Baráttan fyrir opnum heimi

Hvaða „tækifæri“ sjá íslenskir stjórnmálamenn í væringum á alþjóðavettvangi? Ef einhver barátta er þess virði að taka þátt í henni, þá er það baráttan fyrir opnum alþjóðavæddum heimi.

Auglýsing

Í árs­skýrslu Alþjóða­greiðslu­bank­ans í Basel, BIS, sem birt var í gær, er stórum hluta skýrsl­unnar eytt í varn­arskirf fyrir alþjóða­væð­ing­una, og sá aug­ljósi sann­leikur dreg­inn fram að hún hefur vegið þyngst í því að draga úr fátækt í heim­in­um. 

Ástæðan fyrir þessum skrifum í árs­skýrsl­unni virð­ist aug­ljós; alþjóða­væð­ingin hefur átt undir högg að sækja með upp­gangi lýð­skrumara og vin­sæld­ar­brölt­ara eins og Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, sem berst fyrir því að losa Banda­ríkin út úr alþjóða­samn­ingum og berst einnig fyrir banda­rískum hags­munum ein­göngu, en ekki hags­munum heild­ar­inn­ar, sem er innsti kjarni hugs­un­ar­innar með alþjóð­legum samn­ingum um við­skipti, þvert á landa­mæri.

Stríðs­yf­ir­lýs­ing

Þessi stefna Trumps og félaga er risa­vaxin stríðs­yf­ir­lýs­ing gegn alþjóða­væddum heimi við­skipta og þró­unar og eins víðs­fjarri nokkrum hug­myndum um frjálsan mark­aðs­bú­skap eins og hugs­ast get­ur. Yfir­lýs­ingar um að Banda­ríkin muni beita sér­hags­munum - það er toll­um, múrum og aðgangs­hindr­unum af ýmsu tagi - geta einar og sér valdið stór­tjóni jafn­vel þó alþjóð­leg fyr­ir­tæki reyni eftir fremsta megni að berj­ast gegn þess­ari stefnu í starf­semi sinni.

Auglýsing

Stefnu­breyt­ing eins og þessi hefur ekki verið fram­kvæmd ennþá með laga­breyt­ingum eða nýrri áætl­un, nema þá að litlu leyti, en nú þegar hafa Banda­ríkin verið dregin út úr gerð alþjóða­samn­inga, sem meðal ann­ars ná til helstu vaxt­ar­svæða Asíu og Afr­íku. Auk þess er yfir­lýs­ing Trumps um að Banda­ríkin fari út úr Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu önnur hlið á sama ten­ing, þó margt bendi til þess að hún sé lítið annað en orðin tóm.

Ýmis­legt mætti vafa­lítið segja um það, hvað býr að baki þessu, en það alvar­lega er að raun­veru­leg hætta er nú á því að það muni hægja á ótrú­legum árangri sem náðst hefur í bar­átt­unni við sára fátækt í heim­in­um. 

Tollam­úrar og sér­hags­muna­stefn­ur, sem hindra aðgang fátækra svæða að mörk­uð­um, eru alvar­legt mál, og við Íslend­ingar - sem smá­ríki sem er algjör­lega háð erlendum mörk­uðum - ættum að taka virkan þátt í að því að mót­mæla öllum áformum sem vinna gegn alþjóða­væddum heimi. Opnir mark­aðir og alþjóð­legt sam­starf er und­ir­rót fram­fara og Ísland þarf að marka sér skýra stefnu með slíkri stöðu til fram­tíðar lit­ið.

Alþjóð­legt sam­starf er lyk­ill­inn

Í grein frá 18. maí síð­ast­liðnum segir Bill Gates, stofn­andi Microsoft og ötull bar­áttu­maður alþjóða­væð­ingar og alþjóða­sam­starfs, að fram­lög Banda­ríkj­anna til þró­un­ar­starfs þurfi að vera miklu meiri, en ekki minni, eins og nú er ráð­gert. Rökin hans eru til­tölu­lega ein­föld. Alþjóð­legt sam­starf er nauð­syn­legt til að berj­ast gegn vanda­málum sem eru alþjóð­leg, og geta áhrifin komið fram með ýmsum hætti, og haft áhrif á margar þjóð­ir. Sam­starf, sam­vinna og alþjóða­vætt efna­hags­líf er lyk­ill­inn að árangri.

Hann nefnir sem dæmi við­brögð við nátt­úru­ham­förum og hvernig áhrifin geta komið fram ef ekki er brugð­ist hratt og vel við. Í Sýr­landi, árið 2007, leiddu gríð­ar­lega alvar­legir þurrkar í land­inu til mik­illa fólks­flutn­inga úr dreif­býli í borg­ir. Þar gerði fólk - meira en ein milljón manna - ráð fyrir því að geta nálg­ast mat, en of sein við­brögð alþjóða­sam­fél­gs­ins, meðal ann­ars vegna of lít­ils fjár­magns í mála­flokk­inn, leiddu til mik­illa vanda­mála. 

Gates segir þessa atburði, sem fóru til­tölu­lega hljótt á alþjóða­vett­vangi í fyrstu, hafa leitt til enn meiri spennu og félags­legra erf­ið­leika, sem mögn­uðu upp eld­fimt ástand sem síðar braust út í borg­ar­styrj­öld með skelfi­legum afleið­ingum fyrir íbúa Sýr­lands og raunar heim­inn allan, sem ekki sér fyrir end­ann á enn­þá. Gates segir að fjár­fest­ing í þró­un­ar­verk­efnum marg­borgi sig til baka með örugg­ari heimi og meiri líkum á efna­hags­legum ávinn­ingi heild­ar­inn­ar. Alþjóð­legt hjálp­ar­starf sé skýrt dæmi um mik­il­vægi þess að þjóðir vinni sam­an.

Bar­átt­unni fyrir bættum og opnum heimi lýkur aldrei og það stór­kost­leg­asta sem hefur gerst í þeirri sögu er aukið alþjóð­legt sam­starf og opnun mark­aða með alþjóða­væddum heimi. Árs­skýrsla BIS dregur þetta vel fram og Gates minnir okkur á þetta með sér­tækum dæm­um, meðal ann­ars á sviði hjálp­ar­starfs og efn­hags­mála. Fram­lag smá­ríkis eins og Íslands í umræðum um mál  eins og þessi, ætti að hafa þann rauða þráð að berj­ast fyrir opnum alþjóða­væddum heimi. Von­andi er það „tæki­færið“ sem íslenskir stjórn­mála­menn sjá í breyt­ingum á alþjóða­vett­vangi sem sumir þeirra hafa rætt um að und­an­förnu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari