Uppselt á brunaútsölu ríkisins, fjögurra herbergja íbúðir á 5 miljónir

Auglýsing

Þegar amer­íski her­inn fór frá land­inu árið 2006 fékk Íslenska ríkið eigna­safn varn­ar­svæð­is­ins gef­ins. Bygg­ing­arnar sam­an­stóðu ma. af á annað þús­und búðum af ýmsum stærðum í fjöl­býl­i. Bygg­ingar á svæð­inu voru um ára­tuga skeið í umsjá íslenskra aðal­verk­taka. Við­haldi þeirra var ekki skorið við nögl, nótan end­aði hjá Uncle Sam.

Eftir brott­för her­liðs­ins tók Kadeco, þró­un­ar­fé­lag í eigu rík­is­ins við rekstri og við­haldi eign­anna. Nú er búið að selja flestallar eignir svæð­is­ins, og íbúð­ar­hús­næðið komið í eigu einka­rek­inna leigu­fé­lagaSam­kvæmt umfjöllun í fjöl­miðlum var með­al­verð á fer­metra 50.000 kr. eða heilar 5 milj­ónir fyr­ir­ ­þriggja til ­fjög­urra her­bergja 100 fer­metra ­í­búð.

Sam­kvæmt þessu gæti tveggja her­bergja 50 fer­metra ­í­búð á svæð­inu kostað kaup­and­ann 2.5 milj­ón­ir. Ef leigan er 100.000 krón­ur á mán­uði veltir kaup­andi íbúð­ar­verð­inu á 25 mán­uð­u­m. Kaup­endur eru hinir og þessir huldu­sjóðir með nöfn sem minna á bíl­núm­er. Þeir fengu auka­af­slátt ef þeir keyptu krónur af seðla­bank­an­um.

Auglýsing

Ásbrú við Keflavíkurflugvöll.Í fjöl­miðlum segja tals­menn Kadeco eign­irnar ávallt hafa skilað hagn­aði til rík­is­ins.

Af hverju seldi ríkið þá þessar eignir ? Og bjó til leigu­há­karl sem hækkar leig­una um tugi pró­senta með einu penna­striki?

Af hverju voru þessar eignir ekki not­aðar sem stofn í opin­bert / not for profit leigu­fé­lag á lands­vísu. Datt engum í heila stjórn­kerf­inu það í hug ?

Það hefði ekki kostað rík­is­sjóð eina krónu, hann fékk þessar eignir gef­ins ? Á skamm­sýni Íslend­inga í hús­næð­is­mál­u­m engin tak­mörk ?

Með þess­ari bruna­út­sölu og söl­unni á Kletti er ríkið búið að „hákarla­væða“ Ís­lenskan leigu­markað í heild sinni.

Vel­komin í villta vestr­ið.

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None