Dómsdagur og Marxismi, seinni grein

Heiðar Guðjónsson hagfræðingur heldur áfram að fjalla um hugmyndasögu.

Auglýsing

Hugmyndum tengdum „cognitive dissonance“ kynntist ég þegar ég starfaði í fjármálageiranum í New York.  Það nær utan um þá leitni mannsins að fella alla upplifun að fyrirfram mótuðum skoðunum sínum.  

Til að grisja upplýsingaflóð samtímans leitast heilinn við að finna það sem samræmist hugsunum hvers og eins.  Dæmi úr hversdagsleikanum er ef t.d. þig langar í hvíta Toyotu Yaris þá ferð þú allt í einu að taka eftir öllum slíkum bílum sem fram hjá þér fara.  Þú sérð í raun óeðlilega mikið af hvítum Yaris.

Þetta er ekki síður mikilvægt í fjárfestingum, enda er það svo að menn þurfa alltaf að vera opnir fyrir að endurskoða fyrirframgefna afstöðu sína. Hinir, sem eru það ekki, sjá ekkert nema dæmi sem styðja eigin tilgátur.  Þeir fylgja síðan í blindni tilgátum sínum í þrot.

Auglýsing

Framþróun og orðræðan

Einn merkilegasti hagfræðingur samtímans er Deirdre McCloskey.  Bækur hennar um uppgang hagkerfa og ástæður aukinnar velmegunar eru hafsjór fróðleiks um hvað skiptir mestu fyrir batnandi lífskjör.  Hvernig fór Suður-Kórea að því að breytast úr einu fátækasta landi heims, um miðjan 6. áratuginn, í að bjóða meiri velmegun en Frakkland og Finnland 60 árum síðar?

Hagfræðingar hafa í áranna rás verið með ýmsar tilgátur um hvernig aðgangur að fjármagni, menntunarstig og aðrir þættir ráði hagsæld þjóða.  McCloskey færir hins vegar sterk rök fyrir því að mikilvægasti þáttur framgangs sé orðræðan hverju sinni.  Trúir þjóðin á framtíðina?

Mannkyninu hefur aldrei vegnað betur.  Það er ekki dómsdagspámönnum að þakka heldur bjartsýnu fólki sem með vinnu sinni og hugviti skapar nýjar aðferðir til að skilja heiminn og auka þar með hagræðingu; að framleiða meira með minna.  Til gamans nefni ég Malcolm McLean, mann sem nær enginn þekkir, en með gámavæðingu um miðjan 6. áratuginn lækkaði flutningskostnað heimsins um 95%, og breytti þar með öllum heiminum í eitt opið markaðssvæði, með tilheyrandi uppgripum fyrir þau lönd Asíu sem trúðu á framtíðina.

Gagnrýni á fyrri grein

Grein sem Kjarninn birti eftir mig hefur vakið meiri umræður en við mátti búast þótt vísað væri til Karls Marx. Margt bendir þó til að andmælin stafi mest af því að Marx skuli hafa verið nefndur. Ég hef lesið fjórar andmælagreinar og þar er agnúast út í léttvæga hluti að mínu mati. Það er frekar heiftin sem fær höfunda til að skrifa á móti greininni en að þeir hafi einhverja uppbyggilega sýn á framtíðina.  Ég raunar skil ekki heiftina og hallast að því að ég hafi í þeirra huga framið helgispjöll enda virðist trú þeirra á marxisma blind.  Ef ég tek saman helstu atriði þá eru þau eftirfarandi:

  1. „Notar ekki tilvísanir í greininni.“ Kjarninn er ekki vísindatímarit og tilvísanir eru hvorki við hæfi né nauðsynlegar í almennri hugleiðingu.
  2. „Marx notaði tölur,“ ég talaði hins vegar um tölulegar staðreyndir. Á starfstíma sínum, yfir 40 ár, hefði hann átt að geta sannað tilgátur sínar, en spágildi tilgátna hans reyndist ekkert.
  3. „Marx sagði ekki að gróði eins væri tap annars.“ Öll söguskoðun Marx byggðist á því að framleiðslan væri fasti og skiptingin væri "zero-sum" þannig að hagur launamanns væri tap fjármagnseiganda.
  4. „Piketty er ekki Marxisti.“ Vinna Pikettys síðustu 20 ár byggir á marxískri söguskoðun.  Hann gerist sekur um höfuðsynd í tölfræði með því að sérvelja gagnasöfn sem falla að heimsmynd hans (e. data mining) og viljandi notar hann mismunandi skilgreiningar á fjármagni, ýmist peninga eða framleiðsluþætti (land, tæki, osfrv.).  Grundvallarlögmál Pikettys um hagkerfið gengur ekki upp t.d. þegar enginn hagvöxtur mælist.
  5. „Afneitar hnattrænni hlýnun af mannavöldum.“  Ég gerði það ekki en leyfði mér að benda á þá augljósu staðreynd að plöntur nærast á koltvísýringi.  Mér finnst einnig blasa við að ódýrara sé að fást við hlýnunina, með tækni og fjármagni en að reyna að stjórna veðrinu í framtíðinni.

Marxísk söguskoðun

Ég sagði marxista vera staðfasta í trúnni en blinda á söguna.  Andmælendur mínir sögðu á móti að ekki ætti að bendla marxisma við Dómsdag: „Aðdráttarafl og áhrifamáttur marxisma á 20. öld lá einmitt í voninni sem hann boðar—voninni um betri heim.“ (Ágeir og Jóhann, Kjarninn 8. janúar). Skyldu þessir menn ekki hafa lesið um Austur-Evrópu á bakvið járntjald eða Sovétríkin, Kambodíu, Norður Kóreu, Kína og Kúbu á 20. öldinni?.  Stéttabarátta að hætti Marx hefur valdið dauða tuga milljóna og leitt hræðileg lífskjör yfir hundruð milljóna manna.

Marxísk söguskoðun er einföld: að sagan sé barátta stétta launamanna og fjármagnseigenda.  Thomas Piketty er alinn upp við þessa heimssýn og reisir allt sitt starf á henni.  Upplegg bókar hans og tölfræðivinnu er að framleiðslan sé stór klessa sem þurfi að skipta á milli fjármagnseigenda og launamanna.  

Marxísk söguskoðun er ekki rétt eins og ég rakti í fyrri grein minni, hún getur ekki lýst þeirri framþróun og aukningu velmegunar sem mannkynið hefur notið síðustu 150 ár.

Framtíðin er björt

Það fólk sem trúir á skapandi eyðileggingu kvíðir ekki framtíðinni.  Menn á borð við Donald Trump sem reyna að halda í verksmiðjustörf fortíðar gera það hins vegar.  Þeir sjá ekki að aukin tæknivæðing hefur leitt vinnuaflið og lífskilyrðin fram á við.

Að framansögðu er ljóst að þeir sem trúa því að heimurinn sé að farast munu ætíð sjá dæmi þess hvert sem þeir líta.  Slík trú eykur ekki velmegun samfélagsins.  Hinir sem styðjast við tölulegar staðreyndir, í stað gallaðra söguskoðunar, ættu að líta bjartsýnir fram á veg enda munu þeir sjá tækifæri og velmegun framtíðar.  

Ekki nóg með að það hljóti að vera skemmtilegra að vera bjartsýnn þá er það í ljósi sögunnar augljóslega skynsamlegra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None