Tálmum tálmunarfrumvarpið

Þórður Ingvarsson skrifar um frumvarp sem á að koma á fangelsisrefsingu fyrir tálmun og segir það glapræði. Í nær öllum tilfellum sé tálmun lítið annað en örvæntingarfull tilraun til að gæta hagsmuna barnsins.

Auglýsing

„Tálmi það for­eldri sem barn býr hjá hinu for­eldr­inu eða öðrum sem eiga umgengn­is­rétt sam­kvæmt úrskurði, dómi, dóms­sátt for­eldra eða samn­ingi þeirra stað­festum af sýslu­manni að neyta umgengn­is­rétt­ar, eða tak­marki hann, varðar það fang­elsi allt að fimm árum.“

Þessi máls­grein er úr hinu svo­kall­aða „tálmuna­frum­varpi“ sem nú liggur fyrir alþingi og er ætluð sem við­bót við barna­vernd­ar­lög­in. Í  98. grein barna­vernd­ar­laga kemur meðal ann­ars fram að þeir sem að „beita barn kyn­ferð­is­of­beldi, van­rækja, mis­þyrma, mis­bjóða því and­lega eða lík­am­lega geti verið dæmt í allt að fimm ára fang­elsi.“ Í frum­varp­inu er lagt að jöfnu að tálmun sé jafn alvar­legt og lík­am­legt eða kyn­ferð­is­legt ofbeldi gegn börn­um.

Áður en lengra er haldið er gott að hafa eitt á hreinu. Að vera vont við barn er ömur­legt. Ekk­ert fólk á að vera vont við barn. Í þeirri umræðu sem skap­ast hefur um tálm­un­ar­frum­varpið hefur engin gengið svo langt að reyna að rétt­læta það að vera vont við barn. Þvert á móti, það vilja allir barnið fyrir bestu. En þau sem styðja frum­varpið fara því mið­ur­ ­mik­inn í yfir­lýs­ingum um að hver sá sem hindri sam­skipti barns og blóð­for­eldris sé með því sjálf­krafa að beita barnið „of­beld­i.“

Auglýsing

Tálm­un­ar­frum­varps­sinnar hafa fram til þessa ekki minnst einu orði á algeng­ustu ástæð­una fyrir beit­ingu tálm­un­ar. En tálmun er örþrifa­ráð for­eldris sem leit­ast við að vernda barnið sitt fyrir því sem það telur vera van­ræksla eða ofbeldi. Nú á að leit­ast við að skil­greina það sem refsi­vert ofbeldi að vernda barnið gegn allskyns ofbeldi.

Það eru mögu­lega til for­eldrar sem eru svo eig­in­gjörn eða jafn­vel ill­gjörn að hindra barnið frá því að hitta ást­ríkt blóð­for­eldri vegna ein­hverra frum­stæðra hvata, svo sem hefnigirni eða afbrýði­semi. Hjá þeim mögu­leika verður ekki lit­ið.

En þegar tálm­un­ar­mál eru betur skoðuð kemur í ljós að á baki yfir­gnæf­andi meiri­hluta ákvörð­un­ina að tálma annað for­eldrið liggur oft ótti, örvænt­ing og van­máttur umsjár­for­eldris og, í mörgum til­fell­um, barns­ins líka. Umsjár­for­eldrið telur barnið bíða virki­legan skaða af sam­skiptum við umgengn­is­for­eldri.

Í sumum til­fellum má vissu­lega reikna með að þær áhyggjur séu óþarfar eða á mis­skiln­ingi byggð­ar, og því væn­legra að leita sátta. Í öðrum til­fellum eru áhyggj­urnar á rökum reistar og þá er lítið annað til ráða en að beita þeim aðferðum sem í boði er til að verja barnið frá skaða. Tálmun er langt í frá að vera ofbeldi. Tálmun getur verið and­svar við næstum því óvið­ráð­an­legum aðstæðum sem virð­ist hafa skað­leg áhrif á alla aðila. Þetta er eins og að skóla­bullan fari að kalla það ein­elti þegar fórn­ar­lambið hans segir frá ein­elt­inu.

Dóms­kerfi Íslend­inga er því miður ekk­ert sér­stak­lega upp­tekið af því að huga að rétt­indum barna og umsjár­for­eldra, sem í flest öllum til­fellum eru kon­ur. Það heyrir til und­an­tekn­inga að ofbeldi gegn konum og börnum endi í dóm­um, hvað þá til­felli van­rækslu.

Það væri betra fyrir alþingi og sér­fræð­inga að eyða tíma og kröftum í að finna leiðir til að auð­velda umsjár­for­eldrum að tryggja öryggi barna sinna og til að koma á sátta­ferli á milli umsjár­for­eldar og umgengn­is­for­eldra í til­fellum þar sem slíkt er væn­legt. Það er algjört glapræði að reyna koma á fang­els­is­refs­ingu við ein­hverju sem í nær öllum til­fellum er lítið annað en örvænt­ing­ar­full til­raun til að gæta hags­muna barns­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar