#heilbrigðismál#vímuefni

GDS2017: Vímuefnanotkun eftir aldri

Dr. Adam R. Winstock

Fyrr á þessu ári fékk ég nokkra félaga frá hinum ýmsu löndum í heim­sókn. Þetta voru skyn­sam­ir, mennt­aðir og lög­hlýðnir menn á fimm­tugs­aldri með mis­mun­andi menn­ing­ar­bak­grunn og tón­list­arsmekk. Saman voru þeir á leið á tón­list­ar­há­tíð í sveitum Bret­lands. Þótt ég vissi að þeir ættu það til að fá sér í glas, vissi ég líka að sumir þeirra höfðu sóst í breið­ari hóp vímu­efna og ákvað ég því að spyrja þá hvort þeir ætl­uðu að taka ein­hver önnur vímu­efni á hátíð­inni. Ég ákvað að segja þeim frá hækk­andi styrk á MDMA pillum und­an­farin ár (200-300 mg) og að þeir ættu að passa sig, jafn­vel láta skoða styrk­leika þeirra, ef þeir hefðu það í huga. Þeir horfðu hissa á mig og sögð­ust vera allt of gamlir fyrir örvandi efn­i. Cho­lesterol, hár blóð­þrýst­ing­ur og aukið magaum­mál gerði notkun kóka­íns eða örvandi efna í töflu­formi of áhættu­sama og stressandi. Ég skil sagði ég, þannig bara bjór? Já eig­in­lega, sögðu þeir, en með því að taka lít­inn skammt af sveppum á sér­stökum til­efn­um, má kalla fram góða vellíðan og orku fyrir kvöld­ið. Í alvöru? Spurði ég. Já, sögðu þeir, smá­skammta víma (e. low dose trip) er með betra vali á vímu­efnum fyrir okkur gaml­ingj­ana, öruggt, kunn­ug­legt og skemmti­legt.

Þeir voru ekki að þessu til að finna teng­ingu við innri mann­eskju eða til að fá ofskynj­an­ir, heldur til að hafa smá áhrif á skyn­færin sín. Þegar það kemur að ofskynj­un­ar­lyfj­um, sem og flestum vímu­efn­um, skiptir skammta­stærðin öllu. Það er auð­velt að gleyma því að flest hefð­bundin ofskynj­un­ar­lyf, ásamt því að virkja 5HT2 við­taka heil­ans (ser­otonin við­taka), eykur einnig los­un monoa­mines (boð­efn­in dopa­mine og nora­drena­line) eins og örvandi vímu­efni gera. Því er ekki óal­gengt að fólk sem tekur of mikið af ofskynj­un­ar­efnum fari á bráða­mót­tök­una vegna hræðslu við hraðan púls og aukna örvun sem það bjóst ekki við.

Nýlega hefur orðið aukn­ing í að taka mjög litla skammta (micro-dos­ing) af LSD til að auka frammi­stöðu í vinnu og skap­andi hugsun (eitt­hvað sem GDS2017 ætlar meðal ann­ars að ein­beita sér að í ár) og því teljum við mik­il­vægt að skoða betur notkun á mjög litlum skömmtum (micro-dos­ing) af ofskynj­un­ar­efnum til skemmt­un­ar. Þannig ef þú ert byrj­aður að grána, hárið byrjað að þynn­ast og þú sækir frekar í gömlu plöt­urnar en dans­tón­list, þá viljum við heyra frá þér!

Auglýsing

Endi­lega taktu þér tíma í heims­ins stærstu gagna­söfnun um vímu­efna­notkun hér.

Þýð­ing: Baldur Jón Gúst­afs­son, Full­trúi Global Drug Sur­vey á Íslandi.

Morgunpósturinn berst til þín á hverjum degi
Meira úr Kjarnanum