#efnahagsmál#stjórnmál

Baráttan fyrir opnum heimi

Hvaða „tækifæri“ sjá íslenskir stjórnmálamenn í væringum á alþjóðavettvangi? Ef einhver barátta er þess virði að taka þátt í henni, þá er það baráttan fyrir opnum alþjóðavæddum heimi.

Í árs­skýrslu Alþjóða­greiðslu­bank­ans í Basel, BIS, sem birt var í gær, er stórum hluta skýrsl­unnar eytt í varn­arskirf fyrir alþjóða­væð­ing­una, og sá aug­ljósi sann­leikur dreg­inn fram að hún hefur vegið þyngst í því að draga úr fátækt í heim­in­um. 

Ástæðan fyrir þessum skrifum í árs­skýrsl­unni virð­ist aug­ljós; alþjóða­væð­ingin hefur átt undir högg að sækja með upp­gangi lýð­skrumara og vin­sæld­ar­brölt­ara eins og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, sem berst fyrir því að losa Banda­ríkin út úr alþjóða­samn­ingum og berst einnig fyrir banda­rískum hags­munum ein­göngu, en ekki hags­munum heild­ar­inn­ar, sem er innsti kjarni hugs­un­ar­innar með alþjóð­legum samn­ingum um við­skipti, þvert á landa­mæri.

Stríðs­yf­ir­lýs­ing

Þessi stefna Trumps og félaga er risa­vaxin stríðs­yf­ir­lýs­ing gegn alþjóða­væddum heimi við­skipta og þró­unar og eins víðs­fjarri nokkrum hug­myndum um frjálsan mark­aðs­bú­skap eins og hugs­ast get­ur. Yfir­lýs­ingar um að Banda­ríkin muni beita sér­hags­munum - það er toll­um, múrum og aðgangs­hindr­unum af ýmsu tagi - geta einar og sér valdið stór­tjóni jafn­vel þó alþjóð­leg fyr­ir­tæki reyni eftir fremsta megni að berj­ast gegn þess­ari stefnu í starf­semi sinni.

Auglýsing

Stefnu­breyt­ing eins og þessi hefur ekki verið fram­kvæmd ennþá með laga­breyt­ingum eða nýrri áætl­un, nema þá að litlu leyti, en nú þegar hafa Banda­ríkin verið dregin út úr gerð alþjóða­samn­inga, sem meðal ann­ars ná til helstu vaxt­ar­svæða Asíu og Afr­íku. Auk þess er yfir­lýs­ing Trumps um að Banda­ríkin fari út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu önnur hlið á sama ten­ing, þó margt bendi til þess að hún sé lítið annað en orðin tóm.

Ýmis­legt mætti vafa­lítið segja um það, hvað býr að baki þessu, en það alvar­lega er að raun­veru­leg hætta er nú á því að það muni hægja á ótrú­legum árangri sem náðst hefur í bar­átt­unni við sára fátækt í heim­in­um. 

Tollam­úrar og sér­hags­muna­stefn­ur, sem hindra aðgang fátækra svæða að mörk­uð­um, eru alvar­legt mál, og við Íslend­ingar - sem smá­ríki sem er algjör­lega háð erlendum mörk­uðum - ættum að taka virkan þátt í að því að mót­mæla öllum áformum sem vinna gegn alþjóða­væddum heimi. Opnir mark­aðir og alþjóð­legt sam­starf er und­ir­rót fram­fara og Ísland þarf að marka sér skýra stefnu með slíkri stöðu til fram­tíðar lit­ið.

Alþjóð­legt sam­starf er lyk­ill­inn

Í grein frá 18. maí síð­ast­liðnum segir Bill Gates, stofn­andi Microsoft og ötull bar­áttu­maður alþjóða­væð­ingar og alþjóða­sam­starfs, að fram­lög Banda­ríkj­anna til þró­un­ar­starfs þurfi að vera miklu meiri, en ekki minni, eins og nú er ráð­gert. Rökin hans eru til­tölu­lega ein­föld. Alþjóð­legt sam­starf er nauð­syn­legt til að berj­ast gegn vanda­málum sem eru alþjóð­leg, og geta áhrifin komið fram með ýmsum hætti, og haft áhrif á margar þjóð­ir. Sam­starf, sam­vinna og alþjóða­vætt efna­hags­líf er lyk­ill­inn að árangri.

Hann nefnir sem dæmi við­brögð við nátt­úru­ham­förum og hvernig áhrifin geta komið fram ef ekki er brugð­ist hratt og vel við. Í Sýr­landi, árið 2007, leiddu gríð­ar­lega alvar­legir þurrkar í land­inu til mik­illa fólks­flutn­inga úr dreif­býli í borg­ir. Þar gerði fólk - meira en ein milljón manna - ráð fyrir því að geta nálg­ast mat, en of sein við­brögð alþjóða­sam­fél­gs­ins, meðal ann­ars vegna of lít­ils fjár­magns í mála­flokk­inn, leiddu til mik­illa vanda­mála. 

Gates segir þessa atburði, sem fóru til­tölu­lega hljótt á alþjóða­vett­vangi í fyrstu, hafa leitt til enn meiri spennu og félags­legra erf­ið­leika, sem mögn­uðu upp eld­fimt ástand sem síðar braust út í borg­ar­styrj­öld með skelfi­legum afleið­ingum fyrir íbúa Sýr­lands og raunar heim­inn allan, sem ekki sér fyrir end­ann á enn­þá. Gates segir að fjár­fest­ing í þró­un­ar­verk­efnum marg­borgi sig til baka með örugg­ari heimi og meiri líkum á efna­hags­legum ávinn­ingi heild­ar­inn­ar. Alþjóð­legt hjálp­ar­starf sé skýrt dæmi um mik­il­vægi þess að þjóðir vinni sam­an.

Bar­átt­unni fyrir bættum og opnum heimi lýkur aldrei og það stór­kost­leg­asta sem hefur gerst í þeirri sögu er aukið alþjóð­legt sam­starf og opnun mark­aða með alþjóða­væddum heimi. Árs­skýrsla BIS dregur þetta vel fram og Gates minnir okkur á þetta með sér­tækum dæm­um, meðal ann­ars á sviði hjálp­ar­starfs og efn­hags­mála. Fram­lag smá­ríkis eins og Íslands í umræðum um mál  eins og þessi, ætti að hafa þann rauða þráð að berj­ast fyrir opnum alþjóða­væddum heimi. Von­andi er það „tæki­færið“ sem íslenskir stjórn­mála­menn sjá í breyt­ingum á alþjóða­vett­vangi sem sumir þeirra hafa rætt um að und­an­förnu.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiLeiðari