Ríkið gefur frá sér verðmæti

Hvernig er best fyrir að stjórnvöld að losa sig við verðmæti? Þetta er klassísk spurning í stjórnmálum. Stjórnvöld hafa með skýrum hætti í tveimum tilfellum ákveðið að sleppa því að takast á við hana með því að gefa verðmætin.

Auglýsing

Að und­an­förnu hafa bæði RÚV og Stöð 2 fjallað ítar­lega um fyr­ir­hug­aða stór­fellda upp­bygg­ingu fisk­eldis á Vest­fjörð­um, Norð­ur­landi og Aust­fjörð­um. Þetta hefur verið góð umfjöll­un, þar sem steinum er velt við og spurn­inga spurt. Það er mik­il­vægt að þeir sem eru í for­svari fyrir þessa upp­bygg­ingu, bæði norsku fjár­fest­arn­ir, tengiliðir þeirra og inn­lendir fjár­fest­ar, átti sig á hvaða hags­munir eru þarna und­ir.

Hættu­legt umhverf­inu

Fisk­eldi í sjó getur verið hættu­legt umhverf­inu eins og Lands­sam­band veiði­fé­laga hefur bent á með skel­eggum hætti á und­an­förnum mán­uð­um. Von­andi verður fullt til­lit tekið til þeirra athuga­semda sem hafa komið frá veiði­rétt­ar­höfum og land­eig­end­um, sem skilj­an­lega vilja ekki að íslensk nátt­úra njóti ekki vafans, þegar kemur að upp­bygg­ing­unn­i. 

Einar K. Guð­finns­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem talar máli fisk­eld­is­upp­bygg­ing­ar­inn­ar, er lík­legur til að hafa eyrun opin og von­andi taka fullt til­lit til sjón­ar­miða land­eig­enda og veiði­rétt­ar­hafa. Hann hefur orð á sér fyrir heil­indi og von­andi sýnir hann öllum sjón­ar­miðum skiln­ing og virð­ingu.

Auglýsing

En það sem er athygl­is­verð­ast við þessi mál er að stjórn­völd á Íslandi hafa ekki áttað sig á því til þessa, að starfs­leyfin eru mikil verð­mæti. Þau ganga kaupum og sölum fyrir mörg hund­ruð millj­ónir króna í alþjóð­legum heimi við­skipta. Á Íslandi voru þau gefin og erlendir fjár­festar hafa stokkið til. Þeir eru  til­búnir að verja þessa stöðu af alefli, eins og gefur að skilja.

Óþol­andi van­hæfni

Þetta er á margan hátt óþol­andi fyrir almenn­ing í land­inu og sýnir van­hæfni hjá hinu opin­bera. Það á ekki að gefa verð­mæti frá sér með þessum hætti og það er lág­marka­skrafa til stjórn­valda að búa yfir nægi­legri þekk­ingu á hlut­unum til að glöggva sig á því hvenær það eru mikil verð­mæti til staðar og hvenær ekki. 

Gott er að sjá Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, biðja menn um að stíga var­lega til jarð­ar. En hún verður að gera betur og meira. 

Til dæmis að gera fyr­ir­tækj­unum það ljóst, að ef það verður umhverf­isslys - bara eitt - að þá missi fyr­ir­tækin taf­ar­laust leyf­in, pakki saman og hætti. Það er aðhald sem er eðli­legt, í ljósi þess að leyfin voru gefin og að miklir hags­munir eru í húfi. 

Mak­rílgjaf­irnar halda áfram

Í vik­unni var svo til­kynnt um að stjórn­völd ætl­uðu sér að halda áfram að gefa frá sér þau gríð­ar­legu verð­mæti sem fel­ast í því að veiða mak­ríl í íslenskri lög­sögu, vinna hann og selja á erlenda mark­aði. Útflutn­ings­tekjur vegna mak­ríls hafa numið á bil­inu 13 til 20 millj­örðum á ári síð­asta tæpa ára­tug­inn, og hafa útgerð­ar­fyr­ir­tæki grætt veru­lega á þess­ari teg­und. Afla­heim­ildum í mak­ríl er úthlutað á skip á grund­velli veiði­reynslu áranna 2007, 2008 og 2009. Engin mark­aðs­leið er sjá­an­leg en aukn­ingin nemur um 20 þús­und tonn­um, eða sem nemur um 13 pró­sentum milli ára.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Fiski­stofu fengu skip HB-Granda úthlutað mestum heim­ildum í fyrra eða ríf­lega 19 þús­und tonnum sem munu þá aukast um nærri 2.500 tonnum í ár. Sam­herji fékk úthlutað ríf­lega 17 þús­und tonnum í fyrra og Síld­ar­vinnslan, sem Sam­herji á stærsta hlut­ann í, rúmum 13 þús­und tonn­um.

Saga mak­ríls­ins við Íslands­strendur er stór­merki­legur kafli af hag­sögu Íslands. Hann kom synd­andi inn í lög­sög­una svo til á sama tíma og fjár­mála­kerfið hruni, neyð­ar­lögum var beitt til að vernda efna­hags­legt sjálf­stæði lands­ins og síðan voru fjár­magns­höft sett á í nóv­em­ber 2008, og gengi krón­unnar stillt af á nýjum stað frá því áður. Nýr efna­hags­legur veru­leiki byrj­aði að teikn­ast upp og úflutn­ings­hliðin tók að blómstra. 

Merki­leg hag­saga

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hóf þá sitt mesta blóma­skeið í Íslands­sög­unni, og mak­ríll­inn var eins og pen­inga­leg vítamíns­sprauta beint inn á reikn­ing­ana hjá fyr­ir­tækj­un­um, og eig­end­un­um.

Einn hluti sög­unnar er sá að stjórn­mála­menn gjör­sam­lega brugð­ust og náðu ekki að vera með nægi­lega ígrundað skipu­lag til­búið þegar að kom að þess­ari nýju teg­und. Á meðan opin­berir sjóðir sveit­ar­fé­laga og rík­is­ins stóðu herfi­lega og heim­ili á Íslandi upp­lifðu það sem stjórn­mála­menn köll­uðu for­sendu­brest, þá styrkt­ist staða sjáv­ar­út­vegs­ins veru­lega, dag frá degi.

Þessi verð­mæti hafa verið gefin með úthlutun á grund­velli veiði­reynslu sem er lítil er. 

Tals­menn kvóta­kerf­is­ins hafa fengið að þaga yfir grund­vall­ar­at­rið­inu í mál­inu. Sem er þessi spurn­ing: Er heim­ild til að veiða mak­ríl í íslenskri lög­sögu verð­mæt? Tals­menn kvóta­kerf­is­ins ættu að svara þess­ari spurn­ingu skýrt. Já, kvóti er verð­mæti. Og það sama á viði um þá sem tala fyrir öðrum leiðum þegar kemur að skipu­lagi sjáv­ar­út­vegs­ins. Eng­inn ætti að efast um að heim­ild til veiða er verð­mæt.

Það er hægt að reikna út hvers virði afla­heim­ild­irnar eru. Útflutn­ings­verð­mæti mæl­ast í tug­millj­örðum á ári.Þá kemur næsta spurn­ing: Á almenn­ingur að fá eitt­hvað fyrir þessi verð­mæti og hvernig er best að standa að því?

Mik­il­vægt er að hlusta ekk­ert á neinn áróð­ur, t.d. um fjár­fest­ing­ar, veiði­gjöld og þess hátt­ar. Það er önnur umræða, sem teng­ist ekki verð­mæta­mat­inu á afla­heim­ild­inni í mak­ríl sér­stak­lega. 

Og það er líka mik­il­vægt að sjáv­ar­út­veg­ur­inn sé hafður með í þess­ari rök­ræðu svo allt sé skýrt. Þar hefur ein­fald­lega verið farið eftir þeim lögum og reglum sem stjórn­mála­menn hafa mót­að. 

Spurn­ing­arnar eiga hins vegar rétt á sér.

Tvö skýr dæmi

Þor­gerður Katrín er til­tölu­lega nýtekin við í emb­ætti, og hefur sýnt úr hverju hún er gerð, og haldið vel á spil­unum í krefj­andi aðstæð­u­m. 

Við­reisn beitti ýmsum spilum til að kom­ast til valda, meðal ann­ars var tek­ist á um hvernig ætti að skipu­leggja nýt­ingu auð­linda og hvernig mætti nýta mark­aðs­leið til að tryggja að almenn­ingur fengi eitt­hvað fyrir verð­mæti sín. Þetta var alveg skýr mál­flutn­ing­ur, sem er bund­inn í stefnu flokks­ins og var áber­andi í kosn­inga­bar­átt­unni. Ekk­ert sést ennþá í þessa stefnu og þegar kemur að mak­rílnum - þar sem er aug­ljóst tæki­færi til að inn­leiða breyt­ingar - þá er allt óbreytt.

Þessi skýru dæmi um gjafir stjórn­valda á miklum verð­mæt­um, ann­ars vegar á leyfum til erlendra fjár­festa í fisk­eldi og síðan á heim­ildum til að veiða mak­ríl í íslenskri lög­sögu, sýna að umræða um þessi mál hefur engu skilað til þessa. Það er langt í land.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None