#efnahagsmál#viðskipti

Þrjár áskoranir í miklum meðbyr

Þrátt fyrir að hagtölur séu jákvæðar í augnablikinu þá eru áskoranir fyrir hendi sem þarf að skoða vel.

Það er óhætt að segja að mik­ill byr sé í seglum í íslenska hag­kerf­inu þessi miss­erin eins og 7,2 pró­sent hag­vöxtur í fyrra er til marks um.

Bjarg­vættir frá útlöndum

Erlendir ferða­menn hafa togað landið upp úr efna­hags­þreng­ingum og von­andi tekst að hlúa þannig að ferða­þjón­ust­unni að inn­viðir hennar styrk­ist og eflist eftir því sem fram líð­ur. 

Þessi mikli vöxtur stafar ekki síst af því að Ísland er agn­arsmátt og með einn minnsta vinnu­markað ver­ald­ar, tæp­lega 200 þús­und manns. Þegar fjöldi ferða­manna fer úr 450 þús­und í tæp­lega tvær millj­ónir á fimm árum, þá er ekki við öðru að búast en að lands­fram­leiðslan vaxi mik­ið.

Auglýsing

Það er ekki sjálf­sagt að svo verði áfram. Þrátt fyrir að mest sóttu svæðin fyrir ferða­menn séu með mun betra skipu­lag nú en þau voru fyrir nokkrum árum, þá þarf að setja miklu meiri fjár­muni í að skipu­leggja mörg svæði. Þetta á við um þjóð­garða ekki síst. 

Nauð­syn­legt að bæta sam­göngur

Annað mál sem þarf að huga að eru frek­ari fjár­fest­ingar í sam­göng­um. Hug­myndir Jóns Gunn­ars­son­ar, sam­göngu­ráð­herra, um að taka upp veg­tolla, eru bæði rök­réttar og eðli­leg­ar. Útfærsl­urnar þurfa að vera vand­aðar og taka mið af aðstæð­um. Horfa má til erlendra fyr­ir­mynda, sem eru fjöl­marg­ar. Hér á Seattle svæð­inu eru veg­tollar algengir innan stór­borg­ar­svæð­is­ins en umferð vex mikið á svæð­inu milli ára, eða á bil­inu fjögur til fimm pró­sent. Tækni­legar lausnir eru löngu komnar fram sem hindra að tafir þurfi að vera á umferð.

Það verður að telj­ast und­ar­legt hversu margir hafa tjáð sig með nei­kvæðum hætti um veg­tolla­hug­mynd­ina í ljósi þess veru­leika sem hefur verið að birt­ast okkar upp á síðkast­ið. Umferð jókst á einu ári á hring­veg­inum um fimmtán pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr 16 umferð­ar­telj­urum Vega­gerð­ar­innar um land allt. Það er ekki hægt að deila mikið um þessi frum­gögn. Þau segja til um algjöra kúvend­ingu í þessum málum og það þarf að vinna hratt.

Rík­is­stjórnin tók við ófjár­magn­aðri sam­göngu­á­ætlun frá fyrri rík­is­stjórn og rétti­lega benti Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að það væri nú næstum sið­laus ákvörðun að sam­þykkja áætl­un­ina þannig, einmitt í ljósi mik­il­vægis þess­ara verk­efna sem þarf að ráð­ast í. En margt bendir til þess að auka­fjár­veit­ing muni kom­ast í brýn­ustu sam­göngu­verk­efn­in, meðal ann­ars á Vest­fjörðum og Norð­aust­ur­landi.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn og stórir nýjir „vöru­glugg­ar“

Þriðja sem stjórn­völd þurfa að gefa gaum ásamt fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi er að fylgj­ast með miklum og örum breyt­ingum sem eru að verða á smá­sölu í heim­in­um. Gríð­ar­lega hraður vöxtur net­versl­unar með ferskvör­ur, einkum í borg­um, gerir kröfu til fyr­ir­tækja um að tengj­ast nýjum birgjum og mörk­uð­um. Hjá verð­mætasta smá­sölu­fyr­ir­tæki heims, Amazon, eru uppi áform um að gjör­bylta verslun með ferskvör­ur. 

Þorskur til sölu í netverslun Amazon Fresh, sem er mest ört vaxandi ferskuvöruverlsun heims.

Sem dæmi um „vöru­glugga“ þar sem íslenskan fisk er hvergi að sjá er net­verslun Amazon Fresh, mest ört vax­andi fersku­mark­aður heims. Þar er þorskur frá Kana­da, lax frá Nor­egi og Síle, en íslenskt sjáv­ar­fang hefur ekki sést þar. Vör­urnar eru afbragð og áreið­an­leik­inn í þjón­ust­unni til fyr­ir­mynd­ar. Þetta get ég stað­fest sem not­and­i. 

Framundan er sjáv­ar­út­vegs­ráð­stefnan í Boston, 19. til 21. mars, þar sem fimmtán íslensk fyr­ir­tæki kynna starf­semi sína fyrir 22 þús­und gestum sem hafa alls konar teng­ingar við sjáv­ar­út­veg­inn. Von­andi tekst að rækta þar sam­bandið við Banda­rík­in, sem er einn stærsti mark­aður heims fyrir ferskvör­ur. En fyr­ir­tækin ættu líka að huga að því að tengja sig beint við réttu aðil­ana sem eru að gjör­breyta versl­un­ar­venjum með nýrri tækni. Því fyrr sem fyr­ir­tæki ná að tengj­ast við rétta birgja, því betra. 

Íslensk fyr­ir­tæki þurfa að tengja sig betur inn á aðra mark­aði en EES-­svæð­ið. Ef það tekst að opna betur mark­aði í Banda­ríkj­un­um, Afr­íku og Asíu, þá gæti það lagt grunn­inn að traust­ari áfram­hald­andi vexti og upp­bygg­ingu en reikna má með frá erlendum ferða­mönnum til fram­tíðar lit­ið. 

Hér sést hversu gríðarlega háð Íslenska hagkerfið er EES svæðinu þegar kemur að útflutningi. Bandaríkin er svipað stórt markaðssvæði og EES-svæðið, og þar eiga íslensk fyrirtækið töluverð tækifæri.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiLeiðari
None