Viðskiptamódelið er gjaldþrota, viðurkennum það

Guðmundur Guðmundsson segir að ríkisstjórn Íslands sé Margaret Thatcher í jakkafötum, með alveg sömu áherslur. Í húsnæðismálum sé klukkan 1980 á Íslandi.

Auglýsing

Hugsum okkur eitt augna­blik að Íslensk hús­næð­ispólítík sé stofn­un, eða fyr­ir­tæki. Sem var stofnað til að útvega vinn­andi fólki öruggt húsa­skjól á hóf­legu verði. Þá má lýðnum vera ljóst að fyr­ir­tækið er gjald­þrota. Og það fyrir löngu, Í dag má líkja  fyr­ir­tæk­inu við Bíla­sölu í Breið­holti. Með raðir af nýj­um Rolls Royce bif­reiðum út á plani.

Tækni­legt gjald­þrot fyr­ir­tæk­is­ins opin­ber­aði sig í banka­hrun­inu. Hrun­ið var í fasa við hefð­bundna rús­sí­ban­areið á Íslenskum fast­eigna­mark­aði. Á Íslandi fer eigna­mark­aður frá ökkla í eyra með reglu­legu milli­bili. Ástæð­urnar eru inn­byggðar kerf­is­villur sem ýkja sveifl­urnar í báðar átt­ir. Í nið­ur­sveiflum snú­ast  að­gerðir stjórn­valda um að við­halda við­skipta­mód­el­inu, hvað sem það kost­ar.

Bíla­salan í Breið­holti fær styrk frá stjórn­völd­um, af því hún á svo stóra send­ingu óselda. Við­skipta­vinum eru nú boðnir bílar með eða án bíl­stjóra. Sam­göngu­á­ætlun gengur svo út á að almenn­ingur húkki far hjá þeim sem hafa ráð á Rolls Royce.

Auglýsing

Made in England, by Thatcher.

Íslensk hús­næð­ispólítík er Ensk að upp­runa,  og mætti raunar kalla „Thatcher­is­ma“.

Marg­aret Thatcher var for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands á tíma­bil­inu 1979 til 1990. Þrí­eyk­ið Thatcher, Reagan Banda­ríkja­for­seti og hag­fræð­ing­ur­inn Milton Fried­man voru á þessum árum eins konar efna­hag­spóli­tískt svar við Bítl­un­um, eða álíka vin­sælu söng­tríói.

Boð­skapur þrí­eyk­is­ins var frelsi í mark­aðs­mál­um. Frjáls mark­aður væri full­komið verk­færi til að útvega alþýðu allt sem hún þarfn­að­ist. Heil­brigð og frjáls sam­keppni sæi um að útvega öllum lífs­nauð­synjar á sann­gjörnu verði. Hlut­verk rík­is­ins var helst að halda sig til hlið­ar. Og leyfa lög­málum fræð­anna að njóta sín til fulln­ustu.

Þessar kenn­ingar fengu miklar und­ir­tektir í Englandi. Í kjöl­farið hófst svo einka­væð­ing­ar­ferli Thatcher. Það leiddi meðal ann­ars af sér straum­hvörf í enskum hús­næð­is­mál­u­m. Enn frem­ur var járn­braut­ar­kerfið og aðrir inn­viðir einka­vædd­ir. Þessar aðgerðir kost­uðu svo Enska skatt­greið­endur svim­andi upp­hæðir þegar fram liðu stund­ir. Lest­ar­kerfið í Englandi, vöggu járn­brauta heims­ins var stórlaskað og orðið hættu­legt eftir ára­tuga við­halds­leysi  einka­rekst­urs.

