Gagnsemi greininga

Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, skrifar um greiningar OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þróun ferðamála á Íslandi.

Auglýsing

Í júní mán­uði hafa tvær skýrsl­ur al­þjóða­stofn­ana verið birtar um landið og báðar leggja sér­staka áherslu á þróun ferða­mála. Það sem mest brennur á íslenskri ferða­þjón­ustu um þessar mundir er fyr­ir­huguð breyt­ing á virð­is­auka­skatti á greinar ferða­þjón­ustu í kjöl­far þeirra breyt­inga sem áttu sér stað um ára­mótin 2015/16. Í því sam­hengi sagði fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ustu í frétta­tíma RÚV, 27. júní sl., að mik­il­vægt væri að byggja slíkar ákvarð­anir á grein­ing­um. Er það nokkuð sem ég get vel tekið undir enda staðið í þeim nú í rúman ára­tug. 

Nú þarf vissu­lega að efla grein­ingar almennt á áhrifum gesta­koma á land og þjóð. Í sam­hengi áhrifa skatta­breyt­inga vil ég sér­stak­lega nefna gagna­öflun um ferða­þjón­ustu í tengslum við hlið­ar­reikn­inga­gerð Hag­stofu Íslands­. Hins veg­ar má spyrja hve margar grein­ingar þarf til að und­ir­byggja ein­staka ákvarð­an­ir. Þær tvær skýrslur sem komu út í jún­í, ann­ars veg­ar frá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum (AGS) og hins veg­ar frá Efna­hags­sam­vinnu- og þró­un­ar­stofn­unin (OECD), byggja á nokkuð ítar­legum grein­ingum á stöðu mála, með vísan m.a. til fræði­greina um efnið sem birtar eru á rit­rýndum vett­vangi. Báðar veita góða inn­sýn í mögu­leg áhrif af skatta­breyt­ing­um. 

Skýrsla AGS segir ekk­ert beint um fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á virð­is­auk­an­um. Þeir leggja hins veg­ar á­herslu á að vöxtur ferða­þjón­ustu verði við­var­andi, þó mögu­lega hægi eitt­hvað á. Þeir benda á að Ísland hefur siglt langt fram úr því sem vænta mætti þrátt fyrir geng­is­þróun hér á landi og þróun hag­vaxtar landa á upp­runa­mörk­uð­um, sem almennt segir til um kaup­mátt þar og þá líkur til að fólk ferð­ist. Það sem AGS segir skýra það eru nokkrir þætt­ir. Fyrst er að nefna hlut­verk flugs­ins en, líkt og OECD, benda þeir á að þar liggja færi stjórn­valda á að stýra þróun mála. AGS nefnir einnig  op­in­bera fjár­fest­ingu í  af­þr­ey­ingu, öryggi Íslands og hlut­verk mark­aðs og kynn­ing­ar­mála. Undir þessu öllu og helsta skýr­ing þró­unar er þó gosið í Eyja­fjalla­jökli, sem kom land­inu og víð­ernum þess og óbyggðum á heimskort ferða­langa um allan heim. AGS bendir á að gengi og verð­lag mun ekki hafa áhrif á gesta­komur, nema mögu­lega stytta dvöl og breyta mynstri eyðslu. Þeir telja þó að á móti því vinni að  Ís­land er eftir allt dýr áfanga­staður sem nýtur sér­stakrar mark­aðs­hylli sem teng­ist norð­ur­slóðum og víð­ern­um. Einnig bendir AGS á að upp­sveiflur í ferða­þjón­ustu eigi það til að haldast, í þeim búi ákveðin þrá­kelkni eða skrið­þungi, svo notuð séu hug­tök sem ég og spænskur kollegi minn beitum á grein­ingu gesta­komu hér á landi í grein sem nú er í rýn­i. 

Í yfir­liti OECD um stöðu efna­hags­mála á Íslandi í júní og grein­ingu á stöðu ferða­mála er tekið undir með AGS um vöxt grein­ar­innar og drif­krafta hans. Þeir segja einnig að hægja mun á vexti, en margt vinnur með Íslandi svo sem víð­ern­in, staða lands­ins sam­göngu­lega séð og breidd upp­runa­mark­að­ar, það er við erum ekki háð einu landi með gest­i. Sem­sagt gestum mun halda áfram að fjölga, enda sam­keppn­is­staða lands­ins sem áfanga­staðar ásætt­an­leg. Það sem OECD leggur sér­staka áherslu á er sjálf­bærni lands­ins og upp­bygg­ingu grein­ar­innar í takti við þarfir þjóðar og nátt­úru. Einnig draga þeir sér­stak­lega fram mik­il­vægi þess að sam­hengi sé milli stefnu í sam­göngu­málum og ferða­mál­um.

Auglýsing

Ólíkt skýrslu AGS tek­ur OECD skýrslan hins veg­ar ­skýra afstöðu til umræðu um virð­is­auka og segir að færa skuli greinar ferða­þjón­ustu í hefð­bundið þrep virð­is­auka­skatts. Þá umræðu set­ur OECD í sam­hengi við tekju­mögu­leika hins opin­bera og sveit­ar­fé­laga og í beinu fram­haldi kemur umræða um sjálf­bærni og mögu­leg stýri­tæki á þágu hennar með fjölda dæma og sam­an­burð­ar­hug­mynda frá öðrum löndum um leið­ir, mikið sem bent hefur verið á af íslensku fræða­fólki. OECD sýnir hvernig sú breyt­ing sem var gerð ára­mótin 2014/16 skil­aði auknum tekjum og sama má lesa í Tíund frétta­blaði Rík­is­skatt­stjóra nú í jún­í. 

Þá má spyrja hvort breyt­ingar á stöðu ferða­þjón­ustu gagn­vart virð­is­auka­skatti séu hin rétta leið til að ná í frek­ari tekjur af gest­um. Komu­gjöld og ýmis þjón­ustu­gjöld við áfanga­staði inn­an­lands hafa verið nefnd sem val­mögu­leikar og í fyrr­nefndu við­tali lagði fram­kvæmda­stjóri SAF áherslu á „gjald­töku fyrir virð­is­auk­andi þjón­ust­u“. Hér þarf að átta sig á sér­stöku eðli ferða­þjón­ustu og þeirri stað­reynd að hún er ekki hefð­bundin útflutn­ings­grein. Ferða­þjón­usta kemur inn á öll svið mann­lífs­ins og snýst ekki bara um gor­etex klætt ferða­fólk, heldur marga aðra sem koma í afar ólíkum til­gang. Í riti Sam­ein­uðu Þjóð­anna sem skil­greinir aðferða­fræði við gerð hlið­ar­reikn­inga er lagt áherslu á að efna­hags­á­hrif af gesta­komum þarf að nálg­ast gegnum gest­ina sjálfa, neyslu þeirra og athafn­ir. Þetta er megin ástæða þess að gera þarf sér­stak­lega grein fyrir aðferðum til að ná utan um ferða­þjón­ustu við gerð þjóð­hags­reikn­inga. Til þess að ná tekjum af ferða­þjón­ustu til hins opin­bera þá er þannig eðli­leg­ast að horft sé til þess hvernig gestir koma inn á öll svið mann­lífs­ins og hið opin­bera nái því í tekjur gegnum hið hefð­bundna skatt­kerfi. Í þessu sam­hengi er einnig mik­il­vægt að skilja að virð­is­auka­skattur er í reynd ekki lagður á aðföng, þar sem þau fást að fullu end­ur­greidd sem inn­skatt­ur. Skatt­ur­inn er aðeins bor­inn af þeim sem kaupa vöru og þjón­ustu til end­an­legra nota.     

Miðað við grein­ingar AGS og OECD á stöðu og fram­tíð­ar­horfum íslenskrar ferða­þjón­ustu munu tekjur hins opin­bera aukast af grein­inni með því að setja ferða­þjón­ustu í venju­legt virð­is­auka­skatts umhverfi, þar sem verð­breyt­ingar á ferða­þjón­ustu ráða ekki úrslitum hér um gesta­kom­ur. Auð­vitað þarf frek­ari grein­ingar til að fylgj­ast með mögu­lega breytt­u ­neyslu­mynstri ­gesta og breyt­ingum á ferða­hegðun um landið og þá hvað nákvæm­lega skýrir það, en miðað við þá mynd sem góðar grein­ingar öfl­ugra al­þjóða­stofn­ana hafa teiknað upp má taka ákvörðun sem teld­ist nokkuð vel upp­lýst. Hins veg­ar er mik­il­vægt að hafa góða fyr­ir­vara á slíkum ákvörð­unum og átta sig á að landið er ekki ein heild, raun­veru­leiki ferða­þjón­ustu er ólíkur á SV horn­inu og ann­ars stað­ar. Þar kemur sam­göngu­kerfið inn og sam­þætt­ing ólíkra ­sam­göngu­mála ­sem jafnað gæti þann aðstöðumun. Hið raun­veru­lega stýri­tæki í gesta­komum er stefna okkar í sam­göngu­málum þar sem flug­völl­ur­inn í Kefla­vík leikur lyk­il­hlut­verk. Upp­bygg­ing hans og teng­ing við aðra lands­hluta ásamt mót­væg­is­að­gerðum vegna breyt­inga á vsk fyrir ferða­þjón­ustu úti um land þar sem árs­tíða­sveiflna í gesta­komum gætir enn veru­lega munu skipta sköp­um. Enn eru því sókn­ar­færi í ferða­þjón­ustu, með virð­is­auka.    

Höf­undur er pró­fessor við Háskól­ann á Akur­eyri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar