Nokkur orð um frjálslyndi

Arnar Jónsson varar við yfirborðskenndum frelsisáherslum sem hyggja ekki að því frelsi eða ófrelsi sem hver einasti maður skapar sjálfum sér með hugsunum sínum, orðum og gerðum.

Auglýsing

Ef hlustað er náið eftir orða­vali íslenskra stjórn­mála­manna nú á dögum er nær­tækt að álykta sem svo að menn hafi sér­stakt dálæti á frjáls­lyndi. Í þessu ljósi er ekki nema eðli­legt að staldrað sé við og hugað nánar að inn­taki og merk­ingu þessa hug­taks.    

Sam­hliða und­ir­ritun stjórn­ar­sátt­mál­ans 10. jan­úar sl. kom fram að full­trúar stjórn­ar­flokk­anna væru bæði „glað­ir“ og „stolt­ir“ af því sem vísað var til sem „ein­hvers frjáls­lyndasta stjórn­ar­sátt­mála“ sem gerður hefur verið á Íslandi. Vel að merkja eru það þó ekki aðeins stjórn­ar­flokk­arnir þrír sem veg­sama frjáls­lynd­ið, því áherslur í kosn­inga­bar­áttu allra núver­andi þing­flokka skírskot­uðu bæði beint og óbeint til frjáls­lynd­is. Meðal ann­ars með vísan til sam­hljóms í þessum efnum heyr­ast þær raddir að upp séu runnir nýir tímar þar sem aðgrein­ing milli hægri og vinstri í stjórn­málum sé ekki bara „gam­al­dags“ heldur „úrelt“. Á okkar hrað­fleygu tímum eru lík­leg­ast fá upp­nefni verri en að kall­ast „gam­al­dags“, hvað þá „íhalds­sam­ur“. Kannski er þetta ein meg­in­á­stæða þess að þeir sem vilja gera sig gild­andi kjósa að lýsa áherslum sínum á þann veg að þær séu nútíma­leg­ar, fram­sækn­ar, umbóta­sinn­aðar eða byggðar á nýj­ustu tækni. Þótt slíkt orða­val kunni að vera sett fram í von um að finna víðan hljóm­grunn ber okkur að hafa hug­fast að þau frjáls­legu orð sem hér voru til­greind í dæma­skyni skortir sjálf­stætt inn­tak og gefa því engin efn­is­leg fyr­ir­heit um glæsta fram­tíð. Í reynd gætu þau allt eins verið ávísun á verstu ófar­ir. 

Vissu­lega má telja það fagn­að­ar­efni að stjórn­mála­menn geti sam­ein­ast um góð mál og fagrar hug­sjón­ir. Hinu má þó ekki gleyma að þegar ráð­andi meiri­hluti er allur stokk­inn á einn hug­mynda­vagn er viss hætta á að við­kom­andi hug­mynda­fræði sé hampað óhóf­lega og að merk­is­berar stefn­unn­ar, sem eftir atvikum kunna að telja sig hafa höndlað ein­hvern end­an­legan sann­leika og jafn­vel sið­ferði­legt lög­mæti í krafti meiri­hluta­valds, ástundi skoð­ana­kúgun á sínum for­send­um. Lýð­ræð­is­legt stjórn­ar­far bygg­ist á því að slík ein­stefna keyri ekki úr hófi með þeim afleið­ingum að sjálf­stæð hugsun sé drepin í dróma. Það er gömul saga og ný að engri hug­mynda­fræði er hollt að ríkja án mót­vægis og aðhalds, m.a. í formi breiðrar mál­efna­legrar rök­ræð­u.   

Auglýsing

Í fljótu bragði virð­ist sem hug­mynda­fræði frjáls­lynd­is­ins miði við ein­stak­ling­inn sem grunn­ein­ingu í öllu póli­tísku og laga­legu sam­hengi. Í sam­ræmi við það má raunar full­yrða að íslenskt sam­fé­lag – og raunar flest vest­ræn sam­fé­lög – lit­ist nú á tímum af kröft­ugri ein­stak­lings­hyggju. Meg­in­stef frjáls­lynd­is­ins eru á þessa lund: Ein­stak­ling­ur­inn er frjáls; hann er óheftur af hvers kyns sið­ferð­is­legum þving­unum og óbund­inn af sam­fé­lags­legum hefð­um; ein­stak­ling­ur­inn hefur val­kosti og stjórn­málin leggja sig fram um að fjölga val­kost­un­um; frjáls­lyndið leggur einnig ríka áherslu á jafn­ræði ein­stak­ling­anna og sjálf­ræði hvers og eins. Í stuttu máli skal hver og einn maður eiga sjálf­stæðan rétt til að móta til­veru sína að eigin vild. 

Frelsi skal það heita og auð­vitað erum við öll hlynnt frels­inu. Hinu má þó ekki gleyma að frelsið er einnig margrætt hug­tak og til­efni þessa pistils hér er í stuttu máli að gera vissa fyr­ir­vara við þá mynd af frels­inu sem dregin var upp í síð­ustu máls­grein hér að fram­an. 

Að sjálf­sögðu eru brýnir hags­munir hvers ein­asta manns fólgnir í því að vera laus undan ánauð, harð­stjórn, und­ir­ok­un, kúgun og þræl­dómi. Með sama hætti er mik­il­vægt að vald safn­ist ekki á of fáar hend­ur. Frjáls mark­að­ur, sem er laus úr viðjum hafta og við­skipta­hind­r­ana, hefur sannað gildi sitt á sviðum þar sem hand­stýr­ing hafði á fyrri tímum ekki gefið nægi­lega góða raun. Það hefur þó óneit­an­lega sýnt sig að óheft mark­aðs­hyggja er engin töfra­lausn á öllum mann­legum vanda. Að því sögðu skal hér áréttað að við megum heldur ekki hafa oftrú á frjáls­lyndi sem galdra­for­múlu. 

Sú sterka ein­stak­lings­hyggja sem lýst var hér að framan beinir athygl­inni að frumpört­unum sem sjálf­stæðum hlutum í stað þess að leita skiln­ings með því að skoða ein­ing­arnar sem hluta af stærri heild. Þegar ein­blínt er á atómin, í þessu til­viki ein­stak­ling­ana, í stað heild­ar­inn­ar, svo sem með til­liti til fjöl­skyldu og þjóð­fé­lags, er tekin veru­leg sam­fé­lags­leg áhætta. Sú áhætta felst í því að heild­ar­myndin dofni og að sprungur mynd­ist í hinu frjálsa borg­ara­lega sam­fé­lagi sem með tíð og tíma verða að illa brú­ar­legum menn­ing­ar­leg­um, mennt­un­ar­legum og fjár­hags­legum gjám. Ef svo illa tekst til við ástundun „frels­is­ins“ og menn fara að reisa múra, sjálfum sér til verndar og öðrum til úti­lok­un­ar, má segja að frels­is­á­hersl­urnar hafi grafið undan sjálfum sér. Í raun skiptir þá engu máli hvort aðgrein­ing­ar­veggirnir eru áþreif­an­legir eða óáþreif­an­leg­ir. 

Í stuttu máli vil ég með þessum pistli vara við yfir­borðs­kenndum frels­is­á­hersl­um. Ástæðan er einmitt sú að þær eru yfir­borðs­kenndar en hyggja ekki að því frelsi eða ófrelsi sem hver ein­asti maður skapar sjálfum sér með hugs­unum sín­um, orðum og gerð­um. Hér erum við komin að við­fangs­efni sem liggur á mun dýpra sviði en það frelsi sem fyrr hefur verið gert að umræðu­efni. Lausn undan ytri aðstæðum og þving­unum getur ekki talist full­nægj­andi mark­mið, eitt og sér. Ljóst má vera að jafn­vel hver sú mann­eskja sem öðl­ast hefur efna­hags­legt sjálf­stæði, lík­am­lega hreysti, rúman frí­tíma og full mann­rétt­indi getur verið hörmu­lega óham­ingju­söm og átt ófar­sæla ævi. Meðal ann­ars af þessum sökum hafa ýmsir af helstu kenn­urum mann­kyns öldum saman leit­ast við að beina athygli fólks að því ófrelsi sem stendur mann­inum næst og tekur sér ból­festu hið innra. Nú á tímum heyr­ist því sjón­ar­miði allt of sjaldan hreyft að eng­inn geti í raun kall­ast frjáls meðan hann er ofur­seldur mann­legum löstum og veik­leik­um. Frelsið í þessum skiln­ingi byrjar og endar í and­legu lífi manns­ins og snýst um það að mað­ur­inn sigrist á illum til­hneig­ingum sínum og beygi vilja sinn, orð og athafn­ir, undir það sem Aristóteles kenndi við „dyggðugt líf­ern­i“, en aðrir hafa kennt við skyn­semi, sam­visku o.fl. Í Grikk­landi til forna gerðu menn sér glögga grein fyrir breysk­leika manna og lögðu hann raunar til grund­vallar í heim­speki, lögum og stjórn­mál­um. Þeir töldu ham­ingj­una vera mark­mið mann­legra athafna og að því mark­miði mætti ná með dyggð­ugu líf­erni. Öldum og þús­öldum saman hefur þessi nálgun haft djúp­stæð áhrif á vest­ræna hugsun um sam­fé­lags­legt hlut­verk stjórn­mála, um sið­mót­andi hlut­verk laga, um rétt­ar­ríkið – og mann­legt frelsi. Allt byggir þetta á þeirri for­sendu að mann­skepnan sé ekki full­komin og að mað­ur­inn geti heldur ekki gert sér vonir um full­komn­un. Þvert á móti þarf mað­ur­inn stuðn­ing, aðhald og leið­bein­ingu ef ekki á illa að fara. Í þessu felst einnig við­ur­kenn­ing á því að mað­ur­inn er háður öðru fólki, að mað­ur­inn þarf að lifa í sam­fé­lagi sem byggir á sam­vinnu en ekki aðeins sam­keppn­i.  

Ein mik­il­væg­asta for­senda þess að lífs­gæði batni og stoðir sam­fé­lags­ins séu traustar og að þegn­unum líði vel er að hver og ein mann­eskja axli ábyrgð á því frelsi sem þjóð­fé­lags­skipun okkar veitir henni. Far­sæld, stöð­ug­leiki, lang­tíma­hag­ur, frið­sæld o.fl. verða ekki best tryggð með því að hver og einn borg­ari beiti frelsi sínu af þröng­sýni, eig­ingirni, græðgi og hégóma, svo nokkuð sé nefnt. Þvert á móti hljóta grunn­stoðir sam­fé­lags­ins, þ.m.t. virð­ing fyrir manns­líf­inu og mann­legri heilsu, vernd eign­ar­réttar og skuld­bind­ing­ar­gildi lof­orða, að byggj­ast á því að borg­ar­arnir taki til­lit til náunga síns og geti sett sig í spor ann­ars fólks. Fag­ur­gali stjórn­mála­manna um frjáls­lyndi og val­kosti er inn­an­tómt hjal meðan ekki er gætt að hinu efn­is­lega inn­taki frels­is­ins sem hér hefur verið gert að umtals­efni. Til að forð­ast sam­fé­lags­legan sið­brest er aðkallandi að leggja rækt við félags­leg tengsl manna á milli og þau við­mið um gagn­kvæmni og traust sem þessi tengsl ala af sér.

Höf­undur er lektor við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík. [Lengri útgáfa þess­arar greinar mun birt­ast í Tíma­riti Lög­réttu, 2. hefti 12. árg.].

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None