Getum við lært af Norðmönnum?

Jón Baldvin Hannibalsson bendir á að í Noregi ríki víðtæk samfélagsleg sátt um fyrirkomulag auðlindanýtingar og samfélagsábyrgðar. Árangurinn hafi ekki látið á sér standa.

Auglýsing

Fram­koma sægreifanna í Granda gagn­vart starfs­fólki sínu á Skaga stað­festir enn einu sinni, að hand­hafar veiði­heim­ild­anna með­höndla þær eins og um hreina einka­eign sé að ræða, í trássi við lög og rétt. Mottóið er eins og hjá Hann­esi Smára­syni forð­u­m: „Ég á þetta – ég má þetta“.

Af þessu til­efni er ástæða til að skoða, hvernig frændur vorir í Nor­egi hafa mótað stefn­una um auð­linda­nýt­ingu og ­fisk­veiði­stjórn­un. Flestir vita, að Nor­egur er vell­auð­ugt olíu­rík­i.  Frá upp­hafi olíu­vinnsl­unnar hafa þeir gætt þess vand­lega, að arð­ur­inn af olíu­auð­lind­inni, sem er skil­greind sem þjóð­ar­eign, renni í sam­eig­in­legan fjár­fest­ing­ar­sjóð, sem nú er reyndar orð­inn sá öfl­ug­asti í heim­in­um.

Sam­vinnu­rekst­ur 

Í nýút­kominni bók um, hvað Skotar geti lært af sam­skiptum Norð­ur­landa­þjóða við Evr­ópu­sam­band­ið, birt­ist fróð­leg grein um þetta efni eftir norskan nátt­úru­vís­inda­mann, Duncan Hal­ley að nafni (hann er skoskur að upp­runa, en norskur rík­is­borg­ari). Í grein­inni kemur fram, að um auð­linda­nýt­ingu og dreif­ingu arðs af auð­lind­inni gilda tvenn lög: Lögin um auð­linda­nýt­ing­una hafa að mark­mið að tryggja sjálf­bærar fisk­veiðar og þjóð­hags­lega arð­semi af rekstri útgerðar og fisk­vinnslu. Hin lögin kveða á um ­eign­ar­hald á útgerð­ar­fyr­ir­tækj­u­m ­með það að mark­miði að tryggja, að arð­ur­inn nýt­ist sem best byggð­ar­lög­um, sem byggja afkomu sína á sjáv­ar­út­vegi, með fram hinni löngu strand­lengju Nor­egs.

Auglýsing

Þessi lög kveða á um, að fiski­skip verða að vera í eigu ein­stak­linga, sem sjálfir stunda sjó eða vinna við stjórnun útgerð­ar. Þetta hefur leitt til þess, að flestir sem stýra útgerð­ar­fyr­ir­tækjum hafa sjálfir verið virkir sem sjó­menn og/eða skip­stjórn­ar­menn.  Ef skip eru í eigu hluta­fé­lags, verður hluta­fé­lagið að vera í eigu starf­andi sjó­manna eða stjórn­enda í við­kom­andi byggð­ar­lag­i.  Fisk­vinnslu­fyr­ir­tæki mega eiga allt að 49.9%, en ráð­andi hlutur verður að vera í eigu starf­andi sjó­manna, núver­andi eða fyrr­ver­andi, sem verða að starfa við útgerð­ina. M.ö.o. hlut­hafar verða að vera tengdir útgerð­inni og byggð­ar­lag­inu. Við þetta bæt­ist síð­an, að sam­kvæmt lögum er afurða­salan í hönd­um ­sam­vinnu­fyr­ir­tækja.

Sam­fé­lags­á­byrgð

Norsk fisk­veiði­stjórnun byggir því lögum sam­kvæmt á þrennu: sjálf­bærn­i, arð­semi og sam­fé­lags­legri ábyrgð. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er burða­rás atvinnu­lífs í strand­byggðum Nor­egs. Ef ekki væri fyrir fisk­veið­ar, fisk­eldi og fisk­vinnslu, lægi við land­auðn í þessum byggð­ar­lög­um. Útgerð og fisk­vinnsla er ein­fald­lega for­senda atvinnu – og þar með –  ­bú­setu. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn stendur fyrir mik­illi verð­mæta­sköp­un. Hann er næst­stærsti útflutn­ings­geir­inn. Á það er lögð rík áhersla, að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé rek­inn í sátt við hið nátt­úru­lega umhverfi. Meira en 70% allra fisk­veiða eru úr stofn­um, sem njóta vott­unar fyrir sjálf­bærni. Þetta er hæsta hlut­fall, sem þekk­ist í heim­in­um. „Helstu nytja­stofnar eru í góðu ásig­komu­lag­i“, að sögn OECD. „Nýt­ing sjáv­ar­auð­lind­ar­innar og stjórnun fisk­veiða byggir á nið­ur­stöðum vís­inda­legra rann­sókna“, að sögn FAO, mat­væla­stofn­unar SÞ. „Fisk­veiði­stjórnun Norð­manna er fyrsta flokks í heim­in­um“, að sögn Mar­ine Stewards­hip Council.

Vegna örra tækni­fram­fara var svo komið á átt­unda ára­tugn­um, að margir fiski­stofnar innan norsku lög­sög­unnar voru ofveidd­ir. Sumir stofnar bein­línis hrundu (eins og gerð­ist innan lög­sögu ESB). Ríkið dældi gríð­ar­legum fjár­munum inn í grein­ina til þessa að forða gjald­þrotum og brott­flutn­ingi fólks úr strand­byggð­un­um.  

Kerf­isum­bætur

Ráð­ist var í kerf­isum­bæt­ur, sem hafa skilað miklum árangri. Á s.l. 30 árum (frá 1985-2015) hefur hrygn­ing­ar­stofn upp­sjáv­ar­fisk­teg­unda vaxið um 51%. Hrygn­ing­ar­stofn djúp­sjáv­ar­teg­unda hefur vaxið sem svarar 340%. M.ö.o. nýt­ingu sjáv­ar­auð­lind­ar­innar hefur verið hagað með þeim hætti, að afrakstur auð­lind­ar­innar hefur vaxið umtals­vert.

Sér­tækir styrkir til sjáv­ar­út­vegs­ins hafa verið aflagðir fyrir utan und­an­þágu frá sér­stöku meng­un­ar­gjaldi á elds­neyti. Eftir standa styrkir vegna t.d. end­ur­hæf­ingar og starfs­þjálf­un­ar, sem gilda almennt fyrir atvinnu­líf­ið. 

Öfugt við Evr­ópu­sam­bandið hafa norskir sjáv­ar­út­vegs­ráð­herrar aldrei snið­gengið vís­inda­lega ráð­gjöf um afla­mark. Aðal­at­riðið er, að laga­á­kvæðum um sam­fé­lags­lega ábyrgð er fylgt eft­ir, þannig að tekjur og arður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja rennur um æða­kerfi sam­fé­lags­ins í sjáv­ar­byggð­um. Þetta á ekki bara við um tekjur starfs­fólks­ins heldur einnig arð fyr­ir­tækj­anna og hagnað eig­end­anna. Fiski­stofn­arnir eru í góðu ásig­komu­lagi. Und­an­tekn­ing­arnar eru deilistofn­ar, sem að hluta til­heyra fisk­veiði­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins. Víð­tæk sam­fé­lags­leg sátt ríkir um þetta fyr­ir­komu­lag auð­linda­nýt­ingar og sam­fé­lags­á­byrgð­ar. Árang­ur­inn hefur ekki látið á sér standa.

Höf­undur var for­­maður Alþýð­u­­flokks­ins 1984-96.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None