Fjármálaþjónusta á tímamótum

Fjármálaþjónusta er að þróast hratt, og í þeirri stöðu eru bæði ógnanir og tækifæri.

Auglýsing

Eitt af því sem ég er hugsi yfir á Íslandi er hversu mikið umfang hins opin­bera er í atvinnu­líf­inu, almennt, en ein­hvers konar mein­loka - hjá sumum að minnsta kosti - virð­ist vera uppi í einum geira sér­stak­lega.

Þegar kemur að þeim kima hag­kerf­is­ins, sem á alþjóða­vísu er sagður standa á hvað mestum tíma­mótum tækni­lega, fjár­mála­geir­an­um, þá er hið opin­bera á Íslandi með meira en fjögur þús­und starfs­menn í fjár­mála­þjón­ustu, og mark­aðs­hlut­deild er með ólík­indum mik­il, eða um og yfir 80 pró­sent.

Í grófum dráttum er staða mála svona:

Auglýsing

Fjár­mála­þjón­usta rík­is­ins skipt­ist á Íslands­banka og Lands­bank­ann - sem eru með sam­bæri­lega þjón­ustu að öllu leyti og stofn­ana­virki sam­bæri­legt - Íbúða­lána­sjóð, Byggða­stofn­un, LÍN, FME, Reikni­stofu bank­anna (óbeint hið opin­bera, að mestu) og Seðla­bank­ann. Sýslu­skrif­stofur eru síðan með hlut­deild í fjár­mála­þjón­ust­unni einnig, þegar kemur að þing­lýs­ingu og slíkri vinnu. Aug­ljós­lega ætti að vera hægt að gera það raf­rænt og eyða dýr­mætum tíma í annað en gert er í dag.

Við þetta má bæta fleiri fyr­ir­tækj­um, eins og Borgun (63,5 pró­sent í eigu rík­is­ins), og óbeinir eign­ar­hlutir í fleiri fyr­ir­tækj­um, eins og Arion banka (13 pró­sent) og dótt­ur­fyr­ir­tækjum hans. 

Fjár­mála­þjón­ustan er aðeins fyrir 200 þús­und manna vinnu­markað á Íslandi og innan við 130 þús­und heim­il­i. 

Um nær alveg ein­angr­aða þjón­ustu er að ræða við þennan örmark­að, þó teng­ingar séu við erlenda mark­að­i. 

Engin vaxt­ar­tæki­færi eru fyrir bank­anna. Nema þá helst í því sem mestu skipt­ir, að því er virð­ist: hag­ræða og fram­þróa starf­sem­ina.

Von­andi er ekki svo komið fyrir Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu að það trúi því að ríkið - alls staðar við borðið - verði í mik­illi sam­keppni við sig, þegar fram í sæk­ir.

Stórar spurn­ingar

Margar spurn­ingar vakna, í ljósi þess­arar stöðu, sem áhuga­vert væri að sjá stjórn­mála­menn og eft­ir­lits­stofn­anir greina bet­ur.

1. Hver er áhætta rík­is­ins, eins og mál standa nú, þegar kemur að þróun tækni fyrir fjár­mála­þjón­ustu á alþjóða­vett­vangi?

2. Hvaða hlut­verki hefur ríkið að gegna og hver verður nálgun rík­is­ins að fjár­mála­þjón­ustu þegar fram í sækir?

3. Hvernig er Ísland til­búið fyrir þær áskor­anir sem framundan eru, meðal ann­ars með til­liti til okkar sjálf­stæðu pen­inga­stefnu?

4. Er fjár­mála­þjón­usta hins opin­bera mögu­lega stór­kost­lega ofmönn­uð?

Leið­togar í nýsköpun í heim­in­um, meðal ann­ars Jeff Bezos, stofn­andi og for­stjóri Amazon, og Tim Cook, for­stjóri App­le, hafa rætt um það um nokk­urt skeið, að fjár­mála­þjón­usta sé meðal þeirra þátta þar sem tækni mun umbylta kerf­inu á næstu miss­er­um.

Tim Cook lýsti því sjálf­ur, í erindi fyrir framan fjár­festa 31. jan­úar síð­astlinn, að eitt­hvað ótrú­legt væri að ger­ast þegar kæmi að fjár­mála­þjón­ustu, því vöxt­ur­inn í Apple Pay kerf­inu væri „undra­verð­ur“. Á síð­ustu tólf mán­uðum hefur vöxt­ur­inn verið 450 pró­sent, stans­laust vöxtur ein­kennir greiðslur í gegnum síma og kúvend­ing er að verða á þjón­ustu­leiðum fyr­ir­tækja og heim­ila. Apple hefur þegar kynnt nýjar upp­færslur á leiðum sem eiga að ein­falda greiðslur og pen­inga­færslur í gegnum síma og snjallúr. 

Annað nær­tækt dæmi ná nefna, en það er Norweg­ian Bank­inn norski (að hluta til í eigu Norweg­ian flug­fé­lags­ins), sem hefur náð mik­ill fót­festu á banka­mark­aði í Nor­egi, Dan­mörku, Sví­þjóð og Finn­landi. Hann er ein­ungis á net­inu, býður lán til heim­ila og er með sveigj­an­leika nets­ins sem lykil í allri nálgun að við­skipta­vin­um. Þetta er ekki „al­hliða“ banki heldur er hann snið­inn að þörfum venju­legs fólks.

Mót­tök­urnar hafa verið ótrú­legar frá því bank­inn tók fyrstu skref­in, í aðdrag­anda heimskrepp­unn­ar. Frá því í nóv­em­ber 2007, þegar bank­inn var stofn­að­ur, hefur við­skipta­vinum fjölgað um tæp­lega eina milljón og fátt virð­ist benda til ann­ars en að bank­inn sé var­an­lega búinn að breyta banka­lands­lag­inu á Norð­ur­lönd­un­um.

Hvernig mót­tökur ætli bank­inn myndi fá hér á land­i? 

Núna á tíu ára afmæli snjall­sím­ans iPhone - sem hefur gjör­breytt heim­inum á marg­vís­legan hátt - ættu stjórn­völd að velta því fyrir sér hvað sé framundan í fjár­mála­þjónst­unn­i. 

Frjó umræða

Í Banda­ríkj­unum - þar sem fyrstu mann­lausu útibú Bank of Amer­ica hafa þegar opnað - hefur átt sér stað mikil umræða um miklar breyt­ingar sem fjár­mála­geir­inn er þegar byrj­aður að ganga í gegn­um, og hefur Seðla­banki Banda­ríkj­anna tekið virkan þátt í henni. Ekki síst um þær áskor­anir sem framundan eru þegar kemur að mun mann­afl­slétt­ari innviðum en þörf er á gam­al­dags banka­starf­sem­i. 

Reikni­stofa Bank­anna hefur verið sá aðili sem hefur verið leið­andi í þess­ari umræðu hér á landi, meðal ann­ars með ráð­stefnu­haldi og opinni umræðu um helstu álita­mál­in. Það er til fyr­ir­mynd­ar, enda mikið í húfi. En umræðan er til einskis ef hún er ekki tekin lengra.

Spjótin bein­ast að lokum að þeim sem móta lög og regl­ur; stjórn­mála­stétt­inni. Hún stendur frammi fyrir áhuga­verðum spurn­ing­um, eins og framan er greint. Það er eins gott að hún verði þokka­lega und­ir­bú­in, með stefnu fyrir fram­tíð­ina þegar kemur að fjár­mála­þjón­ustu.

Hag­stofan áætlar að fjöldi starfs­fólks í fjár­mála­þjón­ustu sé nú um 6.200 en hann hefur ekk­ert vaxið í meira en ár. Það er hins vegar all­mik­ill fjöldi, og vel hugs­an­legt að hag­ræða megi um mörg hund­ruð starfs­menn, jafn­vel fleiri en þús­und, með því að hraða nútíma­væð­ingu þjón­ust­unn­ar.

Hér á landi hefur mikil hreyf­ing á fólki í fjár­mála­þjón­ustu verið sýni­leg að und­an­förnu, en margt reynslu­mikið fólk hefur verið að hætta störfum í stóru end­ur­reistu bönk­unum þremur og hefja störf hjá minni sér­hæfð­ari fyr­ir­tækj­um. Það er ekki und­ar­legt, því hjá þessum minni fyr­ir­tækjum eru mikil vaxt­ar­tæki­færi, á meðan varn­ar­leikur ein­kennir hina end­ur­reistu banka. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða á alþjóða­vett­vangi.

Þó Ísland sé lítið þá má ekki gleyma því að landið er „ber­skjald­að“ fyrir alþjóð­legum breyt­ing­um, og það er ekk­ert nema gott um það að segja. Að und­an­förnu hefur þetta sést vel, með inn­reið Net­fl­ix, Spotify og Costco á ólíka mark­aði.

Inn­viðir fyrir tækni­breyt­ingar eru góðir hér á landi og það ætti að vera kapps­mál fyrir okk­ur, til að styrkja sam­keppn­is­hæfni lands­ins, að byrja að móta nýjan grunn fyrir fjár­mála­þjón­ust­una. Ríkið er með yfir 460 millj­arða bundna í eigin fé í fjár­mála­fyr­ir­tækjum þessi miss­erin og því eru miklir hags­munir í húfi fyrir skatt­greið­end­ur. Mestu hags­mun­irnir eru þeir, að hér muni starfa skil­virkt og gott fjár­mála­kerfi sem er sam­keppn­is­hæft í alþjóða­væddum heimi, til fram­tíðar lit­ið. Í kom­andi breyt­ingum fel­ast bæði tæki­færi og ógn­an­ir, sem full ástæða er til að gaum­gæfa enn betur en nú hefur verið gert.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari