#stjórnmál#bandaríkin

Trump-hagkerfið

Don­ald J. Trump tók við stjórn­ar­taumunum 20. jan­úar í Hvíta hús­inu og hefur gustað um hann og allt hans nán­asta sam­starfs­lið, svo ekki sé meira sagt. Hægt er að rekja það í löngu máli, hversu mörg deilu­mál hafa komið upp frá því Trump tók við, en það er ekki ætl­unin að gera það í þessum pistli. 

Fjöl­miðlar hafa hins vegar staðið sig vel í því að láta Trump, fjöl­miðla­full­trú­ann Sean Spicer, dóms­mála­ráð­herr­ann Jeff Sessions og fleiri í Trump-­stjórn­inni, ekki kom­ast upp með neitt rugl. Jafn­óðum hefur vit­leysa verið leið­rétt, en það breytir ekki öllu um stöð­una í hinu póli­tíska lands­lagi í land­inu. Þjóðin er klof­in.

Blóm­strandi hag­kerfi á aust­ur- og vest­ur­strönd­inni leiða í mót­mæla­bylgj­unni sem hefur verið gegn Trump og hans orð­ræðu, og það er frekar að herð­ast á þeirri afstöðu en hitt. Trump á síðan mik­inn stuðn­ing víð, einkum í mið­ríkj­un­um. Kann­anir sýna að þessi staða hefur ekki breyst svo mikið frá kosn­ing­um. 

Auglýsing

En hvað ætlar Trump sér á næstu fjórum árum og hvernig hafa stefnu­málin birst? Mörg mál má nefna en það eru einkum þrjú mál, sem sýna hvert skuli stefnt.

1. Banda­ríkin í for­gangi. Eitt er alveg öruggt og það er að Trump ætlar sér að setja banda­ríska hags­muni - eins og hann skil­greinir þá - í for­gang. „Ráðið Banda­ríkja­menn og kaupið banda­rískar vör­ur,“ sagði hann í stefnu­ræðu sinni. Þá hefur hann talað fyrir því að end­ur­semja við önnur mark­aðs­svæði í heim­inum með það í huga að efla starf­semi banda­rískra fyr­ir­tækja og skapa fleiri störf í Banda­ríkj­un­um. Marg­ít­rekað hefur hann sagt, að störfin muni flytj­ast til Banda­ríkj­anna, nóg sé komið af því að störfin hverfi. Skatta­lækk­anir og ein­földun á reglu­verki fjár­mála­geirans á síðan að ýta undir auk­inn hag­vöxt.

Ennþá hafa hins vegar ekki komið fram ítar­legar til­lögur um hvernig stefnan mun birt­ast í smá­at­rið­um. Um þau snú­ast nú oft alþjóða­við­skipt­in. Margir hafa líst miklum efa­semdum um þessi ein­földu stefnu­mál, þar sem banda­rískt er skil­greint út frá ein­hvers konar róm­an­tískri hug­mynd um hvað telst banda­rískt, fremur en að rýna í það í hverju hags­munir Banda­ríkj­anna fel­ast. 

Í sæmi­legri ein­földun má segja, að það eigi eftir að útskýra hvað eru raun­veru­legir banda­rískir hags­mun­ir, í alþjóða­væddum heimi.

2. Her­inn stór­efld­ur. Trump hyggst leita eftir stuðn­ingi þings­ins þegar kemur að því að efla Banda­ríkja­her. Hann vill auka fjár­út­lát til hers­ins um 10 pró­sent eða sem nemur 54 millj­örðum Banda­ríkja­dala. Það er upp­hæð sem nemur um 6 þús­und millj­örðum króna. Þetta er risa­vax­inn efna­hags­að­gerð fyrir Banda­rík­in. Her­inn er einn stærsti vinnu­veit­andi Banda­ríkj­anna og mikil efna­hags­leg áhrif hans, vítt og breitt, inn­an­lands og utan, eru vel þekkt. Trump hefur talað fyrir því að efl­ing hers­ins standi í beinu sam­hengi við áherslur hans sam­fé­lags­legum verk­efnum á lands­vís­u. 

En þessi mikla fjárinn­spýt­ing á ekki að ger­ast öðru­vísi en með stór­felldum nið­ur­skurði í ýmsum öðrum verk­efn­um, þar á meðal í mörgum sam­fé­lags- og umhverf­is­mál­um. Óhætt er að segja að margir ótt­ist þetta og hvaða áhrif það mun hafa til fram­tíðar lit­ið. Eins og í mörgum öðrum mála­flokkum er þó of snemmt að segja til um hvernig nið­ur­skurð­ur­inn mun birt­ast og hvaða áhrif hann hef­ur. 

3. Inn­viða­fjár­fest­ing­ar. Mark­miðið hjá Trump er að eyða þús­und millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 106 þús­und millj­örðum króna, í inn­viða­fjár­fest­ingar á næstu árum. Það eru meðal ann­ars sam­göngu­fram­kvæmdir um öll Banda­ríkin sem eru þarna und­ir. Upp­hæðin kom mörgum á óvart vegna þess hve umfangið er mik­ið. En það sem kemur líka á óvart er að áætl­unin rýmar að miklu leyti við það sem Barack Obama barð­ist fyrir í banda­ríska þing­inu, en var aftur og aftur stopp­aður af með atkvæðum Repúblik­ana. Hann tal­aði um mik­il­vægi þess að ráð­ast í inn­viða­fjár­fest­ingar til að styrkja sam­keppn­is­hæfni lands­ins til fram­tíðar og allt bendir til þess að Trump ætli sér að ná þessu í gegn í þetta skipt­ið. Demókratar munu hugs­an­lega styðja þessa áætl­un, þó deilt verði um umfang og for­gangs­röð­un. 

Hvernig sem mun ganga að hrinda þessu í fram­kvæmd þá er ljóst að Trump er að taka við góðri stöðu í Banda­ríkj­unum sé tekið mið af flestum hag­töl­um. Atvinnu­leysi er komið vel undir fimm pró­sent og í febr­úar mán­uði sköp­uð­ust 298 þús­und ný störf, sem er mesta starfa­aukn­ing í mán­uði frá árinu 2015. Þá hafa mörg af fram­sækn­ustu fyr­ir­tækjum lands­ins til­kynnt nýlega um mikil vaxt­ar­á­form en þeim mun fylgja mikil starfa­aukn­ing í Banda­ríkj­un­um. Janet Yellen seðla­banka­stjóri hefur auk þess gefið í skyn að framundan sé vaxta­hækk­un­ar­ferli. Er meg­in­á­stæðan sögð sterk­ari efna­hagur lands­ins.

Jafn­vel þó Trump og hans nán­ustu banda­menn séu boð­berar frels­is­skerð­ing­ar, for­dóma, kvenn­fyr­ir­litn­ingar og ýmissa leið­inda, í það minnsta eins og mál horfa við mér, þá bendir fátt til ann­ars en að bjartir tímar séu framundan í efna­hags­málum í Banda­ríkj­un­um. Stór­tæk áætlun Trumps er lík­leg til að örva hag­vöxt þó nokk­uð, og staðan þegar hann tók við kefl­inu af Barack Obama var að mörgu leyti góð og efna­hags­bat­inn mik­ill frá fyrri árum. Það er helst að það sé mikil hætta á því að það verði óvar­lega far­ið, og ótemjan á Wall Street vakni til lífs­ins á nýjan leik í breyttu umsvifa­m­inna reglu­verki.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiLeiðari