Baráttan fyrir opnum heimi

Hvaða „tækifæri“ sjá íslenskir stjórnmálamenn í væringum á alþjóðavettvangi? Ef einhver barátta er þess virði að taka þátt í henni, þá er það baráttan fyrir opnum alþjóðavæddum heimi.

Auglýsing

Í árs­skýrslu Alþjóða­greiðslu­bank­ans í Basel, BIS, sem birt var í gær, er stórum hluta skýrsl­unnar eytt í varn­arskirf fyrir alþjóða­væð­ing­una, og sá aug­ljósi sann­leikur dreg­inn fram að hún hefur vegið þyngst í því að draga úr fátækt í heim­in­um. 

Ástæðan fyrir þessum skrifum í árs­skýrsl­unni virð­ist aug­ljós; alþjóða­væð­ingin hefur átt undir högg að sækja með upp­gangi lýð­skrumara og vin­sæld­ar­brölt­ara eins og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, sem berst fyrir því að losa Banda­ríkin út úr alþjóða­samn­ingum og berst einnig fyrir banda­rískum hags­munum ein­göngu, en ekki hags­munum heild­ar­inn­ar, sem er innsti kjarni hugs­un­ar­innar með alþjóð­legum samn­ingum um við­skipti, þvert á landa­mæri.

Stríðs­yf­ir­lýs­ing

Þessi stefna Trumps og félaga er risa­vaxin stríðs­yf­ir­lýs­ing gegn alþjóða­væddum heimi við­skipta og þró­unar og eins víðs­fjarri nokkrum hug­myndum um frjálsan mark­aðs­bú­skap eins og hugs­ast get­ur. Yfir­lýs­ingar um að Banda­ríkin muni beita sér­hags­munum - það er toll­um, múrum og aðgangs­hindr­unum af ýmsu tagi - geta einar og sér valdið stór­tjóni jafn­vel þó alþjóð­leg fyr­ir­tæki reyni eftir fremsta megni að berj­ast gegn þess­ari stefnu í starf­semi sinni.

Auglýsing

Stefnu­breyt­ing eins og þessi hefur ekki verið fram­kvæmd ennþá með laga­breyt­ingum eða nýrri áætl­un, nema þá að litlu leyti, en nú þegar hafa Banda­ríkin verið dregin út úr gerð alþjóða­samn­inga, sem meðal ann­ars ná til helstu vaxt­ar­svæða Asíu og Afr­íku. Auk þess er yfir­lýs­ing Trumps um að Banda­ríkin fari út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu önnur hlið á sama ten­ing, þó margt bendi til þess að hún sé lítið annað en orðin tóm.

Ýmis­legt mætti vafa­lítið segja um það, hvað býr að baki þessu, en það alvar­lega er að raun­veru­leg hætta er nú á því að það muni hægja á ótrú­legum árangri sem náðst hefur í bar­átt­unni við sára fátækt í heim­in­um. 

Tollam­úrar og sér­hags­muna­stefn­ur, sem hindra aðgang fátækra svæða að mörk­uð­um, eru alvar­legt mál, og við Íslend­ingar - sem smá­ríki sem er algjör­lega háð erlendum mörk­uðum - ættum að taka virkan þátt í að því að mót­mæla öllum áformum sem vinna gegn alþjóða­væddum heimi. Opnir mark­aðir og alþjóð­legt sam­starf er und­ir­rót fram­fara og Ísland þarf að marka sér skýra stefnu með slíkri stöðu til fram­tíðar lit­ið.

Alþjóð­legt sam­starf er lyk­ill­inn

Í grein frá 18. maí síð­ast­liðnum segir Bill Gates, stofn­andi Microsoft og ötull bar­áttu­maður alþjóða­væð­ingar og alþjóða­sam­starfs, að fram­lög Banda­ríkj­anna til þró­un­ar­starfs þurfi að vera miklu meiri, en ekki minni, eins og nú er ráð­gert. Rökin hans eru til­tölu­lega ein­föld. Alþjóð­legt sam­starf er nauð­syn­legt til að berj­ast gegn vanda­málum sem eru alþjóð­leg, og geta áhrifin komið fram með ýmsum hætti, og haft áhrif á margar þjóð­ir. Sam­starf, sam­vinna og alþjóða­vætt efna­hags­líf er lyk­ill­inn að árangri.

Hann nefnir sem dæmi við­brögð við nátt­úru­ham­förum og hvernig áhrifin geta komið fram ef ekki er brugð­ist hratt og vel við. Í Sýr­landi, árið 2007, leiddu gríð­ar­lega alvar­legir þurrkar í land­inu til mik­illa fólks­flutn­inga úr dreif­býli í borg­ir. Þar gerði fólk - meira en ein milljón manna - ráð fyrir því að geta nálg­ast mat, en of sein við­brögð alþjóða­sam­fél­gs­ins, meðal ann­ars vegna of lít­ils fjár­magns í mála­flokk­inn, leiddu til mik­illa vanda­mála. 

Gates segir þessa atburði, sem fóru til­tölu­lega hljótt á alþjóða­vett­vangi í fyrstu, hafa leitt til enn meiri spennu og félags­legra erf­ið­leika, sem mögn­uðu upp eld­fimt ástand sem síðar braust út í borg­ar­styrj­öld með skelfi­legum afleið­ingum fyrir íbúa Sýr­lands og raunar heim­inn allan, sem ekki sér fyrir end­ann á enn­þá. Gates segir að fjár­fest­ing í þró­un­ar­verk­efnum marg­borgi sig til baka með örugg­ari heimi og meiri líkum á efna­hags­legum ávinn­ingi heild­ar­inn­ar. Alþjóð­legt hjálp­ar­starf sé skýrt dæmi um mik­il­vægi þess að þjóðir vinni sam­an.

Bar­átt­unni fyrir bættum og opnum heimi lýkur aldrei og það stór­kost­leg­asta sem hefur gerst í þeirri sögu er aukið alþjóð­legt sam­starf og opnun mark­aða með alþjóða­væddum heimi. Árs­skýrsla BIS dregur þetta vel fram og Gates minnir okkur á þetta með sér­tækum dæm­um, meðal ann­ars á sviði hjálp­ar­starfs og efn­hags­mála. Fram­lag smá­ríkis eins og Íslands í umræðum um mál  eins og þessi, ætti að hafa þann rauða þráð að berj­ast fyrir opnum alþjóða­væddum heimi. Von­andi er það „tæki­færið“ sem íslenskir stjórn­mála­menn sjá í breyt­ingum á alþjóða­vett­vangi sem sumir þeirra hafa rætt um að und­an­förnu.

Meira úr sama flokkiLeiðari