#heilbrigðismál#vímuefni

GDS2017: Vímuefnanotkun eftir aldri

Fyrr á þessu ári fékk ég nokkra félaga frá hinum ýmsu löndum í heim­sókn. Þetta voru skyn­sam­ir, mennt­aðir og lög­hlýðnir menn á fimm­tugs­aldri með mis­mun­andi menn­ing­ar­bak­grunn og tón­list­arsmekk. Saman voru þeir á leið á tón­list­ar­há­tíð í sveitum Bret­lands. Þótt ég vissi að þeir ættu það til að fá sér í glas, vissi ég líka að sumir þeirra höfðu sóst í breið­ari hóp vímu­efna og ákvað ég því að spyrja þá hvort þeir ætl­uðu að taka ein­hver önnur vímu­efni á hátíð­inni. Ég ákvað að segja þeim frá hækk­andi styrk á MDMA pillum und­an­farin ár (200-300 mg) og að þeir ættu að passa sig, jafn­vel láta skoða styrk­leika þeirra, ef þeir hefðu það í huga. Þeir horfðu hissa á mig og sögð­ust vera allt of gamlir fyrir örvandi efn­i. Cho­lesterol, hár blóð­þrýst­ing­ur og aukið magaum­mál gerði notkun kóka­íns eða örvandi efna í töflu­formi of áhættu­sama og stressandi. Ég skil sagði ég, þannig bara bjór? Já eig­in­lega, sögðu þeir, en með því að taka lít­inn skammt af sveppum á sér­stökum til­efn­um, má kalla fram góða vellíðan og orku fyrir kvöld­ið. Í alvöru? Spurði ég. Já, sögðu þeir, smá­skammta víma (e. low dose trip) er með betra vali á vímu­efnum fyrir okkur gaml­ingj­ana, öruggt, kunn­ug­legt og skemmti­legt.

Þeir voru ekki að þessu til að finna teng­ingu við innri mann­eskju eða til að fá ofskynj­an­ir, heldur til að hafa smá áhrif á skyn­færin sín. Þegar það kemur að ofskynj­un­ar­lyfj­um, sem og flestum vímu­efn­um, skiptir skammta­stærðin öllu. Það er auð­velt að gleyma því að flest hefð­bundin ofskynj­un­ar­lyf, ásamt því að virkja 5HT2 við­taka heil­ans (ser­otonin við­taka), eykur einnig los­un monoa­mines (boð­efn­in dopa­mine og nora­drena­line) eins og örvandi vímu­efni gera. Því er ekki óal­gengt að fólk sem tekur of mikið af ofskynj­un­ar­efnum fari á bráða­mót­tök­una vegna hræðslu við hraðan púls og aukna örvun sem það bjóst ekki við.

Nýlega hefur orðið aukn­ing í að taka mjög litla skammta (micro-dos­ing) af LSD til að auka frammi­stöðu í vinnu og skap­andi hugsun (eitt­hvað sem GDS2017 ætlar meðal ann­ars að ein­beita sér að í ár) og því teljum við mik­il­vægt að skoða betur notkun á mjög litlum skömmtum (micro-dos­ing) af ofskynj­un­ar­efnum til skemmt­un­ar. Þannig ef þú ert byrj­aður að grána, hárið byrjað að þynn­ast og þú sækir frekar í gömlu plöt­urnar en dans­tón­list, þá viljum við heyra frá þér!

Auglýsing

Endi­lega taktu þér tíma í heims­ins stærstu gagna­söfnun um vímu­efna­notkun hér.

Þýð­ing: Baldur Jón Gúst­afs­son, Full­trúi Global Drug Sur­vey á Íslandi.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None