Viðskiptamódelið er gjaldþrota, viðurkennum það

Guðmundur Guðmundsson segir að ríkisstjórn Íslands sé Margaret Thatcher í jakkafötum, með alveg sömu áherslur. Í húsnæðismálum sé klukkan 1980 á Íslandi.

Auglýsing

Hugsum okkur eitt augna­blik að Íslensk hús­næð­ispólítík sé stofn­un, eða fyr­ir­tæki. Sem var stofnað til að útvega vinn­andi fólki öruggt húsa­skjól á hóf­legu verði. Þá má lýðnum vera ljóst að fyr­ir­tækið er gjald­þrota. Og það fyrir löngu, Í dag má líkja  fyr­ir­tæk­inu við Bíla­sölu í Breið­holti. Með raðir af nýj­um Rolls Royce bif­reiðum út á plani.

Tækni­legt gjald­þrot fyr­ir­tæk­is­ins opin­ber­aði sig í banka­hrun­inu. Hrun­ið var í fasa við hefð­bundna rús­sí­ban­areið á Íslenskum fast­eigna­mark­aði. Á Íslandi fer eigna­mark­aður frá ökkla í eyra með reglu­legu milli­bili. Ástæð­urnar eru inn­byggðar kerf­is­villur sem ýkja sveifl­urnar í báðar átt­ir. Í nið­ur­sveiflum snú­ast  að­gerðir stjórn­valda um að við­halda við­skipta­mód­el­inu, hvað sem það kost­ar.

Bíla­salan í Breið­holti fær styrk frá stjórn­völd­um, af því hún á svo stóra send­ingu óselda. Við­skipta­vinum eru nú boðnir bílar með eða án bíl­stjóra. Sam­göngu­á­ætlun gengur svo út á að almenn­ingur húkki far hjá þeim sem hafa ráð á Rolls Royce.

Auglýsing

Made in England, by Thatcher.

Íslensk hús­næð­ispólítík er Ensk að upp­runa,  og mætti raunar kalla „Thatcher­is­ma“.

Marg­aret Thatcher var for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands á tíma­bil­inu 1979 til 1990. Þrí­eyk­ið Thatcher, Reagan Banda­ríkja­for­seti og hag­fræð­ing­ur­inn Milton Fried­man voru á þessum árum eins konar efna­hag­spóli­tískt svar við Bítl­un­um, eða álíka vin­sælu söng­tríói.

Boð­skapur þrí­eyk­is­ins var frelsi í mark­aðs­mál­um. Frjáls mark­aður væri full­komið verk­færi til að útvega alþýðu allt sem hún þarfn­að­ist. Heil­brigð og frjáls sam­keppni sæi um að útvega öllum lífs­nauð­synjar á sann­gjörnu verði. Hlut­verk rík­is­ins var helst að halda sig til hlið­ar. Og leyfa lög­málum fræð­anna að njóta sín til fulln­ustu.

Þessar kenn­ingar fengu miklar und­ir­tektir í Englandi. Í kjöl­farið hófst svo einka­væð­ing­ar­ferli Thatcher. Það leiddi meðal ann­ars af sér straum­hvörf í enskum hús­næð­is­mál­u­m. Enn frem­ur var járn­braut­ar­kerfið og aðrir inn­viðir einka­vædd­ir. Þessar aðgerðir kost­uðu svo Enska skatt­greið­endur svim­andi upp­hæðir þegar fram liðu stund­ir. Lest­ar­kerfið í Englandi, vöggu járn­brauta heims­ins var stórlaskað og orðið hættu­legt eftir ára­tuga við­halds­leysi  einka­rekst­urs.

Fram eftir síð­ustu öld var rekin umfangs­mikil félags­leg hús­næð­ispóli­tík á Bret­landseyj­um. Leigu­hús­næði í opin­berri eigu með hóf­lega leigu var algengt um allt land­ið. Þetta stökk­breytt­ist með stefnu Thatcher. Mikið af þessu hús­næði var selt á tombólu­verði. Kaup­endur voru yfir­leitt efna­fólk. Lág­laun­aðir leigj­endur hrökt­ust á ver­gang. Eftir það átti mark­að­ur­inn að útvega öllum ódýrt og hent­ugt hús­næði. Veru­leik­inn var allt ann­ar. Þessi hug­mynda­fræði náði mik­illi útbreiðslu í hægri­bylgj­unni sem tröll­reið Vest­ur­löndum á tíma­bil­inu.

Hvergi á byggðu bóli féllu kenn­ing­ar Thatcher tríós­ins þó í frjórri jarð­veg en á Íslandi. Tríóið eign­að­ist póli­tíska hold­gerv­inga á land­inu. Í háblóma  Ís­lensku hægri­bylgj­unn­ar var salan á félags­legu hús­næði ein­ungis topp­ur­inn á ísjak­an­um. Læri­svein­arnir einka­væddu einnig aldagamlar banka­stofn­an­ir. Sem fóru  á haus­inn eftir örfá ár í einka­rekstri.

Einn af horn­stein­um Thatcher­ism­ans er að allir skuli kaupa  og búa í eigin hús­næði. Og ríkið skuli sitja hjá í hús­næð­is­mál­um. Thatcher-hug­mynda­fræðin er nú komin á fer­tugs­ald­ur­inn. Arf­leifð hennar er meðal ann­ar­s hús­næð­is­lausar kyn­slóðir á tveimur strjál­býlum eyjum með nægu land­rými. Englandi og Ísland­i. Í Englandi er þessi kyn­slóð kölluð leigu­kyn­slóðin eða „Gener­ation Rent“.

Enska fast­eigna­bólan er nú komin á það stig að níu millj­ónir enskra leigj­enda telja úti­lokað að verða eig­endur hús­næðis um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. 

Það vantar ein­ungis nafnið á Íslensku kyn­slóð­ina. Til­vist hennar  dylst eng­um. Kannski má kalla hana „WIN“? Vinnu­fært fólk á barn­eign­ar­aldri sem tekur sitt haf­urta­sk um borð í (W)ow, (I)celandair, eða (N)orrænu?  Til að geta lifað af launum sínum og kom­ist í húsa­skjól?

Ósköpin sem gengu yfir Ísland 2008 eru bein afleið­ing nýfrjáls­hyggj­unn­ar, sem er sam­of­inn Thatcher-­trú­boð­inu í hús­næð­is­mál­u­m. Það er því lyg­inni lík­ast að öll hugsun og nálgun í íslenskum hús­næð­is­málum er byggð á söm­u ­gömlu (góð­u?) Thatcher-­for­múl­unni. Ríkið situr hjá, hús­næð­is­mark­að­ur­inn í heild sinni er færður bönkum og verk­tökum á silf­ur­fati. Sér­eign­ar­stefnan er keyrð á fullum „fyr­ir­hruns“ dampi. Hefð­bundið ýkt hækk­un­ar­ferli á íslensku fast­eigna­verði er komið á fulla ferð.

Rík­is­stjórn Íslands er Thatcher í jakka­föt­um, með alveg sömu áhersl­ur. Hold­gerv­ing­arnir eru kyn­slóða­skiptir í nýjum umbúð­um. Að öðru leyti er þetta sami grautur í sömu skál. Í hús­næð­is­málum er klukkan 1980 á Íslandi. Léns­greifa­dæmið tekur á sig æ skýr­ari mynd. Viljum við aftur til mið­alda?

Ungt fólk þarf að horfast í augu við að hús­næ­for­múla Thatcher gengur ekki upp. Þessi jafna gengur ekki upp og mun ekki leysa hús­næð­is­vanda unga fólks­ins. Ekk­ert frekar á Íslandi en í England­i. Hvorki í efna­hags eða hús­næð­is­mál­um. Berið löndin sam­an, ferlið er alveg það sama. Við­skipta­mód­elið er gjald­þrota. Við­ur­kennum það bara. Því fyrr, því betra, Eftir það er hægt að gera eitt­hvað í mál­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None