Að ganga á hurð – Argumentum ad hominem

Dóra Sif Tynes, varaþingmaður Viðreisnar, segir ekki auðvelt að sitja undir ásökunum um valdagræði, pólitíska spillingu og óheiðarleika í dómaramálinu. Það sé þó fylgifiskur þess að taka þátt í stjórnmálum. Auðveldara sé að fara í manninn en boltann.

Auglýsing

Það er ekki orðum aukið að skipun dóm­ara við Lands­rétt hafi orðið að póli­tísku hita­máli. Mik­ils­virtir álits­gjafar hafa látið stór orð falla – ásak­anir um vald­níðslu, pólítíska spill­ingu og ger­ræði hafa flog­ið. Af því til­efni langar mig til að benda á nokkur atrið­i. 

Í febr­úar var til umræðu á Alþingi laga­breyt­ing þess efnis að fela dóm­nefnd um hæfi umsækj­anda um dóm­ara­emb­ætti að meta hæfi umsækj­enda um emb­ætti lands­rétt­ar­dóm­ara. Þar sem fyrri álit þess­arar nefndar hafa á stundum sætt gagn­rýni, einkum vegna þess að hallað hefur þótt á kven­um­sækj­end­ur, sköp­uð­ust nokkrar umræður á Alþingi um mál­ið. Var þar lögð fram breyt­ing­ar­til­laga af hálfu minni­hlut­ans þess efnis að áréttað skyldi í lög­unum að dóm­nefnd bæri að fara að jafn­rétt­islög­um. Meiri­hlut­inn taldi þessa breyt­ingu óþarfa þar sem jafn­rétt­islög giltu um starf nefnd­ar­innar sem og aðrar stjórn­sýslu­nefndir hér á landi. Allir þing­menn minni­hlut­ans sem tóku til máls í umræð­unni lýstu því yfir, að ef dóm­nefndin myndi ekki skila af sér lista sem upp­fyllti sjón­ar­mið um jafn­ræði kynja, yrði ráð­herra að grípa inn í. Þing­menn Við­reisnar voru því sam­mála. Í reynd var því þegar í febr­úar búið að senda ráðherra sterk skila­boð um að þingið myndi ekki sætta sig við lista þar sem hall­aði veru­lega á annað kyn­ið. 

Dóm­nefnd skil­aði áliti sínu um hæfi umsækj­enda um mið­bik maí­mán­að­ar. Nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að 10 karlar og 5 konur væru hæfust til að gegna emb­ætti lands­rétt­ar­dóm­ara en um 15 lausar stöður var að ræða. Í þennan hóp rað­að­i ­dóm­nefndin svo 5 aðilum úr fræða­störfum og stjórn­sýslu, 5 úr lög­mennsku og 5 úr röðum dóm­ara. Það var því ljóst að ráð­herra var nokkur vandi á höndum enda sá dóm­nefndin ekki ástæðu til þess að veita ráð­herra nokk­urt svig­rúm til að líta til sjón­ar­miða eins og kynja­hlut­falla. Hins vegar gat ráð­herra gert ráð fyrir því að erfitt myndi reyn­ast að fá stað­fest­ingu Alþingis á lista þar sem svo veru­lega hall­aði á annað kyn­ið. Það var t.d. ekki fyr­ir­séð að þing­flokk­ur VG myndi skipta um skoðun hvað þetta varð­ar, enda hefur flokk­ur­inn almennt lagt ríka áherslu á jafn­rétti í sinni póli­tík. Eins og áður sagði höfðu þing­menn Við­reisnar einnig lagt ríka áherslu á að gætt yrði að kynja­hlut­föllum við skipan Lands­rétt­ar. 

Í þetta sinn ákvað dóm­nefndin að not­ast við kvarða við mat sitt á hæfi umsækj­anda þar sem hverjum mats­þætti var veitt ákveðið vægi. Athygli vekur að í þetta sinn ákvað dóm­nefnd að meta að jöfnu reynslu af dóm­ara­störf­um, lög­manns­störfum og störfum í stjórn­sýslu. Í öðrum málum hefur nefndin nefni­lega talið reynslu af dóm­ara­störfum vega þyngra. Þá vekur einnig athygli að allir umsækj­endur voru lagðir að jöfnu að því er varð­aði mats­þætt­ina stjórnun þing­halda og ritun dóma. Reynsla af starfi hér­aðs­dóm­ara, sem aug­ljós­lega felur í sér stjórnun þing­halda og ritun dóma að stað­aldri, var þannig ekki talin skipta máli í þessu sam­bandi. Ljóst er að þessi afstaða dóm­nefnd­ar­innar kom einkum niður á kven­kyns umsækj­endum enda meiri­hluti þeirra hér­aðs­dóm­ar­ar. 

Dóms­mála­ráð­herra lagði fram til­lögu á Alþingi um breyttan lista þar sem til­nefndar voru 7 konur og 8 karl­ar. Til­lögu sína rök­studdi ráð­herra meðal ann­ars með vísan til þess að ekki hefði verið með nægj­an­legum hætti litið til dóm­ara­reynslu. Eins og áður segir varð þessi nálgun dóm­nefndar til þess að frekar hall­aði á kven­um­sækj­endur í hæf­is­mati

Auglýsing

Það vekur athygli að gagn­rýni á til­lögu ráð­herra hefur einkum snú­ist um tvennt. Í fyrsta lagi að þar sem um sé að ræða ráð­herra sem hefur áður lýst sig mót­fallna því að líta til kynja­sjón­ar­miða, þá sé það ekki trú­verð­ugt að ráð­herr­ann hafi litið til kynja­sjóna­miða enda hafi hún ekki rök­stutt það sér­stak­lega. Er þá alfarið litið fram hjá því að miðað við umræðu á Alþingi um störf dóm­nefndar í febr­úar mátti ráð­herra ganga að því vísu að Alþingi myndi hafna því að stað­festa lista dóm­nefnd­ar­innar óbreytt­an. Þing­menn Við­reisnar hefðu til að mynda ekki fall­ist á að halla myndi á konur í Lands­rétti frá upp­hafi. Þessi afstaða Við­reisnar lá fyrir þegar í umræðum um málið í febr­ú­ar. Það er því ekki um eft­irá­skýr­ingu að ræða eins og haldið hefur verið fram. 

Í öðru lagi hefur því verið hreyft að rök­stuðn­ingur ráð­herra um að dóm­ara­reynslu hafi verið gefið aukið vægi haldi ekki með vísan til til­tek­inna umsækj­enda. Sú skoðun mið­ast þó bara við að bera saman umsækj­endur út frá lista dóm­nefndar og út frá þeim kvörðum sem dóm­nefndin lagði til grund­vall­ar. Það er því alger­lega litið fram hjá því að það hlýtur að hafa áhrif á heild­ar­röðun umsækj­enda ef vægi mats­þátta er breytt. Þannig getur vægi mis­mun­andi mats­þátta ýmist fært menn upp eða niður á umræddum lista. Ráð­herra hefur þannig ekki borið því við að ein­göngu hafi verið litið til dóm­ara­reynslu, heldur að henni hafi verið gefið aukið vægi. Allt að einu hefur þó eng­inn, nema kannski Lög­manna­fé­lag­ið, haldið því fram að það sé ekki mál­efna­legt sjón­ar­mið að gefa dóm­ara­reynslu aukið vægi. Dóm­ara­fé­lagið hefur til dæmis bent á að fram­setn­ing nefnd­ar­innar á mats­þáttum leiði til þess að það halli á umsækj­endur sem hafa átt sinn starfs­feril innan hér­aðs­dóm­stóla enda sé svig­rúm dóm­ara til að taka að sér auka­störf tak­mark­að. Þannig verður þessi fram­setn­ing mats­þátta til þess að hér­aðs­dóm­arar sem helgað hafa sinn starfs­feril dóm­störfum standa verr að vígi til að fá fram­gang á næsta dóm­stig. Skila­boðin eru þau að það borgi sig ekki að gera störf við dóm­stóla að ævi­starf­i. 

Af þessu má ráða að gagn­rýnin bein­ist frekar að per­sónu ráð­herra, þ.e. að hún geti ekki borið fyrir sig kynja­sjón­ar­miðum og að hún hafi breytt hæf­is­röðun í ann­ar­legum til­gangi, heldur en að þau rök sem hún færði fram hafi verið mál­efna­leg. Því er litið fram hjá öðrum álita­efnum eins og t.d. hvort ráð­herra hefði fengið lista dóm­nefndar stað­festan af Alþingi óbreyttan með til­heyr­andi kynja­halla? Í öðru lagi hefur umræðan snú­ist um tvo nafn­greinda umsækj­endur einkum vegna maka þeirra. Samt sem áður má vera ljóst að þegar vægi dóm­ara­reynslu sem mats­þáttar er aukið þá hlýtur það að hafa áhrif á stöðu umsækj­enda sem búa yfir langri slíkri reynslu sem á við um báða þessa umsækj­end­ur. Hefði ráð­herra átt að úti­loka þessa umsækj­endur vegna maka þeirra? Væri það ekki til marks um póli­tísk afskipti þar sem umræðan hefði kannski orðið ráð­herra þægi­legri ef þessir aðilar hefðu ekki verið á list­an­um?  Loks má ekki gleyma að tveir aðrir nafn­greindir umsækj­endur sem voru til­nefndir af ráð­herra hafa líka mátt sitja undir ásök­unum um van­hæfi og póli­tíska spill­ingu án þess að nokkur rök hafi verið færð fyrir slíkum full­yrð­ing­um. 

Það er vanda­samt að eiga í rök­ræðu um for­send­ur hæf­is­mats og hvern skipa skuli í emb­ætti á hverjum tíma. Þar sem ein­stak­lingar eiga í hlut er auð­velt að falla í þá gryfju að ein­blína á ein­staka per­sónur í stað þess að skoða með hlut­lægum hætti vægi mats­þátta og hvaða sjón­ar­mið eigi að ríkja við mat­ið. Ég sakna þess að menn tak­ist á í rök­ræðu um hvort og hvernig stilla eigi upp vægi ein­stakra mats­þátta við mat á umsækj­endum um dóm­ara­emb­ætti, frekar en detta í umræðu um hvort þessi sé betri en hinn.  Ég sakna þess einnig að mál­efna­leg rök­ræða eigi sér stað um hvert hlut­verk dóm­nefndar eigi að vera og hvert sé hlut­verk ráð­herra með til­liti til stjórn­sýslu­legrar ábyrgð­ar. Og hver á aðkoma Alþingis að vera? Er Alþingi aðeins eft­ir­lits­að­ili eða á þingið að fara að hlut­ast til um ein­staka nöfn á lista eins og ráða mátti af ræðum sumra þing­manna? Er í lagi að úthrópa nafn­greinda  ein­stak­linga fyrir póli­tíska spill­ingu úr ræðu­stól Alþingis og fara rangt með reynslu þeirra og starfs­fer­il? Þá er ljóst að dýpri umræða þarf að fara fram um hvort kynja­sjóna­mið eigi alltaf við eða hvort frá þeim megi víkja ef til­teknir aðilar eiga í hlut. 

Það er sann­ar­lega ekki auð­velt að sitja undir ásök­unum um valda­græði, póli­tíska spill­ingu og óheið­ar­leika þegar kona hefur sann­fær­ingu fyrir því að taka afstöðu til máls ein­göngu á grund­velli mál­efna­legra sjón­ar­miða. Í mínu til­viki réðu för í þessu máli mik­il­vægi þess að Lands­réttur yrði frá upp­hafi skip­aður með jöfn kynja­hlut­föll að leið­ar­ljósi og ég gat að sama skapi fall­ist á það sem mál­efna­leg sjón­ar­mið að þegar skipa ætti nýjan dóm­stól í fyrsta sinn ætti að líta frekar til dóm­ara­reynslu. En þetta er kannski bara nátt­úru­legur fylgi­fiskur þess að taka þátt í stjórn­málum og opin­berri umræðu á Íslandi. Því þegar allt kemur til alls þá er bara svo miklu auð­veld­ara að fara í mann­inn heldur en bolt­ann. 

Höf­undur er lög­maður og vara­þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar