Hugleiðing um pólitíska hagfræði

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar.

Auglýsing

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga ­rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartar fram­tíðar er í merk­is­beri póli­tískrar hag­fræði þar sem auð­velt er að láta sker­ast í odda milli and­stæðra hug­mynda­fræði­kerfa, milli hægri og vinstri og kap­ít­al­isma og sós­í­al­isma, en þau hug­tök heyr­ast sjaldan á Alþingi en eru samt óskap­lega raun­veru­leg. Fjár­mála­stefnan á, skv. 6. gr. laga um opin­ber fjár­mál, að standa á grunni hug­taka eins og sjálf­bærni, var­færni, stöð­ug­leika, festu og gegn­sæi. Þetta eru ekki vís­inda­leg eða strang­fræði­leg hug­tök heldur gild­is­hlaðin eftir því hvaða póli­tísku gler­augu eru á manns nefi. Ég ætla að velta fyrir mér fjórum hug­tak­anna sem að mörgu leyti mynda lyk­il­inn að fjár­mála­stefn­unni.

Fyrst er það sjálf­bærn­i...

Sjálf­bærni í rík­is­fjár­mál­um, hvað merkir það? Ef við speglum þrjár meg­in­stoðir sjálf­bærni yfir á fjár­mála­stefn­una, eru þær ein­fald­lega með þeim hætti að:

1. Nátt­úru­auð­lindir verði nýttar þannig að þær beri nytjarn­ar.

Auglýsing

2. Sam­fé­lög dafni og jöfn­uður auk­ist milli þjóð­fé­lags­hópa og milli sam­fé­laga utan og innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

3. Efna­hags­lífið skili góðu búi til þegn­anna almennt. Til allra íbúa, þannig að sam­fé­lagið þró­ist til almennrar vel­sæld­ar, en ekki fyrst og fremst vel­sældar sumra. 

Sitt sýn­ist hverjum í þessum efnum og víst er að skil­grein­ingar á sjálf­bærni eru fleiri en ein. En ég tel þó morg­un­ljóst að íslenskt efna­hags­líf er ekki sjálf­bært. Það er gengið á margra auð­lind­ir, gríð­ar­legt vist­spor er stað­reynd, linnu­litl­ar, hraðar og miklar geng­is­breyt­ingar skekja heim­ili og minni fyr­ir­tæki, heil sam­fé­lög eru í vanda, ósjálf­bær vegna þess að sjálfs­björgin er tekin af þeim. Mis­skipt­ing auðs og eigna vex en minnkar ekki.

Ég geri alls ekki lítið úr and­spyrnu gegn þess­ari þróun og við­leitni til bóta, líka fyrir atbeina flokka sem mér hugn­ast ekki. Sam­fé­lagið er nefni­lega að vakna til vit­undar um aðra starfs­hætti og ann­ars konar hag­kerfi; hag­kerfi með önnur við­mið en stans­lausa ­leitni eftir hámarks­hagn­aði og stöð­ugum hag­vexti á grunni nýrra auð­linda en ekki end­ur­nýt­ing­ar. Lög og lands­stjórn lætur undan æ þyngri kröfum um breytta hag­stjórn og önnur við­mið, ekki bara græn við­mið heldur líka með merkjum jöfn­uð­ar. Félags­legar lausnir verða æ útbreidd­ari í hugum fólks sem selur vinnu­afl sitt sér til fram­færslu. Við viljum sam­hjálp en ekki sér­gæsku, segja menn, og horfa æ oftar til þess flokks sem setur slíkt á odd­inn, sbr. til­hneig­ingu sem sést í skoð­ana­könn­unum um aukið fylgi félags­hyggju­flokka. Minna má þá um leið á að hér á landi nást seint félags­legar lausnir í lands­málum án þess að félags­hyggju­öflin og -flokk­arnir vinni sam­an. Í raun og sann er hug­takið sjálf­bærni í rík­is­fjár­mála­stefn­unni að sjá sem inni­halds­lít­ill orða­lepp­ur, hafður með því að eng­inn vill sleppa hug­tak­inu í nútíma­stjórn­mál­um.

Svo kemur að var­færn­i...

Var­færni í þess­ari stefnu­mót­un, hvað merkir hún? Varla óheftan vöxt, varla stóru bónus­ana, varla stöðuga sam­þjöppun í helstu atvinnu­grein­um, varla nið­ur­skurð í góð­æri sem byggir aðal­lega á þotu­vexti einnar atvinnu­greinar sem er ekki rekin á sjálf­bærum nót­um? Varla snýst var­færnin um varð­stöðu um áfram­hald­andi stór­hagnað banka og stærstu útgerð­anna, sam­an­ber. HB Granda sem hefur skilað 40 millj­arða króna hagn­aði frá 2008 að telja? Og þó. Er var­færni stjórn­ar­innar ekki einmitt til þessa gerð, ef vel er að gáð? Jú, var­færnin í stefnu­skránni merkir í raun að ekki skuli afla fjár til umbóta í sam­fé­lag­inu nema þegar sjálf­virkar tekjur aukast. Var­færnin snýst ekki um hvernig megi auka við fram­lag þeirra sem eru mjög vel aflögu­færir til sam­neysl­unn­ar. Var­færni ætti að merkja, þver­öf­ugt við hægri stefn­una, að þensla í tekjum vel­haf­andi atvinnu­greina og auk­inn ójöfn­uður verði ham­inn með virkum hætti.

Komið að stöð­ug­leika...

Stöð­ug­leiki, hvar er hann í raun í stefnu stjórn­ar­inn­ar? Til dæmis sýn­ist hann merkja þá gömlu þulu sem rétt­lætir víxl­verkun launa­hækk­unar og verð­lags, sem verður að halda aftur eftir þul­unnar hljóð­an. Þá er látið líta svo út að þar fari sjálf­virkt og eðli­legt lög­mál en í raun felur þulan í sér til­raunir til að halda aftur af launa­þróun sem er flestum bæði nauð­syn­leg og hag­felld. Sam­tímis er klifað jafn­gam­alli köku­kenn­ingu sem allir þekkja. Í henni er látið líta svo út að for­ráða­menn atvinnu­veg­anna skuli rétti­lega reikna út það sem kall­ast greiðslu­geta og launa­fólki látið eftir að berj­ast um kök­una. Hún er rétt fram eftir útreikn­ing­ana. Hið rétta er jafn­gam­all sann­leik­ur, nefni­lega sá að launa­fólk verður að sækja út fyrir sneið­ina. Hagn­aður margra fyr­ir­tækja er mik­ill og eigna­myndun enn meiri. Blessuð köku­sneiðin getur orðið jafn stór og almennir launa­menn ná með sínum köku­hníf án til­lits til skömmt­unar fyrir fram. Stöð­ug­leiki rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar stjórn­ar­innar merkir í raun: Ekki skatt­leggja auð­magn, ekki skatt­leggja hæstu tekj­ur, ekki skatt­leggja miklar eign­ir. Afleið­ingin er jafn skýr: Ójöfn­uður eykst, fátækt verður æ meira áber­andi en hinir vel stæðu verða enn betur stæð­ir. Ekki er hægt að vísa til með­al­tals­aukn­ingar tekna eða kaup­máttar til að afneita slíkri sviðs­mynd. Með­al­tölin fela skörpu og dap­ur­legu drætt­ina, fela mis­rétt­ið. Stöð­ug­leik­inn ætti að merkja auk­inn jöfn­uð, hæg­ari hag­vöxt, minni sam­keppni, auk­inn sparnað með sam­neyslu og hæg­ari upp­greiðslu lána svo að fólk flest hafi það betra um allt land.

Loks er það festa...

Festa, hvað má lesa úr því hug­taki? Festu í þá veru að tryggja marg­boð­aðar úrbætur vel­ferðar og sam­gangna í land­inu? Nei. Festu þegar kemur að því að hvergi megi leita leiða til að auka við tekjur rík­is­sjóðs til sam­neysl­unn­ar, nema þegar hag­sveiflan er upp á við og tekjur aukast? Einmitt. Festu við að skera enn frekar niður ef verr árar en nú? Já, það er einmitt þess konar festu sem má lesa úr stefnuplagg­inu. Hvar er þá sveigj­an­leiki þeirra hag­sýnu í rík­is­fjár­málum þegar kemur að því að draga úr þenslu­á­hrifum sem snar­aukin lúx­usneysla og vöxtur ferða­þjón­ust­unnar knýja fram? Getum við náð 2,5% hag­vexti sem Seðla­bank­inn mælir með án þess að tempra vöxt spút­tnikk-­greina? Nei, við getum það ekki enda hvatt til frek­ari vaxtar þeirra og boð­uð skatta­lækk­un í þenslu og svoköll­uðu góð­æri. Festa  ­rík­is­stjórn­ar­innar felst greini­lega í því að hlífa hópi  fjár­magns­eig­enda með mestu tekj­urn­ar, hlífa stórnot­end­um auð­linda og til­tölu­lega litlum hópi stór­eigna­fólks við meiri fram­lögum til sam­fé­lags­ins. Í þess stað ætti að ákvarða hæfi­leg gjöld á atvinnu­vegi sem mest mega sín, á stórút­veg­inn, orku­fram­leiðslu, orku­frekan iðnað og ferða­þjón­ustu með ýmsu móti, þar með talið á ferða­menn­ina sjálfa, umfram boðuð bíla­stæða­gjöld.  Margrædd komu­gjöld koma til greina, hlut­falls­leg og hærri gistin­átta­gjöld og ýmsar breyt­ingar á öðrum gjald­stofn­um. Allt væri það aug­ljós­lega til þess fallið að bæta tekju­öflun rík­is­ins.

Ábyrg og alþýð­leg hag­stjórn

Eftir hug­leið­ingar um þessi fjögur lyk­il­hug­tök má greina and­stæð­una: Félags­legar lausnir, vinstri áhersl­ur. Með skatt­heimtu til jöfn­uðar er unnt að auka sjálf­bærni og stöð­ug­leika, kalla fram minni óánægju tug­þús­unda með kjör sín og sam­fé­lags­lega stöðu. Með festu og var­færni má stýra auð­linda­nýt­ingu betur en nú og auka á fest­una og var­færn­ina einmitt með því að finna jafn­vægi tekna og gjalda eftir að nýrra tekna hefur verið aflað með jöfn­uð­ar­sköttum. Það er ábyrg og alþýð­leg hag­stjórn. Fjár­mála­ráð veifar nokkrum rauðum flöggum í sínu áliti. Hvers virði eru þær fána­sýn­ingar rík­is­stjórn­inni? Hún tekur ekki mark á þeim. Áhættu­grein­ing fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins við skoðun fjár­laga sýnir nú þegar fram á hættu á 11 millj­arða yfir­keyrslu einmitt að hluta vegna krafna sam­fé­lags­ins gegn frjáls­hyggju­mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar sem lætur undan síga, t.d. með 1,2 millj­arða kr. við­bót til sam­göngu­á­ætl­unar sem allt í einu er ekki einu sinni pínu­lítið sið­laust, svo að vitnað sé í fleyg orð fjár­mála­ráð­herra um "næstum sið­leysi" fyrrum fjár­laga­nefnd­ar. Þarf svo ekki auknar tekjur til fleiri mála­flokka, í anda kosn­inga­stefnu flokk­anna þriggja? Jú. Hvar á að taka þær, undir lágu þaki hag­sveiflu, eða ef fjár­málin reyn­ast í járnum vegna hag­rænu kjar­anna?

Fall­in... með 4,5

Það er ekki unnt að yfir­gefa rík­is­fjár­mála­stefn­una án þess að máta hana við lofts­lags­mál­in. Hvað sagði hæstv. for­sæt­is­ráð­herra ekki um þau mál? Þau væru mik­il­væg­ustu mál sam­tím­ans, ekki satt? Það er ljóst að Ísland nær ekki mark­miðum sínum án veru­legs við­bót­ar­fjár í allar laus­legu og ósam­stæðu áætl­an­irnar sem stjórn­völd hafa búið til. Marga millj­arða mun vanta í orku­skipti og aðrar fjöl­breyttar leiðir til að minnka losun gróð­ur­húsaga­sa, um leið og bind­ing kolefn­is­gasa er aukin með ólíkum aðgerð­um. Þessar aðgerðir þola enga bið og geta ekki verið háðar upp­sveiflu í hag­kerf­inu árum sam­an. Röng stefna frjáls­hyggj­unnar í tekju­öflun rík­is­ins má ekki stýra fram­tíð kom­andi kyn­slóða. Hvað um mennta­mál­in? Þar er t.d. háskóla­náms­stig­ið  stór­lega van­fjár­magn­að? Hvað með heil­brigð­is­kerf­ið, götótt og und­ir alltof miklu álagi, sem allir segj­ast vilja efla? Hvað með fjár­hags­um­hverfi tækni­þró­unar og nýsköp­unar þar sem við erum stödd vel undir við­mið­un­ar­löndum þegar kemur að hlut­falli fjár­veit­inga af vergri lands­fram­leiðslu? Hvar er þá sjálf­bærnin og var­færn­in? Hver er fram­tíð­ar­sýnin þá önnur en að senni­lega verði aukið í fjár­veit­ingar seinna á kjör­tíma­bil­inu ef vel árar? Allt ber að sama brunni. Hvað sem ein­hverjum ljósum punktum kann að líða í stefnuplagg­inu mót­ast stefnan ekki af hags­munum fjöld­ans heldur sér­hyggju og vörn fyrir sömu veg­ferð og við höfum kynnst í ára­tugi með fáum und­an­tekn­ing­um. Hún fær ­fall­ein­kunn þegar menn horfa til baka.

Fram­sækna rík­is­fjár­mála­stefnu vantar

Mjög mörg okkar viljum miklu fram­sækn­ari rík­is­fjár­mála­stefnu, betur rök­studda og rædda fjár­mála­stefnu, fjár­mála­stefnu sem virðir vilja mjög stórs hluta þjóð­ar­inn­ar. Sá stóri hóp­ur, 90%, ræður aðeins yfir 40% eigna hér á landi á móti hinum 60% eign­anna sem 10% íbú­anna hafa í höndum sín­um. Við viljum fjár­mála­stefnu sem er mótuð að not­hæfum og sann­gjörnum aðhalds­lögum en gefur svig­rúm með vand­aðri auka­tekju­öflun til að full­nægja þörfum mik­ils meiri hluta sam­fé­lags­ins. Þörfum fólks­ins sem kallar á raun­hæft vel­ferð­ar-, mennta- og sam­göngu­kerfi, kallar á allt þetta venju­lega og nútíma­lega sem það sama fólk á skilið og þarfn­ast til að lifa eins og ríkt sam­fé­lag getur best boðið upp á. Þá verður að vera rétt­lát­lega skipt og hámarks­gróða­sókn látin víkja fyrir ... hverju? Ég ætla að láta les­anda eftir að botna grein­ina.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None