Raforkuverð til stóriðju í Þýskalandi hefur lækkað

Þróunin á orkumarkaði í Þýskalandi hefur verið áhugaverð á undanförnum árum.

Auglýsing

Fyrir nokkrum árum var algegnt heild­sölu­verð á raf­orku á þýskum orku­mark­aði um 60 EUR/MWst, sem þá jafn­gilti um 80 USD. Síðan þá hefur þýski raf­orku­mark­að­ur­inn breyst mik­ið, m.a. vegna lok­unar kjarn­orku­vera og þeirrar miklu upp­bygg­ingar sem orðið hefur í fram­leiðslu á raf­orku með end­ur­nýj­an­legum hætti. Þetta ásamt ýmsu fleiru hefur leitt til nokkuð óvæntrar þró­unar á þýska heild­sölu­mark­aðnum með raf­orku. Í þess­ari grein er athygl­inni beint að því hvernig raf­orku­verð til stór­iðju í Þýska­landi hefur á síð­ustu árum lækkað veru­lega.

Miklar breyt­ingar á þýskum raf­orku­mark­aði

Á und­an­förnum árum hefur heild­sölu­verð raf­orku á þýska orku­mark­aðnum lækkað mikið og er nú ein­ungis um helm­ingur þess sem var fyrir nokkrum árum síð­an. Á sama tíma hefur upp­spretta raf­orkunnar þar líka breyst mik­ið. Á aðeins um hálfum ára­tug tvö­fald­að­ist hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar raf­orku í Þýska­landi; fór úr um 15% og í um 30% raf­orku­fram­leiðsl­unn­ar. Vegna sveiflu­kenndrar fram­leiðslu í vind- og sól­ar­orku er þetta hlut­fall þó síbreyti­legt.

Drif­kraft­ur­inn að baki hinni miklu upp­bygg­ingu í end­ur­nýj­an­legri raf­orku­fram­leiðslu í Þýska­landi var fjár­hags­legur stuðn­ingur sem settur var upp af þýska rík­inu. Stór hluti þess stuðn­ings er svo lagður á raf­orku­not­endur í formi sér­stakra orku­gjalda, þ.e. grænna skatta sem eru óaft­ur­kæfir og eru því bæði greiddir af almenn­ingi og fyr­ir­tækj­um.

Auglýsing

Grænir orku­skattar ollu mjög háu raf­orku­verði í Þýska­landi

Þessi grænu skattar eða gjöld urðu til þess að raf­orku­verð til not­enda í Þýska­landi hækk­aði mik­ið. Og varð um leið miklu hærra en sjálft heild­sölu­verðið með flutn­ings­gjöldum og almennum skött­um. Þýska­land varð þekkt fyrir að vera með eitt hæsta raf­orku­verð í Evr­ópu. Staðan var orðin þannig að þýsk iðn- og stór­iðju­fyr­ir­tæki stóðu frammi fyrir miklum áskor­unum í að halda sam­keppn­is­hæfni. Mikið tók að bera á umræðu um að slík starf­semi myndi í auknum mæli flytj­ast frá Þýska­landi og þá einkum vestur um haf þar sem raf­orku­verð var og er mun lægra.

Stór­iðja fékk und­an­þágur frá til­teknum grænum raf­orku­sköttum

Á síð­ustu árum hefur sjálft raf­orku­verðið í Þýska­landi, þ.e. heild­sölu­verð á raf­magni, lækkað veru­lega. Vegna hárra umhverf­is­skatta hefur verð­lækkun til not­enda þó almennt ekki orðið umtals­verð og hefur verðið til neyt­andi nokkurn veg­inn staðið í stað allra síð­ustu árin (þar sem síauknir skattar hafa mætt lækk­andi heild­sölu­verði á raf­orku).  Hjá flestum þýskum iðn­fyr­ir­tækjum hafa því umræddir óaft­ur­kræfir grænir skattar valdið því að raf­magns­reikn­ingur þeirra er áfram mjög hár, þrátt fyrir lækkun á sjálfu orku­verð­inu (heild­sölu­verð­in­u).

Með sér­stökum opin­berum ráð­stöf­unum var aftur á móti dregið úr líkum á því að stór­iðju­starf­semi myndi flýja hátt þýskt raf­orku­verð. Það var m.a. gert með því að und­an­þiggja til­tekna stór­iðju í Þýska­landi frá nán­ast öllum græna orku­skatt­in­um. Fyrir vikið er sú þýska stór­iðja nú að greiða miklu minna fyrir raf­ork­una en iðn­fyr­ir­tæki þar í landi almennt gera. Og þess vegna hefur lækkun á heild­sölu­verði raf­orku í Þýska­landi orðið til þess að umrædd stór­iðja í Þýska­landi er nú að greiða tals­vert lægra verð fyrir raf­magnið en var fyrir nokkrum árum síð­an.

Lækk­andi stór­iðju­verð í Evr­ópu getur dregið úr sam­keppn­is­hæfni Íslands

Lands­virkjun kynnti það rétti­lega á síð­asta árs­fundi sínum að raf­orku­verð til not­enda í Þýska­landi hafi almennt hækkað frá því sem var, þrátt fyrir mikla lækkun heild­sölu­verðs þar á raf­orku. Í þessu sam­bandi vís­aði fyr­ir­tækið til þýska raf­orku­verðs­ins með öllum sköttum og grænum gjöld­um. Þetta var þó ekki alls­kostar nákvæmt hjá Lands­virkj­un. Því í reynd hef­ur, eins og sagði hér að fram­an, raf­orku­reikn­ingur hluta stór­iðj­unnar í Þýska­landi alls ekki hækkað heldur þvert á móti lækkað frá því sem var fyrir nokkrum árum. Vegna þess að hluti þýsku stór­iðj­unnar er að mestu und­an­þegin grænu gjöld­un­um.

Sú lækkun sem varð á raf­orku­verði þýskrar stór­iðju kom að mestu til eftir að  Lands­virkjun mót­aði verð­stefnu sína á árunum 2010-2011. Þetta vekur upp það álita­mál hvort verð­lækk­unin á þýska heild­sölu­mark­aðnum fyrir raf­magn, ásamt svip­aðri verð­lækkun á fleiri raf­orku­mörk­uðum í Evr­ópu, geri Lands­virkjun og öðrum íslenskum orku­fyr­ir­tækjum nú erf­ið­ara fyrir að halda í óbreytta verð­stefnu gagn­vart stór­iðju hér. Meiri upp­lýs­ingar um verð­stefnu Lands­virkj­unar og þróun raf­orku­verðs í Evr­ópu og á Íslandi má sjá á vef­svæði grein­ar­höf­undar á Medi­um.com.

Hér má sjá hvernig raforkuverð hefur þróast til stóriðju á Þýskalandsmarkaði.

Grafið hér að ofan sýnir þróun raf­orku­verðs til almenns iðn­aðar í Þýska­landi. Sér­stök gjöld vegna grænnar orku­stefnu Þjóð­verja eru til­greind sem EEG Contri­bution á graf­inu. Sá hluti (sbr. rauði hring­ur­inn) nemur nú nálægt 40% af raf­orku­verð­inu til iðn­fyr­ir­tækja þar í landi. Ýmis stór­iðja, eins og t.d. álver, er að mestu und­an­þegin því að þurfa að greiða þetta gjald og nýtur því miklu lægra raf­orku­verðs en iðn­fyr­ir­tækin almennt.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Agnes Joy
Einungis ein íslensk kvikmynd kemst á lista yfir 20 tekjuhæstu myndir síðasta árs
Alls voru 16 íslensk verk sýnd í kvikmyndahúsum á árinu 2019, sem er sami fjöldi og árið áður, en þrátt fyrir það fóru heildartekjur af íslenskum kvikmyndum og heimildamyndum niður um 68 prósent frá árinu á undan.
Kjarninn 17. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Þetta átti ekki að geta gerst – aftur
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar