Gildislaus ákvörðun Trumps - þetta er ástæðan

Er „Great Business“ fyrir Trump að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu?

Auglýsing

Alþjóða­sam­vinna er stór­merki­legt fyr­ir­bæri. Fylgj­umst með við­bragð­inu við ákvörðun Trumps. Er lík­legt að alþjóða­sam­fé­lagið taki yfir­lýs­ingu og hug­myndum Trumps vel: að end­ur­semja um lofts­lags­mál? Í þeim til­gangi að ná fram hag­felld­ari samn­ingum fyrir meng­andi banda­rískan iðn­að?

Leita má vís­bend­inga um hver við­brögðin geta orð­ið. Ein sú mik­il­væg­asta getur talist for­varnir og fyr­ir­byggj­andi við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins löngu fyrr. Einkum í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu um skuld­bind­ingar í lofts­lags­málum til árs­ins 2030, sem er hag­an­lega skrifað í sam­vinnu þjóða heims.

Spólum örstutt til baka: Um það leyti sem Trump mæld­ist með 35 pró­senta fylgi meðal kjós­enda Repúblikana­flokks­ins í Banda­ríkj­unum komu full­trúar þjóða heims saman í Par­ís. Þetta var í des­em­ber 2015. Þá var ljóst að mögu­legt væri að Trump yrði for­seta­efni flokks síns.

Auglýsing

Á þeim tíma hafði Trump tjáð og ítrekað þá skoðun sína að lofts­lags­breyt­ingar væru blekk­ing. Fundin upp af Kín­verjum til að kné­setja banda­rískan efna­hag. Þau orð dæma sig sjálf. Á þeim tíma sem lið­inn er hafa skoð­anir Trumps lítið sem ekk­ert breyst.

Skoðum sam­heng­ið: Sam­kvæmt úrsagn­ar­á­kvæði Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins (28. grein) geta aðild­ar­ríki sam­komu­lags­ins í fyrsta lagi til­kynnt um úrsögn frá því þremur árum eftir gild­is­töku þess.

Svo skemmti­lega vill til að Par­ís­ar­sam­komu­lagið tók gildi 4. nóv­em­ber 2016. Það þýðir að banda­rísk stjórn­völd geta í fyrsta lagi til­kynnt form­lega um úrsögn 4. nóv­em­ber 2019.

Til við­bótar líður heilt ár, sam­kæmt úrsagn­ar­á­kvæð­inu, þar til úrsögn tekur gildi að alþjóða­lög­um. Hvenær sem er á tíma­bil­inu geta banda­rísk stjórn­völd því aft­ur­kallað úrsögn­ina, en gæti það orðið væn­legur val­kostur fyrir Trump?

Banda­rísk stjórn­völd munu laga­lega geta slitið sig frá Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu 4. nóv­em­ber 2020. En viti menn: næstu for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum verða haldnar 3. nóv­em­ber 2020!

Hvað þýðir þetta? Ákvörðun Trumps er gild­is­laus enn sem komið er. Laga­leg aðild Banda­ríkj­anna að Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu breyt­ist ekki að alþjóða­rétti fyrr en dag­inn eftir næstu for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um.

Þrátt fyrir að áhrif til skamms tíma geti orðið gríð­ar­leg, tryggir ákvörðun Trump fyrst og fremst eft­ir­far­andi: Heims­byggðin mun í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­unum 2020 verða vitni að kosn­inga­bar­áttu sem mun öðrum þræði snú­ast um lofts­lags­mál, útblást­ur, sam­keppn­is­hæfni Banda­ríkj­anna og hvað telst „Gr­eat Business“.

Dag­setn­ing form­legrar úrsagnar úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu um skuld­bind­ingar í lofts­lags­málum til árs­ins 2030 tryggir það.

Heims­byggðin hefur orðið vitni að for­dæma­lausri emb­ætt­is­færslu Banda­ríkja­for­seta undir for­ystu Don­alds Trump. Varla var úr háum söðli að falla, en eftir ákvörðun Trumps um úrsögn Banda­ríkj­anna frá Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu má telja að Trump standi enn veikar fyrir í emb­ætti.

Sagan mun svo leiða í ljós hvort þetta veð­mál Trumps hafði áhrif á kjör­þokka hans.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar