Auglýsing

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og einn þeirra sem á sæti í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is, lét hafa eftir sér í Frétta­blað­inu í gær, að hann væri ekki hrif­inn af því að Ólafur Ólafs­son, sem dæmdur var í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi í Al Thani mál­inu, kæmi til að gefa skýrslu fyrir nefnd­inni, ef almenn­ingur gæti fylgst með í beinni útsend­ing­u. 

Rökin fyrir þessu mati Brynjars eru þessi hér eft­ir­far­andi: „Ég er ekki viss um að hann eigi að vera í beinni útsend­ingu ef hann á að nýt­­ast okkur eitt­hvað. Þá er þetta allt komið á þvæl­ing á meðan við erum á við­­kvæmum stað í skoð­un­inni. Þá er hætt við að þessi umræða fari út og suður áður en við ljúkum okkar vinnu. Það getur verið óþæg­i­­legt fyrir okkur en það er mitt mat. Við munum svo ræða það nánar í nefnd­inn­i,“ segir Brynjar við Frétta­­blað­ið.

Njáll Trausti Frið­­berts­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, hefur tekið undir með Brynj­­ari, og telur óskyn­­sam­­legt að hafa fund­inn í beinni útsend­ing­u

Auglýsing

Þetta mat Brynjars og Njáls Trausta er und­ar­legt.

Nokkur atriði má þar nefna.

  1. Málið sem er til skoð­unar hjá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, það er skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um söl­una á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um, er ekki við­kvæmt að neinu leyti. Fyrst og síð­ast er það mik­il­vægt fyrir almenn­ing, stjórn­völd og Alþingi, þar sem frum­gögn hafa nú verið leidd fram sem sýna að stjórn­endur Kaup­þings og Ólafur Ólafs­son, einn stærsti hlut­hafi þess banka á starfs­tíma hans, blekktu stjórn­völd, almenn­ing og Alþingi.

    Fólkið sem kom að þessu hefur verið staðið að blekk­ingum og hefur ennþá ekk­ert sagt eða gert, sem bendir til þess að frum­gögnin sem sýnd eru í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis séu röng. Þau segja sög­una eins og hún er. Ef þing­menn geta ekki haldið opinn nefnd­ar­fund um þetta mál, þegar það á að spyrja per­sónur og leik­endur spurn­inga út frá skýrslum og frum­gögn­um, þá er eðli­legt að efast um hæfi þeirra til setu á Alþingi. Ekk­ert þarf að fara á „þvæl­ing“ þó fjallað sé um málið fyrir opnum tjöld­um.
  2. Opnir nefnd­ar­fundir tíðkast víða og þjóna þeim til­gangi að stuðla að gagn­sæjum vinnu­brögðum þings, sem ýta undir traust á verkum þess. Þegar umfjöll­un, umræða og rök­ræða fer fram fyrir opnum tjöldum þá getur almenn­ingur fylgst með því hvernig upp­gjör við til­tekna atburði eða mál fer fram.

    Í Banda­ríkj­unum má segja ýmis­legt um hið póli­tíska svið, en það er algengt að nefnd­ar­fundir í þing­inu séu í beinni útsend­ingu og þá er oft um mun flókn­ari og við­kvæm­ari hluti að ræða heldur en við­skiptin með hlut­inn í Bún­að­ar­bank­an­um. Má nefna ein­stakar aðgerðir Banda­ríkja­hers og umfjöllun um þær í þing­inu, en þeir fundir eru oft í beinni útsend­ingu. Þar sem spurt er um flóknar aðgerð­ir, erf­iða ákvörð­una­töku og stundum skelfi­legar afleið­ingar fyrir sak­laust fólk.

    Önnur dæmi sem má nefna eru við­brögð þjóð­þinga víða um heim í kjöl­far efna­hags­hruns­ins haustið 2008, en þá björg­uðu rík­is­sjóðir og seðla­bankar umheim­inum frá efna­hags­legum glund­roða með fjár­hagsinn­spýt­ingu til að halda rekstri banka lif­andi og hjólum efna­hags­lífs­ins gang­andi. Í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Hollandi og víð­ar, voru fundir í þjóð­þingum opnir og í beinni útsend­ingu, þegar banka­stjórar og aðrir komu fyrir þingið og svör­uðu spurn­ing­um. Oft var þetta nærri atburð­unum í tíma og skömmu eftir haustið 2009 voru ekki öll kurl komin til grafar enn, þegar umræðan var lif­andi og opin. Á Íslandi tókst Alþingi ekki að hafa umræðu um upp­gjörið við hrunið opna, og voru nefnd­ar­fundir lok­aðir oft­ast nær og aldrei fóru fram opnir fundir þar sem per­sónur og leik­endur voru kall­aðir til, t.d. eftir að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis kom út árið 2010.



    Það hefði verið í takt við gagnsæ vinnu­brögð að gera þetta og lík­lega hefði það líka stuðlað að betri vinnu­brögðum Alþingis og meira trausti á störfum þess í kjöl­far hruns­ins.
  3. Það eina sem mögu­lega er við­kvæmt í mál­inu núna, er að tveir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins skuli vera að hugsa á þeim nót­um, að það kunni að vera skað­legt fyrir Alþingi að láta fund­inn fara fram í beinni útsend­ingu þar sem fjallað er um við­skiptin með hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um.

    Varla trúa þeir því, Brynjar og Njáll Trausti, að þetta sé við­kvæmt fyrir við­fangs­efnið sem slíkt, í ljósi þess að við­skiptin eru fyrir löngu um garð gengin og loks­ins búið að upp­lýsa um málið með frum­gögn­um. Ólafur Ólafs­son hefur sagt að hann sé til­bú­inn að koma fyrir nefnd­ina, og nefndin ræður því hvort hún vill að hann komi fyrir hana. Hann sagði rann­sókn­ar­nefnd­inni ósatt um fyrr­nefnd við­skipti og er með almanna­tengsla­full­trúa í vinnu þessi miss­erin við að koma sínum sjón­ar­miðum á fram­færi. Hann hefur hlotið þungan dóm fyrir alvar­leg lög­brot í Al Thani mál­inu svo­kall­aða, fjög­urra og hálfs árs fang­els­is­dóm, eins og áður sagði. Það er vel hugs­an­legt að þessi for­saga bitni á trú­verð­ug­leika þess sem hann hefur að segja. En það er vita­skuld ekki þannig að hann ráði því hvort fund­ur­inn verði opinn eða ekki.



    Það er ekki svo að Alþingi þurfi að ótt­ast það, að fjalla um þessi mál, sem tengj­ast 14 ára gömlum við­skipt­um, fyrir opnum tjöld­um. Rök Brynjars eru léleg, eins og að framan er rak­ið, og dæmi frá öðrum þjóð­þingum sýna einnig, að þau eru ekki hald­bær, með til­liti til þess hvort umfjöll­un­ar­efnið er við­kvæmt að hans mati eða ekki. Við­kvæm mál þola vel gagn­sæja máls­með­ferð, eins og Brynjar ætti að þekkja úr lög­manns­störfum sínum í opin­berum mál­u­m.

Brynjar er sjálfur á hálum ís í mál­inu, enda hefur hann opin­ber­lega tekið upp hansk­ann fyrir Kaup­þings­menn og ritað sínar lengstu greinar opin­ber­lega til að verja gjörðir þeirra - Ólafs þar á meðal - í Al Thani mál­inu, sem að mörgu leyti er líkt því sem átti sér stað í við­skipt­unum með hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um. 

Jafn­vel þó laga­legar álykt­anir Brynjars í skrifum hans hafi ekki reynst rétt­ar, í ljósi dóms Hæsta­réttar í mál­inu, þá geta svona skrif eins og Brynjar hefur staðið í, dregið úr trú­verð­ug­leika hans þegar kemur að umfjöllun um mál sem tengj­ast þeim mönnum sem hann hefur tekið upp hansk­ann fyr­ir. 

Það má sér­stak­lega nefna það, að greinar Brynjars fyrir Kaup­þings­menn opin­ber­lega, eru ekki hluti af lög­manns­störfum hans heldur ein­ungis hans mat á stöðu þeirra mála sem fjallað var um. Þannig að ekki er hægt að nefna það honum til varnar þegar þetta er ann­ars veg­ar, að hann hafi verið að sinna lög­manns­störf­um.

Fróð­legt verður að sjá hvernig aðrir nefnd­ar­menn í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd en Brynjar og Njáll Trausti horfa á þetta mál og hvort það sé gott eða slæmt að láta umfjöllun þings­ins um það fara fram fyrir opnum tjöld­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None