð­inga sem hafa bent á skelfi­legar afleið­ingar fjársveltis fang­els­is­mála­flokks­ins. Horft á stöðu mála á Íslandi, þá skiptir nýtt fang­elsi litlu sem engu í sam­an­burði við það að sjúkir ein­stak­lingar fái lækn­is­að­stoð og við­ur­kenn­ingu á veik­indum sín­um. Það er hið stóra sam­fé­lags­lega mál. 

Við skuldum þeim sem ekki eru lengur meðal okkar vegna veik­inda sinna að gera eitt­hvað í mál­un­um. Hryll­ings­sög­urnar eru of margar og þeim fækkar ekk­ert. Þvert á móti.

Fjöl­skyldur eru bjarg­ar­lausar gagn­vart ómennsku fíkni­sjúk­dóma og geð­rænum rús­sí­bana sem þeim fylgja. Nið­ur­læg­ingin sem fylgir stefn­unni í rétt­ar­vörslu­kerf­inu er síðan sam­fé­lags­mein sem verður að upp­ræta. 

Nú er mál að linni. Von­andi verða þessi mál­efni framar í for­gangs­röð­inni hjá stjórn­mála­stétt­inni á nýju ári. Hún mótar stefn­una. Hún skuldar sjálfs­gagn­rýni þegar að þessu kemur og miklu betri og dýpri rýn­ingu á gögn­um. Hún verður að horfast í augu við algjört árang­urs­leysi sitt - þvert á landa­mæri - og nið­ur­lægj­andi aðgerðir gagn­vart þeim sem minna mega sín. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None