#stjórnmál

Traust er ekki sjálfgefið

Þegar ég mætti, á fyrstu dögum minnar þing­mennsku, í hús Alþingis urðu margir til þess að óska mér til ham­ingju með þing­sæt­ið, þeirra á meðal Bjarni Bene­dikts­son. Við höfum ávallt heilsast, sjá­andi hvor ann­an, en aldrei ræðst við svo heit­ið ­get­ur. Ég hef eflaust gagn­rýnt hann nokkrum sinnum í marg­vís­legum stjórn­mála­skrifum und­an­far­inna ára. Meðal ann­ars, minnir mig, fyrir að upp­lýsa ekki fyrir fram um þau aflands­fé­laga­tengsl sem hann hefur ekki þurft að gjalda fyr­ir. Ég tek fram að ég get ekki greint hvernig það hefði verið með sem rétt­lát­ustum hætti, í stóru eða smáu, og veit vel að kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins höfðu ekk­ert sér­stakt að athuga við þau né skýr­ingar Bjarna á þeim og sínum hreina skildi í þeim efn­um. Gott og vel, þannig eru stjórn­mál hér á eynn­i. 

Þegar á þing er komið verður að slíðra ýmis bit­laus eða beitt sverð og huga að öllum útgáfum stjórn­ar­mynd­unar sam­kvæmt þing­bundna lýð­ræð­inu sem við höfum kosið okkur og hefðir hafa jafn­vel orðið til um. Þar þarf tölu­vert traust að mynd­ast (fyrir utan mál­efna­sam­stöðu og mála­miðl­an­ir). Ég hugs­aði sem svo að ef til vill þyrftum við Bjarni að standa nær hvor öðrum en áður og jafn­vel víla og díla, með sam­herjum hans, um mál­efni, hvert svo sem það myndi leiða. Þannig eru stjórn­mál hér á eynni. Traust til hans hug­leiddi ég aldrei djúpt vegna þess að snert­ing Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks­ins fór ekki fram úr sam­tölum for­manna. Allt­ént gaf ég hon­um sjens vel yfir með­al­lag, á meðan ekki reyndi frekar á traust­ið. Það finnst mér eðli­legt og á jákvæðum nót­um.

Umbeðin og umdeild skýrsla, eins konar lík­inda- eða stærð­argráðu­út­reikn­ingur á alvar­leika aflands­græðginnar og skattsvika, var pöntuð til þess að auðga umræð­una um þessi mál­efni. Það segir Bjarni Bene­dikts­son sjálfur í við­tal við RÚV. Hún var og er ekki lokuð skýrsla. Hún átti ekki að ganga fyrst til þing­nefndar sem fjall­aði um hana áður en almenn­ingur fengi að sjá hana; einmitt póli­tísku og efna­hags­legu umræð­unnar vegna. Auð­vitað átti hún að lenda sam­tímis í höndum alls Alþingis sem okkar allra utan þess. Þar eru engin manna­nöfn, engar við­kvæmar upp­lýs­ing­ar, eng­ar sund­ur­lið­anir með heitum aflands­fé­laga; hvergi leynd­ar­mál að því ég best veit. Þess vegna er engin leið til að afsaka þá gjörð ráð­herr­ans að kynna sér ekki efnið fyrr en 5. okt. eða leggja skýrsl­una ekki fram þegar eftir 13. sept­em­ber (og einka­kynn­ingu fyrir hann sem næst þeim deg­i). Fyr­ir­sláttur um vöntun á yfir­lestri og umræðum í efna­hags- og við­skipta­nefnd gengur heldur ekki upp. Margir fundir voru um mán­að­ar­skeið í síð­ustu nefnd og ný nefnd hefur starfað vikum sam­an. Hins vegar má leggja fram afsök­un­ar­beiðni fyrir að hafa sagt ósatt um ein­hvern við­burð á tíma­lín­unni og fá hana tekna til greina svo langt sem orða­lag hennar um óná­kvæmni leyf­ir. Hitt er jafn ljóst að ósann­sögli og dráttur á að opin­bera skýrsl­una benda til ásetn­ings um að leyna plagg­inu fram yfir kosn­ing­ar, jafn­vel fram yfir myndun rík­is­stjórn­ar. Hefði þessi fjöl­mið­ill hér ekki aug­lýst eftir því og svo aðrir fjöl­miðlar og ein­stak­ling­ar, væri hún kannski enn óséð utan ráðu­neyt­is, með hvítt­uðu kápuna.

Auglýsing

Mér þykir það leitt en ég verð að lýsa von­brigðum mínum með að Bjarni Bene­dikts­son hafi brugð­ist trausti mínu meðan ég stund­aði fram­boðsvinn­una í októ­ber. Þá hefði ég viljað hafa lesið skýrsl­una. Hann hefur brugð­ist trausti mínu eftir að ég tók sæti á þing­inu og ræddi til dæmis fjár­lög, skatt­heimtu og efna­hags­legar for­sendur til umbóta í heil­brigð­is-, mennta-, vel­ferð­ar- og sam­göngu­mál­um. Fjöldi svik­inna millj­arða skiptir þar máli. Loks hefur hann brugð­ist trausti mínu á að aukið gegn­sæi hefði nú betra gengi en áður á öllum sviðum þings­ins og í sam­fé­lag­inu, líkt og við flest sækj­umst eft­ir, og minnst er á í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrrar rík­is­stjórn­ar. 

Umboðs­maður Alþingis kannar á næst­unni, fyrir til­stuðlan Svan­dísar Svav­ars­dóttur (VG), hvernig með­ferð skýrsl­unnar rímar við siða­reglur ráð­herra. Hver sem nið­ur­staða hans verð­ur, er rétt að vona að lær­dómur af veg­ferð plaggs­ins kenni okkur betri vinnu­brögð.

Höf­undur er þing­mað­ur VG í Suð­ur­kjör­dæmi.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Frá blaðamannafundinum í gær. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er þriðji frá vinstri.
Sænska ríkisstjórnin í kröppum dansi
Ráðherrar innan sænsku ríkisstjórnarinnar hafa sætt harðri gagnrýni vegna aðgerðarleysi þrátt fyrir vitneskju um alvarleg brot á persónuverndarlögum.
25. júlí 2017
Chuck Schumer er leiðtogi demókrata á bandaríska þinginu.
Spáir því að flokkurinn snúist gegn Trump
Leiðtogi demókrata segist trúa því að þingmenn repúblikana muni ekki sitja hjá ef Trump náðar sjálfan sig eða fjölskyldu sína.
25. júlí 2017
Morðtíðni hefur aukist mikið í Mexíkó undanfarin misseri vegna innbyrðis átaka glæpagengja. Hér sjást íbúar smábæjar í landinu hylja andlit sín og undirbúa sig undir komu glæpagengis.
Þrjú morð á klukkustund: Eiturlyfjastríðið í Mexíkó verður blóðugra
Fleiri og smærri glæpagengi, aukin eftirspurn eftir ópíum og ríkisstjórabreytingar skýra meðal annars þriðjungs aukningu í fjölda morða í Mexíkó. Oddur Stefánsson fjallar um eiturlyfjastríðið.
24. júlí 2017
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, til hægri.
Grikkir gefa út skuldabréf að nýju
Grísk stjórnvöld tilkynntu að ríkisskuldabréf þeirra verði gefin út á morgun, í fyrsta skiptið í þrjú ár.
24. júlí 2017
Sérfræðingar eru áhyggjufullir yfir stöðu Bretlands
Bretland sé að verða „veiki maðurinn í Evrópu“
Efnahagshorfur hafa versnað í Bretlandi og Bandaríkjunum um leið og þær hafa batnað á Evrusvæðinu, samkvæmt nýrri skýrslu AGS.
24. júlí 2017
Svona lítur borðspilið út
Borðspil sem reynir á bragðlaukana
Nýtt borðspil úr smiðju Eggerts Ragnarssonar og konu hans Amanda Tyahur hefur litið dagsins ljós, en í því er keppt um þekkingu á mat og matarmenningu.
24. júlí 2017
Jared Kushner er einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Kushner er giftur Ivönku Trump.
Segist ekki hafa verið í leynimakki með neinum
Tengdasonur og helsti ráðgjafi forseta Bandaríkjanna kemur fyrir þingnefnd bandaríska þingsins í dag.
24. júlí 2017
Björgvin Ingi Ólafsson
Er vit í að Ísland losni alveg við seðla og klink?
24. júlí 2017
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None