Raforkuverð til stóriðju í Þýskalandi hefur lækkað

Þróunin á orkumarkaði í Þýskalandi hefur verið áhugaverð á undanförnum árum.

Auglýsing

Fyrir nokkrum árum var algegnt heild­sölu­verð á raf­orku á þýskum orku­mark­aði um 60 EUR/MWst, sem þá jafn­gilti um 80 USD. Síðan þá hefur þýski raf­orku­mark­að­ur­inn breyst mik­ið, m.a. vegna lok­unar kjarn­orku­vera og þeirrar miklu upp­bygg­ingar sem orðið hefur í fram­leiðslu á raf­orku með end­ur­nýj­an­legum hætti. Þetta ásamt ýmsu fleiru hefur leitt til nokkuð óvæntrar þró­unar á þýska heild­sölu­mark­aðnum með raf­orku. Í þess­ari grein er athygl­inni beint að því hvernig raf­orku­verð til stór­iðju í Þýska­landi hefur á síð­ustu árum lækkað veru­lega.

Miklar breyt­ingar á þýskum raf­orku­mark­aði

Á und­an­förnum árum hefur heild­sölu­verð raf­orku á þýska orku­mark­aðnum lækkað mikið og er nú ein­ungis um helm­ingur þess sem var fyrir nokkrum árum síð­an. Á sama tíma hefur upp­spretta raf­orkunnar þar líka breyst mik­ið. Á aðeins um hálfum ára­tug tvö­fald­að­ist hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar raf­orku í Þýska­landi; fór úr um 15% og í um 30% raf­orku­fram­leiðsl­unn­ar. Vegna sveiflu­kenndrar fram­leiðslu í vind- og sól­ar­orku er þetta hlut­fall þó síbreyti­legt.

Drif­kraft­ur­inn að baki hinni miklu upp­bygg­ingu í end­ur­nýj­an­legri raf­orku­fram­leiðslu í Þýska­landi var fjár­hags­legur stuðn­ingur sem settur var upp af þýska rík­inu. Stór hluti þess stuðn­ings er svo lagður á raf­orku­not­endur í formi sér­stakra orku­gjalda, þ.e. grænna skatta sem eru óaft­ur­kæfir og eru því bæði greiddir af almenn­ingi og fyr­ir­tækj­um.

Auglýsing

Grænir orku­skattar ollu mjög háu raf­orku­verði í Þýska­landi

Þessi grænu skattar eða gjöld urðu til þess að raf­orku­verð til not­enda í Þýska­landi hækk­aði mik­ið. Og varð um leið miklu hærra en sjálft heild­sölu­verðið með flutn­ings­gjöldum og almennum skött­um. Þýska­land varð þekkt fyrir að vera með eitt hæsta raf­orku­verð í Evr­ópu. Staðan var orðin þannig að þýsk iðn- og stór­iðju­fyr­ir­tæki stóðu frammi fyrir miklum áskor­unum í að halda sam­keppn­is­hæfni. Mikið tók að bera á umræðu um að slík starf­semi myndi í auknum mæli flytj­ast frá Þýska­landi og þá einkum vestur um haf þar sem raf­orku­verð var og er mun lægra.

Stór­iðja fékk und­an­þágur frá til­teknum grænum raf­orku­sköttum

Á síð­ustu árum hefur sjálft raf­orku­verðið í Þýska­landi, þ.e. heild­sölu­verð á raf­magni, lækkað veru­lega. Vegna hárra umhverf­is­skatta hefur verð­lækkun til not­enda þó almennt ekki orðið umtals­verð og hefur verðið til neyt­andi nokkurn veg­inn staðið í stað allra síð­ustu árin (þar sem síauknir skattar hafa mætt lækk­andi heild­sölu­verði á raf­orku).  Hjá flestum þýskum iðn­fyr­ir­tækjum hafa því umræddir óaft­ur­kræfir grænir skattar valdið því að raf­magns­reikn­ingur þeirra er áfram mjög hár, þrátt fyrir lækkun á sjálfu orku­verð­inu (heild­sölu­verð­in­u).

Með sér­stökum opin­berum ráð­stöf­unum var aftur á móti dregið úr líkum á því að stór­iðju­starf­semi myndi flýja hátt þýskt raf­orku­verð. Það var m.a. gert með því að und­an­þiggja til­tekna stór­iðju í Þýska­landi frá nán­ast öllum græna orku­skatt­in­um. Fyrir vikið er sú þýska stór­iðja nú að greiða miklu minna fyrir raf­ork­una en iðn­fyr­ir­tæki þar í landi almennt gera. Og þess vegna hefur lækkun á heild­sölu­verði raf­orku í Þýska­landi orðið til þess að umrædd stór­iðja í Þýska­landi er nú að greiða tals­vert lægra verð fyrir raf­magnið en var fyrir nokkrum árum síð­an.

Lækk­andi stór­iðju­verð í Evr­ópu getur dregið úr sam­keppn­is­hæfni Íslands

Lands­virkjun kynnti það rétti­lega á síð­asta árs­fundi sínum að raf­orku­verð til not­enda í Þýska­landi hafi almennt hækkað frá því sem var, þrátt fyrir mikla lækkun heild­sölu­verðs þar á raf­orku. Í þessu sam­bandi vís­aði fyr­ir­tækið til þýska raf­orku­verðs­ins með öllum sköttum og grænum gjöld­um. Þetta var þó ekki alls­kostar nákvæmt hjá Lands­virkj­un. Því í reynd hef­ur, eins og sagði hér að fram­an, raf­orku­reikn­ingur hluta stór­iðj­unnar í Þýska­landi alls ekki hækkað heldur þvert á móti lækkað frá því sem var fyrir nokkrum árum. Vegna þess að hluti þýsku stór­iðj­unnar er að mestu und­an­þegin grænu gjöld­un­um.

Sú lækkun sem varð á raf­orku­verði þýskrar stór­iðju kom að mestu til eftir að  Lands­virkjun mót­aði verð­stefnu sína á árunum 2010-2011. Þetta vekur upp það álita­mál hvort verð­lækk­unin á þýska heild­sölu­mark­aðnum fyrir raf­magn, ásamt svip­aðri verð­lækkun á fleiri raf­orku­mörk­uðum í Evr­ópu, geri Lands­virkjun og öðrum íslenskum orku­fyr­ir­tækjum nú erf­ið­ara fyrir að halda í óbreytta verð­stefnu gagn­vart stór­iðju hér. Meiri upp­lýs­ingar um verð­stefnu Lands­virkj­unar og þróun raf­orku­verðs í Evr­ópu og á Íslandi má sjá á vef­svæði grein­ar­höf­undar á Medi­um.com.

Hér má sjá hvernig raforkuverð hefur þróast til stóriðju á Þýskalandsmarkaði.

Grafið hér að ofan sýnir þróun raf­orku­verðs til almenns iðn­aðar í Þýska­landi. Sér­stök gjöld vegna grænnar orku­stefnu Þjóð­verja eru til­greind sem EEG Contri­bution á graf­inu. Sá hluti (sbr. rauði hring­ur­inn) nemur nú nálægt 40% af raf­orku­verð­inu til iðn­fyr­ir­tækja þar í landi. Ýmis stór­iðja, eins og t.d. álver, er að mestu und­an­þegin því að þurfa að greiða þetta gjald og nýtur því miklu lægra raf­orku­verðs en iðn­fyr­ir­tækin almennt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar