Raforkuverð til stóriðju í Þýskalandi hefur lækkað

Þróunin á orkumarkaði í Þýskalandi hefur verið áhugaverð á undanförnum árum.

Auglýsing

Fyrir nokkrum árum var algegnt heild­sölu­verð á raf­orku á þýskum orku­mark­aði um 60 EUR/MWst, sem þá jafn­gilti um 80 USD. Síðan þá hefur þýski raf­orku­mark­að­ur­inn breyst mik­ið, m.a. vegna lok­unar kjarn­orku­vera og þeirrar miklu upp­bygg­ingar sem orðið hefur í fram­leiðslu á raf­orku með end­ur­nýj­an­legum hætti. Þetta ásamt ýmsu fleiru hefur leitt til nokkuð óvæntrar þró­unar á þýska heild­sölu­mark­aðnum með raf­orku. Í þess­ari grein er athygl­inni beint að því hvernig raf­orku­verð til stór­iðju í Þýska­landi hefur á síð­ustu árum lækkað veru­lega.

Miklar breyt­ingar á þýskum raf­orku­mark­aði

Á und­an­förnum árum hefur heild­sölu­verð raf­orku á þýska orku­mark­aðnum lækkað mikið og er nú ein­ungis um helm­ingur þess sem var fyrir nokkrum árum síð­an. Á sama tíma hefur upp­spretta raf­orkunnar þar líka breyst mik­ið. Á aðeins um hálfum ára­tug tvö­fald­að­ist hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar raf­orku í Þýska­landi; fór úr um 15% og í um 30% raf­orku­fram­leiðsl­unn­ar. Vegna sveiflu­kenndrar fram­leiðslu í vind- og sól­ar­orku er þetta hlut­fall þó síbreyti­legt.

Drif­kraft­ur­inn að baki hinni miklu upp­bygg­ingu í end­ur­nýj­an­legri raf­orku­fram­leiðslu í Þýska­landi var fjár­hags­legur stuðn­ingur sem settur var upp af þýska rík­inu. Stór hluti þess stuðn­ings er svo lagður á raf­orku­not­endur í formi sér­stakra orku­gjalda, þ.e. grænna skatta sem eru óaft­ur­kæfir og eru því bæði greiddir af almenn­ingi og fyr­ir­tækj­um.

Auglýsing

Grænir orku­skattar ollu mjög háu raf­orku­verði í Þýska­landi

Þessi grænu skattar eða gjöld urðu til þess að raf­orku­verð til not­enda í Þýska­landi hækk­aði mik­ið. Og varð um leið miklu hærra en sjálft heild­sölu­verðið með flutn­ings­gjöldum og almennum skött­um. Þýska­land varð þekkt fyrir að vera með eitt hæsta raf­orku­verð í Evr­ópu. Staðan var orðin þannig að þýsk iðn- og stór­iðju­fyr­ir­tæki stóðu frammi fyrir miklum áskor­unum í að halda sam­keppn­is­hæfni. Mikið tók að bera á umræðu um að slík starf­semi myndi í auknum mæli flytj­ast frá Þýska­landi og þá einkum vestur um haf þar sem raf­orku­verð var og er mun lægra.

Stór­iðja fékk und­an­þágur frá til­teknum grænum raf­orku­sköttum

Á síð­ustu árum hefur sjálft raf­orku­verðið í Þýska­landi, þ.e. heild­sölu­verð á raf­magni, lækkað veru­lega. Vegna hárra umhverf­is­skatta hefur verð­lækkun til not­enda þó almennt ekki orðið umtals­verð og hefur verðið til neyt­andi nokkurn veg­inn staðið í stað allra síð­ustu árin (þar sem síauknir skattar hafa mætt lækk­andi heild­sölu­verði á raf­orku).  Hjá flestum þýskum iðn­fyr­ir­tækjum hafa því umræddir óaft­ur­kræfir grænir skattar valdið því að raf­magns­reikn­ingur þeirra er áfram mjög hár, þrátt fyrir lækkun á sjálfu orku­verð­inu (heild­sölu­verð­in­u).

Með sér­stökum opin­berum ráð­stöf­unum var aftur á móti dregið úr líkum á því að stór­iðju­starf­semi myndi flýja hátt þýskt raf­orku­verð. Það var m.a. gert með því að und­an­þiggja til­tekna stór­iðju í Þýska­landi frá nán­ast öllum græna orku­skatt­in­um. Fyrir vikið er sú þýska stór­iðja nú að greiða miklu minna fyrir raf­ork­una en iðn­fyr­ir­tæki þar í landi almennt gera. Og þess vegna hefur lækkun á heild­sölu­verði raf­orku í Þýska­landi orðið til þess að umrædd stór­iðja í Þýska­landi er nú að greiða tals­vert lægra verð fyrir raf­magnið en var fyrir nokkrum árum síð­an.

Lækk­andi stór­iðju­verð í Evr­ópu getur dregið úr sam­keppn­is­hæfni Íslands

Lands­virkjun kynnti það rétti­lega á síð­asta árs­fundi sínum að raf­orku­verð til not­enda í Þýska­landi hafi almennt hækkað frá því sem var, þrátt fyrir mikla lækkun heild­sölu­verðs þar á raf­orku. Í þessu sam­bandi vís­aði fyr­ir­tækið til þýska raf­orku­verðs­ins með öllum sköttum og grænum gjöld­um. Þetta var þó ekki alls­kostar nákvæmt hjá Lands­virkj­un. Því í reynd hef­ur, eins og sagði hér að fram­an, raf­orku­reikn­ingur hluta stór­iðj­unnar í Þýska­landi alls ekki hækkað heldur þvert á móti lækkað frá því sem var fyrir nokkrum árum. Vegna þess að hluti þýsku stór­iðj­unnar er að mestu und­an­þegin grænu gjöld­un­um.

Sú lækkun sem varð á raf­orku­verði þýskrar stór­iðju kom að mestu til eftir að  Lands­virkjun mót­aði verð­stefnu sína á árunum 2010-2011. Þetta vekur upp það álita­mál hvort verð­lækk­unin á þýska heild­sölu­mark­aðnum fyrir raf­magn, ásamt svip­aðri verð­lækkun á fleiri raf­orku­mörk­uðum í Evr­ópu, geri Lands­virkjun og öðrum íslenskum orku­fyr­ir­tækjum nú erf­ið­ara fyrir að halda í óbreytta verð­stefnu gagn­vart stór­iðju hér. Meiri upp­lýs­ingar um verð­stefnu Lands­virkj­unar og þróun raf­orku­verðs í Evr­ópu og á Íslandi má sjá á vef­svæði grein­ar­höf­undar á Medi­um.com.

Hér má sjá hvernig raforkuverð hefur þróast til stóriðju á Þýskalandsmarkaði.

Grafið hér að ofan sýnir þróun raf­orku­verðs til almenns iðn­aðar í Þýska­landi. Sér­stök gjöld vegna grænnar orku­stefnu Þjóð­verja eru til­greind sem EEG Contri­bution á graf­inu. Sá hluti (sbr. rauði hring­ur­inn) nemur nú nálægt 40% af raf­orku­verð­inu til iðn­fyr­ir­tækja þar í landi. Ýmis stór­iðja, eins og t.d. álver, er að mestu und­an­þegin því að þurfa að greiða þetta gjald og nýtur því miklu lægra raf­orku­verðs en iðn­fyr­ir­tækin almennt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar