Umferðin sem birtist - og hvernig hún hvarf

Auglýsing

Hvenær mega borg­ar­búar eiga von á að það verði bætt við götum og akreinum svo það verði hægt að kom­ast hraðar og taf­ar­laust milli staða? Hvenær verður bætt við akrein á Hring­braut­inni og hugað að mis­lægum gatna­mótum við Hofs­valla­götu? Er ekki kom­inn tími til að Langa­hlíðin fá hækk­aðan hámarks­hrað­ann svo fólk þurfi ekki að sil­ast gegnum Hlíð­arn­ar? Ætti ekki sjá til þess að Halls­veg­ur­inn í Graf­ar­vogi geti breyst í almenni­lega hrað­braut gegnum hverfið með mis­lægum gatna­mótum við Gull­in­brú og Vík­ur­veg? Má ekki reikna með að hraða­hindr­an­irnar verði teknar af Rofa­bænum bráð­lega?

Þetta eru allt spurn­ingar sem vakna hjá mér þegar ég velti fyrir mér val­kostum við þá stefnu sem rekin er í umferð­ar­málum í Reykja­vík­ur­borg í dag. Svarið við öllum nema fyrstu er: Þegar við ákveðum það. Svarið við fyrstu spurn­ing­unni er: Aldrei. (Von­and­i).

Hugsum um umferð

Hugs­ana­líkan fyrri tíma um umferð­ar­mál tóku mið af véla­verk­fræð­inni. Litið var á umferð sem straum eða rennsli og göt­urnar sem lagnir fyrir það rennsli. Til að meta fjár­fest­ing­ar­þörf­ina var svo búið til líkan sem segir til um hvernig rennslið muni þró­ast og hvar þyrfti að bæta við lögnum til að anna því. Þetta var auð­vitað mjög lógískt á sínum tíma og eðli­legur upp­haf­s­punktur fyrir sam­fé­lag þar sem almenn bíla­um­ferð er ný af nál­inni.

Auglýsing

Þetta hugs­ana­líkan hefur gengið sér til húðar og hefur raunar fært mörgum borgum í heim­inum ómældar hörm­ungar og eyði­legg­ingu sem á sér vart hlið­stæður nema á stríðs­tím­um. Áhuga­samir geta hafið leit sína með því að finna grein­ina um „Hig­hway revolts“ á Wikipediu og unnið sig þaðan í þekk­ing­ar­leit. Aðal­skipu­lag Reykja­víkur frá 1962 tók mið af þeim hugs­un­ar­hætti að spá fyrir um umferð, anna eft­ir­spurn­inni með réttum fram­kvæmdum og njóta svo. Það skipu­lag má segja að hafi staðið í grund­vall­ar­at­riðum frá því það var sam­þykkt og  til árs­ins 2013 þegar núgild­andi aðal­skipu­lag 2010-2030 tók gild­i.  Stór verk­efni á Íslandi eiga það til að tefj­ast og þvæl­ast mikið og fyrir það getum við þakkað að við eigum ennþá mið­borg­ina okkar óskemmda af þess­ari stefnu­mörk­un. Til upp­rifj­unar þá stóð til að leggja hrað­braut gegnum Grjóta­þorpið og jafna það við jörðu svo tengj­ast mætti upp­hækk­aðri hrað­braut við Geirs­götu sem sjá má minjar um ofan á Toll­hús­inu.

Mark­aðs­torg hreyf­an­leik­ans

Í þessum hugs­ana­lík­önum fyrri tíma voru gerð þau mis­tök að horft var fram­hjá að bílar hafa ekki sjálf­stæðan vilja. Bílum er ekið af fólki. Fólk hegðar sér ekki eins og vél­ar. Það er tengd ályktun að umferð er efna­hags­legt fyr­ir­bæri miklu frekar en verk­fræði­legt. Umferð sem fyr­ir­bæri lík­ist miklu meira hegðun á mark­aði þar sem fram­boð og eft­ir­spurn stýrir verði. Það er fram­boð af plássi á veg­unum og það er eft­ir­spurn eftir ferðum á veg­in­um. Gjald­eyr­ir­inn á þessu mark­aðs­torgi er tím­inn. Ef það er mikið fram­boð en lítil eft­ir­spurn er verðið lágt. Ef eft­ir­spurnin eykst og fram­boðið gerir það ekki þá hækkar verð­ið. Gott og vel, er þá ekki bara að auka við fram­boðið til að ná réttu verði?

Fram­kölluð eft­ir­spurn (e. Ind­uced dem­and) er það sem setur þá lausn því miður í upp­nám. Aukið fram­boð lækkar verðið og það skapar á móti aukna eft­ir­spurn. Upp­runi auk­innar eft­ir­spurnar getur verið að ein­hverjir flytji til ferða­tím­ann sinn: fari á háanna­tíma frekar en aðeins fyrr eða seinna líkt og þeir gerðu áður. Ein­hverjir sjá frekar vit í að keyra frekar en hjóla eða labba þegar ástandið er orðið svona fín­t.  Ein­hverjir breyta leiða­vali sínu. Svo ekur fólk  ein­fald­lega fleiri ferðir ef það er þægi­legt að aka; ferðir sem það hefði sleppt áður, hnýtt saman við aðrar ferð­ir, ákveðið að sinna erindi frekar utan háanna­tíma og ýmis­legt fleira. 

Þyrftum að rífa áfanga­stað­inn til að byggja leið­ina

Hið gagn­stæða ger­ist líka. Við það að fram­boðið á umferð­ar­rými sé fjar­lægt „hverf­ur“ umferð. Um þetta eru til fjöldi dæma frá borgum víða um heim og er ítar­lega gerð grein fyrir í skýrslu ráð­gjafa­nefndar breskra sam­göngu­yf­ir­valda frá 1994 . Stórum götum er lok­að, smá rugl­ingur verður meðan fólk er enn að með­taka breyt­ing­una og að lokum virð­ist umferðin hafa gufað upp.  Fólk fann sér aðrar leiðir til að sinna sam­göngu­þörfum sínum en að aka akkúrat þessa götu á akkúrat sama tíma og margir aðr­ir.

Sem sagt: við getum byggt mis­læg gatna­mót og akreinar fyrir alla pen­ing­ana í borg­ar­sjóði en umferðin mun alltaf vaxa í brók­ina sem henni var snið­in. Það er eng­inn enda­punktur þar sem umferðin vex ekki meira því eft­ir­spurnin á vin­sæl­ustu tímum dags­ins verður alltaf það mikil það þyrfti að rífa það sem við viljum nálg­ast til að koma umferð­inni fyr­ir. Bara bíla­stæða­þörf svo mik­illar umferðar myndi éta upp ómælt pláss. Við þyrftum að rífa áfanga­stað­inn til að geta kom­ist að hon­um.

Eru nú enn ótaldir ýmsir fylgi­fiskar bíla­um­ferð­ar, hávaði, loft­mengun og slys. En ég sagði í upp­hafi að von­andi verði aldrei sú staða að við getum ekið óhindrað um á háanna­tíma. Hví ekki að fagna slíkum lúx­us? Því mér vit­an­lega er slíkt ástand bara þar sem efna­hags­lífið er í dvala, fólk hefur ekk­ert út að sækja og kærir sig ekki um að heim­sækja lyk­il­staði í borg­ar­inn­ar. 

Höf­undur er verk­fræð­ingur og full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í umhverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None