Fram eftir síð­ustu öld var rekin umfangs­mikil félags­leg hús­næð­ispóli­tík á Bret­landseyj­um. Leigu­hús­næði í opin­berri eigu með hóf­lega leigu var algengt um allt land­ið. Þetta stökk­breytt­ist með stefnu Thatcher. Mikið af þessu hús­næði var selt á tombólu­verði. Kaup­endur voru yfir­leitt efna­fólk. Lág­laun­aðir leigj­endur hrökt­ust á ver­gang. Eftir það átti mark­að­ur­inn að útvega öllum ódýrt og hent­ugt hús­næði. Veru­leik­inn var allt ann­ar. Þessi hug­mynda­fræði náði mik­illi útbreiðslu í hægri­bylgj­unni sem tröll­reið Vest­ur­löndum á tíma­bil­inu.

Hvergi á byggðu bóli féllu kenn­ing­ar Thatcher tríós­ins þó í frjórri jarð­veg en á Íslandi. Tríóið eign­að­ist póli­tíska hold­gerv­inga á land­inu. Í háblóma  Ís­lensku hægri­bylgj­unn­ar var salan á félags­legu hús­næði ein­ungis topp­ur­inn á ísjak­an­um. Læri­svein­arnir einka­væddu einnig aldagamlar banka­stofn­an­ir. Sem fóru  á haus­inn eftir örfá ár í einka­rekstri.

Einn af horn­stein­um Thatcher­ism­ans er að allir skuli kaupa  og búa í eigin hús­næði. Og ríkið skuli sitja hjá í hús­næð­is­mál­um. Thatcher-hug­mynda­fræðin er nú komin á fer­tugs­ald­ur­inn. Arf­leifð hennar er meðal ann­ar­s hús­næð­is­lausar kyn­slóðir á tveimur strjál­býlum eyjum með nægu land­rými. Englandi og Ísland­i. Í Englandi er þessi kyn­slóð kölluð leigu­kyn­slóðin eða „Gener­ation Rent“.

Enska fast­eigna­bólan er nú komin á það stig að níu millj­ónir enskra leigj­enda telja úti­lokað að verða eig­endur hús­næðis um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. 

Það vantar ein­ungis nafnið á Íslensku kyn­slóð­ina. Til­vist hennar  dylst eng­um. Kannski má kalla hana „WIN“? Vinnu­fært fólk á barn­eign­ar­aldri sem tekur sitt haf­urta­sk um borð í (W)ow, (I)celandair, eða (N)orrænu?  Til að geta lifað af launum sínum og kom­ist í húsa­skjól?

Ósköpin sem gengu yfir Ísland 2008 eru bein afleið­ing nýfrjáls­hyggj­unn­ar, sem er sam­of­inn Thatcher-­trú­boð­inu í hús­næð­is­mál­u­m. Það er því lyg­inni lík­ast að öll hugsun og nálgun í íslenskum hús­næð­is­málum er byggð á söm­u ­gömlu (góð­u?) Thatcher-­for­múl­unni. Ríkið situr hjá, hús­næð­is­mark­að­ur­inn í heild sinni er færður bönkum og verk­tökum á silf­ur­fati. Sér­eign­ar­stefnan er keyrð á fullum „fyr­ir­hruns“ dampi. Hefð­bundið ýkt hækk­un­ar­ferli á íslensku fast­eigna­verði er komið á fulla ferð.

Rík­is­stjórn Íslands er Thatcher í jakka­föt­um, með alveg sömu áhersl­ur. Hold­gerv­ing­arnir eru kyn­slóða­skiptir í nýjum umbúð­um. Að öðru leyti er þetta sami grautur í sömu skál. Í hús­næð­is­málum er klukkan 1980 á Íslandi. Léns­greifa­dæmið tekur á sig æ skýr­ari mynd. Viljum við aftur til mið­alda?

Ungt fólk þarf að horfast í augu við að hús­næ­for­múla Thatcher gengur ekki upp. Þessi jafna gengur ekki upp og mun ekki leysa hús­næð­is­vanda unga fólks­ins. Ekk­ert frekar á Íslandi en í England­i. Hvorki í efna­hags eða hús­næð­is­mál­um. Berið löndin sam­an, ferlið er alveg það sama. Við­skipta­mód­elið er gjald­þrota. Við­ur­kennum það bara. Því fyrr, því betra, Eftir það er hægt að gera eitt­hvað í mál­un­um.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None