Umferðin sem birtist - og hvernig hún hvarf

Auglýsing

Hvenær mega borg­ar­búar eiga von á að það verði bætt við götum og akreinum svo það verði hægt að kom­ast hraðar og taf­ar­laust milli staða? Hvenær verður bætt við akrein á Hring­braut­inni og hugað að mis­lægum gatna­mótum við Hofs­valla­götu? Er ekki kom­inn tími til að Langa­hlíðin fá hækk­aðan hámarks­hrað­ann svo fólk þurfi ekki að sil­ast gegnum Hlíð­arn­ar? Ætti ekki sjá til þess að Halls­veg­ur­inn í Graf­ar­vogi geti breyst í almenni­lega hrað­braut gegnum hverfið með mis­lægum gatna­mótum við Gull­in­brú og Vík­ur­veg? Má ekki reikna með að hraða­hindr­an­irnar verði teknar af Rofa­bænum bráð­lega?

Þetta eru allt spurn­ingar sem vakna hjá mér þegar ég velti fyrir mér val­kostum við þá stefnu sem rekin er í umferð­ar­málum í Reykja­vík­ur­borg í dag. Svarið við öllum nema fyrstu er: Þegar við ákveðum það. Svarið við fyrstu spurn­ing­unni er: Aldrei. (Von­and­i).

Hugsum um umferð

Hugs­ana­líkan fyrri tíma um umferð­ar­mál tóku mið af véla­verk­fræð­inni. Litið var á umferð sem straum eða rennsli og göt­urnar sem lagnir fyrir það rennsli. Til að meta fjár­fest­ing­ar­þörf­ina var svo búið til líkan sem segir til um hvernig rennslið muni þró­ast og hvar þyrfti að bæta við lögnum til að anna því. Þetta var auð­vitað mjög lógískt á sínum tíma og eðli­legur upp­haf­s­punktur fyrir sam­fé­lag þar sem almenn bíla­um­ferð er ný af nál­inni.

Auglýsing

Þetta hugs­ana­líkan hefur gengið sér til húðar og hefur raunar fært mörgum borgum í heim­inum ómældar hörm­ungar og eyði­legg­ingu sem á sér vart hlið­stæður nema á stríðs­tím­um. Áhuga­samir geta hafið leit sína með því að finna grein­ina um „Hig­hway revolts“ á Wikipediu og unnið sig þaðan í þekk­ing­ar­leit. Aðal­skipu­lag Reykja­víkur frá 1962 tók mið af þeim hugs­un­ar­hætti að spá fyrir um umferð, anna eft­ir­spurn­inni með réttum fram­kvæmdum og njóta svo. Það skipu­lag má segja að hafi staðið í grund­vall­ar­at­riðum frá því það var sam­þykkt og  til árs­ins 2013 þegar núgild­andi aðal­skipu­lag 2010-2030 tók gild­i.  Stór verk­efni á Íslandi eiga það til að tefj­ast og þvæl­ast mikið og fyrir það getum við þakkað að við eigum ennþá mið­borg­ina okkar óskemmda af þess­ari stefnu­mörk­un. Til upp­rifj­unar þá stóð til að leggja hrað­braut gegnum Grjóta­þorpið og jafna það við jörðu svo tengj­ast mætti upp­hækk­aðri hrað­braut við Geirs­götu sem sjá má minjar um ofan á Toll­hús­inu.

Mark­aðs­torg hreyf­an­leik­ans

Í þessum hugs­ana­lík­önum fyrri tíma voru gerð þau mis­tök að horft var fram­hjá að bílar hafa ekki sjálf­stæðan vilja. Bílum er ekið af fólki. Fólk hegðar sér ekki eins og vél­ar. Það er tengd ályktun að umferð er efna­hags­legt fyr­ir­bæri miklu frekar en verk­fræði­legt. Umferð sem fyr­ir­bæri lík­ist miklu meira hegðun á mark­aði þar sem fram­boð og eft­ir­spurn stýrir verði. Það er fram­boð af plássi á veg­unum og það er eft­ir­spurn eftir ferðum á veg­in­um. Gjald­eyr­ir­inn á þessu mark­aðs­torgi er tím­inn. Ef það er mikið fram­boð en lítil eft­ir­spurn er verðið lágt. Ef eft­ir­spurnin eykst og fram­boðið gerir það ekki þá hækkar verð­ið. Gott og vel, er þá ekki bara að auka við fram­boðið til að ná réttu verði?

Fram­kölluð eft­ir­spurn (e. Ind­uced dem­and) er það sem setur þá lausn því miður í upp­nám. Aukið fram­boð lækkar verðið og það skapar á móti aukna eft­ir­spurn. Upp­runi auk­innar eft­ir­spurnar getur verið að ein­hverjir flytji til ferða­tím­ann sinn: fari á háanna­tíma frekar en aðeins fyrr eða seinna líkt og þeir gerðu áður. Ein­hverjir sjá frekar vit í að keyra frekar en hjóla eða labba þegar ástandið er orðið svona fín­t.  Ein­hverjir breyta leiða­vali sínu. Svo ekur fólk  ein­fald­lega fleiri ferðir ef það er þægi­legt að aka; ferðir sem það hefði sleppt áður, hnýtt saman við aðrar ferð­ir, ákveðið að sinna erindi frekar utan háanna­tíma og ýmis­legt fleira. 

Þyrftum að rífa áfanga­stað­inn til að byggja leið­ina

Hið gagn­stæða ger­ist líka. Við það að fram­boðið á umferð­ar­rými sé fjar­lægt „hverf­ur“ umferð. Um þetta eru til fjöldi dæma frá borgum víða um heim og er ítar­lega gerð grein fyrir í skýrslu ráð­gjafa­nefndar breskra sam­göngu­yf­ir­valda frá 1994 . Stórum götum er lok­að, smá rugl­ingur verður meðan fólk er enn að með­taka breyt­ing­una og að lokum virð­ist umferðin hafa gufað upp.  Fólk fann sér aðrar leiðir til að sinna sam­göngu­þörfum sínum en að aka akkúrat þessa götu á akkúrat sama tíma og margir aðr­ir.

Sem sagt: við getum byggt mis­læg gatna­mót og akreinar fyrir alla pen­ing­ana í borg­ar­sjóði en umferðin mun alltaf vaxa í brók­ina sem henni var snið­in. Það er eng­inn enda­punktur þar sem umferðin vex ekki meira því eft­ir­spurnin á vin­sæl­ustu tímum dags­ins verður alltaf það mikil það þyrfti að rífa það sem við viljum nálg­ast til að koma umferð­inni fyr­ir. Bara bíla­stæða­þörf svo mik­illar umferðar myndi éta upp ómælt pláss. Við þyrftum að rífa áfanga­stað­inn til að geta kom­ist að hon­um.

Eru nú enn ótaldir ýmsir fylgi­fiskar bíla­um­ferð­ar, hávaði, loft­mengun og slys. En ég sagði í upp­hafi að von­andi verði aldrei sú staða að við getum ekið óhindrað um á háanna­tíma. Hví ekki að fagna slíkum lúx­us? Því mér vit­an­lega er slíkt ástand bara þar sem efna­hags­lífið er í dvala, fólk hefur ekk­ert út að sækja og kærir sig ekki um að heim­sækja lyk­il­staði í borg­ar­inn­ar. 

Höf­undur er verk­fræð­ingur og full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í umhverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None