Gildislaus ákvörðun Trumps - þetta er ástæðan

Er „Great Business“ fyrir Trump að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu?

Auglýsing

Alþjóða­sam­vinna er stór­merki­legt fyr­ir­bæri. Fylgj­umst með við­bragð­inu við ákvörðun Trumps. Er lík­legt að alþjóða­sam­fé­lagið taki yfir­lýs­ingu og hug­myndum Trumps vel: að end­ur­semja um lofts­lags­mál? Í þeim til­gangi að ná fram hag­felld­ari samn­ingum fyrir meng­andi banda­rískan iðn­að?

Leita má vís­bend­inga um hver við­brögðin geta orð­ið. Ein sú mik­il­væg­asta getur talist for­varnir og fyr­ir­byggj­andi við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins löngu fyrr. Einkum í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu um skuld­bind­ingar í lofts­lags­málum til árs­ins 2030, sem er hag­an­lega skrifað í sam­vinnu þjóða heims.

Spólum örstutt til baka: Um það leyti sem Trump mæld­ist með 35 pró­senta fylgi meðal kjós­enda Repúblikana­flokks­ins í Banda­ríkj­unum komu full­trúar þjóða heims saman í Par­ís. Þetta var í des­em­ber 2015. Þá var ljóst að mögu­legt væri að Trump yrði for­seta­efni flokks síns.

Auglýsing

Á þeim tíma hafði Trump tjáð og ítrekað þá skoðun sína að lofts­lags­breyt­ingar væru blekk­ing. Fundin upp af Kín­verjum til að kné­setja banda­rískan efna­hag. Þau orð dæma sig sjálf. Á þeim tíma sem lið­inn er hafa skoð­anir Trumps lítið sem ekk­ert breyst.

Skoðum sam­heng­ið: Sam­kvæmt úrsagn­ar­á­kvæði Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins (28. grein) geta aðild­ar­ríki sam­komu­lags­ins í fyrsta lagi til­kynnt um úrsögn frá því þremur árum eftir gild­is­töku þess.

Svo skemmti­lega vill til að Par­ís­ar­sam­komu­lagið tók gildi 4. nóv­em­ber 2016. Það þýðir að banda­rísk stjórn­völd geta í fyrsta lagi til­kynnt form­lega um úrsögn 4. nóv­em­ber 2019.

Til við­bótar líður heilt ár, sam­kæmt úrsagn­ar­á­kvæð­inu, þar til úrsögn tekur gildi að alþjóða­lög­um. Hvenær sem er á tíma­bil­inu geta banda­rísk stjórn­völd því aft­ur­kallað úrsögn­ina, en gæti það orðið væn­legur val­kostur fyrir Trump?

Banda­rísk stjórn­völd munu laga­lega geta slitið sig frá Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu 4. nóv­em­ber 2020. En viti menn: næstu for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum verða haldnar 3. nóv­em­ber 2020!

Hvað þýðir þetta? Ákvörðun Trumps er gild­is­laus enn sem komið er. Laga­leg aðild Banda­ríkj­anna að Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu breyt­ist ekki að alþjóða­rétti fyrr en dag­inn eftir næstu for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um.

Þrátt fyrir að áhrif til skamms tíma geti orðið gríð­ar­leg, tryggir ákvörðun Trump fyrst og fremst eft­ir­far­andi: Heims­byggðin mun í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­unum 2020 verða vitni að kosn­inga­bar­áttu sem mun öðrum þræði snú­ast um lofts­lags­mál, útblást­ur, sam­keppn­is­hæfni Banda­ríkj­anna og hvað telst „Gr­eat Business“.

Dag­setn­ing form­legrar úrsagnar úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu um skuld­bind­ingar í lofts­lags­málum til árs­ins 2030 tryggir það.

Heims­byggðin hefur orðið vitni að for­dæma­lausri emb­ætt­is­færslu Banda­ríkja­for­seta undir for­ystu Don­alds Trump. Varla var úr háum söðli að falla, en eftir ákvörðun Trumps um úrsögn Banda­ríkj­anna frá Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu má telja að Trump standi enn veikar fyrir í emb­ætti.

Sagan mun svo leiða í ljós hvort þetta veð­mál Trumps hafði áhrif á kjör­þokka hans.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar